Þjóðviljinn - 17.01.1987, Síða 4
LEHDARI
Eg um mig frá mér til mín
. „Ég hef talaö alveg nógu skýrt í þessu máli.
Ég get ekki haft mann í minni þjónustu, sem
viröir aö vettugi fyrirmæli mín, sem eyðir tug-
milljónum í heimildarleysi, sem ekki er hægt aö
hafa stjórn á. Ég hef ekkert viö slíkan mann aö
gera og því verður ekki breytt." (Leturbr.
Þjóöv.)
Hver er þaö sem talar af þvílíku kennivaldi viö
blaðamann Þjóöviljans?
Jú, þaö er aö sjálfsögðu enginn annar en
menntamálaráðherrann í ríkisstjórn Steingríms^
Hermannssonar og heitir Sverrir Hermanns-
son.
Tilvitnunin í orð Sverris Hermannssonar er úr
frétt, sem birtist í gær í Þjóðviljanum. Þar var
Sverrir inntur eftir því, hvenær hann hygðist
svara spurningum fræösluráðs og skólamanna
á Noröurlandi eystra um ástæöur þeirrar ák-
vörðunar hans aö reka Sturlu Kristjánsson úr
starfi námsstjóra.
Þeirri spurningu svaraöi menntamálaráö-
herrann á sinn dæmigerða máta:
„Ég ætla norður þegar ég hef tímatil þess. Ég
held þaö sé betra að bíöa þar til öldurnar lægir
og tek öllu rólega. Ég lít á þessar orösendingar
þeirra, þegar ég kem í bæinn aftur eftir helgi. Ég
átti rétt eins von á þessum harkalegu viö-
brögöum. Þetta eru skapheitir menn.“
Þaö er sjálfsagt rétt hjá Sverri, aö betra er fyrir
hann að fresta norðurferð sinni þar til öldurnar
tekur aö lægja, en sú biö getur orðiö alllöng, því
að ekki er útlit fyrir aö greiðist úr þeim óveðurs-
skýjum sem hrannast hafa upp yfir mennta-
málaráöuneytinu í embættistíð Sverris, fyrr en
þar hafa orðið húsbóndaskipti.
Það tiltæki Sverris Hermannssonar aö reka
Sturlu Kristjánsson úr starfi fræðslustjóra á
Norðurlandi eystra hefur valdið harkalegum
viöbrögðum. Hart mætir hörðu.
Skólamenn á Norðurlandi eystra hafa fellt
niöur kennslu í skólum.
Steingrímur J. Sigfússon alþingismaöur hef-
ur farið fram á að fjallað veröi um málið utan
dagskrár þegar Alþingi veröur kallað saman, og
ennfremur hefur Steingrímur boðaö, að hann
muni í framhaldi af því leggja fram vantrauststil-
lögu á Sverri Hermannsson eða ríkisstjórnina í
heild, eða grípa til annarra ráðstafana vegna
þessa máls.
Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður
segir:
„í raun og veru snýst þetta mál ekki fyrst og
fremst um Sturlu Kristjánsson, hvort hann er
góður eða vondur. Þetta er skólapólitískt og
byggðapólitískt mál. Sverrir Hermannsson er
þarna aðeins að hengja Sturlu fyrir baráttu
fræðsluyfirvalda í kjördæminu gegn skefja-
lausum niðurskurði á framlögum til skólanna
þar nyrðra, og í þessu skyni misbeitir Sverrir
valdi sínu herfilega og það ekki í fyrsta sinn.“
Þetta er kjarni málsins.
Og því er við að bæta, að fleiri fræðslustjórar
og starfsmenn fræðsluskrifstofa úti um landið
hafa orðið að þola ásakanir og dylgjur frá Sverri
Hermannssyni menntamálaráðherra, og af því
tilefni lagði Hjörleifur Guttormsson alþingis-
maður fram fyrirspurn til Sverris Hermanns-
sonar í október í fyrra - sem menntamálaráð-
herrann hefur ekki komist til að svara.
Það er rétt hjá Steingrími J. Sigfússyni, að
þetta mál er „skólapólitískt og byggðapólitískt".
Flokkspólitískt er [Dað ekki, enda eru þeir Sturla
og Sverrir báðir sjálfstæðismenn.
Sjálfstæðismenn gera sér vel Ijóst að emb-
ættisrekstur Sverris Hermannssonar er flokkn-
um til lítils framdráttar, enda bendir Jónas Krist-
jánsson ritstjóri DV á það í leiðara síðastliðinn
laugardag áður en Sturlumálið kom upp:
„Ef Sjálfstæðisflokkurinn á aðild að næstu
ríkisstjórn, væri heppilegt, að hann endur-
skipaði ekki ráðherra, sem hefur annan eins
flumbrugangsferil að baki.“
Þetta eru holl ráð, en það er varlegt fyrir
landsmenn að treysta því, að eftir þeim verði
farið.
Eina ráðið til að forðast ráðherra, sem beita
valdi sínu á borð við Sverri Hermannsson, er að
kjósa gegn íhaldinu.
Og til þess gefst kærkomið tækifæri fyrr en
varir. - Þráinn
• ■ I L • • Lv. ■ ■ I 1 ■ óso p 1 1 1 ■ ■fr- J Mynd:E. Ól.
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Ámi Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur
Skarphéðinsson.
Fréttaatjóri: Lúðvík Geirsson.
Biaðamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín
Ólafsdóttir, Magnús H. Gíslason, MörðurÁmason, ÓlafurGíslason,
SiaurðurÁ. Friðþjófsson, Valþór Hlöðversson, Viltwrg Davíðsdóttir,
Víðir Sigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri).
Handrita- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Lftlitateiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason.
Framkvæmdaatjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrlfstofuatjórl: Jóhannes Harðarson.
Skrifatofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Auglýaingaatjóri: Sigríður HannaSigurbjömsdóttir.
Auglýaingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga
Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir.
Símvarala: Katrin Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð.
Bdstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir.
Afgreiðalustjóri:HörðurOddfriðarson.
Afgrelðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristfn Pétursdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjömsson.
Utkeyrsla, afgreiðsla, rltstjóm:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333.
Auglýsingar: Siðumúla 6, sfmar 681331 og 681310.
Umbrotogsetning: Prentsmiðja Þjóðviljanshf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 50 kr.
Helgarblöð: 55 kr.
Áskriftarverð á mánuðl: 500 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 17. janúar 1987