Þjóðviljinn - 21.01.1987, Síða 12

Þjóðviljinn - 21.01.1987, Síða 12
MENNING Mál og menning 50 ára Ný Ijóöabók eftir Stefán Hörö fyrsta bókin í flokki 12 afmælisbóka á árinu Bókaútgáfa Máls og menning- ar hefur sent frá sér nýja Ijóðabók eftir Stefán Hörð Grímsson, Tengsl. Þetta er jafnframt fyrsta bókin í afmælisbókaflokki for- lagsins, en forlagið verður 50 ára á næstkomandi sumri og mun af því tilefni gefa út eina afmælisbók í hverjum mánuði sem verður sérstaklega merkt með afmælis- merki félagsins. Ljóðabókin Tengsl er 5. ljóða- bók Stefáns Harðar Grímssonar, en áður hafði hann gefið út ljóða- bækurnar Glugginn snýr í norður (1946), Svartálfadans (1951), Hliðin á sléttunni (1970) og Far- vegir (1981). Ljóð, heildarútgáfa endurskoðaðra ljóða frá 1937-70 kom út 1979 með myndum Hrings Jóhannesonar. Stefán Hörður Grímsson er talinn í hópi fremstu núlifandi skálda á Is- landi, en hin nýja bók hans hefur að geyma 34 ljóð, sem öll eru ort á árunum 1983-85. Bókmenntafélagið Mál og menning hefur verið í örum vexti á síðustu árum. Þannig gaf fé- lagið út um 60 titla á síðasta ári og seldi líklega nálægt 200.000 bækur á árinu, þar af um 66.000 kiljur. Félagið gefur út Tímarit Máls og menningar, sem hefur um 3000 ákskrifendur, en auk þess eru um 5.500 félagar í kilju- klúbb félagsins, sem félagið stofnaði í fyrra í samræmi við upphaflegt markmið sitt um að koma bókum á framfæri á lágu verði. Kiljuklúbburinn hefur meðal annars auðveldað félaginu að koma frá sér bókum árið um kring. Auk ljóðabókarinnar Tengsl hefur forlagið einnig sent frá sér í þessum mánuði leikrit Birgis Sig- urðssonar, Dagur vonar, og er út- gáfa þess í tilefni 90 ára afmælis Leikfélags Reykjavíkur. Veglegasa útgáfan í tilefni afmælisins verður fyrsta bindið í væntanlegri ritröð um Náttúru ís- lands, sem Guðmundur Ólafsson náttúrufræðingur hefur unnið að undanfarin ár. Annars stefnir fé- lagið að umfangsmestu útgáfuá- ætlun sinni frá upphafi á afmælis- árinu,“ „enda verði ekki annað séð en að grundvöllur slíkrar starfsemi sé góður um þessar mundir", eins og segir í fréttatil- kynningu félagsins. ólg. Stefán Hörður Grímsson. Eggert Péturs- son í Ný' lista- safninu Föstudaginn 16. janúar sl. opn- aði Eggert Pétursson sýningu í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b í Reykjavík. Að loknu námi við Nýlista- deild Myndlista og handíðaskóla íslands, stundaði Eggert nám við Jan van Eyck Academie í Maast- richt í Hollandi. Frá 1981 hefur hann verið búsettur hér og auk myndlistar starfað við mynd- skreytingar, einkum tengdar náttúrufræði. Hann hefur einnig kennt við Myndlista og handíða- skólann. Eggert hélt síðustu einkasýningu sína í Nýlistasafn- inu 1984. Hann hefur tekið þátt í samsýningum erlendis og mun taka þátt í sýningunni KEX sem fer af stað í Stokkhólmi í lok mán- aðarins. Sýningin í Nýlístasafninu sam- anstendur af um 30 verkum sem mynda ákveðna heild. Einnig fylgir sýningunni bók sem er tengd verkunum. Sýningin er opin frá 16 til 20 virka daga og 14 til 20 um helgar. Henni lýkur sunnudaginn 25.janúar. Land- nám Ingólfs Nýtt vandað tímaritshefti um byggðasögu Reykja- víkur komið út Sögufélagið Ingólfur hefur ný- lega sent frá sér 3. tölublað af tímaritinu Landnám Ingólfs, sem er tímarit um byggðasögu í vand- aðri útgáfu með hörðum spjöld- um, um 200 bls. að stærð. Til þess að forvitnast frekar um félagið Ingólf og útgáfumál þess höfðum við samband við þau Þórunni Valdimarsdóttur og Magnús Guðmundsson. Þau sögðu okkur að félagið Ingólfur væri gamalt félag, sem embættis- menn í Reykjavík hefðu stofnað árið 1934, og hefðu þeir staðið fyrir útgáfu á tímaritinu Landnám Ingólfs og gefið út 10 tölublöð á árunum 1935-40. Hafði það að geyma safn til sögu byggðarinnar, auk þess sem fé- lagið gaf út Þætti úr sögu Reykja- víkur á 150 ára afmæli borgarinn- ar. Félagið Ingólfur var síðan endurreist árið 1980 að frum- kvæði Björns Þorsteinssonar sagnfræðings, en þau sögðu Björn hafa verið mjög drífandi í öllum skipulags- og félagsmálum sagnfræðinga. Nú hefur félagið semsagt gefið út 3 myndarleg hefti með þáttum úr byggðasögu Reykjavíkur og nágranna- byggða, og er síðasta heftið jafn- framt helgað 200 ára afmæli höf- uðborgarinnar. Öll vinna við út- gáfu ritsins hefur hingað til verið unnin í sjálfboðavinnu, en það stendur væntanlega til bóta með betri útbreiðslu ritsins, sögðu þau Magnús og Þórunn. Þótt efni síðasta heftis sé fyrst og fremst helgað Reykjavík, og A Jm- Þórunn Valdimarsdóttir og Magnús Guðmundsson með þrjú fyrstu tölublöðin af tímaritinu Landnám Islands. þá einkum fátækari hluta bæjar- lífsins, sögu tómthúsmanna og verkalýðshreyfingar, þá nær Landnám Ingólfs allt frá Ölfusá í Hvalfjarðarbotn. Aðspurð um hefti félagsins sögðu þau að Björn Þorsteinsson hefði leitt að því líkur í fyrsta tölublaði tímaritsins að landnámssagan um Ingólf væri goðsögn, og að landnám í Reykjavík hafi orðið vegna land- kosta en ekki af tilviljun sjávar- falla eins og sagan um Öndvegis- súlurnar gefur til kynna. Sögðu þau að hugmyndir Björns um landnámið væri aðeins lítið dæmi um hugmyndaauðgi hans sem sagnfræðings, sem hefði verið með ólíkindum. Þau Magnús og Þórunn sögðu að áhugi hafi farið vaxandi á byggðasögu á síðari árum í kjöl- far breyttra viðhorfa til sagnfræð- innar almennt: áhugi sagnfræð- inga hefði í auknum mæli beinst frá sögu embættismanna yfir á sögu almúgans, og þá væri stutt yfir í byggðasöguna sem gæfi breiðari lýsingu á þjóðlífinu en afmarkaðar sögugreinar eins og t.d. hagsaga, fjölskyldusaga, hugarfarssaga, atvinnusaga o.s.frv. Töldu þau að mikilvægt væri að virkja ellilífeyrisþega, sem víða byggju við nógar tóm- stundir, til þess að skrá minning- ar sínar á blað til úrvinnslu fyrir sagnfræðinga. Nútímatækni við gagnaskráningu hefði gjörbreytt vinnuaðstöðu og aðferðum sagnfræðinga á síðari tímum, og því gætu slík minningarbrot eldra fólks orðið verðmætar heimildir sagnfræðinga, jafnvel þótt þau væru ekki gefin út, heldur aðeins varðveitt á söfnum. Þau Þórunn og Magnús sögðu það siðferðilega skyldu okkar að varðveita sögu okkar og heimild- ir um fortíðina. íslensk saga væri þáttur í vestrænni menningu og hún endurspeglaðist einnig í sögu okkar. íslenskir sagnfræðingar væru jafnframt að komast í æ meiri tengsl við umheiminn, til dæmis verður þing norrænna sagnfræðinga, sem haldið er á 3 ára fresti, haldið í fyrsta skipti á íslandi í ágúst næstkomandi. Tímaritið Landnám Ingólfs flytur eins og áður sagði greinar um sögu Reykjavíkur. Þar á með- al er Þáttur úr sögusafni verka- lýðshreyfingarinnar, nýfundið handrit eftir Ottó N. Þorláksson, 4 greinar um Skuggahverfið, saga brunamála og gatnagerðar í höf- uðborginni er rakin, og Guðjón Friðriksson rekur sögu Fjalakatt- arins. Ritstjórn þessa heftis skipuðu þau Magnús Þorkelsson, Guðrún Ása Grímsdóttir, Hrefna Róbertsdóttir og Krist- jana Kristinsdóttir. Auk þeirra starfa í stjórn félagsins Ingólfur þau Þórunn Valdimarsdóttir, Magnús Guðmundsson og Mjöll Snæsdóttir. Tímaritið Landnám Ingólfs fæst í bókaverslun Máls og menn- ingar og hjá Eymundsson og á skrifstofu Sögufélagsins í Fis- chersundi, þar sem einnig er hægt að gerast áskrifandi eða félagi í félaginu Ingólfur. ólg. Hin sterkari, sú veikari Aukasýning Vegna fjölda áskorana verða tvær sýningar á einþáttungunum „Hin sterkari og sú veikari“ eftir þá August Strindbcrg og Þorgeir Þorgeirsson í kjallara Hlaðvarp- ans að Vesturgötu 3, en sýning þessi fékk mjög góðar undirtektir í haust. Sýningarnar verða fimmtudaginn 22. janúar kl. 20.30 og sunnudaginn 25. janúar kl. 16.30. Leikendur í einþáttungunum eru: Margrét Ákadóttir, Anna Anna S. Einarsdóttir og Harald G. Haralds í sýningunni Hin sterkari, sú veikari. Sigríður Einarsdóttir, Elfa Gísla a morgun dóttir og Harald G. Haraldsson. Leikstjóri er Inga Bjarnason, en leikmynd og búninga gerði Vil- hjálmur Vilhjálmsson. Fyrir sýn- ingar leikur Kolbeinn Bjarnason einleik á þverflautu, barokmúsik og verkið Kalais eftir Þorkel Sig- urbjörnsson. Veitingar verða á boðstólum. Upplýsingar um miðasölu eru daglega á skrifstofu Alþýðuleik- hússins að Vesturgötu 3 (fremra húsi) frá kí. 14.00 til 18.00. Síminn er 15185. 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvlkudagur 21. janúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.