Þjóðviljinn - 13.01.1987, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 13.01.1987, Qupperneq 4
LEIÐARI Fátæktin, stoltið og vonin „Hugsarðu um sjálfa þig sem fátæka?“ (Það er blaðamaður Þjóðviljans sem spyr einstæða móður þessarar spurningar). „Ég á engan pening ef þú átt við það. Maður kann ekki við þetta orð fátækt. Það hefur aldrei hvarflað að mér að sækja um aðstoð frá hinu opinbera, ég vissi eiginlega ekki fyrr en nýlega, að ég ætti kost á því til að losna við aukavinn- una. Það stendur heldur ekki til að gera það, mér finnst, að á meðan fólk getur séð fyrir sér sjálft þá eigi það að gera það. Ég veit, að þetta hljóm- ar mótsagnakennt, fyrst segi ég að vinnuálagið bitni á barninu, en samt vil ég ekki aðstoð frá Félagsmálastofnun, en svona er ég. Ég kenni engum um aðstæður mínar, launin mín mættu þó hækka tvöfalt. Ég vinn við tölvu í bankanum og draumastarfið er í tengslum við tölvur. Mig langar að verða kerfisfræðingur, en mig vantar svo mikla menntun upp á, þannig að ég býst ekki við það verði nokkurn tímann. Maður verður að vera sáttur við lífið og tilver- una, öðru vísi gengur þetta ekki. Ég lærði það einu sinni, að það er vonlaust að vera bitur út í lífið, slíkt kemur bara upp vanlíðan í manni sjálf- um. Það er betra að horfa réttum augum á hlutina og ég hef þó alltaf vonina um, að ég þurfi ekki alltaf að vinna svona mikið, þótt ég sjái ekki fram á það núna, hvenær það verður.“ Sú einstæða móðir sem ræðir svo opinskátt við Þjóðviljann um stöðu sína er ekki að barma sér. Til að sjá sér farborða vinnur hún fulla vinnu frá níu til fimm í banka, og síðan eitt til þrjú kvöld í viku frá kl. sjö til ellefu í vídeóleigu, og einnig þriðju hverja helgi frá klukkan tvö til ellefu á kvöldin. Launin fyrir þessa miklu vinnu eru á bilinu 45 til 48 þúsund, og mæðralaun og meðlag eru 7200 kr. á mánuði. Fyrir dagvistun þarf konan að greiða 9.700 kr. á mánuði, og fær ekkert af því endurgreitt vegna þess að dagmamman sem rekur einkadaghei- mili, er réttindalaus af því að hún er ekki útlærð fóstra. Faðir barnsins, fyrrverandi tengdaforeldrar konunnar og móðir hennar annast barnagæsl- una á kvöldin og um helgar þegar konan er að vinna. Konan er að kaupa íbúð í verkamannabú- stöðum, eða eins og hún segir sjálf: „Úthlutunin kom eftir þrjár umsóknir og eitt og hálft ár. Ég flutti í hana í júní á síðasta ári. Hún er tveggja herbergja og kaupverðið er tæplega 2.3 milljónir. Dóttir mín kvartar mjög mikið þegar ég fer að vinna, en ég hef reynt að útskýra fyrir henni, að ég verði að vinna svona mikið til þess að við getum keypt þessa íbúð, og ég held að hún skilji það. Það má segja að við séum að kaupa þessa íbúð saman. Vinnuálagið á mér bitnar mest á henni en pirringnum reyni ég að halda fyrir sjálfa mig og láta hann ekki koma niður á barninu.“ Það er ástæða til aö staldra við þetta viðtal. Það er ekki við fræga manneskju úr fjölmiðlum, viðskiptum eða stjórnmálum. Þar eru engar smellnar sögur að finna, né hneykslanlegar frá- sagnir af fjörlegum uppákomum. En þar er að finna innsýn í það þjóðfélag sem við búum í öll saman og lýsingu á því mannlífi, sem tíðkast meðal okkar. Þar segir frá ungri móður sem vinnur myrk- ranna á milli til að sjá fyrir sér og dóttur sinni. Þar segir frá konu, sem þarf að útskýra fyrir barninu sínu afhverju hún hefur ekki tíma til að vera hjá því nema brot úr hverjum sólarhring. Þar segir frá manneskju sem hlotið hefur nokkra undir- stöðumenntun, en eygir enga möguleika til þess að öðlast þá viðbótarmenntun sem þörf er á til að verða það sem hana sjálfa langar til að verða. Og þessi kona er of stolt til að þiggja alla þá aðstoð, sem hún á í rauninni heimtingu á að njóta. Þetta viðtal snýst ekki um hneykslismál, eins og þau sem fjölmiðlum verður hvað oftast tíð- rætt um: Hafskipsmál, Útvegsbankamál og Ok- urmál. En það snýst um það hneyksli, sem er hið raunverulega hneykslismál í íslensku þjóðfélagi í góðærinu 1987. Það snýst um fá- tækt. Það snýst um vinnuþrælkun. Það snýst um lág laun. Það snýst um útilokun frá menntun. Það snýst um barn, sem ekki fær að njóta samvista við móður - og móður sem ekki fær að njóta samvista við barn sitt. Viðtalið fjallar um fátæktina sem er fylgifiskur frjálshyggjunnar. Og viðtalið minnir okkur á að enn eigum við langt í land með að byggja hér upp réttlátt þjóðfélag, þar sem allir fái að njóta sín. -Þráinn _____________KUPPT Friðarhorfur í Afganistan Morgunblaðið skrifaði á sunn- udaginn leiðara um „Þjóðviljann og Afganistan", og segir hann mjög skýrum stöfum gamla og nýja sögu um aðferðir blaðsins við að gera andstæðingum upp skoðanir. Fyrst er látin uppi nokkur hneykslun yfir því að Þjóðviljinn „gefi sér það“ í nýlegum leiðara að mark sé takandi á „yfirlýsing- um sovéskra ráðamanna og leppa þeirra í Kabúl um vopnahlé og friðarvilja". Ojæja. Hér er það eitt á seyði að þeirri lítt frumlegu niðurstöðu hefur verið hreyft í Þjóðviljanum, (lítt frumlegu vegna þess hve útbreidd hún er í fréttaskýringum) að yfirlýsingar frá Moskvu og Kabúl bentu til þess að Sovétmenn vildu töluvert á sig leggja til að komast út úr stríði sínu í Afganistan - og væri þá næst að spyrja að því með hvaða hætti önnur ríki gætu kom- ið inn í friðargerð þar. Fölsun Morgunblaðið klykkir svo út með þessu hér: „Blaðið (þ.e.a.s. Þjóðviljinn) telur á hinn bóginn að Kínverjar og Vestur-Evrópumenn þurfi að láta að sér kveða til að , jœmilegar friðaraðgerðir" komi til sögunnar í Afganistan. Og hvað er „sœmi- legt“ að mati Þjóðviljans? í for- ystugrein málgagns Alþýðu- bandalagsins segir: „að í Kabúl sceti stjórn sem gætti hlutleysis en vœri um leið vinsamleg Sovétríkj- unum. “ Þjóðviljinn o g Afg-anistan / „þjóðfrelsi“ Alþýðubanda- lagsins og Þjóðviljans felst, að ríkisstjórnir skuli vera „vinsam- legar Sovétríkjunum". Það er ekki frelsi Afgana, sem Þjóðvilj- inn ber fyrir brjósti heldur hags- munir Sovétríkjanna. “ Hér eru hugmyndir þær sem fram voru settar í Þjóðvilja- leiðara um friðarhorfur í Afgan- istan falsaðar með mjög einföld- um hætti: það er klippt á ívitnun um leið og sagt er „vinsamleg So- vétríkjunum“. Þar með er öllu við snúið vegna þess að þar með er ekki nema tæp hálf sagan sögð um þá „sæmilegu friðargerð" sem rædd var. Þjóðviljaleiðarinn segir: „En ef til vill gæti frumkvæði annarsvegar af hálfu Kínverja og hinsvegar samstillt diplómatískt átak afhálfu Vestur-Evrópuríkja, hjálpað til við að finna slíka lausn. Hún þyrfti að líkindum að miðast við tvennt: að í Kabúl sæti stjórn sem gœtti hlutleysis en væri um leið fremur vinsamleg Sovét- ríkjunum (eins og verið hefur lengst af á liðnum áratugum). En um leið væriþetta stjórn, sem ekki fœri að sovéskri flokksræðisfor- múlu heldur endurspeglaði í raun viðleitni Afgana til að takast á við nútímann á eigin forsendum." Því miður er hér ekki um sér- lega frumlega kenningu að ræða. Hún lét m.a. mjög að sér kveða á nýlegri alþjóðlegri ráðstefnu um Afganistan, sem haldin var í Kaupmannahöfn. Þar sögðu menn sem svo, að þegar grannt er skoðað sýnist veruleikinn varla bjóða upp á fleiri en tvo kosti um framvindu mála í Afganistan. (Má vera að báðir séu illir, en það er svo annað mál). Annar mögu- leikinn er sá að Sovétmenn haldi áfram hernaði sínum og stig- magni hann, vinni einhverntíma í framtíðinni einskonar hernaðar- sigur og geri Afganistan að „Ytri- Mongólíu", -að hjáríki sem lagar sig í einu og öllu að sovésku mynstri. Hinn kosturinn er sá, að hægt sé að finna einhverskonar málamiðlun milli núverandi valdamanna í Kreml (sem hefðu tæplega lagt út í Afganistanstríð fyrir sjö árum ef þeir hefðu þá ráðið), Kabúlstjórnarinnar og andófsaflanna, sem byggði á því að landið fengi „finnska" stöðu - þ.e.a.s. stöðu nágranna risaveld- is, þar sem annarsvegar væri sam- ið um „vinsamleg samskipti" en um leið innra sjálfstæði ríkisins. Þegar rætt var um „vesturevr- ópskt“ frumkvæði á Kaupmanna- hafnarráðstefnunni, og tekið undir þær ábendingar í fyrr- greindum Þjóðviljaleiðara, þá var hugsunin sú, að Vestur- Evrópuríki reyndu allt í senn - veita andófsöflum í Afganistan OG SKORIÐ diplómatískan og annan stuðn- ing, aðstoða við að samræma sjónarmið einstakra hópa innan þeirra - og um leið reyndu þau að þjarma á þann veg að Sovét- mönnum í þessu máli, að þeim skildist að það yrði alltof dýrt fyrir þá - pólitískt, efnahagslega, í almenningsáliti - að halda til streitu einskonar „mongólskri" lausn. Skrýtið kompaní Það er vitanlega líka hægt að halda áfram að berjast til þrautar undir vígorðum um allt eða ekk- ert, og verður ekki annað ráðið af leiðara Morgunblaðsins en að menn þar á bæ telji þá framleng- ingu blóðbaðs vænlegri kost af Afgönum. Þeir um það. En þar með eru þeir óvart komnir í undarlegt kompaní. Þar koma saman þeir haukar í Kreml, sem óttast að samningar um brottför sovéska hersins frá Afganistan dragi langan slóða á eftir sér um allt hið sovéska áhrifasvæði, einnig íslamskir heittrúarmenn í helgu stríði - og þá Bandaríkja- menn. Bandaríkjamenn aðstoða skæruheri í Afganistan - ekki í þeim mæli að þeir geti sigrað Rússa, en nóg til þess að halda Sovétmönnum í fjölda ára föstum í því kviksyndi sem Afganistanst- ríðið er. Það ástand er einna þæg- ilegasti kosturinn fyrir þá í Was- hington, því að þar með fá þeir sjálfir frjálsari hendur til íhlutun- ar í Nicaragua og víðar. Þetta skilja þeir náttúrlega á Morgun- blaðinu, eins og dæmin sanna. En reikningar af þessu tagi koma „frelsi Afgana" því miður harla lítið við - ÁB þJOÐVILHNN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ÓlafurGíslason, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Valþór Hlöðversson, Vilborg Davíðsdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útllt8telknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrlfstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Auglýslngastjórl: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf HúnQörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgroiðslustjóri: HörðurOddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, rltstjórn: Síðumúla 6, Reykjavik, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 50 kr. Helgarblöð:55 kr. Áskriftarverð á mónuði: 500 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 13. janúar 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.