Þjóðviljinn - 30.01.1987, Side 4

Þjóðviljinn - 30.01.1987, Side 4
LEIÐARI Svarta skýrslan og grunnskólamir Að undanförnu hefur Þjóðviljínn birt fréttir og fréttaúttekt á skýrslu sem vakið hefur mikla og verðskuldaða athygli, en það er skýrsla OECD um íslenska skólastefnu. Það var Ragnhildur Helgadóttir fyrrverandi menntamálaráðherra, sem gerði um það sam- komulag við yfirmann OECD vorið 1984, að stofnunin skyldi gera hliðstæða könnun á hinu íslenska menntakerfi og stofnunin hafði áður gert í öðrum aðildarríkjum OECD, sem er skammstöfun á nafni Efnahags- og framfara- stofnunarinnar í París. Höfundar skýrslunnar eru allir sprenglærðir sérfræðingar í menntamálum: Dr. Joaquin Ar- ango Vila-Belda, ráðuneytisstjóri í spænska menntamálaráðuneytinu, dr. Anthony Faulkes, kennari í forníslensku við háskólann í Birming- ham, prófessor Thomas Robinson, yfirmaður framhaldsnámsdeildar við háskólann í Toronto og B. Hayward frá OECD. Sl. sunnudag birti Þjóðviljinn umfjöllun um skýrsluna og einkum þá þætti hennar sem fjalla um íslenska grunnskóla. Þar segir m.a.: „Eftirtektarvert er að skýrslan tekur undir margar þær kröfur kennarastéttarinnar um úr- bætur í skólamálum, sem hafa verið í hámælum á síðustu árum, en einnig hafa hinir erlendu sérfræðingar fróðlegt sjónarhorn á íslenskt skólakerfi, sem gerir okkur mögulegt að bera okkur saman við nágrannaþjóðirnar og sjá hin- ar séríslensku aðstæður í skýrara Ijósi. Þótt í upphafi skýrslunnar sé farið nokkrum almennum lofsorðum um árangur íslendinga í menntamálum, þá fjallar skýrslan að meginh- luta um ágalla, vankanta og vanþróun íslenska skólakerfisins, enda eru það forsendur úrbóta, að menn geri sér grein fyrir ágöllunum. En ekki verður sagt eftir lestur skýrslunnar að annað blasi við en mynd af stöðnuðu skóla- kerfi sem ekki sé í stakk búið til að takast á við þau verk sem af því verði krafist." Það vekur athygli manns við lestur skýrslunn- ar, hversu höfundum verður tíðrætt um hið breiða bil milli yfirlýstra markmiða og raunveru- legrar framkvæmdar í skólakerfinu. Og einkum vekja þeir athygli á því, hversu stjórnvöld láti viðgangast mismunun á skólaþjónustu í dreifbýli og þéttbýli án þess að markvisst sé unnið að úrbótum. Hinn stutti skóladagur er harðlega gagnrýnd- ur og bent á, að í dreifbýlinu sé þetta vandamál mjög áberandi, þarsem skólarstarfaekki nema 7 til 8 mánuði á ári. í skýrslunni er vikið að því að hér á landi sé lagt ofurkapp á kennslu í erlendum tungumál- um, og eigi sú viðleitni sér eðlilegar skýringar. En að mati sérfræðinganna er sú tungumála- kennsla bæði of tímafrek og víða framkvæmd með of úreltum aðferðum til að skila þeim ár- angri sem til er ætlast. Tungumálanámið komi niður á kennslu í greinum sem séu nemendum nauðsynlegar til að halda velli í nútímasamfé- lagi. Ein af alvarlegustu ábendingunum í skýrsl- unni fjallar um almennt vanmat á þýðingu skóla- starfsins og þau lágu laun kennara sem því fylgja - og kemur meðal annars fram í því að einungis um 30% útskrifaðra kennara endist í starfi. Og þá er ekki heidur hægt að leiða hjá sér hvassa ábendingu um að skapandi tjáningar: starf í listum sé vanrækt í íslenskum skólum: „í heimsóknum okkar í grunnskóla og framhalds- skóla urðum við áberandi lítið varir við tjáningar- fullan listrænan neista eða náttúrugáfu. Meiri- hluti nemendanna virðist eiga þá framtíð fyrir sér að verða neytandi á menningarsviðinu í dæmigerðu borgarumhverfi." í skýrslunni er vikið að sjálfumgleði og þjóð- ernisrómantík, sem fræðimennirnir urðu varir við í heimsókn sinni og eru þær ábendingar allrar athygli verðar, og ekki hvað síst hollar fyrir núverandi menntamálaráðherra: „Skólarnir og aðrar menningarstofnanir mega ekki fá á sig þá ímynd, að þær séu í andstöðu við hið nýja ísland - þær verða að vinna með því.“ Þegar á heildina er litið er skýrsla þessi hin þarfasta ádrepa og bendir á fjölmargt í skóla- kerfi okkar, sem lagfæra þarf - og þolir enga bið. Það er okkur íslendingum hollt að þiggja góð ráð og ábendingar frá erlendum sérfræðingum, en grundvallaratriðið verðum við að segja okkur sjálf. Það er pólitísk ákvörðun þjóðarinnar sjálfrar hvernig menntamálunum er stjórnað. Og að fenginni reynslu undanfarinna ára er það augljóst, að menntamálin mega ekki lenda í höndum Sjálfstæðisflokksins. - Þráinn KLIPPT OG SKORIÐ Enginn sekur Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með því, hve misjöfnum tökum oddvitar Sjálfstæðisflokks og Morgunblaðið og DV hafa tekið Hafskipsmál og Útvegs- bankamál. Að því er Hafskipsmál varðar hefur það verið mjög brýnt fyrir mönnum að ekki megi draga af því neinar pólitískar ályktanir, allra síst um siðferðilega heilsu einkaframtaksins eða þá pólit- íska heilsu Sjálfstæðisflokksins, eins þótt mikið silkihúfusafn úr þeim flokki sé þar í aðalhlutverk- um. Morgunblaðið hefur hvað eftir annað reynt að dreifa ábyrgð af Hafskipsmáli sem jafnast út yfir allt samfélagið, rétt eins og mykju skal á tún bera. Er þess skemmst að minnast að í leiðara blaðsins var því haldið fram, að viðskipti nú til dags væru orðin svo flókin, að enginn vissi lengur hvað rétt væri og hvað rangt, hvað væri löglegt og hvað ólög- legt. Og var það helst á blaðinu að skilja, að eina ráðið væri að breyta svo lögum landsins að hvaðeina sem hinir efnilegu at- hafnamenn flokksins brydda upp sér til ábóta reynist löglegt! Túlkun á hneyksli Það er reyndar ekki rétt að halda því fram, að hægrimálgögn hafi aldrei nefnt neinn sökudólg í þessum málum. Sá sökudólgur er að dómi þessara aðila ákveðið fyrirkomulag: það að Útvegs- bankinn skuli vera ríkisbanki. Röksemdafærslan er eitthvað á þá leið, að einkabanki hefði hlotið að passa sig betur á Haf- skipsmönnum en Útvegsbank- inn, vegna þess að ábyrgð stjórn- enda slíks banka sé önnur og meiri en stjórnenda ríkisbanka. Hér mætti náttúrlega gera á hlé, og vísa á mörg dæmi undarleg og hríkaleg úr einkabankasögu Bandaríkjanna til dæmis, en látum það kyrrt liggja að sinni. Það sem nú skal minnt á er þetta: allvel samstillt áróðursherferð hefur verið rekin fyrir því að Haf- skipsmálið megi aldrei verða til- efni til að gagnrýna nýkapítalískt viðskiptasiðferði og herkostnað frjálsrar samkeppni. Það hneyksli á að þjóna þeim tilgangi einum að herða á kröfum um að hlutafélög einkarekstrar muni allan vanda leysa. Og því hafa Sjálfstæðismenn verið að reyna að koma Utvegs- bankanum undir einn hatt með Iðnaðarbanka og Verslunar- banka. Bankar og skyldur í Tímanum er í gær allfróðlegt viðtal um bankamálin við Stefán Hilmarsson bankastjóra Búnað- arbankans. Hann minnir á það, að áföll eins og Útvegsbankinn hefur orðið fyrir eigi sér stað „hvert sem rekstrarform banka kann að vera“. Hann segir og að starfshættir hlutafélagsbanka og ríkisbanka séu hinir sömu í grundvallaratriðum og því sé „ríkisbankagrýlan annaðhvort byggð á vanþekkingu eða pólit- ískri þrákelni." Stefán Hilmars- son getur í framhaldi af þessu um þann mun sem helstur er - og er í því falinn sem sjaldan er um get- ið, að ríkisbönkum eru aðrar skyldur lagðar á herðar en einka- bönkum: „Munurinn á starfsháttum er e.t.v. mestur þegar kemur að út- lánum, þar sem ríkisbankarnir lána til allra atvinnugreina þar sem t.d. Iðnaðarbanki og Versl- unarbanki lána nánast ekkert til sjávarútvegs og landbúnaðar. “ Þessi þarfa ábending minnir reyndar á fjölmiðlaumræðuna: Ríkisútvarpið hefur miklum skyldum að gegna sem Bylgjan og Stöð 2 geta kastað á bak við sinn „keppinaut" og sjá þær aldrei meir. Búnaðarbankastjórinn heldur áfram: „Andstætt því sem haldið er fram afsumum eru ríkisbankarn- ir hinir ópólitísku bankar á ís- landi, þar sem hlutafélagsbank- arnir tilheyra í reynd ákveðnum pólitískum öflum. Þetta er stað- reynd, hvað sem menn vilja vera láta. “ Líklega er réttara að segja að ríkisbankarnir séu „þverpólitísk- ir“ en ópólitískir - en jafn þörf er þessi ábending, því það er vitan- lega sjálfsblekking og skammsýni að ætla að einkafjármagnið sé „ópólitískt“ í raun. Hvað er hagstætt? Enn ber Stefán Hilmarsson fram rök í þágu ríkisbanka sem lúta blátt áfram á því hvað hag- stætt er við okkar aðstæður. Hann segir: „Ríkisábyrgð er að mínum dómi nauðsynleg stórum banka í litlu þjóðfélagi bœði vegna trausts í innlendum viðskiptum og þó sér í lagi í öllum erlendum við- skiptum. Erlendir aðilar krefjast yfirleitt ábyrgðar ríkissjóðs eða ríkisbanka, ella telja þeir áhœttu yfirleitt það mikla að lán verða dýrari, og ekki vœri sú þróun hag- stœð t okkar landi eins og sakir standa. “ Og verður ekki fleira rakið að sinni. Vitanlega eru ríkisfyrirtæki (stundum er fyrirbærið kallað ,,pósthússósíalismi“) engin alls- herjarlausn í okkar þjóðfélagi, hvorki í bankarekstri né öðru. En það er eins gott, að menn gleypi ekki hráa „ríkisgrýlu“ þá sem hægraliðið íslenska hamast mjög viö að draga upp í sem sterkust- um litum, í von um að geta neglt allan ófarnað í samfélaginu upp við þá kerlingu. áb þlOÐVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandl: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritatjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ólafurGíslason, SiaurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vilborg Davíðsdóttir, Víoir Sigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrtta- og prófarkalestur: Elías Mar. Ljósmyndarar: EinarÓlason, SigurðurMarHalldórsson. Útlltsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, GarðarSigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrlfstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson. Auglýslngastjórl: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglysingar: Olga Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir. Símvarsla: Katrin Anna Lund, Sigriður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbrelðslu-og afgreiðslustjóri: HörðurOddfríðarson. Afgrelðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innhelmtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkoyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýslngar:Síðumúla6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 50 kr. Holgarblöð:55 kr. Áskriftarverð á mánuði: 500 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 30. Janúar 1987

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.