Þjóðviljinn - 20.01.1987, Blaðsíða 4
LEIÐARI
95 dagar til stefnu
Enn þurfum viö aö þrauka í 95 daga, áöur en
langþráð tækifæri gefst til aö koma núverandi
ójafnaöarstjórn af höndum okkar, þar sem
stefnt er að alþingiskosningum 25. apríl n.k.
Á fjölmennum fundi á laugardaginn hjá Al-
þýöubandalaginu í Reykjavík var samþykktur
framboðslisti flokksins til alþingiskosninganna,
og á þeim fundi lýsti Svavar Gestsson því yfir,
aö kosningabarátta Alþýöubandalagsins væri'
hafin.
Undirbúningi þeirrar kosningabaráttu er nú
að Ijúka. Alþýðubandalagiö hefur orðiö fyrst
allra flokka til aö birta framboðslista sína í öllum
kjördæmum landsins, og segir það sína sögu
um þann einhug sem ríkir um aö heyja einarða
og árangursríka kosningabaráttu gegn þeirri
ójafnaöarstjórn, sem hér hefur setið síðustu
fjögur árin.
Þaö er öflugur listi sem Alþýöubandalagiö
býöur fram í Reykjavík. Þar fylkir sér saman fólk
úr ýmsum starfsgreinum til kröftugrar baráttu
gegn ríkisstjórninni til sigurs fyrir Alþýðubanda-
lagiö. Verkalýöshreyfingin á þar góöa fulltrúa;
þar eru forseti A.S.Í., forystumenn löju, tré-
smiöa, Dagsbrúnar og járniönaðarmanna. Þar'
eru stjórnarmaður í BSRB og forystumenn
heilbrigðis- og uppeldisstétta, fóstra, hjúkrunar-
fræðingur; fulltrúar nemenda, framhaldsskóla-
kennara og grunnskólakennara. Þar er ungt
fólk; í sjöunda sæti listans er 18 ára mennta-
skólanemi. Þar eru þeir, sem sérstaklega hafa
látið sig varða málefni aldraðra; til aö mynda
Guðrún Helgadóttir alþingismaður og Snorri
Jónsson fyrrverandi forseti A.S.Í.
Tveir af forvígismönnum fatlaöra eru á listan-
um.
Formaður Neytendasamtakanna er á listan-
um.
Umhverfisverndarfólk á fulltrúa á listanum.
Og þar eru listamenn, en þeir sem aö menn-
ingarmálum starfa hafa átt um sárt aö binda í tíö
núverandi ríkisstjórnar, enda er það eitt af for-
gangsverkefnum Alþýöubandalagsins aö snúa
viö þeirri öfugþróun sem oröiö hefur í menning-
armálum á undanförnum árum meö því aö tvö-
falda framlög til menningarmála umsvifalaust,
auk annarra aögeröa til aö styrkja stööu ís-
lenskrar menningar.
Á þessum lista eiga sæti fulltrúar þeirra
starfsgreina, sem hafa fengiö aö kenna á að-
gerðum eða aðgerðaleysi núverandi stjórnar.
Þarna er fólk, sem nú vill láta verkin tala, og fá
tækifæri til aö hafa áhrif á stjórnun þess þjóðfé-
lags sem viö búum í, og gera þaö vinsamlegra
manneskjunum heldur en nú er raunin.
G-listinn í Reykjavík er skipaöur jafnmörgum
konum og körlum, og þaö er óþarfi aö fara
mörgum orðum um hina ákveönu og afdráttar-
lausu stefnu Alþýöubandalagsins varöandi
jafnrétti kynjanna.
G-listinn er áskorun um samstööu vinstri'
manna og félagshyggjufólks um Alþýöubanda-
lagiö. G-listinn er áskorun til jafnaöarmanna um
aö standa meö Alþýðubandalaginu. G-listinn er
framboðslisti sósíalista í Reykjavík, ákail þeirra
og áskorun til allra Reykvíkinga um aö fylkja sér
um Alþýðubandalagiö.
í öllum kjördæmum býöur Alþýðubandalagið
fram sterka og sigurstranglega lista, skipaöa
fólki, sem vill veröa metiö af verkum sínum en
ekki af innantómum slagorðaflaumi.
í stjórnarandstöðu hefur Alþýðubandalagið
ekki setiö auöum höndum: Mótuð hefur veriö
stefna í atvinnu- og efnahagsmálum, sem opn-
ar leið til lífskjara á Islandi, sem eru sambærileg
viö þaö sem gerist í nágrannalöndum okkar.
Mótuö hefur veriö stefna í skattamálum, sem í
senn styrkir samneysluna, einfaldar skattakerf-
ið og lokar leiðum til skattsvika. Alþýðubanda-
lagiö hefur mótaö stefnu í peningamálum, sem
lokar leiðum til vaxtaokurs. Alþýöubandalagiö
hefur mótaö áfangaáætlun í uíanríkismálum,
sem sýnir hvernig viö getum losaö þjóöina viö
smán hersetunnar og skipaö okkur í flokk meö
þeim þjóöum sem berjast fyrir friði og afvopnun.
Næstu 95 daga höfum viö verk að vinna. Til
þess aö geta hafist handa viö aö byggja hér upp
réttlátt þjóðfélag, fyrirmyndarþjóöfélag, þurfum
viö aö koma ríkisstjórn íhalds og framsóknar frá
völdum: þeirri ríkisstjórn sem þegar er orðin
fræg aö endemum fyrir að hafa skráð sögu sína
fyrst og fremst í Lögbirtingablaðið meö
nauðungaruppboðum og gjaldþrotskiptum;
þeirri ríkisstjórn sem löngu er orðin að aðhlát-
ursefni fyrir það aö ráðherrarnir vilja láta
rannsóknarnefndir athuga hver annan og skipt-
ast á um aö vara fólk viö aö taka mark á orðum
hver annars.
Nú á Alþýðubandalagið verk aö vinna.
- Þráinn
KLIPPT OG SKORID
Lagakrókar
Lagaprófessorar hafa verið að
láta hafa það eftir sér, að fyrirætl-
an tveggja Kvennalistaþing-
manna um að segja af sér þing-
mennsku á miðju næsta kjörtíma-
biii stangist á við stjórnarskrána.
Ekki skal deilt við dómara um
formsatriði þessa máls, en næsta
óþarft er altént að láta sem þessar
ágætu konur standi í háskasam-
legum tilræðum við virðingu lag-
anna. Þær segja allt eins og er,
þær benda á að það sé ekkert
einsdæmi að þingmenn segi af sér
- og það gerist jafnvel að heill
þingflokkur leysist upp og hverfi,
hvað sem líður því umboði sem
þingmenn hans upphaflega fengu
frá kjósendum.
Kostir
og gallar
Sú ákvörðun að setja þak á
þann tíma sem tiltekinn einstak-
lingur situr á þingi eða í öðrum
stofnunum fulltrúalýðræðis, er
reist á forsendum sem um margt
eru virðingarverðar. Hugsunin,
sem í okkar dæmi á rætur að rek j a
til lýðræðis- og valddreifingarum-
ræðu þeirrar kynslóðar sem ein-
att er kennd við árið 1968, er sú,
að það sé óhollt að koma sér upp
atvinnustjórnmálamönnum, um
að gera að skipta sem oftast um
fólk, fá sem flesta til ábyrgðar
með þeim hætti. Þessi hneigð set-
ur sitt mark á starfsreglur Al-
þýðubandalagsins, þótt ekki sé
þar jafn langt gengið og Kvenna-
listakonur vilja nú ganga. Og þær
ganga að sínu leyti ekki eins langt
eigi í fá hús að venda þegar hans
stutta kjörtímabili lýkur - og þá
kemur upp sú vonda þversögn
með nýju afli: sumir vinstrimenn
„hafa efni á“ að sitja í ábyrgðar-
störfum fyrir sína hreyfingu, en
aðrir ekki.
Ekki úr vegi að menn hafi þetta
í huga.
Góðar bækur
og sala
og Græningjar í Þýskalandi, sem
hafa gert tíð mannaskipti í liði
kjörinna fulltrúa sinna á þingum,
í bæjarstjórnum, „lands“-
stjórnum og nefndum að grund-
vallaratriði sinnar pólitísku til-
vistar.
En þeir hafa líka mátt reyna á
sínum pólitíska skrokki hinar
neikvæðu afleiðingar slíkrar
skiptareglu - ekki hefur þing-
maður eða borgarfulltrúi fyrr
komist inn í málin, lært t.a.m. á
þann talnaleik og sérfræðinga-
skírskotanir, sem valdhafar
kunna vel að nota til að fela ýmis-
legt það sem ílla þolir dagsins
Ijós, en að þeir verða að hverfa og
víkja fyrir sínum varamönnum.
Og þótt þeir sem við taka komi
væntanlega ekki alveg af fjöllum,
þá verður hið pólitíska starf
Græningja fyrir bragðið um
margt slitrótt og ómarkvisst.
Og svo er annar vandi: Til eru
þeir sem eru í þeirri aðstöðu, að
þeir geta hæglega gert tveggja,
fjögurra eða sex ára hlé á sínum
störfum til að sinna t.d. þing-
mennsku - og snúa síðan aftur að
sínum fyrri viðfangsefnum eins
og ekkert hafi í skorist. En eins er
víst, að sá sem hefur setið á þingi
fyrir róttæka og mjög afflutta
hreyfingu (eins og Græningja)
í Miðli, fjölmiðlakálfi Þjóðvilj-
ans, var nú síðast birt viðtal við
Björn Jónasson bókaútgefanda,
sem er glaður og reifur yfir góðri
bókasölu á nýliðinni vertíð.
Björn segir meðal annars:
„Góðar bœkur seljast best. Ef
Alistair Mclean selst vel hlýtur að
vera eitthvað í hann spunnið! í
alvöru. Islenskir bókakaupendur
eru yfirleitt smekkfólk. “
Betur að satt væri. En því mið-
ur er hér farið með einföldun sem
er líkleg til að vera skammgóður
vermir. íslenskir bókakaupendur
eru svo margir (sem betur fer) að
það er mikil ofrausn að kalla þá
smekkfólk: nær sanni að mjög
stór hluti þeirra berist með
straumi umtals- og fjölmiðlameð-
ferðar - svo gerist það stundum
að sú meðferð hefur á loft hinar
bestu bækur, en fyrir því er nátt-
úrlega engin trygging. Sannleik-
urinn er sá, að einn helsti vandi
„góðra bóka“ á markaði, hér sem
annarsstaðar, er vöntun á forvitni
- bókakaupendur vilja vera réttu
megin í tilverunni og því eru þeir
fram úr hófi háðir töfrum
nafnsins. Doris Lessing, sem
menn ættu að muna eftir frá
heimsókn hennar á Listahátíð,
þó ekki væri annað - hún hefur
gert merkilega tilraun. Hún sendi
til síns eigin forlags handrit að
skáldsögum undir dulnefni - og
fékk þau endursend, sfðan fóru
þessi handrit á flakk milli útgáfuf-
yrirtækja, sem hvert af öðru
þorðu ekki að leggja út í það að
gefa út bók eftir óþekkta mann-
eskju.
Góðar bækur seljast best,
sagði útgefandinn - og hvað á
hann við? Ljóðabækur munu
aldrei „seljast best“, hve ágætar
sem þær annars eru, og svo mætti
áfram halda með ýmsar tegundir
bóka. Björn nefndi Alistair
McLean - og þá erum við komin
nokkuð út í aðra sálma. McLean
er útsmoginn hagleiksmaður í
sínu fagi (viss tegund spennu-
sagna) - en það segir ósköp lítið
um það hvort verk hans eru
„góð“ eða „vond“ eða skipta
blátt áfram litlu máli. Kannski
vildi Björn það sagt hafa, að
útgefendum takist best upp, þeg-
ar þeir veðja á færa hagleiksmenn
í hverri grein bókaframleiðslu?
Fáir yrðu til að mótmæla þeirri
skoðun - en þar með er fátt eitt
sagt um ágæti sölubóka og smekk
lesanda. _ ÁB.
þJÓÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáf ufélag Þjóðviljans.
Rltstjórar: Ámi Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur
Skarphéðinsson.
Fréttastjóri: LúðvíkGeirsson.
Blaðamenn: GarðarGuðjónsson, Inaólfur Hjörleifsson, Kristín
Ólafsdóttir, Magnús H. Gíslason, Mörour Árnason, ÓlafurGíslason,
Sigurður Á. Friðþjófsson, Valþór Hlöðversson, Vilborg Davíðsdóttir,
Víðir Sigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri).
Handrita- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Útlitsteiknarar: Sævar Guðbjömsson, GarðarSigvaldason.
Framkvæmdastjórl: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga
Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir.
Sfmvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Afgreiðsiustjóri: Hörður Oddfríðarson.
Afgreiðsia: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Bjömsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumula 6, Reykjavik, sími 681333.
Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljanshf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 50 kr.
Helgarblöð:55 kr.
. Áskriftarverð á mánuði: 500 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 20. janúar 1987