Þjóðviljinn - 27.01.1987, Side 11

Þjóðviljinn - 27.01.1987, Side 11
Afvopnunarmál Yfirlýsing Perez de Cuellar Yfirlýsing frá Perez de Cuellar framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna vegna veitingar Pomer- ance afvopnunarverðlaunanna rir árið 1986 en þau voru veitt lafi Ragnari Grímssyni vegna „framúrskarandi framlags til bar- áttunnar fyrir afvopnun“. „Það er mér sérstök ánægja að senda Dr. Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Parliamentar- ians Global Action (Þingmanna- samtök um alþjóðlegar aðgerðir) innilegar hamingjuóskir og kveðjur vegna Pomerance af- vopnunarverðlaunanna fyrir árið 1986 en þau eru veitt fyrir fram- úrskarandi framlag til baráttunn- ar fyrir afvopnun. Perez de Cuellar. Með því að sýna Dr. Grímssyni þennan heiður er verið að beina verðskuldaðri athygli að störfum hans í þágu viðleitni til að efla alþjóðlegt öryggi og frið og fé- lagslegar og efnahagslegar fram- farir þjóða heims. Verðlaunin eru einnig viðurkenning fyrir þann árangur sem samtökin Parl- iamentarians Global Action hafa náð á undanförnum árum í að glæða umræður um herðnaðar- legar hættur og félagslegar og efnahagslegar afleiðingar víg- búnaðarkapphlaupsins og fyrir að koma fram með nýjar hug- myndir í leitinni að lausnum á þessum vandamálum. Ég hef oft áður lagt áherslu á að Sameinuðu þjóðirnar telja starfsemi slíkra samtaka afar mikilvæga. Parliamentarians Global Action hafa beitt sér fyrir mikilvægum verkefnum á sviði afvopnunar, m.a. að koma á Friðarfrumkvæði þjóðarleiðtog- anna sex en það hefur skapað nýjar víddir í baráttunni fyrir af- vopnun. Undir forystu Dr. Grímssonar hafa Parliamentari- ans Global Action komið á fram- færi á margvíslegan hátt ákveðn- um tillögum á sviði afvopnunar, t.d. varðandi allsherjar bann við tilraunum með kjarnorkuvopn og um eflingu samvinnu fjöl- margra aðila sem beita sér í þágu þessara stefnumála. Ég beiniþví þeim einlægu ósk- um til Dr. Ólafs Grímssonar og til Parliamentarians Global Action að störf hans og samtakanna verði áfram jafn árangursrík, einkum hvað varðar léit að nýj- um leiðum og aðferðum til að fjarlægja þá ógnun sem felst í sí- vaxandi vígbúnaðarkapphlaupi og til að efla alþjóðlegt öryggi, frið og framfarir en það eru æðstu markmið Sameinuðu þjóðanna." ÆSKULÝÐSFYIKINGIN Æskulýðsfylkingin í Reykjavík Félagsfundur Félagsfundur verður fimmtudaginn 29. janúar kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Fundarefni: 1) Starfið framundan. Framsaga: Sigurður Einarsson. 2) Önnur mál. Nýir félagar eru sérstaklega boðnir á þennan fund. Félagar fjölmennið. Stjórnin. Albaníukvöld Menningartengsl Albaníu og íslands, MAÍ, halda fund vegna komu sendiherra Albaníu til íslands. Dagskrá: 1) Sýnd heimildamynd af myndbandi, 2) Utanríkismálastefna Albaníu, 3) Umræður. Fundurinn verður haldinn í Hlaðvarpanum mið- vikudaginn 28. janúar kl. 20. Auglýsið í Þjóðviljanum ALÞÝÐUBANDALAGIÐ ABR Spilakvöld Fyrsta spilakvöldið á þessu ári verður haldið að Hverfisgötu 105, þriðjudag- inn 27. janúar kl. 20.00. Mætum öll vel og stundvíslega. Nefndln. ABR Deildarfundur 4. deildar Deildarfundur 4. deildar ABR verður haldinn laugardaginn 31. janúar kl. 14.00 að Hverfisgötu 105. Dagskrá: 1) Starf deildarinnar í komandi kosning- um: Sigurður Einarsson formaður deildarinnar. 2) Önnur mál. Gestur fundarins verður Svavar Gestsson for- maður Alþýðubandalagsins. Stjórnin. Alþýðubandalagið á Akureyri Árshátíð Árshátíð Alþýðubandalagsins á Akureyri verður haldin þann 6. febrúar nk. í Alþýðuhúsinu. Hátíðin hefst með borðhaldi kl. 20.30. Ávörp, söngur, glens og grín. Heiðursgestir verða Lena og Árni Berg- mann. Skemmtinefndin. Alþýðubandalagið Hafnarfirði Bæjarmálaráðsfundur Fundur verður haldinn í bæjarmálaráði ABH, laugardaginn 31. janúar kl. 10.00 í Skálanum, Strandgötu 41. Dagskrá: 1) Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar. Undirbúningur fyrir síðari umræðu. 2) Upplýsingar úr nefndarstörfum. 3) Útgáfa Vegamóta. 4)önnur mál. Félagar eru hvattir til að mæta vel og stundvíslega. Stjórnin. Alþýðubandalagið Selfossi og nágrenni Almennur félagsfundur Almennur félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 29. janúar kl. 20.30 að Kirkjuvegi 7. Efstu menn framboðslistans koma og ræða kosningastarfið framundan. Nýir félagar velkomnir. Fjölmennið. Stjórnin. Sigurður Þ0RRABL0T ABR 1987 Laugardag 31. janúar í RISINU, HVERFISGÖTU 105. Húsið opnað kl. 19.00. Borðhald hefst kl. 20.00. SIÐAMAÐUR Árni Björnsson, þjóöháttafræðingur. Sif Ragnhildardóttir syngur gömul lög, sem Marlene Dietrich gerði vinsæl á fjórða áratugnum. Jóhann Kristinsson, píanó. Tómas R. Einarsson, bassi. Framboðskór G-listans í Reykjavík syngur nýjar og fornar blótvísur. -listinn, ekki ein nóta fölsk. íslenskur Sala miða og borðapantanir: þriðjudag til föstudags kl. 17—19 á skrifstofu ABR, Hverfisgötu 105. Sími 17500. þorramatur Glæsir leika fyrir dansi. Verð miða kr. 1.400.-

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.