Þjóðviljinn - 29.01.1987, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 29.01.1987, Blaðsíða 12
Skoðana- könnun Sýnishom Næst á eftir gjaldþrotamálum og okurmálum á íslandi og hjú- skaparmálum bresku konungs- Karl í Vest- mannaeyj- um: Kaus Kvennalist- ann síðast, ætlar nú að kjósa Flokk mannsins til að stuðla að jafnrétti kynj- anna. fjölskyldunnar munu skoðana- kannanir vera vinsærasta lesefni sem íslensk blöð kunna að bjóða lesendum sínum. Þessar kannan- ir eru framkvæmdar af vísinda- legri nákvæmni þannig að hringt er í fólk af handahófi og það spurt spurninga sem það á ekki von á. í fátinu er fólk talið líklegt til að segja sannleikann, svo að skoð- anakannanir gefa ótvíræða vís- bendingu um það, hvernig fólk bregst við þegar ókunnur aðili hringir í það að kvöldlagi og spyr nærgöngulla spurninga um einka- mál þess. Það hefur þó vakið nokkra at- hygli hversu margir virðast vera óákveðnir í skoðanakönnunum þessum. Á því eru ýmsar skýring- ar. Sumir virðast halda að um símaat sé að ræða og eru ófúsir að taka þátt í því. Aðrir eru hræddir við að hin nýstofnaða Leyniþjón- ORÐ IEYRA Norðri, Suðri og Vestri skrifa: usta sé tekin til starfa og eru því hikandi við að tjá sig. Enn aðrir eru hræddir um að vinnuveitend- ur þeirra fái upplýsingar um við- brögð þeirra. Og það er ennfrem- ur til í dæminu, að fólk sé ekki búið að ákveða sig; og fleiri skýr- ingar hafa heyrst nefndar. Hér kemur ein: Síminn hringir. R-r-r-r-r-r... r-r-r-r-r-r-r-r... r-r-r-r-r-r... - Jónas. - Ha? - Jónas hér. - Já, góða kvöldið. Þetta er hérna á KP. - Ká-hvað? - KP - Kvöldpóstinum. Við erum að framkvæma skoðana- könnun. - Nújá? - Já, þetta eru tvær spurningar. Hvaða flokk ætlarðu að kjósa í næstu alþingiskosningum? Og, hvaða stjórnmálamaður finnst þér glæsilegastur? - Hvaða flokka eruð þið með? - Hvað meinarðu? - Um hvaða flokka getur mað- ur valið í þessari skoðanakönnun ykkar? - Bara alla þessa venjulegu. Nú - og svo Flokk mannsins ef þú vilt vera frumlegur. - Hvað er vinsælast hjá fólki? - Það er voða vinsælt að segjast kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Um tíma sögðust líka margir ætla að kjósa Jón Baldvin, en það er eins og það sé að komast úr tísku. En Sjálfstæðisflokkurinn er svona sígildari. Og svo eru auðvitað alltaf einhverjir, sem þurfa að vera öðru vísi en aðrir og eru þá með Alþýðubandalaginu eða Framsókn. - Já, ég kannast við þetta. En hvernig er það ef maður er í ein- hverjum flokki? Má maður kann- ski breyta til? - Gerðu svo vel. Bara eins og þú vilt. Láttu mig ekki hafa áhrif á þig. -Nei, nei. Égskil. Þannigerað ég er úr Samvinnuskólanum svo að ég kýs auðvitað hjá Framsókn alltaf í forvalinu, en svo vinn ég á Vellinum svo að ég kýs vitanlega þú veist, en ég hef voðalega gam- Húsmóðirí Vesturbæn- um: Velvak- andi er glæsilegasti stjórnmála- maðurinn. (Velvakandi til hægri). an af svona skoðanakönnunum... Fyrirgefðu, bíddu aðeins... Já, elskan, ég er bara að tala í símann augnablik. Það er verið að gera skoðanakönnun og ég varð fyrir valinu. Já, já, ég skal gera það... Fyrirgefðu, en konan mín var að koma inn úr dyrunum. Hvað varstu annars að segja? - Jú, spurningin var: Hvaða flokk ætlarðu að kjósa í næstu al- þingiskosningum? - Já, einmitt... Hann er að spyrja hvaða flokk ég ætli að kjósa. Já, já, auðvitað... Ertu þarna ennþá? - Já, já. - Sko, við hérna, ég er að hugsa um að kjósa Kvennalistann. Ég meina ég er alveg ákveðinn í að kjósa Kvennalistann... Þú heyrir það, elskan? - Kvennalistann - já ég hef það. - Þetta er bara skoðanakönn- un, er það ekki? - Jú, og næsta spurning: Hvaða stjórnmálamaður finnst þér vera glæsilegastur? - Ja, ég segi bara Albert. - Albert Guðmundsson. - Augnablik... Ég var bara að grínast, elskan... Nei, fyrirgefðu, Karl á Vest- fjörðum: Vill býtta á Iftilli trilluoggóðu húsi í Garða- bætilað geta haldið áfram að kjósa Stein- grím Her- mannsson. ég ætla að breyta þessu: Ragn- hildur Helgadóttir. - Já, ég hef það: Ragnhildur Helgadóttir í Sjálfstæðisflokkn- um. - Nú ég hélt hún væri af Kvennalistanum. Eru konur í I Sjálfstæðisflokknum? - Að minnsta kosti er Ragn- hildur í Sjálfstæðisflokknum. - Nú, heyrðu, þá ætla ég að fá að breyta þessu. Manstu ekki eftir einhverjum konum af Kvennalistanum? - Ég er hræddur um að ég megi ekki hjálpa þér við þetta. - Það kalla ég lélega þjónustu. Má ég benda þér á að ég er áskrif- andi. - Já, fyrirgefðu, en það er ekki að ég vilji ekki hjálpa þér, en ég er bara í menntaskólanum og var fenginn til að hringja í kvöld. Eiginlega fyrir frænku mína, sem er í félagsfræði í Háskólanum og var búin að ráða sig í þetta. Ég man bara ekkert hvað þessar konur heita. - Hvað á ég þá að segja? - Það segja voða margir Steingrímur Hermannsson. - Nú, er það? - Já, hann er nú svo mikið í fjölmiðlum. Og svo er hann for- sætisráðherra. Og hann varð efst- ur í síðustu könnun. - Jæja, þá. Mér er alveg sama. Settu hann bara á blaðið. - Þá segum við það. Þakka þér kæriega fyrir. - Það er ekkert að þakka. En heyrðu, hvenær kemur þetta í blaðinu? - Ég veit það bara ekki. Þetta verður sett í tölvu, sem svo ákveður úrslitin og svo kemur þetta í blaðinu, einhvern tímann þegar lítið er í fréttum. - Kemur mynd af mér? -Nei, það er ekki hægt að birta mynd af öllum. - Nei, ég skil það vel. Það hefur nú reyndar einu sinni komið mynd af mér í KP. Það var þegar ég lenti í slysinu, en það var ekki góð mynd. Það sást ekki almenni- lega framan í mig. Annar slökkvi- liðsmaðurinn skyggði eiginlega alveg á mig. Maður kunni ekki við að vera að trana sér fram. Svo var ég náttúrlega allur brotinn og blóðugur. - Já, ég skil. Jæja þá... - Heyrðu, viltu ekki fá nafn og heimilisfang? - Nei, þetta er leynileg könn- un. Konaí Grímsey: Er ekki búin að ákveða sig en fannst áramótaleik- rit Sjón- varpsins mjög raun- sætt og þarft verk. - En ef ég vinn nú - hvert ætl- arðu þá að senda verðlaunin? - Hvaða verðlaun? - Er þetta ekki verðlaunasam- keppni? - Nei, þetta er skoðanakönn- un. - Ég hef nú aldrei vitað annað eins. Engin verðlaun! - Því miður. En ég ræð þessu nú ekki. Ég bara vinn hérna. - Strikaðu mig út! Ég læt ekki bjóða mér hvað sem er. - Já, ég skal strika þig út, en má ég ekki nota upplýsingarnar? - Þú notar engar upplýsingar frá mér, góði, því þá segi ég upp blaðinu. - Allt í lagi. Þá þakka ég bara fyrir. - Þú rétt ræður hvort þú setur þetta í bla... (K-l-i-k-k). - Heyrðu, ég var hérna að tala við einn sem vildi taka svarið aft- ur, úr því að það eru engin verð- laun í boði. Hvað á ég að gera í því? - Hvað sagðist hann ætla að kjósa? - Kvennalistann. - Þú flokkar hann bara sem óákveðinn. Þetta verður að vera nákvæmt hjá okkur. Þetta er vís- indaleg könnun. ______________MINNING____________ Guðmundur Jökull Jensson Fœddur 6. febrúar 1969 - Dáinn 15. janúar 1987 Langt af fjöllum hríslast lœkirnir og laða þig margir til fylgdar. En vegurinn er einn, vegurinn velurþig, hvert spor þitt er stigið. Og frá upphafi allra vega fór enginn þá leið nema þú. (Sn. Hj.) „Mamma, hvað þýðir að vera munaðarlaus?" spurði eitt sinn fimm ára gamall ljóshærður snáði. Móðir hans útskýrði hug- takið fyrir honum og það varð andartaksþögn, þá sagði dreng- urinn: „Það er ég alveg viss um að ég gæti verið hjá henni Gunnu og hún Margrét hjá honum Jakobi ef eitthvað kæmi fyrir ykkur mam- ma mín“. Einföld lausn og honum Jökli lík. Engar efasemdir, engar vangaveltur. Líklegast vorum við Jakob alls ekki þessa barnslega trausts verð en ummælin hafa ekki gleymst þótt nokkuð sé um- liðið. Þau innsigluðu tengsl sem ekki rofnuðu þrátt fyrir langan aðskilnað og þótt Atlantshafið hvíta bæri lengstum á milli. En nú er taugin slitin og verður ekki aftur hnýtt. Eftir sitjum við sljó og skilningsvana, við reynum að sigrast á sársaukanum og reiðinni, vitandi að síðan kemur tómið, það er verst. Minningarnar hrannast upp. Lítill drengur leggur við hlustir þegar rakin er ferðasaga. Ósköp venjuleg frásögn af velundirbú- inni öræfaferð. í slíkum ferðum gerist svosem ekki neitt sem í frá- sögur er færandi en voru það stóru galopnu augun eða ein- lægar spurningarnar sem færðu sögurnar eilítið í búning? Urðu ekki straumþungar jökulárnar ennþá dýpri í frásögninni? Eða kuldinn meiri? Ætli ekki að lýs- ingarorðin hafi orðið eitthvað sterkari þegar lýst var hyldýpinu fyrir neðan, þá göngulúnir lögðu upp síðasta brattann með klyfjar sínar. Síðar ræddum við um gleðina sem fyllir hugann þegar komið er á áfangastað. Síðustu fjögur árin hafa liðið án þess að undirrituð hafi frá ein- hverju frásagnarverðu haft að segja. Nokkur reynsla á sviði út- búnaðar til útivistar kom þó enn að notum og var leitað óspart eftir haldgóðum ráðum. En svo fór þó eins og oft vill verða að lærisveinninn varð meistaranum fremri enda þá farinn að leggja fyrir sig þær íþróttir er dáðlitlir duga skammt til. Jökull náði langt í íþrótt sinni, megi minning hans verða öðrum ungmennum hvatning til að leggja sig fram og stefna hátt. Guðmundur Jökull Jensson hét hann fullu nafni og var elsta barn hjónanna Valgerðar Hall- grímsdóttur kennara og Jens Al- berts Guðmundssonar læknis. Foreldrar Valgerðar eru þau Margrét Árnadóttir, húsfreyja og Hallgrímur Jónas Jónsson Jak- obsson, söngkennari. Hallgrímur lést árið 1976. Jens er sonur Guð- mundar Jenssonar loftskeyta- manns, sem lést árið 1982 og fyrri konu hans Aðalheiðar Jóhannes- dóttur. Aðalheiður fórst af slys- förum árið 1953 og ólst Jens ásamt systkinum sínum upp hjá föður sínum og síðari konu hans Guðmundu Magnúsdóttur sem gekk þeim í móðurstað. Önnur börn Valgerðar og Jens eru þau Margrét, fædd 1973, Hallgrímur Jónas, fæddur 1982 og Laufey, fædd 1985. Þegar Jökull fæddist hafði Jens hafið nám í læknisfræði og Val- gerður nýlokið stúdentsprófi. Arið 1974 fluttist hann með for- eldrum sínum og Iitlu systur til Þingeyrar en þar gegndi faðir hans störfum héraðslæknis um skeið. Frá Þingeyri lá leiðin aftur til Reykjavíkur þar sem skóla- ganga hans hófst. Þar eignaðist hann vini sem hann var tengdur órjúfanlegum böndum til dauða- dags. En í átta ára bekk skildu leiðir. Jökull fluttist enn búferl- um með fjölskyldu sinni, í þetta sinn til Vesteras í Svíþjóð og nokkrum árum síðar til Uppsala. í Uppsölum kynntist Jökull klettaklifi sem ásamt fjallgöngum og skíðaiðkun skipuðu ríkan sess í huga hans. Og mikil var gleðin, þegar fjölskyldan kom alkomin heim eftir níu ára útivist, að geta haldið áfram hér með áhugamál sín. Heimkominn settist Jökull í 4. bekk Menntaskólans í Reykja- vík. Honum sóttist námið vel og eignaðist skjótt stóran vinahóp. En þrátt fyrir tímafrek áhugamál, nám og leik átti hann stundir aflögu fyrir systkinin litlu. Þeirra missir er mikill. Lífið virðist oft vera misk- unnarlaust og ósanngjarnt. Ekk- ert er sárara en að missa barnið sitt. Á slíkum stundum er örðugt að finna orð við hæfi. Mér koma í hug línur sem vinur Jökuls í Sví- þjóð ritaði foreldrum hans eftir að harmafregnin hafði borist yfir hafið: „Hann mun ekki þurfa að sjá allt það vonda og ljóta í heiminum sem við eigum eftir að upplifa. Hann mun lifa áfram í hjörtum okkar, glaðlyndur og uppfinningasamur, þannig mun- um við minnast hans.“ Það eru einungis bjartar minn- ingar tengdar frænda mínum Jökli, seinna, seinna, þegar sárs- aukinn hefur dvínað verður gott að rifja þær upp. Guðrún Hallgrímsdóttir. 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 29. janúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.