Þjóðviljinn - 13.01.1987, Qupperneq 9
Forystumenn
skæruliða í Afganistan hittust í
gær í norðvesturhluta Pakistan til
að ræða nýjustu viðburði, vopna-
hlésboð Najibullah leiðtoga
Kabúl-stjórnarinnar. Áætlað er
að fundurinn standi í þrjá daga en
frá niðurstöðum verður ekki sagt
fyrren á laugardag. Talsmenn
skæruliða höfnuðu strax vopria-
hlésboðinu, en sumar fylkingar
munu vilja láta reyna á samn-
ingsvilja forystumanna í Kabúl og
Moskvu.
Fimmta febrúar
er talið að Bandaríkjamenn munu
sprengja fyrstu atómsprengju
sína á árinu samkvæmt heimild-
um New York Times, og á að
sprengja sex sinnum á þremur
mánuðum. Sovétmenn hafa sagt
að þeir muni hefja tilraunaspren-
gingar á ný eftir fyrstu spreng-
juna vestra. FOA-stofnunin í Sví-
þjóð hefur sent frá sér tölur um
kjarnorkutilraunir 1986. Þærvoru
samtals 21, færri en 1985 (30),
aðallega vegna tilraunahlés í So-
vét. Bandaríkjamenn sprengdu
tólf sinnum, Frakkar átta sinnum,
Bretar einu sinni. Önnur kjarn-
orkuveldi, Sovét, Indland og
Kína, sprengdu ekki á árinu.
Flokkur Kohls
kanslara virðist ekki eiga neitt á
hættu í þingkosingunum í Vestur-
Þýskalandi 25. janúar. í skoð-
anakönnun sem birtist í gær fá
íhaldsflokkar Kohls og Strauss
48,5% og samstarfsflokkur
þeirra FDP 7%. Jafnaðarmenn
fá aðeins 36,5% og græningjar
7%. í síðustu kosningum fengu
CSU og CDU 48,8%, SPD
38,2%, FDP 7%, græningjar
5,1%.
-47° C
var kuldinn í þorpinu Drevsjo í
Heiðmörk í Noregi í gær og hefur
aldrei mælst önnur eins tala. Af
Evrópulöndum er nú einna nota-
legast á íslandi; alls staðar ann-
ars staðar í álfunni berjast menn
viö kuldann. Snjór í Madrid, Vín-
arbúar á skíðum, Norðmenn va-
raðir við að drekka heita drykki
rétt eftir að þeir eru komnir inn úr
kuldanum til að eyðileggja ekki
glerunginn í tönnunum. Yfir tugur
manns hefur látist í Sovét af
sökum kuldans, útigangsmaður
fannst frosinn undir brú í Munc-
hen, tveir dóu í járnbrautarslysi í
hríðarkófi í Búdapest. Skólar
voru lokaðir í hlutum Vestur-
Þýskalands, í Austurríki fóru
skriðdrekar hersins af stað til að
hjálpa strönduðum ökumönnum.
ERLENDAR
FRÉTTIR
ÁRNASON /REU1ER
1986
8 þúsund fallnir
Um átta þúsund manns eru
taldir hafa fallið í styrjöldum
og skærum í þremur Mið-
Ameríkuríkjum árið 1986, eða
22 daglega.
Um 900 eru taldir hafa fallið í
skærum í Guatemala, og tals-
menn kirkjunnar í E1 Salvador
segja 1725 fallna þar. Það er
minna en í fyrra en samtals er
mannfall þar frá 1979 um 64 þús-
und manns.
Samkvæmt upplýsingum
stjórnvalda féllu um 5300 í Nicar-
agua á árinu, um 4000 „contra“-
liðar, rúmlega þúsund stjórnar-
hermenn og um 300 almennir
borgarar. Þetta er mun meira en
árið áður (um 4600), og horfur
eru taldar óvænlegar þarsem
átökin hljóti að magnast eftir að
contra-herirnir fá 100 milljón
dollara stuðning frá Bandaríkj-
unum.
HEIMURINN
Efnahagsbandalagið
Þýska markið hækkað
Franskifrankinn heldursínu, mark oggyllini upp.
Brussel - Fjármálaráðherrar
þeirra átta Efnahagsbanda-
lagslanda sem hafa með sér
samvinnu um gengismál kom-
ust að samkomulagi um
breytingar á gengisramman-
um eftir erfið fundahöld í
Brussel á laugardag og sunnu-
dag. Þýska markið og hol-
lenska gyllinið voru hækkuð
um 3 prósent miðað við aðra
gjaldmiðla samvinnuland-
anna, og belgíski frankinn um
2 prósent. Franski fjármála-
ráðherrann Balladur hefur lýst
ánægju sinni með úrslitin þar-
sem tekist hafi að koma f veg
fyrir gengisfellingu á frankan-
um, og er Brusself undurinn ta-
linn kærkominn sigur fyrir að-
kreppta stjórn Chiracs í París.
Undanfarinn mánuð hefur ver-
Bagdad/Teheran - Stórsókn ír-
anshers að hafnarborginni
Basra syðst í írak virðist ekki
hafa gengið upp eftir fjögurra
daga harðar og bióðugar orr-
ustur. írakar hófu gagnsókn í
gær og segjast Iranar hafa
hrundið henni, en sem áður fer
tvennum sögum af gangi mála
og valt að treysta upplýsing-
um fjölmiðla í Teheran og Bag-
dad.
Giskað er á að um 60 þúsund
hafi fallið af herjum aðila í árás-
inni sem hófst á föstudaginn. ír-
anar virðast ekki hafa náð um-
talsverðu landi frá írökum, en
auk mannfalls á báða bóga hafa
báðir herirnir misst mikið af flug-
vélum, skriðdrekum og öðrum
hergögnum. írakskar flugvélar
hafa hvað eftir annað gert loftár-
ásir á bæi og borgir í íran og íran-
svélar svarað í sömu mynt, -
einnig hafa eldflaugar verið send-
ar milli landanna, meðal annars
ein til Bagdad sem er í ágætu
skotfæri Irana. íranar segjast
hafa skotið niður 32 flugvélar frá
því á föstudag, írakar segjast
hafa misst aðeins 5 vélar en eyði-
lagt um 250 skriðdreka fyrir ír-
önum.
Ónafngreindur sérfræðingur í
Pentagon, höfuðstöðvum Banda-
ríkjahers, sagði um helgina að
engar líkur væru á að franar gætu
unnið sigur í styjröldinni í náinni
ið mikill þrýstingur á fyrri gengis-
ramma samvinnulandanna.
Þýska markið hefur verið eftir-
sótt, meðal annars vegna þess að
dollar lækkar og reyna spákaup-
menn að selja dollara sína fyrir
mörk, sem þarmeð hækka í verði
samkvæmt markaðslögmálum.
Frankinn hefur hinsvegar verið í
lægð, meðal annars vegna óeirða
og vinnudeilna þar í landi.
Franska stjórnin hafði lýst því
yfir að hún sæi enga ástæðu til
gengisfellingar og hefur nú haft
sitt fram og bjargað andlitinu. í
raun er þó um gengislækkun að
ræða gagnvart marki, gyllini og
belgafranka, og vonast Frakkar
til að þessar breytingar efli út-
flutning, fyrst og fremst til Þýska-
lands, helsta viðskiptalands
þeirra. Vöruskiptajöfnuður Fra-
framtíð. Þeir hefðu farið halloka í
orrustum á suðurvígstöðvunum
fyrir hálfum mánuði, misst milli
20 og 30 þúsund hermenn, og
sókn þeirra nú virðist ekki árang-
ursríkari. Frá upphafi átaka fyrir
rúmum sex árum hafa íranar
hvað eftir annað boðað lokasókn
sem gerði útaf við íraksher og
setti af stjórnvöld í Bagdad, en
aldrei orðið af.
íranstjórn hefur neitað öllum
samningaviðræðum og segist
ekki ánægð með neitt nema full-
an sigur, og taktík fraka er því að
kka við Vestur-Þjóðverja var á
síðasta ári óhagstæður um 500
milljón dollara þrátt fyrir að nú
hafi frankinn lækkað í heild um
9% gagnvart markinu á níu mán-
uðum.
Gengissamvinna EBE-
landanna, EMS, nær til átta af
tólf ríkjum bandalagsins. Bret-
land, Grikkland, Spánn og Por-
túgal eru ekki með. Samstarfið
hófst 1979 og er talið hafa reynst
vel. Ákveðinn er gengisrammi
allra gjaldmiðla samstarfsríkj-
anna og má hver gjaldmiðlanna
rísa eða hníga um 2,25 prósent.
Sé ljóst að munur einstakra gjald-
miðla er að verða meiri ber seðla-
bönkum landanna að skerast í
leikinn, þannig að ef til dæmis
franski frankinn stendur tæpt
gagnvart marki ber þýska seðla-
halda styrjöldinni í sama fari til
að þreyta Teheran-klerka og
knýja þá til samkomulags.
Bandaríski sérfræðingurinn, sem
talinn er túlka skoðanir Penta-
gons á styrjaldarhorfum, segir að
Irakar hafi í raun betur í styrjöld-
inni þar sem þeir haldi henni í
sama horfi, berjist á eigin landi,
hafi yfirburði í lofti og eigi meira
af skriðdrekum og stórskotabyss-
um en íranar. Að auki sé íraks-
her bæði betur þjálfaður og fjöl-
mennari (milljón manns gegn 600
þúsund) en íransher.
bankanum að kaupa franka til að
rétta muninn af. Þegar ljóst þykir
að við breytingar verður ekki
ráðið með þessari aðferð koma
fjármálaráðherrarnir saman og
breyta rammanum, einsog í
Brússel nú um helgina.
Dollarinn hélt áfram að falla í
kauphöllum í gær, og fór meðal
annars niðurfyrir 1,90 þýskt mark
sem ekki hefur gerst síðan 1980.
Verð á gulli og öðrum eðalmálm-
um hækkar samsvarandi.
íran/contra
Miljonir
gufa upp
Washington - Með hverjum
degi bætast við upplýsingar
um hið undarlega „Iranagua"-
mál sem nú herðir að hálsi
Bandaríkjaforseta. Formaður
þeirrar nefndar öldunga-
deildarinnar sem fylgist með
leyniþjónustinni, demókratinn
David Boren, sagði í sjón-
varpsviðtali í fyrradag að enn
væri of snemmt að slá nokkru
föstu um lagahlið mála, en á
því væru þó allar líkur að lög
hefðu verið brotin.
Stórblaðið New York Times
hefur skýrt frá því að Oliver
North, ofurstinn sem virðist pott-
ur og panna í málinu, hafi skipu-
lagt vopnasendingar til Nicarag-
ua um Portúgal og segir ennfrem-
ur að tveir ofurstar í sendiráðum í
París og London hafi séð um ó-
löglega vopnasölu til íran frá ár-
inu ’83. Los Angeles og Washing-
ton Post segja víst að ísraelsmenn
séu blandaðir í rnálið, og í því
síðarnefnda segir að Peres utan-
ríkisráðherra ísraels hafi átt hug-
myndina að peningafærslum frá
íran til contraliða í Nicaragua.
Ráðherrar í ísráel keppast við að
neita hlutdeild.
Washington Post hefur eftir
heimildum frá rannsóknarnefnd
öldungadeildarinnar að miljónir
dollara sem komu við sögu í
vopnasölunni virðist vera gufað-
ar upp án þess nokkur viti hvern-
ig-
Aðstoðarmenn Reagans lögðu
fyrir helgi fram leyniskjöl sem
ætiað var að lægja öldurnar, en
virðist í staðinn negla forsetann
niður sem ósannindamann um að
hann hafi ekki litið á vopnin til
fran sem greiðslu fyrir gísla í Lí-
banon.
íran-írak
Sóknin virðist misheppnuð
Kettirnir bíða átekta meðan mýsnar murka lífið hvor úr annarri. Túlkun þýska
teiknarans Horts Haitzinger á gangi mála við Persaflóann.
Nicaragua
Stjómarskrá í gildi og úr
Fjölrœði, blandað hagkerfi, óháð ríki. Gagnrýnifrá hœgri og vinstri.
Gildistöku mannréttindagreina frestað
Managua - Dainel Ortega for-
seti Nicaragua staðfesti á
laugardaginn nýja stjórnar-
skrá í Nicaragua, hina fyrstu
frá því Somoza var steypt af
stóli árið 1979. Nokkrum tím-
um síðar var gildistöku tíu
greina þarsem ýmis
mannréttindi eru tryggð.frest-
að og sagði Ortega að neyðar-
ástandi í landinu yrði ekki
aflétt fyrren Bandaríkjastjórn
hætti stuðningi við „Contra“-
skæruliða sem nú eru taldir
um 15 þúsund.
í stjórnarskránni, sem í Nicar-
auga er kölluð „carta magna“ er
gert ráð fyrir pólitísku fjölræði,
lýðræðislegum kosningum,
blönduðu hagkerfi, almennum
mannréttindum, þar á meðal
tjáningarfrelsi og verkfallsrétti. í
stjórnarskránni er því lýst yfir að
Nicaragua sé óháð ríki sem berj-
ist gegn heimsvaldastefnu.
Stjórnarskráin var samþykkt á'
þingi með meirihluta atkvæða
eftir þriggja mánaða umræður,
en er gagnrýnd bæði af hægri-
mönnum og vinstrimönnum.
Clemente Guido formaður Lýð-
ræðislega fhaldsflokksins sagði á
laugardaginn að með stjórnar-
skránni væri alræðisskipan fest í
sessi í landinu. Flokkur hans á 14
menn á 96 manna þingi landsins.
Carlos Cuadra formaður maó-
istasamtaka sem einnig eiga full-
trúa á þinginu taldi hinsvegar að
stjórnarskráin væri í anda borg-
aralegs frjálslyndis og gjörsam-
lega óraunhæf. Samtök hans hafa
aðeins stutt eina grein stjórnar-
skrárinnar, um að Managua sé
höfuðborg landsins. Talsmenn
Bandaríkjastjórnar hafa sagt
stjórnarskrána eiga að hylja al-
ræði sandinista í Nicaragua.
Alan Garica forseti Perú var
viðstaddur athöfnina þegar Or-
tega staðfesti stjórnarskrána og
var jákvæðum ummælum hans
fagnað mjög af mannfjöldanum.
Um tvöþúsund manns fóru í
göngu gegn stjórninni í Managua
á laugardag í trássi við bann yfir-
valda. Gangan fór friðsamlega
fram og lét lögreglan ekki á sér
bæra.
Þriðjudagur 13. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13