Þjóðviljinn - 20.01.1987, Side 8
Allt síðan árið 1983 hefur farið fram stórfelld upptaka á
eigum almennings. Gjaldþrot hundruða heimila. Húseignir
almennings ganga kaupum og sölum á
nauðungaruppboðum. Hver verkamannaíbúðin af annarri
undir hamarinn. Sjálfsvíg aldrei fleiri en árið 1984
Ótrúlegur fjöldi fjölskyldna hefur síðan árið 1983 orðið fyrir þeirri reynslu að
missa eignir sínar á nauðungaruppboði eða í gjaldþrotaskiptum. Gjaldþrota-
beiðnum hjá skiptaráðanda í Reykjavík hefur fjölgað úr 195 árið 1981 í 945 í
fyrra og svipuð þróun hefur átt sér stað annars staðar á landinu. Gjaldþrota-
skiptum hefur fjölgað í svipuðum mæli. Úrskurðir um gjaldþrot voru 347 í
Reykjavík í fyrra og voru einstaklingar þar í meirihluta.
Meðal fyrstu verka
þeirrar ríkisstjórnar sem nú
á skammt eftir ólifað var að
lækka kaupmátt kauptaxta
um u.þ.b. fjórðung og kippa
launum úr öllu samhengi
við lánskjör. Afleiðingar
þessarar aðgerðar hafa síð-
an verið að birtast í sí-
aukinni fátækt og geysi-
legum fjárhagserfiðleikum
þeirra sem eru að bisa við
að koma þaki yfir höfuðið.
Þessi ríkisstjórn hafði ekki set-
ið lengi þegar fréttir tóku að ber-
ast af stórkostlegu annríki hjá
fógetum og skiptaráðendum, fé-
lagsráðgjöfum og þeim sem fá til
meðferðar mál fólks sem lendir í
fjárhagslegum og félagslegum
erfiðleikum. Hafið var tímabil
miskunnarlausrar upptöku á
eignum almennings hjá fógetum
og skiptaráðendum alls staðar á
landinu.
f beinu framhaldi af valdatöku
ríkisstjórnarinnar fór fjöldi
auglýsinga um nauðungarupp-
boð í stjarnfræðilegan fjölda og
allt síðan hefur þessi þróun hald-
ið áfram og tekið á sig æ ljótari
myndir.
Nauðungarsölur
víða áður óþekktar
Fyrir árið 1983 var það fremur
óalgengt að eignir fólks gengju
kaupum og sölum á nauðungar-
uppboðum. Á ísafirði var slíkt til
að mynda óþekkt fram til ársins
1983. En það sama ár varð þar
breyting á. Þá seldust 3 fasteignir
nauðungarsölu hjá bæjarfógeta á
ísafirði og síðan hefur þessi tala
GARÐAR
GUÐJÓNSSON
stækkað með hverju árinu. Árið
1984 fóru fram 5 slíkar sölur,
1985 voru þær 9 og hámarki náði
þetta ástand í fyrra, en þá seldust
11 fasteignir á nauðungarupp-
boði þar vestra.
Svipaða sögu er að segja um
Reykjavík. Árið 1981 komust
kröfuhafar yfir 6 fasteignir á
nauðungaruppboði í höfuðborg-
inni en síðan hefur þessi tala ní-
faldast. Árin 1982 og 1983 hélst
fjöldi nauðungarsala nær
óbreyttur, en árið 1984 var
stökkbreyting. Alls seldust þá 13
hús með þessum hætti og árið
eftir rúmlega tvöfalt fleiri eða 28.
í fyrra, í miðju stórkostlegasta
góðæri sem yfir þetta þjóðfélag
hefur gengið, stökk þessi tala upp
í 54 og hefur embætti borgarfóg-
eta aldrei átt við annað eins.
Verst er þetta ástand þó í Kefl-
avík. Þar voru nauðungarsölur í
fyrra enn fleiri en í Reykjavík eða
58 og hafði þá fjölgað um 25 frá
árinu áður.
Það er athyglisvert að æ fleiri
íbúðir í verkamannabústöðum
hafa lent undir hamrinum á síð-
ustu árum. Kunnugir segja að
fyrir nokkrum árum hafi það ver-
ið nær óþekkt að kaupendur
íbúða í verkamannabústöðum
lentu í þessari aðstöðu, en þeir
eru ekki lengur óhultir. Hver
verkamannaíbúðin á fætur ann-
arri hefur verið seld hæstbjóð-
anda á nauðungaruppboði.
Almenningur
lýstur gjaldþrota
Annar og ekki síður bersögull
mælikvarði á það ástand sem
skapast hefur felst í fjölda gjald-
þrotaúrskurða hjá skiptaráðend-
um fógetaembættanna. Og þar
Séra Sigurður Haukur Guðjónsson:
Erfiðleikarnir
aukast sífellt
Prestar verða varir við sífellt erfiðari fjárhagsvanda fólks. Sit í hverri viku andspænis fólki sem
er ráðþrota vegna fjárhagslegra erfiðleika. Bilið milli ríkra og fátækra alltaf að breikka
Það er enginn vafi á því að erf-
iðleikar fólks hafa verið að aukast
jafnt og þétt, allt síðan það fjár-
hagslcga undur var upp fundið,
að hækka lán eftir því sem greitt
er af þeim. Og við prestar verðum
mjög varir við þessa þróun, sagði
séra Sigurður Haukur Guðjóns-
son sóknarprestur í Langholts-
kirkju í samtali við Þjóðviljann.
„Það er staðreynd að bilið á
milli þeirra ríku og þeirra fátæku
er alltaf að breikka. Sumir virðast
vaða í peningum á meðan aðrir
eiga vart til hnífs og skeiðar. Ég
sit í hverri viku andspænis fólki
sem er í öngum sínum vegna þess
að það sér ekki fram á að geta
staðið við fjárhagslegar skuld-
bindingar sínar, enda þótt það
hafi hlaðið á sig hreint ótrúlegri
vinnu.
Þegar þetta fólk kemur til mín
er fjölskyldan að bresta. Fólk
uppgötvar allt í einu eftir margra
ára streð að það þekkir ekki
maka sinn. Og venjulega kemur
það ekki fyrr en allt er um seinan.
Yfirgengileg vinna hefur gert út
um hjónabandið og ástandið er
farið að bitna harkalega á börn-
unum.
Við reynum að finna lausn á
vandamálum þessa fólks, það
tekst stundum en oft endar þetta
á versta veg.
Við getum að sjálfsögðu ekki
veitt ráðgjöf í fjármálum, en við
grípum oft til þess ráðs að vísa
þeim sem leita til okkar beint til
bankastjóra og þeir hafa margir
reynst vel. Þeir lenda nú orðið
mjög oft í sálusorgarahlutverk-
inu.
Ungt fólk er í meirihluta þeirra
sem koma til mín. Það er mjög
algengt að þetta fólk komi til þess
að létta á hjarta sínu. Það finnur
þörf fyrir að geta talað við ein-
hvern um vanda sinn og við get-
um veitt því fróun með því einu
að hlusta,“ sagði Sigurður.
-«g
Sóra Sigurður Haukur: Enginn vafi á
að erfiðleikar fólks hafa verið að
aukast jafnt og þétt á síðustu árum.
Mynd Sig.
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 20. janúar 1987
1970- 1975- 1980- 1970-1982 1983-1984
1974 1979 1984
Fjöldi sjálfsvíga er mjög sveiflukenndur milli ára en árin 1983 og 1984 hafa fleiri
gripið til þessa örþrifaráðs en áður. Súluritið hér að ofan sýnir I fyrsta lagi
meðalfjölda sjálfsvíga árin 1970-1974, 1975-1979 og 1980-1984, síðan með-
altal áranna 1970-1982 og meðaltal áranna 1983-1984. Þróunin hefur verið
þessi frá ári til árs: 1970:27,1971:11,1972:18,1973:28,1974:22,1975:22,
1976:19,1977:23,1978:26,1979:30,1980:24,1981:16,1982:22,1983:40,
1984: 44.
þrifaráðs að svipta sig lífi. í
bókum hagstofunnar eru skráð
44 sjálfsvíg það árið.
Tölur fyrir tvö síðast liðin ár
liggja ekki fyrir, en það virðist
engin ástæða til þess að ætla að lát
hafi orðið á þessari aukningu.
Á sama tíma hefur hjónaskiln-
uðum fjölgað verulega. Hagstof-
an veitti Þjóðviljanum þær upp-
lýsingarað árið 1976 hefði komið
til 383 hjónaskilnaða, en árið
1985 fóru hjónaskilnaðir í fyrsta
sinn yfir 500.
Eins og Þorbjörn Broddason
félagsfræðingur bendir á er
nauðsynlegt að hafa ýmsa fyrir-
vara í huga þegar menn draga
ályktanir af þessum tölum. Fjölg-
un sjálfsvíga og hjónaskilnaða
getur haft ýmsar aðrar orsakir en
það efnahagsástand sem ríkir hjá
vissum hópum í þjóðfélaginu.
Svartur veruleikinn blasir hins
vegar við: Ótrúlegur fjöldi fólks
hefur orðið fyrir því á síðustu
árum að missa allt sitt á uppboði
eða með pennastriki hjá skipta-
ráðanda. Og enn fleiri hafa
auðvitað lent í verulegum erfið-
leikum og mátt horfa upp á eignir
sínar auglýstar á nauðungarupp-
boði, þótt málin hafi e.t.v. bjarg-
ast á síðustu stundu. Og það er
ófagur vitnisburður stefnu
stjórnvalda. -gg
60
50
40
30
20
10
skurði og komu þá 167 til fram-
kvæmda. Árið 1985 bárust 762
beiðnir, 227 gjaldþrot urðu að
veruleika. í fyrra settu kröfuhaf-
ar svo algjört met, sendu emb-
ættinu 945 beiðnir og í 347 tilvik-
um fengu þeir sínu framgengt.
Og Reykjavík er þarna ekkert
einsdæmi. Að sögn skiptaráð-
enda í Keflavík og í Kópavogi
hefur annríki aldrei verið eins og
nú.
Fram til þessa hefur almennt
verið talið að aðeins óreiðufólk
verði fyrir því að vera lýst gjald-
þrota og stefni í mörgum tilvikum
beinlínis að því, en nú er raunin
önnur. Meðal þeirra sem lýstir
hafa verið gjaldþrota á undan-
förnum árum er fólk sem hefur
unnið dag og nótt við að halda
eignum sínum og sjálfsvirðingu.
1981 1982 1983 1984 1985 1986
Nauðungarsölum hefur fjölgað geysilega síðan ríkisstjórn Steingríms Her-
mannssonar komst til valda. Þróunin var nokkuð jöfn til ársins 1983 en síðan
varð stökkbreyting eins og þessar tölur um nauðungarsölur í Reykjavík sýna.
hefur þróunin síst verið betri.
Skiptaráðendur sem Þjóðviljinn
hefur rætt við eru sammála um að
það ástand sem ríkt hefur síðast
liðin 3-4 ár sé alveg einstakt.
Þannig voru gjaldþrotaúr-
skurðir í Reykjavík 167 árið
1984, en síðan hafa þeir þotið upp
í 347 og hafa aldrei verið fleiri.
Það lætur því nærri að á annað
þúsund einstaklingar í Reykjavík
hafi orðið fyrir þeirri reynslu að
vera lýstir gjaldþrota í höfuð-
borginni á síðasta ári.
Fjöldi gjaldþrotabeiðna hjá
skiptaráðanda í Reykjavík sýnir
svo ekki verður um villst að stór-
kostleg breyting varð í þessum
efnum þegar eftir að ríkisstjórn
Framsóknarflokks og Sjálfstæð-
isflokks tók við völdum. Árið
1981 bárust embætti borgarfóg-
eta beiðnir um að Iýsa 195 ein-
taklinga og fyrirtæki gjaldþrota.
Árið 1982 bárust 210 slíkar
beiðnir og litlu fleiri árið eftir eða
246. Árið 1984 bárust hins vegar
527 beiðnir um gjaldþrotaúr-
Gripið til örþrifaráða
Hvort sem menn vilja setja það
í beint samhengi við þær stað-
reyndir sem hér hafa verið raktar
eða ekki, blasir við að sjálfsvíg
hafa aldrei fyrr verið jafnmörg og
á síðustu árum. Samkvæmt upp-
lýsingum hagstofunnar voru
skráð sjálfsvíg á árunum 1976-
1982 á bilinu 16 og upp í 30 á ári,
en árið 1983 voru skráð 40 sjálfs-
víg á íslandi. Árið 1984 fjölgaði
þeim enn sem gripu til þess ör-
Þorbjörn Broddason félagsfræðingur:
sem eitra líf
fólks
Erfitt að segja til um samhengið á milli þessara upplýsinga. Set ýmsa
fyrirvara. Margt annað getur ráðið úrslitum
„Það sem þarna blasir við er að
fjöldi fólks hefur átt í geysilegum
fjárhagserfiðleikum og orðið
fyrir miklum efnahagslegum
áföllum. Á sama tíma hefur sjálfs-
vígum og hjónaskilnuðum fjölg-
að, en það er erfitt að segja til um
samhengið þarna á milli þar sem
um svo skamman tíma er að
ræða. Þar getur margt annað
ráðið úrslitum,“ sagði Þorbjörn
Broddason félagsfræðingur þeg-
ar Þjóðviljinn leitaði álits hans á
þeim upplýsingum sem koma
fram hér í opnunni.
„Tölur um fjölda sjálfsvíga
milli ára eru mjög sveiflukenndar
og því er mjög varasamt að túlka
þær einar sér. Hins vegar verður
furðu rnikið stökk árin 1983 og
1984 og það bendir til þess að
einhver alvarleg breyting hafi
orðið, sem rekja mætti til þjóðfé-
lagslegra kringumstæðna. Það er
hins vegar ekki þorandi að draga
af þessum upplýsingum nokkrar
óyggjandi ályktanir fyrr en tölur
fyrir tvö síðustu ár liggja fyrir.
Reynist fjöldi sjálfsvíga svip-
aður árin 1985 og 1986 er það
auðvitað alvarlegt umhugsunar-
efni.
Varðandi hjónaskilnaði hneig-
ist ég til þess í fyrsta lagi að setja
þann fyrirvara á að venjulega eru
hjónaskilnaðir reiknaðir sem
hlutfall og því er ekki víst að þess-
ar tölur segi alla söguna.
Hins vegar eru hjónaskilnaðir
að færast í vöxt um allan hinn
vestræna heim og íslendingar
hafa ekki verið neinir eftirbátar
annarra í því. Fjölgun hjóna-
skilnaða gæti jafnvel verið til
marks um að íslendingar væru að
temja sér nútímahætti. Þetta til-
heyrir nútímanum að svo mörgu
leyti, m.a. því að húsmæður hafa
farið í stórauknum mæli að vinna
utan heimilis síns og það leiðir til
þess að þær fá fleiri tilefni til þess
að hugleiða skilnað og betri að-
stæður til þess að standa á eigin
fótum. Þannig að fjárhagskrögg-
ur fólks þurfa ekki að vera eina
skýringin á fjölgun skilnaða.
Ég vil líka geta þess í þessu
sambandi að barnsfæðingum hef-
ur fækkað verulega. Við getum
litið á að í kreppunni á fjórða ár-
atugnum snarfækkaði barnsfæð-
ingum og það er ekki ótrúlegt að
krappari kjör nú hafi leitt til
fækkunar barnsfæðinga. En
þarna er einnig um að ræða lang-
tímaþróun sem hefur gengið
miklu lengra í ýmsum löndum.
Það er ljóst að þegar fjárhags-
erfiðleikar steðja að getur það
haft víðtækar afleiðingar í för
með sér. Fjárhagsleg áföll geta
eitrað líf manna á öðrum svið-
um,“ sagði Þorbjörn.
-gg
Furðu mikið stökk í fjölda sjálfsvíga
árin 1983 og 1984. Reynist niður-
staðan tvö síðast liðin ár svipuð er
það alvarlegt umhugsunarefni, segir
Þorbjörn.
Þriðjudagur 20. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13