Þjóðviljinn - 13.01.1987, Qupperneq 13
Umsjón:
Magnús H.
Gíslason
Eysteinn G.
Gíslason
Skáleyjum
Að sleppa lausum almennum skothernaði í selalátrum er slíkur óvitaskapur að furðu gegnir.
Selurinn í sjónum
Hugleiðingar um sel og selveiðar
„Selurinn í sjónum syndir upp
á sker...“, segir í gömlum hús-
gangi. Ótal mörg slík stef úr þjóð-
vísum og barnagælum minna á
dálæti íslendinga á selnum á liðn-
um öldum, enda ekki óeðiilegt hjá
þjóð, sem löngum átti við skort að
búa.
Selurinn var „sæla í búi“: gaf af
sér það, sem oft skorti sárast:
fæði, skæði og ljósmeti. Frá upp-
hafi vega munum við aldrei hafa
átt svo glámskyggna ráðamenn,
að þeir ekki sæju, að þarna var
auðlind, sem ekki mátti eyði-
leggja, heldur nytja af skynsemi.
Þannig er það vonandi enn. Með-
an aðrar þjóðir þurrkuðu út af
yfirborði jarðar dýrategundir
vegna græðgi og hugsunarleysis,
meðan við sjálfir eyddum gróðri
og skógi landsins, þó að flóar og
firðir tæmdust af fiski og við borð
lægi að þorskurinn og sfldin hlytu
sömu örlög og geirfuglinn,
höfðum við vit á að haga okkur
skikkanlega gagnvart selnum -
svonaíaðalatriðuma.m.k. Ogþó
að við veiddum hann stöðugt, allt
frá landnámstíð, nýttum afurðir
hans upp til agna og seldum í
seinni tíð útlendingum skinnin á
háu verði, var þó tryggt með
lögum, hefð og hugarfari al-
mennings að tegundin mætti lifa
og tímgast. Réttara er reyndar að
segja tegundirnar því þær eru
tvær, sem eiga heimkynni hér við
land, eins og flestir vita, þ.e.
landselur og útselur.
Á síðustu árum, þegar
mannkynið er loks að átta sig á að
það var á góðri leið með að gera
jörðina óbyggilega, þegar við
ættum öll að vera farin að vita að
maðurinn verður að viðhalda
jafnvægi í náttúrunni en eyði-
leggja það ekki koma upp hér á
landi háværar kröfur um að út-
rýma selnum, og ekki látið sitja
við orðin tóm í því efni. Bent hef-
ur verið á, að upphaf þeirra firna
megi rekja til baráttu fyrir vern-
dun sela og sannast þar hið forn-
kveðna, að ekki er öll vitleysan
eins. Við skulum þó vona að sel-
urinn í sjónum haldi áfram að
synda upp á sker, en við þurr-
lendingarnir steitum ekki á þeim
skerjum fljótræðis og mistaka,
sem forfeður okkar sáu og forð-
uðust.
Ekki er ætlunin að ráðast hér
að einstaklingum með ásökunum
að svo stöddu, en vera má að ein-
hverjir eigi skilið að fá svolítinn
„selbita".
Selamál
og áróður
Selamál hafa verið til umræðu
og í sviðsljósum hér á landi og
víðar undanfarið. Ástæðurnar
eru flestum kunnar. Það, sem
gerst hefur, er m.a. þetta:
- Áróðursherferð erlendis
gegn selaveiðum eyðilagði
skinnamarkaðinn. íslensku land-
selskópaskinnin urðu óseljanleg,
en þau voru lengi verðmæt grá-
vara og undirstaða arðvænlegra
veiða í selalátrum.
- Hefðbundnar landselskópa-
veiðar drógust fljótt saman og
lögðust niður að mestu, en það
hafði gerst fyrr með útselinn.
- Talið var að þar með hlyti
selnum að fjölga, sem þó mun
vera ósannað mál, m.a. vegna
þess hve mikið ferst af kópum í
grásleppunetum núorðið.
- Útgerðarmenn og fiskverk-
endur kröfðust aðgerða þar eð
selurinn gerði hvorttveggja að
eta fiskinn í sjónum og smita
hann af hringormi.
- Skipuð var nefnd úr hópi
þeirra, sem vildu eyða selnum og
henni fengið vald og fé í hendur.
Á hennar vegum var síðan efnt til
rannsókna, sem höfðu þann yfir-
lýsta tilgang, að réttlæta fyrirhug-
aðar aðgerðir.
- Um árabil hefur nefndin -
Hringormanefnd - greitt
mönnum fé fyrir að drepa sel. Af-
leiðingar þess hafa orðið skipu-
lagslaus hernaður, oft í trássi við
gildandi landslög, sem þegar hef-
ur spiilt landnytjum margra
veiðijarða í stórum stfl.
- Þeir, sem bera fyrir brjósti
áframhaldandi jafnvægi, fornar
landsnytjar og umhverfisvernd,
og sem trúa því að markaðir eigi
eftir að opnast á ný, hafa furðað
sig á þjösnaskapnum og lögbrot-
unum, sem óðu uppi. Hinsvegar
bundu margir vonir við ný lög um
sambúð manna og sela.
- Frumvarp til laga um sela-
veiðar kom fram, en var á ýmsan
hátt þannig úr garði gert, að því
er líkast að lögunum sé einkum
ætlað að greiða fyrir eyðingunni
og lögfesta hana.
- Samtök bænda hafa mótmælt
einstökum ákvæðum frumvarps-
ins, enda höfðu lítil sem engin
samráð verið við þau höfð, og sel-
veiðibændur hafa nýlega stofnað
sín samtök. Landvernd gaf út rit
um selamálið, þar sem tekinn er
saman margþættur fróðleikur og
sýnt fram á alvarlegar misfellur í
máltilbúnaði og áróðri sjávarút-
vegsmanna.
- Þrívegis hefur selafrumvarp-
ið dagað uppi á Alþingi. Það hef-
ur valdið deilum þar og umræðu í
fjölmiðlum, en gagnrýni á það
hefur helst verið svarað með full-
yrðingum um að verið sé að leysa
ákveðinn vanda með því, og Al-
þingi geti ekki verið þekkt fyrir
að afgreiða það ekki möglunar-
laust.
Selveiðar
eru búgrein
Vegna framangreindra atvika
og átaka skal hér á eftir bent á
nokkrar staðreyndir, sem vert er
að hafa í huga. Sumt af því hefur
komið fram áður, annað e.t.v.
síður.
Frá upphafi hafa sellátrin, þ.e.
kæpingar- og uppeldisstöðvar
selsins, á skerjum, söndum og við
árósa, tilheyrt ákveðnum bújörð-
um, veiðin verið hlunnindi við-
komandi jarða, nytjuð af ábú-
endum eins og annað jarðargagn.
í friðlýstum látrum er öllum óhei-
milt að skjóta sel, jafnt land-
eiganda sem öðrum. Reynslan
hafði kennt mönnum að skot-
veiði flæmdi selinn burt - eyði-
lagði látrin. í látrunum er hins-
vegar hægt að fanga kópana án
allar röskunar og á því hefur ny-
tjun selastofnanna einkum
byggst. Fáist verð fyrir kópa-
sícinnin, sem lengi hafa verið
verðmætasti hluti selaafurða,
tryggir þetta gamla fyrirkomulag
jafnvægi og æskilegustu nýtingu.
Bændur veiða árlega stóran hluta
viðkomunnar, en nóg verður eftir
til viðhalds. Jafnvægi helst, enda
hagur bóndans að ganga ekki svo
langt að það raskist. Þetta er
sjálfvirkt kerfi, þar sem lítið er
um boð og bönn, og leikreglur
einfaldar, enda hefur það reynst
vel, eins og áður segir.
Landselalátur eru á fjölmörg-
um jörðum á landinu. Kóparnir
eru teknir þar á 2-3 vikum í júní.
Til þess þarf staðkunnuga menn,
sem kunna til allra verka við
veiðar og vprkun afla. Kópaveiði
Hafrannsóknarstofnunar í Aber-
deen hélst sýking þorsksins af
„selormi“ við Bretland svipuð
eða óbreytt, á ákveðnu árabili. Á
sama tíma hafði fjöldi útsela
meira en þrefaldast á sama svæði.
5. Selir eru lokahýsill fyrir eina
tegund hringorma (selorm),
hvalir fyrir aðra (sem þá má vænt-
anlega kalla hvalorm). Báðar
þessar hringormategundir finnast
í fiski á Islandsmiðum, þó að
meira sé af þeirri fyrrnefndu.
Sjaldan finnast þær báðar í einum
og sama fiskinum og er álitið að
þær þrífist ekki í slíku sambýli.
Því hafa menn getið þess til, að ef
önnur tegundin hyrfi úr sögunni,
kynni hin að færast í aukana að
sama skapi. Ef íslendingar dræpu
allan sel við landið er hugsanlegt,
en ekki víst, að „selormurinn“
hyrfi líka. Myndi þá ekki „hval-
ormurinn" koma í staðinn, fyrir
tilverknað vaxandi friðaðra
hvalastofna? Að minnsta kosti
þyrfti eftir sem áður að leita að
hringormi og ormahreinsa
fiskinn. Sagt er að hvalormurinn
sé minni og sjáist verr en hinn.
Yrðu skiptin til bóta? Eða yrði
kannski að útrýma hvalnum líka?
Er nokkuð í vegi með það?
Sumir halda reyndar að loka-
hýslar hringorma kunni að vera
fleiri en selir og hvalir, t.d. sjó-
fuglar. Þá mun fjölmargt vera
óljóst og órannsakað varðandi
millihýsla í hringormakeðjunni,
og yfir höfuð flest, sem menn
þyrftu að vita áður en ráðist er í
niðurskurð. Til dæmis er það
með öllu óljóst, hvort selafjöldi
hefur áhrif á selormafjölda í fiski,
sbr. dæmin um Grænland og
skosku rannsóknina hér að fram-
an.
Augljóst mál er, að erfitt yrði
eða óframkvæmanlegt að drepa
allan sel við landið, þótt fljótgert
sé að eyðileggja selalátrin. Þar að
auki dettur varla nokkrum manni
í hug í alvöru að íslendingar
kæmust upp með að reyna það.
Auðvelt reyndist að beygja okk-
ur til hlýðni í hvalveiðimálunum.
Myndi heimurinn láta afskipta-
laust ef við reyndum að útrýma
selnum?
6. Selir éta nytjafisk ásamt
mörgu öðru. Það er vitað mál.
Að sá fiskur myndi skila sér allur
sem aflaaukning á miðum, ef
selnum væri eytt, er fjarstæða, að
dómi a.m.k. sumra fræðimanna.
Fæðukeðjan í sjónum, þar sem
hver lifir á öðrum, er það marg-
slungin, að búast má við, að ef
fækkun verður hjá einni tegund
færist aðrar, sem neyta sömu
fæðu, í aukana í staðinn.
Við erum búnir að reka útlend-
ingana af íslandsmiðum - loks-
ins. Ekki er þó allt fengið með
því: Næst þarf að útrýma selnum,
sem sagður er éta árlega tugi
togarafarma af fiski. Því næst
kæmi röðin væntanleg að fjöl-
gandi hvölum, eitthvað éta þeir.
Er nokkuð í veginum að slátra
þeim? Eða sjófuglunum? Þeir
eru sagðir éta margfalt fleiri fiska
(ungviði) en veiðiflotinn fær í
sinn hlut. Yrði ekki að snúa sér
að þeim þarnæst? Herja á fugla-
björgin með fallbyssum og
sprengjuvörpum t.d.?
Gamanlaust: Ekki dugir að
setja dæmið upp á þennan hátt.
Selir eru hluti af lífkeðju hafsins
eins og hvalir og sjófuglar. Og við
vitum of lítið um hvaða afleiðing-
ar það getur haft að raska þeirri
keðju, með útrýmingu tegunda,
til þess að réttlætanlegt sé að gera
slíkt. Hvað selinn varðar er
margt, sem þarf að rannsaka áður
en gripið er til niðurskurðarins og
þá af réttum aðilum. Að
hagsmunaaðilar í sjávarútvegi
í selalátrum verður ekki stunduð
af öðrum en þeim, sem eru á
staðnum yfir hinn stutta veiði-
tíma, þ.e.a.s. heimamönnum.
Aðvífandi selfangarar eiga þar
I
i
;
Þriðjudagur 13. janúar 1987 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 17