Þjóðviljinn - 29.01.1987, Blaðsíða 7
VIÐHORF
Virk og óháð neytendasamtök
með fagfólk á rannsóknastofu,
nægan mannafla á skrifstofu og
Neytendablað, sem kemur út
einu sinni i mánuði með aðvöru-
num og upplýsingum um vörur,
sérstaklega matvörur, sem ekki
standast kröfurog reglur, upplýs-
ingar um ólögmæta viðskipta-
hætti o.s.frv., það er minn
draumur og sjálfsagt margra
annarra.
Þessi draumur þarf ekki að
vera svo fjarlægur ef fólk tekur
sig saman og gengur í samtökin í
stað þess að kvarta hver í sínu
horni. Erlendis þykir sjálfsagt að
ríkið styrki þessi samtök og gæti
íslenska ríkið gert það sama ef
skilningur er fyrir hendi á þeim
bæ.
Sá styrkur án íhlutunar á
starfseminni gæti m.a. falist í því
að leyfa samtökunum afnot af
rannsóknastofu. Tilefni þessa
skrifa er frétt í Þjóðviljanum 15.
janúar sl. Þar segir frá að hætta sé
á að innfluttir ávextir séu með of
mikið af eiturefnum. Nú er kom-
ið að þessari ómissandi hollustu-
vöru sem flestir hafa hingað til
ekki sett í samband við neitt
merkjandi ullabjakk!
í þessari frétt kemur einnig
fram að íslendingar eru aftarlega
á merinni, eins og svo oft áður
varðandi reglur um eiturefni og
almennt eftirlit á matvörum. Að-
eins eru til reglur um tvö efni,
Iindans og tiabendasol. Hin, ým-
ist hættumeiri eða aðeins hættu-
minni eru látin afskiptalaus. Tal-
að er um að menn þurfi að hafa
í neytendasamtökin
Erla MagnúscLóttir skrifar
Hvenœr munu allir íslenskir kaupmenn
skilja að egg eru kœlivara og eiga að
hafa merktan framleiðsludag? Hvenœr
verðurfarið ísaumana á sœlgœtinu sem
er yfirfullt af allskyns kemískum efnum?
augun opin, sem er góðra gjalda
vert, en hvað svo?
Hvernig stendur hin almenni
neytandi að vígi gagnvart slíkri
frétt? Hvenær má vænta upplýs-
inga um framhaldið? Munu
neytendur kaupa ávexti með ná-
bít hér eftirleiðis? Hvaða trygg-
ing er fyrir því að þessir ávextir
hafi ekki þegar verið seldir hér úr
því að það vantar allar reglugerð-
ir? Hve Iengi þarf að bíða, eftir að
málið hefur farið í gegnum ráð og
nefndir hins opinbera?
Þetta væri verkefni fyrir öflug
Neytendasamtök til að taka á
strax. Þó lítil séu hér á landi og
fámenn hafa þau komið í veg fyrir
að fólk æti skemmdar kartöflur til
eilífðarnóns og upplýsti þjóðina
um saurgerla í kjötfarsi, svo
eitthvað sé nefnt. Hvenær munu
allir íslenskir kaupmenn skilja að
egg eru kælivara og eiga að hafa
merktan framleiðsludag? Hve-
nær verður farið í saumana á
sælgætinu (íslenska sjoppumenn-
ingin er í fullum blóma) sem er
yfirfullt af allskyns kemískum
efnum, sem valda ofnæmisút-
brotum á fólki, sérstaklega börn-
um?
Þó ég hafi beitt foreldravaldinu
og sett nokkrar sælgætistegundir
á bannlista kemur það stöku sinn-
um fyrir að börnin koma með
sjálflýsandi kúlur, eitthvað kol-
svart og teygjanlegt úr gúmmí-
deildinni og annað listrænt með-
læti! Oftar en ekki fá þau skellur
og útbrot í andlitið stuttu seinna
eftir neyslu þessa varnings.
Ég veit að Norðurlönd hafa
sett mjög strangar reglur um
kemísk efni í sælgæti og vonandi
fyrir þeirra börn eru þær virtar.
Erlent neytendablað sem ég
var lengi áskrifandi að tók auglýs-
ingar líka til athugunar og kenndi'
fólki að skoða þær með tilliti til
þess hvað var verið að auglýsa
hverju sinni og hverjar eru
skyldur auglýsenda gagnvart
neytendum - atvinnuauglýsingar
meðtaldar.
Þó fólk fái ekki útbrot í bók-
staflegri merkingu af íslenskum
auglýsingum í fjölmiðlum, þá er
ekki laust við að sálartetrið hjá
mörgum beri skaða af þessu
innantóma bulli sem magnast því
nær sem dregur að árlegum kaup-
hátíðum. Það er stutt í þá stóru...
fermingarnar!
í augnablikinu er vert að reyna
að fylgjast með því hvort eitraðir
ávextir komast í sölu og hver með
sínu framtaki að efla Neytenda-
samtökin, sem hafa engra ann-
arra hagsmuna að gæta en að
verja neytendur gegn allra handa
svínaríi, sem reynt er að selja
ofan í þá og á. Þú ert það sem þú
borðar.
Erla Magnúsdóttlr er
húsmóðir í Reykjavík
FRA LESENDUM
Rassaköst ráðhenans
Mikið hefur gengið á að und-
anförnu, utan Alþingis sem
innan, út af rassaköstum mennta-
málaráðherrans, og þá ekki hvað
síst vegna aðfararinnar að Sturlu
Kristjánssyni fræðslustjóra.
Eftir að hafa horft á sjónvarps-
þáttinn frá Alþingi nú nýlega, þar
sem hart var deilt um brottrekst-
ur fræðslustjórans, varð til þessi
vísa:
Einn að völdum eigandi,
um það mikið talandi
fullur af gasi, freyðandi,
og frá sér marga rekandi.
Ýmsir aðilar hafa verið að
stytta sér stundir með því að gera
skoðanakannanir á fylgi stjórn-
málaflokkanna. í sambandi við
það var þetta kveðið:
Mörgum reynist margslungið
meðalhófið rata.
Eyðni hljóp í íhaldið
en ofvöxtur í krata.
Aldraður Norðlendingur
ÞORRABLÓl ABR 1 987
Laugardag 31. janúar í RISINU, HVERFISGÖTU 105. Húsiö opnaö kl. 19.00. Boröhald hefst kl. 20.00. Sif Ragnhildardóttir syngur gömul lög, sem Marlene Dietrich geröi vinsæl á fjóröa áratugnum. Jóhann Krístinsson, píanó. Tómas R. Einarsson, bassi.
SIÐAMAÐUR: \ Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur. f/' ^ Framboðskór G-listans í Reykjavík syngur nýjar og fornar blótvísur. ^-listinn, ekki ein nóta fölsk.
Sala miöa og boröapantanir: þriöjudag til föstudags kl. 17—19 á skrifstofu ABR, Hverfisgötu 105. Sími 17500. íslenskur þorramatur Glæsir leika fyrir dansi. Verö miöa kr. 1.400.-