Þjóðviljinn - 20.01.1987, Síða 6

Þjóðviljinn - 20.01.1987, Síða 6
Ragnar Þórður AB Norðurland vestra Efstu sætin skipuð Gengið hefur verið frá því hverjir skipa fimm efstu sætin á lista Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi vestra. í efsta sæti verður Ragnar Arn- alds, alþingismaður. Annað sæt- ið skipar Þórður Skúlason, sveitarstjóri, Hvammstanga. Unnur Kristjánsdóttir, iðnráð- gjafi, Húnavöllum, skipar þriðja sæti. í fjórða sæti er Hannes Bald- vinsson, framkvæmdastjóri á Siglufirði. Anna Kristín Gunn- arsdóttir, bæjarfulltrúi Sauðár- króki, skipar fimmta sætið. Endanleg skipan alls listans verður ákveðin um næstu helgi. - Sáf. AB Vestfjörðum Kristinn H. Gunnarsson skipar fyrsta sætið í gærkvöldi var gengið frá framboðslista Alþýðubandalags- ins á Vestfjörðum vegna komandi kosninga og lítur listinn þannig út: 1. Kristinn H. Gunnarsson, Bolungarvík, 2. Magnús Ingólfs- son, Vífilsmýri, Önundarfirði, 3. Þóra Þórðardóttir, Suðureyri, 4. Torfí Steinsson, Barðaströnd, 5. Reynir Sigurðsson, ísafirði, 6. Arnlín Óladóttir, Bjarnarfirði, 7. Svanhildur Þórðardóttir, ísa- firði, 8. Birna Benediktsdóttir, Tálknafirði, 9. Indriði Aðal- steinsson, Skjaldfönn, N- ísafjarðarsýslu, 10. Jens Guð- Magnús mundsson, Reykhólum, A- Barðastrandarsýslu. - vd. Kristinn Þóra Fundurinn á Sögu var fjölsóttur. Hér má m.a. sjá þau Svavar Gestsson, Guðrúnu Helgadóttur, Guðmund Þ. Jónsson og Ásmund Stefánsson. Alþýðubandalagið í Reykjavík Framboðslisti samþykktur á fjölmennum fundi á Hótel Sögu „Það hefði verið nær að smíða pólitíska afruglara fyrir fólk en afruglara til að sjá þá á Stöð 2 í leiðréttri mynd“, sagði Guðrún Helgadóttir m.a. á félagsfundi ABR á laugardag, þar sem G- listinn í Reykjavik var ákveðinn. „Það er verkefni okkar frambjóð- enda Alþýðubandalagsins að vera pólitískir afruglarar fyrir fólk - skilgreina ástandið í þjóðfélaginu og skýra gerðir okkar og tillögur, sem eru afleiðingar pólitískrar stefnu Alþýðubandalagsins,“ sagði hún. Og samkvæmt þessu voru vald- ir 36 „pólitískir afruglarar" á fé- lagsfundinum, sem haldinn var á Hótel Sögu og var fjölsóttur. Menn voru í baráttuskapi, enda stutt í kosningar og það lang- þráða takmark að hrinda ríkis- stjórn ójafnaðar, okurs og her- mangs af höndum okkar. Það var Hrafn Magnússon, formaður kjörnefndar sem kynnti sam- hljóða tillögur nefndarinnar, en 6 efstu sæti listans eru skipuð sam- kvæmt niðurstöðum forvalsins frá í haust að öðru leyti en því að Guðni Jóhannesson skipar 6. sæt- ið í stað Þrastar Ólafssonar sem kaus að taka ekki sæti á listanum. Þráinn Bertelsson ritstjóri var fundarstjóri og skýrði atkvæða- greiðslu um hvert sæti listans. Hann var samþykktur samhljóða með lófataki. Þau Svavar Gestsson, Guðrún Helgadóttir, Ásmundur Stefáns- son, Álfheiður Ingadóttir og Olga Guðrún Árnadóttir, sem skipa 5 efstu sæti listans í þessari röð fluttu stutt ávörp og Guðmundur Ólafsson leikari las ljóð eftir hið nýlátna þjóðskáld, Snorra Hjart- arson. Loks stilltu þeir 23 fram- bjóðendur sem fundinn sátu sér upp til myndatöku og lauk fund- inum síðan með því að Internati- onalinn var sunginn. „Fram til sigurs um allt land. Kosningabarátta Alþýðubandalagsins er hafin!" Vigdís Grímsdóttir, Sigurður A. Magnússon, Svava Jakobsdóttir og Sigurður Svavarsson, sem öll eiga sæti á G-listanum í Reykjavík hlýða hór á upplestur á Ijóðum Snorra Hjartarsonar. Ljósm.: Kristján. Kosninga- baráttan hafin 6 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 20. janúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.