Þjóðviljinn - 30.01.1987, Page 12

Þjóðviljinn - 30.01.1987, Page 12
___________________MINNING Karl A. Þorsteins Rœðismaður Fœddur 18. ágúst 1901 - dáinn 21. janúar 1987. Hinn 21. janúar s.l. andaðist tengdafaðir minn, Karl A. Þor- steins á heimili sínu að Hagamel 12 hér í borg. Þegar Reykjavíkur- borg hélt upp á 200 ára afmæli sitt í sumar, hélt Karl upp á 85 ára afmæli sitt, þar sem hann var fæddur 18. ágúst 1901. Hann var ern og kátur fram undir það síð- asta og gekk til vinnu sinnar í EDDU hf. þar til kallið kom. Karl lauk stúdentsprófi árið 1921 og í tilefni af 65 ára stúd- entsafmælinu í sumar, bauð hann heim til sín þeim, sem enn voru lifandi og rólfærir af hans ár- gangi, og það var sannarlega gaman að fylgjast með því, hve hresslega þessir hálfníræðu heiðursmenn skemmtu sér við það tækifæri. En nú er hann allur og ekki þýðir að mögla; þetta er allra vegur. Og fáein þakklætis- og kveðjuorð hlýt ég að skrifa á þessari stundu. Það var mannbætandi að kynn- ast Karli, blanda við hann geði, fræðast af honum og rökræða við hann. Hann tók mér mjög vel sem tengdasyni og við urðum góðir vinir. Aldrei bar þar skugga á. Ekki vorum við Karl á sama kanti í pólitík, en oftast urðum við þó sammála í rökræðum okk- ar, þegar dýpra var kafað og tókst að skoða hlutina í víðara sam- hengi en út frá þröngu flokkspól- itísku sjónarhorni. Karl bjó yfir ríkri réttlætiskennd og flæktist aldrei í smáatriðum. Það gerði hann staðfastan og þolinmóðan. Aldrei heyrði ég Karl hallmæla nokkrum manni og mikið gerði hann sér far um að sýna skoðun- um annarra sérstaka virðingu. Með sinni einstöku hógværð ávann hann sér virðingu og traust annarra manna. Æðstu heiðurs- merki og viðurkenningar hlaut hann í fjórum þjóðlöndum. Ef- laust er það heimsmet að vera ræðismaður í 56 ár samfleytt, all- avega er það íslandsmet. Og heiðursfélagi var hann í sínu stéttarfélagi. Karli þótti ákaflega vænt um barnabörnin sín og dekraði við þau á þroskandi hátt. Þegar hann kom frá útlöndum hin síðari ár, færði hann alltaf Eyrúnu, dóttur okkar Rögnu, einhverja bók á spænsku, sem kveikti á jákvæðan hátt áhuga hennar fyrir málinu. Sjálfur var hann mjög mikill málamaður og víðlesinn. Hann hafði fullkomið vald á spænsku, en talaði líka ítölsku, portú- gölsku og frönsku. Þar á ot'an tal- aði hann reiprennandi ensku og þýsku auk Norðurlandamálanna. Vel fylgdist Karl með árangri nafna síns, Karls Þorsteins, á skákbrautinni, og aldrei gat hann leynt hrifningu sinni yfir sigrum hins unga skákmeistara, sem er sonur Þórs og Dóru. Heimili Karls og Jóhönnu var ætíð hlýlegt og kærleiksríkt og mjög voru þau samstiga í rækt- arseminni við börn og barna- börn. Oft töluðu þau hjónin um þær hamingjustundir, er þau áttu með börnum sínum uppi í sumar- bústað fjölskyldunnar við Elliða- vatn (Helluvatn). Þetta er stærð- arbústaður, sem Karl keypti árið 1938 af Hallgrími Túliníus, og þótt bústaðurinn væri í strætis- vagnafjarlægð frá bænum, var flutt upp í hann á hverju vori, þegar skólum lauk. Saumavélin og annað hafurtask var tekið með og flutt upp eftir og ekki kömið aftur í bæinn fyrr en skólar byrj- uðu að hausti. Fyrir börnin var þetta sælutíð samvista og gleði með foreldrum sínum, sumar eftir sumar, og fyrir foreldrana var þetta uppfylling drumanna um lífið sjálft. Oft var þarna gestkvæmt og glatt á hjalla og mikill samgangur við fjölskyldu Magnúsar Jochumssonar, sem átti þarna bústað við hliðina. Samheldni þeirra kjörsystkina, Karls og Helgu Þorsteins, var mikil og traust. Helga var líka uppi í sumarbústað með sín börn á hverju sumri, og allt þetta fólk, stundum 12 manns, bjó þarna í óvenjulegu samlyndi sem ein fjölskylda. Ennþá heyrast hlátra- sköll, þegar minnst er atvika frá þessum dýrðardögum. Þegar ég nú hugleiði hvílíkur mannkostamaður Karl var og rifja upp bjartar minningar úr samferð okkar, ryðjast fram í hugann hástig þeirra lýsingar- orða, er eiga við um góðgjarna, fordómalausa og orðvara menn. Ekkert hefði honum þó verið fjær skapi en að ég léti það allt á prent. Skal það því ekki gert, heldur rakin stuttlega nokkur atriði úr langri ævi hans. Karl A. Þorsteins fæddist á Bakkagerði á Borgarfirði eystra hinn 18. ágúst 1901, sonur hjón- anna Marenar Sigurðardóttur frá Gautlöndum og Eiríks Sigfús- sonarfráSkriðuklaustri. Foreldr- um Karls varð níu barna auðið og hin átta hétu Jóhanna, Sigfríð, Þorlákur, Ásgeir, Sigurður, Sól- veig Þóra, Kristján og Ásta. Eiríkur stundaði lengstum versl- un svo og lítilsháttar búskap og einnig var hann póstafgreiðslu- maður á Borgarfirði eystra. Þau Maren og Eiríkur komust vel af, þótt heimilið væri að sjálfsögðu þungt með þennan barnahóp. Karl ólst hins vegar ekki upp með foreldrum sínum, þar eð hann var gefinn þriggja vikna gamall. Er ljómi vináttu og mannkærleika yfir þeirri sögu. A Borgarfirði eystra var á þessum tíma Þorsteinn Jónsson og norsk kona hans, Ragna Johansen að nafni. Þorsteinn hóf verslun og útgerð á Borgarfirði eystra árið 1893, þrítugur að aldri, og stund- aði þann atvinnurekstur þar til hann fluttist til Seyðisfjarðar upp úr aldamótunum. Voru þær mikl- ar vinkonur Maren og Ragna, en eiginmenn þeirra áttu viðskipti saman. Eitt sinn voru þær að gantast, Maren og Ragna, þegar Maren var ófr sk að Karli, en hann var fimmta barn hennar, og Ragna segir: „Þú ættir nú að gefa mér það, sem þú berð undir belti, Maren“. Það skal ég gera, sagði Maren og stóð við það. Þeim varð ekki barna auðið Rögnu og Þorsteini, og Karl var þvf kærkominn inn á heimili þeirra, en auk hans tóku þau tvö önnur börn til fósturs og uppeldis og ólst Karl upp með þeim kjör- systkinum sínum á hinu myndar- lega og hlýja heimili Rögnu og Þorsteins. Ánnað þessara barna var Þorsteinn (f. 1905), sem hér í Reykjavík var þekktur undir nafninu Steini á Litlabfl, en hann er látinn, og hitt er Helga (f. 1914), sem er enn á lífi. Helga hefur sagt mér margar sögur frá þessu uppvaxtarheimili sínu, sem allar bera ljósan vott þess, hve barngóð og umhyggjusöm þau voru bæði Þorsteinn og Ragna. Karl bjó að þeim áhrifum alla ævi. Þessi kjörbörn eignuðust góða foreldra í raun, og Karl og Helga tóku sér ættarnafnið Þor- steins. Karl var settur til mennta og fór til Akureyrar árið 1915 og settist þar í annan bekk Gagn- fræðaskólans. Kom fljótlega í ljós, að hann var afburðanáms- maður. tveimur árum seinna, eða 1917, fluttu þau Þorsteinn og Ragna frá Seyðisfirði til Reykja- víkur og því er það, að Karl kom suður og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1921. Þorsteinn Jónsson flutti á þess- um tíma út fisk til Ítalíu og Spán- ar og hafði þá gjarnan leiguskip í förum fyrir sig. Hann hét Karli því, að hann skyldi fá að fara með einu leiguskipinu til Spánar að loknu stúdentsprófi, ef skipstjór- inn vildi ábyrgjast strákinn, sem síðar reyndist auðsótt. í mikilli eftirvæntingu byrjaði Karl að læra spænsku hjá presti nokkrum í Landakoti til undirbúnings Spánarferðinni. Þessi Spánarferð, sumarið 1921, sem stóð í rúma tvo mán- uði, átti eftir að hafa djúpstæð áhrif á Karl og hans ævidaga. Þarna urðu hans fyrstu og lifandi kynni af rómönsku málunum og þeirri menningu, sem átti hug hans og hjarta upp frá því. Það var eitthvað annað að ferðast til útlanda á þessum árum en nú á tímum. Nokkru áður en þetta gerðist, átti Þorsteinn leiguskip í förum, sem fórst í óveðri undan Spánarströndum og varð hann fyrir mjög miklu fjárhagslegu tjóni af þvíslysi. Þettasamahaust veiktist Ragna og dó hinn 18. okt- óber og syrgði Karl hana mjög. Skömmu eftir að Þorsteinn kom til Reykjavíkur 1917 stofn- aði hann fyrirtækið ísólf hf., sem bæði stóð að útgerð og fiskút- flutningi. Eftir stúdentsprófið og Spánarferðina tók Karl virkan þátt í þeim atvinnurekstri, er Þor- steinn hafði mez höndum, og unnu þeir saman allt til ársins 1930, erÞorsteinnandaðist. Enn- fremur stofnuðu þeir feðgar ásamt fleiri aðilum annað fyrir- tæki 1926, sem bar heitið Karl Thorsteins & Co. hf., og er það nú starfrækt eftir langt hlé af yngsta syni Karls, Karli Jóhanni. Karl fór til Ítalíu, Spánar og Port- úgals í markaðsleit fyrir íslenskan fisk og stofnaði þar til viðskipta- sambanda. Ennfremur fór hann til Suður-Ameríku í sömu erinda- gerðum, einkum til Argentínu og Brazilíu. í einni slíkri ferð árið 1923 réði hann sig á búgarð í Arg- entínu til að fullnuma sig í spænskunni og dvaldist þar um nokkurra mánaða skeið. Á þessum árum var Axel Túl- iníus ræðismaður Portúgala á ís- landi en árið 1928 varð Karl vara- ræðismaður. Tveimur árum seinna, 1930, varð síðan Karl ræðismaður Portúgala hér og sinnti hann því trúnaðarstarfi þar til hann sagði því lausu 10 dögum fyrir andlát sitt í janúar 1987, eða í rúmlega 56 ár. Með tilkomu Sölusambands ís- lenskra fiskframleiðenda varð Karl eins og aðrir kaupmenn á íslandi að leggja fiskútflutning og reynslu sína í þeim efnum á hill- una. Til þess á hinn bóginn að hagnýta sér sem best viðskipta- sambönd sín og þekkingu á er- lendum mörkuðum, stofnaði Karl með ýmsum öðrum mönn- um árið 1933 innflutningsfyrir- tækið EDDU hf. og rekstur þessa fyrirtækis varð aðalviðfangsefni Karls og ævistarf hans í rúm 50 ár. Smám saman keypti hann hlut annarra í fyrirtækinu og það varð í raun fjölskyldufyrirtæki. Elsti sonur Karls, Þór, starfaði lengi með föður sínum í Eddu hf. og stýrir því fyrirtæki nú. Karl setti metnað sinn í að reka fyrirtækið á heiðvirðan hátt, var skilamaður hinn mesti og naut mikillar virð- ingar viðskiptamanna sem og starfsbræðra. Karl Þorsteins var óhemju vinnusamur maður og vandvirk- ur og lét sér aldrei falla verk úr hendi. Hann sinnti einnig félags- málum á farsælan hátt. Hann átti sæti í stjórn Félags íslenskra stór- kaupmanna og var þar formaður um skeið og kjörinn heiðursfélagi þess 1971. Kom hann oft fram gagnvart stjórnvöldum sem full- trúi stórkaupmanna og fór þá ekki fram hjá mönnum, hversu hreinskiptinn Karl var og hlut- lægur í allri málefnaafstöðu. Þótt ekki sé hér rakin frekar starfssaga Karls, verður ekki hjá því komist að geta frumkvæði Karls og útsjónarsemi hans í sam- bandi við löndunarbann Breta 1952 og það viðskiptastríð, sem sigldi í kjölfarið. Auðvitað var það ætlunin hjá bresku ríkis- stjórninni með löndunarbanninu að svelta okkur til hlýðni og undanláts í landhelgisáformum okkar, þótt það þyki máske gróft sagt í minningargrein. Að sjálf- sögðu urðu íslendingar að bregð- ast við á réttan hátt og það gerð- um við með því að leita eftir öðr- um mörkuðum fyrir íslenskan fisk. Austur-Evrópu þjóðirnar reyndust þá fúsar til að kaupa af okkur fisk, og það má vel rifja hér upp þá sögulegu staðreynd, að Austur-Evrópu löndin keyptu af íslendingum á næstu árum allan þann fisk, sem við veiddum og gátum ekki selt annars staðar. Löndunarbann Breta rann út í sandinn. En að sjálfsögðu vildu þessar þjóðir ekki kaupa af okkur fiskinn nema við keyptum af þeim vörur í staðinn. Á þessu var pólitískur skilningur hér og efnt var til jafnvirðiskaupa við Austur-Evrópu. Nú reið á, að til væru á íslandi áræðnir innflytj- endur, sem gætu tekið upp vöru- kaup frá þessum löndum til að nýta stöðuna, sem upp var kom- in. Karl Þorsteins lét ekki á sér standa, heldur fór strax til Austur-Þýskalands, Tékkósló- vakíu og Ungverjalands og samdi við framleiðendur þar um stór- felld vörukaup. Sérstök vandamál sköpuðust varðandi Austur-Þýskaland, þar sem íslensk stjórnvöld af tillits- semi við Vestur-Þýskaland tóku ekki upp stjórnmálasamband við Austur-Þýskaland fyrr en mörg- um árum seinna, enda þótt Austur-Þjóðverjar vildu kaupa af okkur mikið magn af fiski. Þá kom aftur krókur á móti bragði af hálfu íslendinga. Sérstakt vöru- skiptafélag var stofnað á íslandi, sem seldi allan fiskinn til Austur- Þýskalands og keypti allar vör- urnar þaðan á móti og dreifði þeim til stórkaupmanna hér- lendis. Ríkisstjórnir beggja þýsku ríkjanna gátu samþykkt þetta fyrirkomulag en með þessu móti gátum við hagnýtt okkur þann markað, sem gafst í Austur- Þýskalandi. Eg tel á engan hall- að, þótt ég fullyrði, að Karl Þor- steins hafi verið einn af forkólf- um og burðarásum þessa vöru- skiptafélags, sem skipar sérk- ennilegan sess í hagsögu okkar. Aðilarnir að þessu félagi voru Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Samband íslenskra samvinnufé- laga og Félag íslenskra stórkaup- manna. Var Karl ætíð fulltrúi stórkaupmanna í stjórn vöru- skiptafélagsins og oft formaður stjórnarinnar. lslenska vöru- skiptafélagið starfaði í rúma tvo áratugi eða þar til stjórnmála- samband var upp tekið við Austur-Þýskaland. Sem áður segir vann Karl störf sín hávaðalaust enda var hann maður hlédrægur og hógvær, þótt hann væri kappsfullur og atorku- samur. Dugnaður hans og ósér- plægni fór ekki fram hjá forustu- mönnum þeirra þjóða, sem hann átti mest samskipti við. Auk heiðursmerkja frá Italíu og Búlg- aríu og stórriddarakross frá Por- túgal, hlaut hann tvisvar æðsta heiðursmerki Verslunarráðs Tékkóslóvakíu, að ótalinni þeirri viðurkenningu, sem Rauði kross- inn í Portúgal sæmdi hann vegna starfa hans í þágu portúgalskra skipbrotsmanna á íslandi. Otalinn er enn einn þáttur í starfsævi Karls Þorsteins en það er frímerkjasöfnun hans. Ára- tugum saman var hann ákafur frímerkjasafnari og var að fást við frímerki fram á síðustu stund. Hann var ötull stuðningsmaður Félags frímerkjasafnara og hlaut oft viðurkenningar fyrir bestu söfnin, sem sýnd voru á frí- merkjasýningum hér. Synir hans báðir sinntu þessu með honum. Hinn 24. október 1931 kvæntist Karl Jóhönnu, dóttur Sigurhans járnsmiðs Hannes- sonar og fyrri konu hans, Magn- eu Einarsdóttur. Karli og Jó- hönnu varð fjögurra barna auðið, sem öll eru á lífi; Þór kvæntur Dóru Egilson, Hildur gift Eiríki Haraldssyni, Ragna Magnea gift Inga R. Helgasyni og Karl Jó- hann, sem er ókvæntur. Þungur harmur er kveðinn að Jóhönnu og börnunum. Minning- in um góðan dreng, elskulegan eiginmann og umhyggjusaman föður veitir þeim styrk. Ingi R. Helgason Verkakvennafélagið Framsókn Allsherjaratkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjarat- kvæðagreiðslu við kjör stjórnar og önnur trúnað- arstörf í félaginu fyrir árið 1987, og er hér með auglýst eftir tillögum um félagsmenn í þau störf. Frestur til að skila listum er til kl. 12 á hádegi föstudaginn 6. febrúar 1987. Hverjum lista þurfa að fylgja meðmæli 100 fullgildra félagsmanna. Listum ber að skila á skrifstofu félagsins Skipholti 50A. Stjórnin 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 30. Janúar 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.