Þjóðviljinn - 17.01.1987, Side 16

Þjóðviljinn - 17.01.1987, Side 16
Aðalsími 681333. Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þjómnuiNN Laugardaour 17. janúar 1987 12. tölublað 52. árgangur SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Veðrið Hlýindunum lokið í bili Menn hafa verið að undrast að undanförnu yfir miklum hlýind- um hér á landi og fimbulkuldum í Skandinavlu og á meginlandi Evrópu. Þjóðviljinn hafði sam- band við Pál Bergþórsson til að leita skýringa á þessu. Páll sagði að þetta væri ósköp eðlilegt óeðli í veðrinu. Því yllu kaldir loftstraumar frá Síberíu sem bærust yfir meginland Evr- ópu og þessu fylgdu hlýindi hjá okkur, sem eðlilegt væri. Svipað ástand var á veðri í febrúar 1956 til dæmis. Hlýindakaflanum er þó að öllum líkindum lokið í bili og strax í dag megum við búast við verulega kóinandi veðri og jafnvel snjókomu. Hjörleifur Jónsson hjá vegaeftirliti Vega- gerðar ríkisins sagði að færð á vegum væri óvenju góð miðað við árstíma og flestir fjallvegir færir. -sá. Garðar Ingólfsson vagnstjóri hjá SVR heldur hér á strætisvagnakorti með sjö „styrktarmiðum". Mynd E.ÓI Strætó Styrktarmiðar tilsölu Miði á litlu korti kostar28,57 krónuren fargjald greitt með peningum kostar 28 krónur Hver miði á strætisvagnakort- um með sjö miðum hjá SVR kostar nú 28 krónur og 57 aura samkvæmt gjaldskrárákvörðun 4.janúar. Greiði strætisvagnafar- þegar hins vegar fargjaldið með peningum kostar farið 28 krónur. Áður fyrr voru miðakortin af- sláttarkort og voru miðar ódýrari ef kort var keypt. Síðastliðið ár hefur miði á litlu korti kostað jafnmikið og fargjald greitt með peningum. „Ástæðan fyrir þessu er fyrst og fremst sú að flýta sem mest fyrir vagnstjórum" sagði Hörður Gíslason skrifstofustjóri SVR í samtali við blaðið. „Vagnstjórarnir gefa ekki til baka vegna þess hve mikinn tíma það myndi taka og þess vegna var ákveðið að láta verðið standa á sléttu hundraði. Við bendum fólki á að ef það kaupir stærri kortin sem eru með 26 miðum þá fær það verulegan afslátt og hver miði á þeim kostar aðeins 20,40 krónur. Þessi kort fást á miða- sölum SVR. -vd. Brennuvargurinn Enn ófundinn Brennuvargur sá sem að und- anförnu hefur gert usla hér í borginni var enn ófundinn í gær- kvöldi að sögn lögreglunnar í Reykjavík og er rannsókn mála í höndum Rannsóknarlögreglu ríkisins. - sá.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.