Þjóðviljinn - 29.01.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.01.1987, Blaðsíða 4
LEIÐARI Breytinga er þörf Skoöanakönnun DV sem birtist nú í vikunni sýnir ótvírætt fylgistap Alþýðuflokks yfir til Sjálf- stæðisflokksins. Spá þeirra sem sögðu krata myndu skorta úthaldið á endasprettinum og að bólan myndi springa löngu fyrir kosningar virð- ist því ætla að rætast, þó ekki sé öll nótt úti enn. Það er kjördagurinn sem gildir. Engin tilefni eru hér til þess að gráta fylgistap Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem aftur og aftur hefur hafnað samvinnu við vinstri menn um stjórnarsamstarf eftir kosningar. Út af hinu, að óánægðir Sjálfstæðismenn sem hallast hafa að krötum á síðustu misserum, skila sér nú aftur heim til föðurhúsanna, er heldur ekki ástæða til að hafa mörg orð. Það er gömul og ný saga að stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins telja óhætt að halla sér að krötum þegar þeir vilja refsa sínum eigin flokki. Og sjaldan eða aldrei hafa skilin í stefnumörkun þessara tveggja flokka, Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks verið óljósari en einmitt nú í for- mannstíð Jóns Baldvins í Alþýðuflokknum. Þar gildir einu hvort litið er til utanríkismála eða landsmálanna almennt. Fyrir vinstri menn má því einu gilda hvort sigurinn í kosningunum eftir 87 daga verður Sjálfstæðisflokks eða Alþýðuflokks, stjórnar- stefnan verður óbreytt. Eina aflið sem getur knúið fram breytta stefnu þannig að óbreyttir í áhöfn þjóðarskútunnar fái meira í sinn hlut er Alþýðubandalagið. Því þó Alþýðuflokkurinn rétti aftur úr kútnum og vinni stóra sigra í kosningunum, verður áfram haldið á sömu braut nýfrjálshyggju, ok- urs, landflótta, hermangs og vinnuþrælkunar. Og ef það verður Sjálfstæðisflokkurinn sem vinnur stóra sigra munu kratar fúsir að hoppa upp í stýrishúsið til þeirra og setja kúrsinn beint til hægri í sömu átt og nú er stefnt. Enginn ætlar Framsóknarflokknum stóra sigra. Fyrir flokk sem er orðinn svo háður ríkis- stjórnarþátttöku að hann hefur glatað bæði stefnu sinni og trausti, gildir enn frekar að hann er ætíð reiðubúinn til þess eins að halda ein- hverjum völdum. Stuðningur við þessa þrjá flokka er því stuðn- ingurvið óbreyttastjórnarstefnu. Þeirmunu eftir kosningar kljást um það hver vermir stól forsæt- isráðherra, sá sem hefur próf uppá það, sá sem er formaður stærsta flokksins eða sá sem er orðinn vanur því. Um stefnumál verður ekki deilt milli þessara flokka að kosningum loknum. Stjórnarstefnan verður óbreytt. Enda boðar enginn flokkanna þriggja breytingar. Eina mót- vægið sem rétt getur kúrsinn af eftir fjögurra ára ójafnaðarstjórn er Alþýðubandalagið. Sterkt Al- þýðubandalag er krafa um breytta stefnu og KUPPT OG SKORID ■ f það mun, eins og sagan sannar, knýja miðju- flokkana báða til að hafna nýfrjálshyggjunni. En það er skammur tími til stefnu, 87 dagar og miðað við úrslit skoðanakönnunarinnar er Ijóst að Alþýðubandalagið hefur verk að vinna. Um síðustu helgi hittust frambjóðendur G- listans um land allt og lögðu síðustu hönd á kosningastefnuskrá flokksins. Sú stefnuskrá er krafa um breytingar. Krafa um jöfn hlutaskipti í þjóðfélaginu, jöfnun lífskjara, hærri kaupmátt launa og afnám vinnuþrælkunar. Hún er einnig krafa um aukna ábyrgð í samfélaginu, ekki að- eins í stjórnkerfinu, heldur einnig um aukna ábyrgð gagnvart þeim sem minnst mega sín, sjúkum, öldruðum og ekki síst börnum, sem líða fyrir allt of langan vinnudag foreldranna. Stefnu- skráin er einnig krafa um að ísland axli ábyrgð sína í samfélagi þjóðanna og taki af heilindum þátt í alþjóðasamstarfi sem miðar að friði og afvopnun. Það er verkefni frambjóðenda G-listans á næstu dögum, vikum og mánuðum að leita stuðnings við þessar sjálfsögðu kröfur. Skoð- anakönnun DV, þar sem 30% svarenda höfðu ekki gert upp hug sinn og aðeins 12% lýstu stuðningi við Alþýðubandalagið er til vitnis um að þar má engan tíma missa. Því breytinga er þörf. Gorbatsjof í verksmiðju í Moskvu: Ekkert mun gerast af sjálfu sér Gorbatsjof Blöðin birtu í gær fréttir af ræðu sem Gorbatsjof, aðalritari Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna, flutti á miðstjórnarfundi í Moskvu. Þar var að vonum lögð áhersla á ummæli hans í þá veru, að það þyrfti að flýta sem mest þróun frá tilskipanastjórn til lýð- ræðislegri stjórnarhátta - og átti þetta m.a. að koma fram í leyni- legum kosningum til ábyrgðar- starfa í flokknum, reifuð var sú hugmynd að hafa fleiri frambjóð- endur en kjósa skal í kjöri til ráð- anna, einnig að stjórnendur fyrir- tækja yrðu valdir í kosningum. Þessar hugmyndir gera ekki ráð fyrir öðru en að Kommún- istaflokkurinn hafi sem fyrr tögl og hagldir í stjórnun efnahagslífs og í stjórnsýslu - en það er engu að síður boðið upp á merkilega tilraun með það, hve mikið þan- þol þess fyrirkomulags er í átt til opnari umræðu, meiri þátttöku fleiri aðila í stjórnun, til vissrar valddreifingar. Hörð gagnrýni Merkur kafli ræðunnar fjallaði um liðin ár og áratugi og kemur þar fram harðari gagnrýni á ýmsa „fasta hryggjarliði" í sovéskri til- veru en nokkur sovéskur leiðtogi hefur út úr sér látið. Hér skal rak- ið nokkuð af því, mönnum til fróðleiks (byggt á texta frá TASS). Gorbatsjof segir á þá leið, að íhaldssemi og viðleitni til að sópa öllum vandamálum undir teppið hafi ráðið á undanförnum árum. Menn hafi í sósíalískri fræðikenn- ingu ekki komist neitt áfram frá því fyrir 40-50 árum, þegar So- vétrikin „höfðu við allt önnur vandamál að glíma“. Gorbatsjof fer í þann farveg sovéskrar hefðar, að hann vísar til kenninga Leníns sem fyrir- myndar og stillir svo vandanum upp sem fráhvarfi fré réttum skilningi á Lenín. Hann segir að menn hafi „einfaldað“ og afbak- að hugmyndir hans varðandi al- menningseign á fyrirtækjum, sambúð stétta og þjóðerna, hvernig meta ber vinnuframlag og neyslu, um samvinnufélög, stjórn efnahagsmála, sjálfstjórn alþýðu og þar fram eftir götum. Ekki er alltaf ljóst af ræðunni við hvað Gorbatsjof á, en hitt er víst, að það er merkilegt ef hann býður upp á endurskoðun á sov- éskri kenningu og praxís á þeim veigamiklu sviðum sem að ofan voru upp talin. Geðþóttastjórn Hann talar til dæmis um að vanmat á „gildislögmáli" hafi leitt til skaðlegrar geðþótta- stjórnunar í efnahagslífi, til þess að menn vanmátu kostnaðarút- reikninga í framleiðslu, leyfðu sér hættulega duttlunga í verð- myndun og gáfu það upp á bátinn að láta framboð og eftirspurn mætast. Þetta hefur leitt til þess að grafið var undan áhuga fólks- ins á að vinna sem best, leggja sig fram. Vinnusiðgæði fór meira eða minna út um þúfur, samfé- lagslegu siðgæði fór aftur, sníkju- lífsviðhorf breiddust út. (Rétt er að vekja athygli á því, að meðal hinna neikvæðu afleið- inga þeirra „geðþóttahugmynda" um stýringu efnahagslífs, sem Gorbatsjöf telur skaðlegar, er hugarfar „launajöfnunar". I því efni er nokkur skyldleiki á milli gagnrýni hans á liðinn tíma og fordæmingar kínverskra ráða- manna á „menningarbylting- unni“, sem krafðist þess að „allir ætu úr sama potti“). Breitt var yfir vandann Gorbatsjof nefnir það til stað- festingar á því um hve alvarleg mál sé að ræða, að á síðustu fimmtán árum hafi hagvaxtar- hraðinn dregist saman um helm- ing og síðan snemma á áttunda áratugnum náðust ekki flest þau markmið sem sett voru í áætlun- unum. Þetta var að sjálfsögðu ekki viðurkennt á þeim tíma, enda fer Gorbatjof háðulegum orðum í ræðu sinni um allskonar gervi- herferðir og hátíðahöld sem höfð voru til að breiða yfir óþægilegan veruleika. Hann segir ennfrem- ur: „Vanvirðing á lögum landsins, skýrslufalsanir, mútuþægni og uppörvun smjaðurs og skrums... hafði hörmulegar afleiðingar á siðferðilegt andrúmsloft í samfé- laginu... Hugmyndafrœði og hugarfar stöðnunar kom og niður á menningarlífi, bókmenntum og listum...“ Engin leið önnur Þennan stríða og langa formála setur Gorbatsjof fram til að brýna það fyrir áheyrendum sín- um hve mikil nauðsyn var á því að breyta til, og svo til að fylgj a eftir þeim breytingum sem hafnar eru í landinu í hans stjórnartíð. Um það segir aðalritarinn meðal ann- ars: „Við eigum ekki um neitt að velja, við megum ekki hopa á hœli, og við höfum engan stað að hörfa til. Við verðum að stýra eftir þeirri stefnu sem mörkuð var á aprílfundi miðstjórnar og á 27nda flokksþinginu í fyrra án hiks og frávika, við verðum að sœkja fram og koma þjóðfélaginu upp á nýtt þróunarstig". Gorbatsjof taldi, að samstilltur vilji flokks og þjóðar væri trygg- ing fyrir að breytingar mættu fram ganga - en bætti því við, að sú trygging væri ekki einskonar sjálfvirkt afl, sem „virkar utan við og óháð okkur sjálfum.“ þJOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgofandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ÓlafurGíslason, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vilborg Davíðsdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlltsteiknarar: Sævar Guðbjömsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdaatjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson. Auglýslngastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýslngar: Olga Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir. Símvarsla: Katrin Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. HúamóðlnÓlöfHúnfjörð. Bílstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbrelðslu-og afgreiðslustjóri: HörðurOddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, simi 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 50 kr. Helgarblöð:55 kr. Áskriftarvorð á mánuðl: 500 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 29. janúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.