Þjóðviljinn - 17.01.1987, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 17.01.1987, Qupperneq 1
Norðanmenn Laugardagur 17 janúar 1987 12. tölublað 52. árgangur Geypileg reiði um alltNorðurland. Engin kennsla ígrunnskólum ígœr. Sverrir Pálsson skólastjóri: Efráðherra lœtur ekki undan verða skólarnir óstarfhœfir. Vinnum ekki undir ógnarstjórn, hótunum og skapofsa Geysihörð viðbrögð hafa verið vegna uppsagnarinnar og vinnu- brögð Sverris Hermannssonar harðlega fordæmd á þeim fjöl- mörgu fundum sem haldnir voru í gær. Mikill órói er meðal Sjálfstæð- ismanna á Norðurlandi vegna framgöngu menntamálaráðherra í þessu máli og hafa fjölmargir forystumanna flokksins þar lýst undrun á vinnubrögðum ráð- herra. Sverrir Pálsson skólastjóri sagði í gær að hver og einn gæti allt eins átt von á því að verða næstur ef ekki yrði brugðist hart við. „Erum við tilbúin að vinna undir ógnarstjórn með hótunum og skapofsa eða viljum við aðra starfshætti og starfsaðstöðu,“ sagði Sverrir Pálsson. Það er almenn skoðun skóla- stjórnarmanna í kjördæminu að leggi menntamálaráðherra ekki hið fyrsta fram einhver haldbær rök fyrir brottvísun Sturlu úr starfi, verði hart látið mæta hörðu og alls óvíst hvað þá verður um skólastarf í fjórðungnum fram að næstu kosningum. -tg./-y/Akureyri Ef uppsagnarbréfið verður ekki afturkallað, verður látið sverfa til stáls og þá mun annar aðilinn fara með fullan sigur af hólmi. Ef Sverrir lætur ekki undan verður hann að fara frá sjálfur, að öðrum kosti verða skólar á þessu svæði óstarfhæfír, sagði Sverrir Pálsson skólastjóri Gagnfræðaskóla Akureyrar m.a. á fundi kennara og stjórnenda skólans í gær. Kennsla féll niður í öllum grunnskólum á Norður- landi eystra í gær þar sem skóla- menn réðu ráðum sínum vegna brottvikningar menntamálaráð- herra á Sturlu Kristjánssyni fræðslustjóra. Noregur Vínflöskur springa Það er svo kalt í Noregi að brennivín frýs og sprengir utanaf sér flöskurnar. Tíu þúsund flösk- ur af 40% víni sprungu í lestar: vagni í kuldanum í Osló í gær. í Verdens Gang er sögð af því sér- stök frétt að á íslandi sé hlýjast í Evrópu. Baldur Pálsson nemandi í Lillehammer sagði Þjóðviljanum í gær að menn virtust vera farnir að venja sig við kuldann. Þó eru um tvö þúsund manns frá vinnu í fylkjunum umhverfis, Opland og Hedmark. Ekki er von hlýrra veðurs á næstunni, og eru menn uggandi um eina helstu hátíð í Noregi, meistaramótið á skíðum um helgina. Vafi leikur á að hægt verði að keppa í skíðagöngu, þar sem leyfilegur hámarkskuldi í 15 kílómetra göngu er mínus 18 og í 30 kílómetrum mínus 15 gráður. Er hart sorfið að frændum vorum og helstu áhugaefnum þeirra þessa dagana. ÞessimyndafmenntamálaráðherraskreytirnúgangaFræðsluskrifstofunnará Akureyri. Sendingin kom frá skóla mönnum úr næstu nágrannasveit. Mynd -Yk/Akureyri. Sjómenn Samþykktu naumlega Sjómannasambandið samþykkir með 685 atkvœðum gegn 480. Samningarfelldir hjá Sjómannafélagi ísafjarðar. Yfirgnæfandi meirihluti yfirmanna samþykkur Ljóst er að sjómenn eru ekki of hressir með nýgerða kjara- samninga þvf þcir voru sam- þykktir með frekar naumum meirihluta í allsherjaratkvæða- greiðslu sjómannasambandsins. Undirmenn á ísafirði felldu samningana og hefur verið boð- aður fundur f Sjómannafélagi ísafjarðar í dag. Annars staðar á Vestfjörðum voru samningarnir samþykktir naumlega. Alls greiddu 685 sjómenn samningnum atkvæði sitt í alls- her j aratkvæðagreiðslu sjómannasambandsins en 480 voru á móti. Auðir seðlar og óg- ildir voru 14. Á ísafirði felldu undirmenn samningana með 28 atkvæðum gegn 22. Samningarn- ir voru hins vegar samþykktir á Flateyri. Yfirmenn í Bylgjunni á Vestfjörðum samþykktu einnig, með 52 atkvæðum gegn 12. Yfirmenn á farskipum sam- þykktu samningana einnig í gær. 453 greiddu atkvæði með, en 1259 voru á móti. 11 seðlar voru auðir. -Hér voru menn frekar nei- kvæðir og þá einkum vegna á- kvarðana um að binda saman olíuverð og kostaðarhlutdeild sagði Guðjón Jónsson formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar í gær. Þórður Jóhannesson hjá Skipstjóra- og stýrimannafé- laginu Sindra á Austfjörðum tók í sama streng. Önundur Haralds- son hjá sjómanna og vélstjórafé- lagi Grindavíkur sagði að mesta óánægjan hefði komið fram hjá rækjusjómönnum, samningarnir hefðu gefið þeim lítið í sinn hlut. Guðlaugur Þorvaldsson sagð- ist í gærkvöldi eiga von á nætur- fundi með samningsaðilum í deilu undirmanna á farskipum. Undirmenn gera kröfu um 80% álag á yfirvinnu í stað 60% auk þess sem þeir krefjast 35 þúsund króna lágmarkslauna. Þá hefst í dag hjá sáttasemjara fundur með Verkakvennafé- laginu Snót í Vestmannaeyjum. ->g ABR Listinn ákveðinn í dag Á félagsfundi Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík á Hótel Sögu í dag, verður gengið frá ákvörðun um framboðslista flokksins við komandi alþingiskosningar. - Við vonumst til að sjá sem allra flesta stuðningsmenn flokksins á þessum fundi þar sem við formlega hefjum okkar kosn- ingabaráttu, sagði Guðni Jó- hannesson formaður ABR í sam- tali í gær. Fundurinn á Sögu verður í Súlnasal og hefst kl. 14.00. Þar mun Hrafn Magnússon formaður kjömefndar kynna tillögur nefndarinnar og meðal annarra dagskráratriða má nefna upplest- ur Guðmundar Ólafssonar á ljóð- um Snorra Hjartarsonar. Fundarstjóri verður Þráinn Bert- elsson. ->g- C|jpS) Sjúkdómseinkenni á samfélaginu Sjá Innsýn bls. 5 Brottvísunin verði afturkölluð

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.