Þjóðviljinn - 13.01.1987, Page 7

Þjóðviljinn - 13.01.1987, Page 7
Umsjón: Vilborg Davíðsdóttir. Sigurbjörg ásamt dóttursinni Odd- björgu: Mér þykir versthvaðvinnu- álagið og peninga- leysið bitnar á barninumínu. Mynd E.ÓI Eg Kef þó vonina Einstœð móðir í viðtali við Þjóðviljann: Vinn tólf stundir á dag á tveimur vinnustöðum. Er að baksa við að kaupa tveggja herbergja íbúð. Hitti dótturmina þegar égfer með hana í pössun Sigurbjörg Þorleifsdóttir er 27 ára einstæð móðir. Á sínum tima iauk hún 5.bekk í gagnfræðaskóla á Akra- nesi, en hún er fædd og uppalin vestur á fjörðum. „Við erum öll flutt suður núna, bæði pabbi, mamma og við systkinin," segir hún í upphafi samtals okkar. Hún á sex ára dóttur, Oddbjörgu, og er ein af hin- um fjölmörgum einstak- lingum í íslenska velferðar- þjóðfélaginu sem verður að vinna á tveimur vinnustöð- um til þess að hafa í sig og á. „Öðruvísi gengi þetta alls ekki upp,“ segir hún. Hún hefur unnið í banka undanfarin þrjú ár frá klukkan níu til fimm en þegar hún sleit samvistum við sambýlis- mann sinn dugði það ekki lengur til þess að ná endum saman. Síð- astliðið ár hefur hún því unnið eitt til þrjú kvöld í viku í vídeó- leigu frá ídukkan sjö til ellefu og þriðju hverja helgi vinnur hún þar frá klukkan tvö til ellefu. Með allri þessarri vinnu segist hún ná 45. - 48.000 krónum samanlagt í laun á mánuði. Auk þess fær hún mæðralaun og með- lag að upphæð 7.200 krónur hvern mánuð. „Dóttir mín er í gæslu hjá konu sem rekur sjálf dagheimili í kjall- aranum hjá sér. Þar sem hún er ekki útlærð fóstra hefur hún ekki leyfi til að reka einkadagheimili og þess vegna fæ ég ekkert endur- greitt af því sem ég borga henni, það eru 9.700 krónur á mánuði. Þegar ég sleit sambúð í hitti- fyrra töldum við pabbi hennar að það væri betra að hún væri áfram á sama stað þó það kostaði meira þar til hún byrjaði í skóla og kæmist á skóladagheimili, það var nóg rót á henni vegna sam- búðarslitanna og þau á Félags- málastofnun voru sammála okk- ur um það. Mér er samt sem áður neitað um endurgreiðslur þaðan vegna reglnanna. Eg sótti svo um pláss á skóla- dagheimili í fyrrasumar en komst ekki að. Ég er á biðlista og vona að hún fái pláss næsta haust, hún getur ekki verið mikið lengur á barnaheimilinu, orðinn hálfgerð- ur öldungur þar! í vídeóleigu á kvöldin og um helgar Ég kem með hana á dagheimil- ið um hálfníuleytið á morgnanna og klukkan hálftíu fer konan á barnaheimilinu með hana í skólann. Hún sækir stelpuna svo aftur á hádegi þegar hún er búin í skólanum. Ég sæki hana klukkan hálfsex á daginn eftir að ég er búin að vinna í bankanum til þess eins að fara með hana í pössun annars staðar þau kvöld sem ég þarf að vinna á vídeóleigunni. Móðir mín hefur verið mjög hjálpleg með að passa á kvöldin og um helgar, og ef eitthvað kem- ur upp á get ég alltaf leitað til pabba Oddbjargar eða fyrrver- andi tengdaforeldra minna. Þetta er því mikið flakk á milli staða og ég gæti þetta ekki nema með því að eiga góða að og sem betur fer er sambandið mjög gott. Pabbi hennar er oft með hana og borgar mestan hlutann af barnaheimilisgjaldinu. Eftir að við slitum samvistum var ég í íbúðinni sem við höfðum í nokkra mánuði. Síðan flutti ég í leiguhúsnæði í Reykjavík og var þar þar til ég fékk úthlutað verka- mannaíbúðinni í Kópavogi. Út- hlutunin kom eftir þrjár umsókn- ir og eitt og hálft ár. Ég flutti í hana í júní á síðasta ári, hún er tveggja herbergja og kaupverðið er tæplega 2,3 milljónir. Dóttir mín kvartar mjög mikið þegar ég fer að vinna en ég hef reynt að útskýra fyrir henni að ég verði að vinna svona mikið til þess að við getum keypt þessa íbúð og ég held að hún skilji það. Það má segja að við séum að kaupa þessa íbúð saman. Vinn- uálagið á mér bitnar mest á henni en pirringnum reyni ég að halda fyrir sjálfa mig og láta það ekki koma niður á barninu. Peningaleysið bitnar á barninu Núna er ég að borga af lánun- um sem ég tók fyrir útborguninni og býst við að fá fljótlega rukkan- ir frá húsnæðismálastofnuninni, ég veit ekki vel hve mikinn skell ég fæ þaðan. En með því að kaupa í stað þess að leigja þá á ég þó peningana sjálf. Maður ýtir þessu á undan sér og vissulega hjálpar VISA manni mikið til þess. Ég er ein þeirra sem hélt plastkortajól, gat skipt kostnaðinum niður á tvo mánuði. Ég legg til hliðar nokkur þús- und hvern mánuð til þess að setja í afborganirnar, ég verð að gera það þó mig vanti peninga fyrir öðru. Það er ekkert slæmt að vera einn, en það er hræðilegt að vera einstæð móðir. Peningaleysið bitnar svo mikið á barninu og tími minn fer mikið í ferðir með hana á milli staða. Þegar ég vinn ekki á kvöldin reyni ég að eyða öllum tíma sem ég get með henni en það er frekar stutt, frá því að ég lýk vinnu í bankanum og þar til hún fer að sofa um klukkan níu. Fyrstu 4-5 mánuðina eftir að ég skildi fór ég ekkert út á meðal fólks en ég er farin að gera það núna. Það er nauðsynlegt fyrir mann að fara eitthvað en ég eyði þó ekki miklu í það.“ Ég hef þó vonina Hugsarðu um sjálfa þig sem fá- tæka? „Ég á engan pening ef þú átt við það. Maður kann ekki við þetta orð, fátækt. Það hefur aldrei hvarflað að mér að sækja um aðstoð frá hinu opinbera, ég vissi eiginlega ekki fyrr en nýlega að ég ætti kost á því til þess að losna við aukavinnuna. Það stendur heldur ekki til að gera það, mér finnst að á meðan fólk getur séð fyrir sér sjálft þá eigi það að gera það. Ég veit að þetta hljómar mótsagnakennt, fyrst segi ég að vinnuálagið bitni á barninu en samt vil ég ekki að- stoð frá Félagsmálastofnun, en svona er ég. Ég kenni engum um aðstæður mínar, launin mín mættu þó hækka tvöfalt. Ég vinn við tölvu í bankanum og draumastarfið er í tengslum við tölvur. Mig langar að verða kerfisfræðingur, en mig vantar svo mikla menntun upp á þannig að ég býst ekki við það verði nokkurn tímann. Maður verður að vera sáttur við lífið og tilveruna, öðru vfsi gengur þetta ekki. Ég lærði það einu sinni að það er vonlaust að vera bitur út í lífið, slíkt kemur bara upp vanlíðan í manni sjálf- um. Það er betra að horfa réttum augum á hlutina og ég hef þó alltaf vonina unt að ég þurfi ekki alltaf að vinna svona mikið, þó ég sjái ekki fram á það núna hvenær það verður.“ Þriðjudagur 13. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.