Þjóðviljinn - 17.01.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 17.01.1987, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Augu hans Galilei Samtal 4 ára barna um skilningarvitin. Samtalið er þýtt úr sýningarskrá frá sýningunni „L’occhio se salta il muro“ -um starfa barnadagheimila í Reggio Emilia á Italíu - Augun sjá aldrei vitlaust. Ef þau eru opin sjá þau rétt. - Augun sjá aldrei vitlaust, því að höfuðið snýst og augað sér það sem það vill. - Stundum sjá þau vitlaust, vegna þess að þau eru næstum lokuð. - Mín augu sjá aldrei vitlaust. - Þeir sem hafa gleraugu sjá vitlaust ef þeir taka þau af sér. - Ef ég sé eitthvað sem mér líkar ekki, þá breyti ég því. - Með augunum getur maður líka skilið látbragð sem segir eitthvað. - Þegar einhver hlær, þá sér maður það því að augað hlær þá líka. - Augun blekkja mann því að hlutir sem eru langt í burtu virð- ast minni og þegar maður kemur nálægt þeim þá eru þeir svoná stórir. - Þegar maður grætur sér mað- ur hlutina eins og þeir séu Iangir. - Augun eru mikilvæg, en líka hendurnar og eyrun. - En augun skilja allt á undan hinum. - Augun sjá bara og búið! - Nei þau skilja! Skilurðu ekki að þau skilja?! - Nei, eyrun skilja Iíka. -Nei, þau skilja ekkert. Eyrun heyra bara og búið! - Heilinn og eyrun skilja og heyra. - Heyrðu, Luca, með hverju skilur þú, með augunum? Ha...? Segðu mér með hverju þú skilur? - Þetta er tómt bull. Ég skil bara með heilanum. - En ef þú sérð ekki hlutina með augunum, hvað skilurðu? - Það er heilinn á bak við augað sem gerir skilninginn. - Sjáðu bara, augað er til þess að skoða hvert maður fer með fætuma. En til þess að ákveða hvert við förum höfum við heil- ann til þess að hugsa. Ætlarðu kannski að fara að ná í hjólið þitt? Þá hefurðu fæturna til þess að ganga og augun til þess að horfa. - Augun eru til þess að skoða og hugsa. Þegar maður skoðar getur maður líka hugsað um að búa til hluti. - En heilinn er samt sá sem ræður yfir manni. Þegar maður hugsar getur maður líka sagt auganu vitleysur. - Allt er mikilvægt, annars gæti maður ekki gert neitt. Maður þarf allt til þess að geta unnið. Við verðum að vera öll með, ann- ars getum við ekki gert neitt. - Allt er mikilvægt, munnurinn og nefið láta mann líka anda. En það er augað sem segir heilanum allt, og það er líka heilinn sem segir höndunum til, líka til að handsama fiðrildi. „Fullkominnglundroði ríkir varðandi tilgang og markmið mynd- og handmennta í grunnskóla. öll umræða um þessi mál er laus í reipum og það virðist vera algjörlega undir hælinn lagt, hvernig staðið er að þessum málum í einstökum skólum..." Þannig kemst Bjarni Daníels- son skólastjóri Myndlista- og handíðaskóla íslands að orði í grein sem hann ritaði í síðasta hefti tímaritsins Ný menntamál. í greininni segir Bjarni að í núgild- andi námskrá í mynd- og hand- mennt „ægi saman ólíkum sjón- armiðum og mótsagnarkenndum áhersluatriðum“, enda hafi hún reynst gagnslítil til stefnumörk- unar um hlutverk og stöðu þess- ara greina. Lýsir Bjarni eftir stefnumótandi umræðu meðal kennara um hlutverk mynd- og handmennta er gæti orðið grund- völlur að breyttum vinnu- brögðum. Okkur lék forvitni á að heyra frekar sjónarmið Bjarna í þessu máli og brugðum okkur á hans fund upp í Myndlista- og hand- íðaskóla, þar sem við lögðum fyrir hann nokkrar spurningar. f fýrsta lagi langaði okkur til þess að vita hverjum augum hann liti þá þróun, sem orðið hefði í kennslu mynd- og handmennta og í hverju hún lýsti sér. - Þótt mynd- og handmennta- greinar hafí verið kenndar í ís- lenskum skólum allt frá því að skólaskylda hófst - reyndar einn- ig fyrir þann tíma, þá má segja að skipuleg kennsla þessara greina í einhverjum mæli hafi vart hafíst hér fyrr en með fræðslulögunum 1946, en þá var verklegum grein- um ætlað töluvert pláss í almennu námi. Drög að námsskrá í teikningu komu út 1948, og sér höfundur þeirra hlutverk mynd- gerðar í mjög víðu samhengi, þar sem greinilega má sjá áhrif frá þýsk-bandaríska fræðimanninum Lovenfeldt, en hann hafði gífur- lega mikil áhrif á þessum árum. Hugmyndir hans stungu í stúf við þá aðferð sem mest hafði verið beitt hér á landi til þess tíma, það er að láta nemendur teikna eftir prentuðum fyrirmyndum. Lo- venfeldt lagði áherslu á frjálsa túlkun nemandans, en hugmynd- ir hans hafa að mínu mati verið mistúlkaðar að því leyti að börnin ættu að hafa algjört frelsi til myndsköpunar og að fullorðnir ættu hvergi að koma þar nærri. Þessi mistúlkun hefur reyndar Rætt við Bjarna Daníelsson skólastjóra um þýðingu og stöðu mynd- °g handmennta í íslensku skólastarfi eins og kennslu í öðrum greinum. Var í þessu skyni stofnuð nefnd, sem fékk það verkefni meðal annars að samþætta allar mynd- og handmenntagreinar að því marki sem hægt væri, og jafn- framt að tengja þessar greinar öðrum námsgreinum. Þetta var gert að vissu marki og þá varð til heitið mynd- og handmennt, sem er samheiti þessara greina í fyrstu bekkjum grunnskóla og sérstök valgrein í síðustu bekkjum hans samkvæmt skilgreiningu - en nefndin gerði tillögu um að hver grein héldi þó sínu sjálfstæði. Upp úr þessu nefndaráliti var síð- an samin námsskrá sem kom út 1977 og hefur verið til viðmiðun- ar síðan. Þú hefur sagt að í þessari nám- skrá œgi saman gagnstœðum sjónarmiðum án þess að tilraun sé gerð til að sœtta þau? verið ansi lífseig allt fram á þenn- an dag. En námsskrárdrögin frá 1948 hafa án efa haft mikil áhrif á alla teiknikennslu, þó það beri að hafa í huga að á þeim tíma var það ekki stór hópur manna sem sinnti því fagi einvörðungu. Þegar ný námsskrá kom svo í endanlegri gerð árið 1960 var búið að blanda í hana hugmynd- um um formfræðistefnuna frá Bauhaus, enda var það meira í anda þeirrar menntunar sem kennarar hlutu í Myndlista- og handíðaskóla íslands. Á 6. áratugnum bárust hingað áhrif frá listmenntahreyfingunni Education through art meðal annars í gegnum alþjóðasam- tökin International Society for Education Through Art, en breska skáldið og listfræðingur- inn Herbert Read var höfuðpost- uli þeirra samtaka. Það var þó erfitt að gera sér grein fyrir hvaða áhrif þessar hugmyndir höfðu í reynd á þessum árum, og ekki er ósennilegt að gamla upptuggu- og eftiröpunaraðferðin hafi reynst lífseigari en menn vilja vera láta. Námsskrár í smíðum og hann- yrðum sem komu í kjölfar lag- anna frá 1946 voru mjög hefð- bundnar, svona eins og heræfing- arforskriftir. Þáttaskil 1970 Þegar kemur fram undir 1970, og þegar tekin hafði verið ákvörðun um að endurskoða allt námsefni barna- og unglinga- fræðslu, þá leggja menn af mikl- um stórhug upp í að endurskoða mynd- og handmenntakennslu það sem ég benti á í greininni í Nýjum menntamálum var, að þessi námsskrá er miklu nær því að vera samsafn margvíslegra hugmynda um hlutverk mynd- og handmennta í almennu námi fremur en að vera stefnumark- andi. Kennurum er síðan sjálfum ætlað að vinna úr þessum hug- myndum. Andstœð sjónarmið Hver er þá staða þessara mála í dag? Það sem einkennir stöðu mynd og handmenntakennslu í dag er að það hefur ekki tekist að vinna úr þessum margvíslegu hug- myndum. Menn hafa kannski ekki gert sér fyllilegra grein fyrir að ein aðferð útilokar að vissu marki að öðrum áformum sé komið til skila. Þær meginand- stæður sem takast á í námssk- ránni felast í svokallaðri verkt- æknistefnu annars vegar og al- mennum þroskahugmyndum hins vegar, sem eru á vissan hátt óháðar myndmálshefðum og verkkunnáttu. En einnig má sjá ýmsar aðrar andstæðar hug- myndir innan námsskrárinnar ef vel er að gáð. Ég er þeirrar skoðunar að hægt sé að vinna á markvissan hátt með ólík sjónarmið t.d. með því að leita jafnvægis á milli tækni- legrar ögunar annars vegar og tjáningar og reynsluleitar hins vegar. Það sem námsskráin gerir er að benda á margvíslega mögu- Ieika í kennslu. Það sem hún gerir hins vegar ekki er að lýsa fræði- legum og hugmyndafræðilegum forsendum ólíkra sjónarmiða og hverrar niðurstöðu sé að vænta af hverju sjónarmiði fyrir sig. Nú stendur yfir endurskoðun þessar- ar námsskrár, og ég vona að tekið verði á þessu máli. En auðvitað segir námsskráin ekki nema brot af því sem er í raun að gerast úti í skólunum. Þar kemur margt ann- að til, svo sem menntun kennara (bæði almennra kennara og sér- greinakennara í mynd- og hand- mennt) og einnig þær aðstæður og þau viðhorf sem greinarnar mæta í einstökum skólum. Kennara- menntunin Þarfekki að endurskoða kenn- aramenntunina um leið og náms- skrána? Kennarar í myndmennt hafa um áratuga skeið verið menntaðir hér í Myndlista- og handíðaskóla íslands. Smíða- og hannyrðakennarar eru útskrifað- ir frá Kennaraháskólanum. Þeir sem fara í gegnum kennaranám í MHÍ eru teknir inn í skólann eins og hverjir aðrir nemendur og velja ekki kennslu og sem sér- grein fyrr en þeir hafa verið hér eitt ár. Þjálfun kennara hér hefur borið sterkan keim af að þetta er myndlista- og listiðnaskóli. Sú spurning hlýtur að vakna hvort nám myndmenntakennara sé í fullu samræmi við þær kröfur, sem gerðar eru til þeirra í grunn- skólum og hvort reynsla og þekk- ing á sviði skólamála almennt sé nægilega stór hluti af námi þeirra hér. Almennir kennarar og smíða- og hannyrðakennarar eru flestir menntaðir við Kennaraháskóla íslands. Þeim er ætlað að fá nokkra nasasjón af myndmennt í námi sínu, en það er nú hvergi _______MENNING__ Aukageta eöa hornsteinn skólastarfsins I nuaardaaur 17. Janúar 1987 nærri nógu mikið, og þyrfti að gera stórátak í þeim efnum. Jón- as Pálsson núverandi rektor Kennaraháskólans hefur ítrekað lýst því yfír að hann telji list- og verkgreinar grundvallarnáms- greinar í öllu almennu námi og hefur jafnframt haft áform um að gera myndmennt að valgrein við Kennaraháskólann. Ég tel mjög eðlilegt að þannig deild verði komið upp þar, svo að betra sam- ræmi geti orðið í menntun kenn- ara sem fást við ólíkar faggreinar. Vonandi verður eitthvað úr þess- um áformum Jónasar annað en orðin tóm. En hvað um aðstöðuna úti í skólunum, þarf hún ekki endur- bóta við? Jú, aðstaðan í skólunum er auðvitað mismunandi, en hún hefur farið batnandi á undan- förnum árum, ekki síst fyrir þrot- lausa baráttu Þóris Sigurðssonar námsstjóra. En auðvitað eru enn- þá margir skólar sem hvorki hafa aðstöðu né sérmenntað fólk. Að- staðan í einstökum skólum ræðst mikið af þeim einstaklingum sem þar ráða ferðinni. Framtíðin Hvernig sérð þú fyrir þér mynd- og handmenntakennsluna í framtíðinni? Mér virðist sem staða þessara greina í framtíðinni muni ráðast af því hvort þær verði viður- kenndar sem gagnleg þekking í nútíma þjóðfélagi. Það er erfitt að benda í ákveðna átt og segja: þarna er óvinurinn. Það virðist fyrst og fremst vera almennt skilningsleysi sem háir stöðu þessara greina. En þær eiga auðvitað í samkeppni við aðrar faggreinar eða sérgreinar sem opna mönnum leið til beinna hagnýtra nota í nútíma samkepp- nisþjóðfélagi. Út frá því má kannski segja að mynd- og hand- menntagreinarnar þjóni illa hags- munum þeirra aðila sem mestu ráða um framþróun þjóðfélagsins í dag. Sú stefna sem trölliðið hef- ur mótun tækniþjóðfélagsins byggist á hugmyndum um áþreifanlega þekkingu sem felur í sér möguleika mannsins til þess að ráða yfir lífinu og náttúrunni. Þetta er vísindahyggja, móðir tækniframfaranna. Ef skapa á listum og verkgreinum jafna þekkingarlega stöðu á við aðrar greinar verður ekki hjá því kom- ist að skoða vísindahyggjuna í gagnrýnu ljósi - enda eru tak- markanir hennar að verða mönnum æ ljósari. Það sem ég hef í huga er ekki að einhverju magnjafnvægi verði komið á milli list- og verkgreina annars vegar og bóklegra greina hins vegar, heldur hugmyndir um raunveru- lega viðurkenningu á jafnstöðu þessara tveggja tjáningarleiða í mannlegu eðli. Vísindi og listir eru tvær mismunandi aðferðir mannsins til þess að tjá afstöðu sína til sjálfs sín og umheimsins. Báðar eru honum jafn nauðsyn- legar. Ef hann varpar annarri fyrir róða hættir hann að vera maður. Ef okkur tekst að skapa út frá þessum forsendum skilning á hlutverki mynd- og hand- mennta, þá held ég að við séum komin inn á braut þar sem við getum mótað markvissari stefnu í þessum málum. Þetta mundi meðal annars fela í sér breytta kennaramenntun, þar sem feng- ist yrði við list- og verkgreinar sem einn af hornsteinum alls náms, en ekki sem einhverja aukagetu eins og nú er. Þetta myndi þá smám saman leiða af sér „heillegri" almenna menntun og heilsteyptari einstaklinga og samfélag. ólg. ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 9 Enginn meðal- maður Leifur Þórarinsson um píanótónleika á Kjarvalsstöðum sl. mánudag Tónlistarskólinn í Reykjavíkfær oft erlenda gesti til að halda fyrir- lestra og námskeið og eru þetta oft fræðimenn og tónlistarfólk í hæsta gæðaflokki. Stundum koma þessir gestir fram á tón- leikum, annaðhvort á vegum skólans eða T ónlistarfélagsins, sem eru þá opnir öllum almenn- ingi. Slíkir tónleikar voru á Kjar- valsstöðum fyrr í vikunni og var þar kominn píanóleikarinn Fre- derick Marvin, prófessor við há- skólann í Syracuse í Bandaríkj unum. Marvin er margverð- launaður píanisti, austanhafs og vestan og þykir leika verk ró- mantískra meistara, ekki síst Liszts, af mikilli snilld. En þó er hann þekktastur fyrir störf sín sem tónvísindamaður, sérstak- lega fyrir rannsóknir og útgáfur á verkum eftir Mozart, Haydn og Betthoven og Schubert, en þó ekki síst minna þekktra meistara einsog Dussek og Soler. Þó eru það líklega verk Solers (Padre Antonio Soler Y Ramos) sem uppi var á 18du öld, sem Marvin hefur lagt á hvað mesta áherslu og hefur hann dregið fram fleiri hundruð verk úr myrkri gleymskunnar eftir þenn- an spánska meistara. Og fyrstu verkin á efnisskránni á Kjarvalsstöðum um daginn voru einmitt eftir Soler: Sónata í d moll (Andante) og Fandango. Það var sannarlega gaman að heyra bæði verkin, því þó á yfir- borðinu séu þau í genarstíl síns tíma, þá búa þau yfir persónu- legum sérkennum í hljómsetn- ingu. Einkum var þetta áberandi í sónötunni, sem nálgast reyndar að vera snilldarverk, en Fand- ango er auðvitað smellið 18du aldar rokk, þar sem sjá má fyrir sér Casanova stíga í vænginn við fegurðardísir Barcelónu. Þetta og annað (Appassionata eftir Beethoven, Vallée d’Ober- mann og sönglag eftir Liszt og Mazurka og Scherzo í císmoll eftir Chopin) lék próf. Marvin af mikilli hlýju og góðum húmor á köflum og beitti höndum og fót- um svo hvergi skeikaði. Var greinilegt að hér var enginn meðalmaður á ferðinni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.