Þjóðviljinn - 20.01.1987, Blaðsíða 15
Ný leið í öiyggismálum
Kjartan Jónsson skrifar
í vikunni fyrir fundinn, þar
sem þeim Reagan og Gorbachjov
svelgdist á friðarpípunni, stóð
Flokkur mannsins ásamt öðrum
samtökum fyrir undirskriftasöfn-
un með áskorun á leiðtogana að
gera samkomulag sín á milli um
friðlýsingu fslands. Rúmlega
2000 undirskriftir söfnuðust á
þremur dögum og voru þær af-
hentar við sendiráð þjóðanna
föstudaginn 10. okt. Eftir fund-
innhófst síðan ný undirskrifta-
herferð á vegum þessara sömu
aðila og var yfirskrift hennar eins
og þeirrar fyrri nema að nú var
skorað á íslensku ríkisstjórnina
að stuðla að friðlýsingu íslands.
Þessi yfirlýsing snertir mál sem
hefur verið mjög umdeilt í ís-
lenskri pólitík en það er vera okk-
ar í Nató og herstöðin á Suður-
nesjunum. Undanfarin ár hefur
umræðan um þau mál verið að
feta í fótspor Geirfuglsins og æ
fleiri eru að sætta sig við þá hugs-
un að herinn verði hér að eilífu og
sé orðinn jafn sjálfsagður hlutur
og rigningin á Suðurnesjunum.
Ég ætla hér á eftir að gera
stutta grein fyrir þeirri baráttu
sem hingað til hefur verið háð
gegn hernum og svo hvað áður-
nefnd friðlýsing þýðir í þeirri bar-
áttu.
Fyrri barátta
Hreyfing herstöðvaandstæð-
inga sem fór af stað á dögum
kalda stríðsins var nokkuð öflug í
upphafi. Hún höfðaði til þjóð-
.. efherinnferþá
mun jafnvœgi á milli
stórveldanna raskast
hér á norðurslóðum.
Hvortsem þetta er rétt
eða ekki þá er þetta
þröskuldur í hugum
margra sem annars
kynnu aðfylkja sér
með hernáms-
andstœðingum... “
erniskenndar margra íslendinga
og þegar Keflavíkurgöngurnar
hófust mátti sjá stórar og
myndarlegar göngur fyrst í stað.
Þá voru slagorðin „f sland úr Nató
og herinn burt,“, þrumuð af
miklum krafti og þeir sem það
gerðu höfðu trú á því að þau orð
gætu ræst. Rússagrýlan var þó
máttugri í þá daga og með hana í
liði með sér greiddu Natósinnar
hreyfingunni rothögg þegar um
55 þús. íslendingar völdu banda-
ríska jólasveininn með því að
skrifa undir „Varið land“. Fljót-
lega skrapp Keflavíkurgangan
saman í samræmi við minnkandi
hugsjónaanda og varð að Hafn-
arfjarðargöngu, slagorðin misstu
allan mátt og urðu því hallæris-
legri eftir því sem fleiri sættu sig
við tyggjóklessuna á svuntu fjall-
konunnar.
Friðlýsingin og
fyrri barátta
Málflutningur herstöðvaand-
stæðinga er og hefur verið mjög
einfaldur, slagorðin segja það
allt. Rök hernámssinna voru
lengi vel þau að ef kaninn fari þá
komi rússinn. Þau rök eru þó
óðum að hverfa fyrir öðrum
máttugri, ef herinn fer þá mun
jafnvægið á milli stórveldanna
raskast hér á norðurslóðum.
Hvort sem þetta er rétt eða ekki
þá er þetta þröskuldur í hugum
margra sem annars kynnu að
fylkja sér með hernámsandstæð-
ingum. Yfirlýsing um friðlýsingu
lækkar þann þröskuld allverulega
því hún gerir ráð fyrir að úrganga
okkar úr Nató og brottflutningur
hersins héðan sé framkvæmd í
samráði við stórveldin og sé liður
í samkomulagi þeirra á milli. Hún
tekur þannig mið af því að við
erum ekki ein í heiminum og að
það sem við gerum hefur áhrif
útávið.
Baráttan gegn hernum hefur
hingað til verið háð að miklu leyti
með þjóðlegum rökum en við
viljum að þetta sé framlag okkar
til friðar í heiminum en það er
mikið stærra mál en sú flís sem
hersetan er í þjóðerniskennd
margra íslendinga.
Einhverjir gamalgrónir her-
stöðvaandstæðingar kynnu að
segja að þetta sé alfarið okkar
mál og að við þurfum ekki að
spyrja neinn um leyfi til þess að
reka herinn burt. Það er alveg
rétt, en einhliða ákvörðun okkar
um brottrekstur hersins er leið
sem hefur ekki skilað árangri
hingað til svo að ef þeir vilja sjá
árangur þá verða að koma til nýj-
ar baráttuaðferðir.
Vertu með
Ég skora á alla þá sem gera sér
grein fyrir því hve heimskulegt
það er að taka afstöðu í jafn fár-
ánlegum og hættulegum leik sem
vígbúnaðarkapphlaupið er, að
ganga til liðs við okkur og vinna
þannig að því að við getum staðið
upprétt á alþjóðasviðinu sem
hlutlaus þjóð sem er virkilega í
aðstöðu til þess að fordæma allt
hernaðarbrölt, hvar sem er í
heiminum.
Kjartan Jónsson
Nemandi í H.í og formaður
Reykjavíkurkjördæmisráðs
Flokks mannsins
Sumarvinna
Skútustaöarhreppur auglýsir eftir landvörðum til
starfa í Mývatnssveit næsta sumar.
Starfiö er aöallega fólgið í eftirliti meö feröa-
mönnum og náttúru. Tungumálakunnátta æski-
leg.
Umsóknarfrestur er til 31. janúar.
Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma
96-44163 á daginn og 96-44158 á kvöldin.
Sveitarstjóri Skútustaðahrepps
Lausar stöður
Tvær stöður fulltrúa í fjármálaráðuneytinu eru
lausar fil umsóknar. Viðskipta- og/eða hagfræði-
menntun áskilin.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um fyrri störf,
sendist fjármálaráðuneytinu fyrir 10. febrúar
1987.
Fjármálaráðuneytið
15. janúar 1987
Þjóðviljinn
Áskriftarátak
Okkur vantar fólk til starfa í Áskriftarátaki
Þjóðviljans. Kvöld- og helgarvinna.
Góö laun fyrir röskar manneskjur.
Upplýsingar veitir Höröur í síma 681333 eða
681663.
Þjóðviljinn
Fóstra -
starfsstúlka
Leikskólann Lækjarborg vantar fóstru og starfs-
stúlku hálfan og allan daginn.
Upplýsingar gefur forstöðukona í síma 686351.
©
Blikkiöjan1
Iðnbúð 3, Garðabæ.
Önnumst hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verðtilboð.
46711
þlÓÐVIUINN
ÁSKRIFTARÁTAK
Okkur vantar fólk til starfa í ÁSKRIFTARÁTAKI
ÞJÓÐVILJANS. Góð laun fyrir röskar mann-
eskjur.
Hafið samband við Hörð í síma 681333 eða
681663.
ÞJÓÐVILJINN
VEISLUR -
SAMKVÆMI
Skútan h/f hefur nú opnað
glæsilegan sal, kjörinn fyrir
árshátíðar, veislur, fundi fé-
lagasamtaka og alls kyns
samkvæmi. Leggjum áherslu
á góðan mat og þjónustu.
SKÚTAN HF.
Dalshrauni 15, Hafnarfirði,
sími 51810 og 651810.
NYJUNG!
VIÐGERÐARÞJÓNUSTA
Á RAFTÆKJUM
Er bilað raftæki á heimilinu t.d.
brauðrist, hraðsuðuketill, kaffivél,
vöfflujárn, straujárn, rakvél, ryksuga,
lampi eða eitthvert ámóta tæki? Ef
svo er komdu með það í
viðgerðarbílinn og reyndu
þjónustuna
Vlðgerðarbill verður staðsettur vlð
eftirtaldar verslanir samkvæmt
tímatöflu
ÞRIÐJUDAGAR:
Grímsbær, Efstalandi26
kl. 1030 til 1230
Verslunin Ásgeir, Tindaseii 3
kl. 16°°til 1800
MIÐVIKUDAGAR:
Verslunin Árbæjarkjör, Rofabæ 9
kl. 1030 til 1230
Kaupgarður, EngihjaiiaB
kl. 16°°til 1800
FIMMTUDAGAR:
Verslunin Kjöt og fiskur,
Seljabraut 54
kl. 1030 til 1230
Hólagarður, Lóuhólum 2-6
kl. 16°°til 1800
FÖSTUDAGAR:
Verslunin Breiðholtskjör,
Arnarbakka 4-6
kl. 1030 til 1230
Fellagarðar, Eddufelli 7
kl. 16°°til 1900
A
RAFTÆKJAVIÐGERDIR
SÆVARS SÆMUNDSS0NAR
VERKSTÆÐI - VIDGERDARBlLL
ÁLFTAHÓLUM 4 - SlMI 72604
MARKAÐURINN
Grensásvegi 50
auglýsir:
HLJÓMTÆKI
Kassettutæki
Magnarar
Hátalarar
Ferðatæki
Litasjónvörp
frá kr. 7.000.
frá kr. 7.000.
frá kr. 2.500.
frá kr. 4.000.
frá kr. 8.000.
Hljómtækjaskápar
Bíltæki
Tölvur og fleira
SKÍÐAVÖRUR
| Okkur vantar nú þegar í
söiu skíðavörur af flestum
stærðum og gerðum.
MARKAÐURINN
Grensásvegi 50
Sími 83350.
Þriðjudagur 20. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19