Þjóðviljinn - 29.01.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 29.01.1987, Blaðsíða 5
S-Þing. Markaðs málin fbrgangs- verkefni Frá bœndafundi í Ýdölum Landsbyggðin birtir í dag ályktanir þær, sem bændafundur í Ýdölum samþykkti þann 15. janúar s.l., en þær voru fluttar af stjórn Búnaðarsambands Suður- Þingeyinga. Eftirfarandi ályktan- ir, sem einnig voru samþykktar fluttu þeir Friðjón Guðmunds- son, bóndi á Sandi í Aðaldai og Þorgrímur Starri, bóndi í Garði í Mývatnssveit: 1. Stöðvuð verði verslun með fullvirðisrétt. 2. Framleiðnisjóði ber, á þessu ári, að verja fjármagni sínu til markaðsöflunar og markaðsupp- byggingar utan lands sem innan, í stað þess að kaupa upp fram- leiðslurétt bújarða. 3. Sameiginlegt átak í markað- smálum landbúnaðarvara á að vera forgangsverkefni á þessu ári. Eðlilegt væri að ríkið legði þar nokkuð af mörkum, t.d. í sambandi við milliríkjasamninga og vöruskiptaverslun. 4. Kanna þarf hvernig létta megi ýmsum álögum af rekstri búanna svo og lækkun milliliðakostnaðar í meðferð búvara. 5. Fundurinn lýsir undrun sinni á neitun stjórnar Framleiðnisjóðs varðandi umsókn Landssamtaka sauðfjárbænda um fjárframlag til markaðsmála. Krefst fundurinn þess að stjórn Framleiðnisjóðs endurskoði þá afstöðu sína. 6. Að undirbúningur verði hafinn að atvinnuskógrækt þar sem skil- yrði leyfa, og njóti skógræktin hliðstæðra styrkja og aðrar nýbú- greinar. 7. Að innflutningsbanni á kjöti verði fylgt eftir. 8. Að minni bú en 300 ærgilda verði ætíð undanþegin skerð- ingu. 9. Að niðurgreiðslur ríkisins á mjólkur- og sauðfjárafurðum verði auknar. 10. Að réttarstaða og sjálfstæði bændasamtakanna gagnvart stjórnvöldum verði efld. - mhg Umsjón: Magnús H. G/slason Naustavík við Skjálfanda. Hætt er við að eyðibýlunum fari ört fjölgandi á næst unni ef svo fer fram sem horfir í landbúnaðarmálum. S-Þing. Of skammur aölögunartími Ályktanir bœndafundar í Ýdölum Þann 15. janúar s.l. boðaði stjórn Búnaðarsambands Suður- Þingeyinga til almenns bænda- fundar í Ydölum. Fundurinn var Ijölsóttur og umræður miklar. Frummælendur voru þeir Jón Helgason, landbúnaðarráðherra og Ingi Tryggvason, formaður Stéttarsambands bænda. Fund- urinn samþykkti eftirfarandi ályktanir, sem fluttar voru af stjórn Búnaðarsambandsins. 1. Almennur bændafundur Suður-Þingeyinga lýsir áhyggjum yfir þeirri stöðu, sem landbúnað- urinn og dreifbýlið allt er komið í. Fundurinn telur þann tíma, sem búvörulögin í upphafi settu til breytinga á framleiðslu of skamman og ekki megi minnka fullvirðisrétt einstaklinga meira en orðið er. Hér verði því að nema staðar í samdrættinum meðan menn eru að fóta sig, og hin víðtæku áhrif framleiðslu- minnkunnarinnar, jafnt í þéttbýli sem dreifbýli, eru að skýrast. Svo stórfelldar búháttabreytingar, sem hér þurfa að koma til, verða að fá lengri þróunartíma, ella er fyrirsjáanlegt hrun á stórum svæðum. Fundurinn skorar því á stjórn Stéttarsambandsins að reyna til hins ýtrasta að ná strax á þessum vetri búvörusamningum við ríkið fyrir verðlagsárin 1989- 89 og 1980-90, sem tryggi fullt verð fyrir jafna framleiðslu og síðasti samningur. Jafnframt hvetur fundurinn stjórn lands og héraðs, svo og íbúa dreifbýlis, til að leita allra leiða til nýtingar at- vinnutækifæra heima í héraði. 2. Fundurinn varar við öllum hugmyndum um að breyta hlut- falli einstakra svæða í heildar- framleiðslu frá gildandi reglu- gerð og minnir á, að hlutverk svæðabúmarks var frá upphafi hugsað það, að standa vörð um rekstrargrundvöll afurðastöðva svæðanna, ásamt búsetu á landinu öllu. 3. Fundurinn telur að þær framleiðslutakmarkanir, sem þegar hafa verið ákveðnar, hafi gengið of nærri afkomumögu- leikum margra bænda og leggja því til, að verði um áframhald- andi sölu eða leigu fullvirðisrétt- ar að ræða, þá komi hluti þess réttar til endurúthlutunar á við- komandi svæði. 4. Fundurinn leggur áherslu á nauðsyn þess, að komið verði á stjórnun allrar kjötframleiðslu í landinu og mótmælir harðlega óeðlilegum afskiptum aðila vinn- umarkaðarins af stjórnun bú- vöruframleiðslunnar. 5. Fundurinn ályktar að meiri áherslu þurfi að leggja á vöruþró- un búvöru og sölustarfsemi bæði á innlendum og erlendum mörkuðum. 6. Fundurinn átelur þann seinagang, sem verið hefur á af- greiðslu afurðalána til afurða- stöðva og krefst þess að tryggt verði að lánafyrirgreiðsla til af- urðastöðva geri þeim kleift að fara að lögum við útborgun afur- ðaverðs. 7. Fundurinn bendir á nauðsyn þess, að sá hluti umsaminnar búvöruframleiðslu, sem ekki selst á innlendum markaði á hverju verðlagsári sé fluttur úr landi til að rýma til á markaði og í birgðahaldi. - mhg Geiri á Gónhól Ein lítil kómedía aff sirkusi Steina stuð Fyrir fjórum árum stofnaði Reykvíkingur nokkur sirkus. Maður þessi hefur fengist við margt, með misjöfnum árangri þó. Eftir snöggsoðnar æfingar tók sirkusinn til starfa í maí 1983, og við opnunina jós stofnandinn krógann vatni og skírði hann Sirkus Steina stuð. Við athöfnina sagði Steini stuð fréttamönnum, að fyrirmyndin að nafngiftinni væri Billy Smart, sá frægi sirkus- maður. Sýningar sirkussins fengu mis- jafna dóma, en þó þóttu skárst takast kollsteypur af ýmsu tagi og stundum varð atgangur svo harð- ur í kollsteypunum, að göt komu á sirkustjaldið. Voru götin jafnan bætt með yfirdráttarseðlum frá Nordali, og þótti fordild. En mjög juku bætingar þessar lit- auðgi tjaldsins. Sýningar sirkussins fengu því verri dóma sem tímar liðu fram, og þar kom að Steini stuð sá sig tilneyddan að láta helming sirk- usfólksins hafa hlutverkaskipti. Almenningur lét sér fátt um finn- ast og taldi sýningar síst betri en áður, en Steini stuð var í sjöunda himni og sagðist nú geta boðið upp á heimsins besta sirkus. Þegar sirkusinn var stofnaður komst í hann línudansari, sem eiginlega átti þar ekki að vera. Hann hafði áður verið í Show- flokki einum, en þaðan var hon- um kastað út, enda gamall orðinn og fótfúinn. Steini stuð hafði mikið álit á karli þessum og tók hann í flokk sinn. En þar kom, að karl yfirgaf sirkusinn og situr nú í góðri elli í musteri Mammons. í stað þess gamla kom í sirkusinn snaggaralegur strákur, Trítill trúður. Trítill hafði mjög þráð að komast í sirkusinn við stofnun hans, en fengið synjun. Steini stuö harmaði mjög brottför áð- urnefnds karls og var varla mönnum sinnandi. Trítill trúður átti í fórum sínum meðal, sem hann nefndi Frjálshyggjulífselex- ír og lét hann Steina stuð dreypa daglega á meðalinu og fór þá brátt að rjátlast harmurinn af Steina. Ekki er talið að meðal þetta sé í neinni líkingu við Kína- lífs-elexírinn gamla. Ekki alls fyrir löngu efndi sirkusinn til mikillar sýningar. Ætlaði Steini stuð sjálfum sér stórt hlutverk í þessari sýningu, en þar sem hann taldi Trítil trúð manna vísastan til þess að stela frá sér senunni fór undirbúningur fram á laun og þegar að sýning- unni kom, sendi Steini stuð Trítil eitthvað suður á bæi og sagði honum að hann mætti vera or- lofsnæturnar, ekkert lægi á. En sem Trítill var í góðum fagnaði syðra, barst honum á síðustu stundu njósn um hvað í bígerð væri hjá sirkusstjóra. Hann snar- aðist á bak bykkjunni og „lætur pískinn hesti hraða heim á Mót- gangsstað," eins og segir í fræg- um brag eftir Pál Jónsson skálda. Heim kominn að sirkustjaldinu snaraðist Trítill af baki, smaug undir tjaldskörina og hljóp upp á sviðið og var þá Steini stuð að brillera í hlutverki sínu. Trítill steypti sér kollhnís og velti sér að fótum Steina stuð með þvílíku afli, að Steini datt á rassinn. Tjaldið var snarlega dregið fyrir og sýningunni þar með lokið. En þar með er sagan ekki alveg öll. Einn af reyndustu trúðum sirk- ussins neitaði að taka þátt í þess- ari sýningu og sagði að nú væri sér ekki til z-unnar boðið, því hann hefði þarfara verk að vinna en að taka þátt í skemmtanabransa með Steina stuð. Hann lagði leið sína norður yfir heiðar og þangað kominn sprengdi hann púður- kerlingar með miklum gný og til- heyrandi eldglæringum. Fór síð- an suður á firði og læddist þar með veggjum um sinn. Nú er hver höndin upp á móti annarri í sirkusnum, hnútum kastað og klögumálin ganga á víxl. Þykir nú einsýnt að sirku- sinn setji upp tærnar á komandi vori, og að honum gengnum mun það margra mál, að farið hafi fé betra. Geiri á Gónhól Fimmtudagur 29. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.