Þjóðviljinn - 30.01.1987, Síða 13

Þjóðviljinn - 30.01.1987, Síða 13
I HEIMURINN Danmörk Oliver Tambo leiðtogi Afríska þjóðarráðsins, ANC, í Suður-Afríku, hitti f fyrra- kvöld George Shultz utanríkis- ráðherra í Washington og þykir sá fundur sögulegur í sam- skiptum Bandaríkjanna og ANC, sem eru helstu skæruliðasamtök svartra í Suður-Afríku. Báðir sögðu eftirá að samræðurnar hefðu verið alvarlegar og mál- efnalegar, en Ijóst þykir að við- ræðendur hafa verið mjög ósáttir um ástandð í Suður-Afríku. Tals- maður Shultz sagði að stefna Bandaríkjanna um jákvæð af- skipti hefði ekkert breyst, og að Shultz hafi á fundinum lýst áhyggjum af sovéskum áhrifum í ANC, sem Tambo hefur neitað. Allt um það er fundurinn ákveðin viðurkenning Bandaríkjastjórnar á Afríska þjóðarráðinu sem er slíkt eitur í beinum hvítu minni- hlutastjórnarinnar í Suður-Afríku að þarlendum dagblöðum er bannað að segja frá stefnu sam- takanna. Eins dauði er annars brauð. Óttinn við eyðni hefur 'þrefaldað kaupverö á hlutabréfum japanska smokka- fyrirtækisins Okamoto á einum mánuði. Sautján manns hafa dáið úr sjúkdómnum þar í landi, þaraf fyrsta konan nú skömmu eftir áramót, og þætti fátt á Evr- ópulöndum. Strauss og Kohi hittust í fyrrakvöld í Bonn og á- kváðu að hætta deilum á opin- berum vettvangi um ástæður kosningaósiaurs kristilegra á sunnudag. I yfirlýsingu leiðtoga kristilegra eftir fundinn sagði meðal annars að fylgja bæri raunsærri þíðustefnu gagnvart Sovétblokkinni og hafa þó í heiðri þýska hagsmuni. Virðist Strauss ekki ætla að standa við hótanir sínar um að krefjast þess að nýja Bonn-stjórnin taki meira tillit til stefnu sinnar um utanríkismál en forveri hennar. Búist er við að ný stjórn verði ekki mynduð fyrren eftir nokkurra vikna viðræður nú- verandi stjórnarflokka. ERLENDAR FRÉTTIR MÖRÐUR ÁRNASON ./RELHER Suðurlandamæri írans og íraks. Iran- ar stöðva alla flutninga tll Basra um Sjatt-al-Arab-fljót og segjast hafa tekið ýmsar eyjar í því. Aðalbardaga- svæðið er um tíu kílómetra austur og suðaustur af Basra og er talið að um 200 þúsund af hvorum eigist við. Ir- anar halda uppi stöðugri skothríð á Basra, sem er næststærsta borg Ir- aks, með milljón íbúa. 011 gögn opinber Óánœgja með svör utanríkisráðherrans um Thuleratsjána. Utanríkismálanefndþingsins vill öllgögn opinber Frá Gesti Guðmundssyni fréttaritara Þjóðviljans í Kaupmannahöfn: Utanrfkismálanefnd danska þingsins hefur ákveðið að gera öll gögn opinber í málum þeim sem. undanfarið hafa spunnist út af nýrri ratsjárstöð í bandarísku herstöðinni í Thule í Grænlandi. Óháðir bandarískir sérfræð- ingar halda því fram að nýja rat- sjárstöðin sem Ejandaríkjaher reisti á Thule á Norður- Græn- landi árin 1984-1986 brjóti í bága við alþjóðlega samninga um af- vopnun. Bandaríkjastjórn og danski utanríkisráðherrann hafa haldið því fram að einungis sé um að ræða endurnýjun á gömlum og úr sér gengnum ratsjám. Óháðir sérfræðingar hafa hins vegar bent á að nýja ratsjáin sé hins vegar mun fullkomnari og sé í raun hönnuð í samræmi við þarfir „stj örnustríðsáætlunarinnar“. Þar með hafi Bandaríkjamenn framið brot á svonefndu ABM- samkomulagi frá 1972. Þessar upplýsingar sem meðal annars koma frá tveimur ráð- gjöfum Nixonstjórnarinnar sem gerðu ABM-samninginn við So- vétmenn hafa komið fram í dönskum blöðum að undanförnu og hefur dagblaðið Information haft þar forystu. Utanríkiráði herra Dana hefur þó jafnan lýst Gamla ratsjárstöðin í herstöð Bandaríkjahers í Thule á vesturströnd Norður- Grænlands. Hér er nú ný ratsjá, „phase array radar" sem talinn er brjóta í bága við samkomulag risaveldknna frá 1972 um takmörkun á gagneldflaugum. því yfir að hann taki skýringar Bandaríkjastjórnar góðar og gildar en hún neitar því að nokk- urt afvopnunarsamkomulag hafi verið brotið. Á þriðjudaginn varði ráðherrann, Uffe Ellemann Jensen, formaður Frjálslynda flokksins, mál sitt fyrir utanríkis- málanefnd þingsins en tókst ekki betur til en svo að hann varð upp- vís að vanþekkingu á því afvopn- unarsamkomulagi sem um ræðir. Og á blaðamannafundi á eftir neitaði hann að svara viðkvæm- ustu spurningunum. Meirihluti utanríkismálanefndarinnar taldi greinargerð ráðherrans ófull- nægjandi og fulla ástæðu til þess að fara betur ofaní saumana á málinu. Gegn vilja utanríkis- ráðherrans var samþykkt að op- inbera öll gögn í málinu nema nokkur smærri atriði sem eru trúnaðarmál. Uffe Elleman Jensen utanríkis- ráðherra Dana: Bandaríkjastjórn hefur sagt honum að allt sé í lagi. Filippseyjar Vopnin kvödd í sjónvarpsstöðinni Byltingartilraunin hefur veikt Aquino-stjórnina þegar hún mátti síst við Manila - Hersveitirnar sem tóku á sitt vald sjónvarpsstöð í Manila á þriðjudag gáfust upp í gær eftir umsátur í rúma tvo sólarhringa. Áður en her- mennirnir yfirgáfu stöðina hélt foringi þeirra, höfuðsmaður- inn Oscar Canlas, blaða- mannafund ásamt yfir- mönnum Fiiippseyjahers og var orðið „uppgjöf" aldrei nefnt á þeim fundi. Ráðamenn á Filippseyjum eru ekki samhljóða um meðhöndlun uppreisnarmannanna. Ramos, yfirmaður hersins, segir að refs- ing verði ekki ákveðin fyrren að undangenginni rannsókn, en Aq- uino forseti tekur dýpra í árinni og segir að glæpamönnunum verði refsað á hæfilegan hátt. Einn talsmanna stjórnarinnar lét að því liggja að helstu foringjar byltingartilraunarinnar á þriðju- dag yrðu látnir mæta aftökusveit- um. Canlas neitaði því að Marcos fyrrverandi einvaldur á eyjunum stæði að baki byltingartil- rauninni, en neitar þó að viður- kenna Aquino sem yfirmann sinn. f ljós hefur komið að Marc- os, sem nú dvelst á Hawaii, var uppreisnarmorguninn á leið uppí flugvél til Filippseyja. Sendi- menn frá Filippseyjum höfðu veður af ferðaáætlun Marcosar, létu bandarísk yfirvöld vita, og segja talsmenn þeirra að Marcosi hafi verið sagt að hann kæmi ekki aftur til Bandaríkjanna ef hann færi heim. Marcos sjálfur kvartar hástöfum, segir að Bandaríkja- menn hafi hótað að hindra för sína, og sé hann í raun fangi á Hawaii. Stjórn Corazon Aquino þykir hafa veikst mjög þessa uppreisnar- og umsátursdaga. í gildi er brothætt vopnahlé við vinstrisinnaða. skæruliða, stjórn- in á í erfiðum málum við vopnaða flokka Múhameðstrúarmanna, og ekki er langt síðan hún kom sér upp á móti smábændum í landinu þegar herinn felldi á ann- an tug manna með skothríð á kröfugöngu þeirra nálægt for- setahöllinni. Uppreisnin á þriðjudag og gangur mála síðan hefur sýnt svo ekki verður um villst að her landsins er stjórninni mjög mishollur og innan hans eru stríðandi fylkingar sem Aquino hefur á lítið taumhald. Allt varpar þetta skugga á fyrstu kosningar í landinu eftir að Áquino komst til valda fyrir tæpu ári, - í næstu viku eiga landsmenn að ganga að kjörborðinu og segja álit sitt á nýrri stjlornarskrá sem valdið hefur miklum óróa. Persaflói Hætt við sendinefnd íransforseti hafnaðistrax vopnahlésáskorun íslamsleiðtogafundarins Teheran/Kuwait- Ali Khamenei hafnaði í gær áskorun frá fundi leiðtoga íslamskra ríkja í Kuw- ait um vopnahlé og friðarvið- ræður. Hann sagði að írak hefði ráðist á íran í upphafi og ætti hver þjóð rétt á að verja hendur sínar. Jafnframt var tii- kynnt um nýja landvinninga í sókn íranshers að Basra. Leiðtogafundur Samtaka ís- lamskra ríkja féll á síðustu stundu frá áformum um að skipa sér- staka sendinefnd til íransfarar þarsem talið var að valdamenn þar mundu í engu sinna slíku er- indi, og var samþykkt í staðinn áskorun til styrjaldar ríkja með svipuðu innihaldi og áður á fund- um íslamskra og arabískra leið- toga. Gangur styrjaldarinnar frá degi til dags er allur mjög óljós þarsem fréttir berast aðeins frá stríðandi herjum. íranar tilkynna nánast á hverjum degi um fram- sókn síns hers, og hinumegin segir frá velheppnuðum gagnár- ásum. Ljóst er þó að grannlönd og stórveldi óttast mjög að Basra- borg sé í hættu, og virðist hernað- arsérfræðingum hafa komið á óvart þunginn í sókn íranshers. Menn eru sammála um að ef íranar ná Basra-borg, - sem þeir segjast reyndar ekki ætla sér í þessari lotu -, yrði það upphafið að endalokunum fyrir stjórn Hússeins í Bagdad. Bandarískur blaðamaður, sem telst einn af fróðustu mönnum um Persaflóa- ríkin spáir því samkvæmt Inform- ation að falli Basra muni myndast þrjú ríki úr því sem nú er írak, sjítaríki í suðurhlutanum með stjórn hliðholla íran, veiklað ír- aksríki í miðhlutanum með Bag- dad að höfuðborg, og kúrdískt ríki í norðurhlutanum, - sem strax mundi lenda í illdeilum við erkifjendur Kúrda í Tyrklandi. Þessi staða mála er eins og skratt- inn á veggnum í öllum höfuð- borgum grannríkja og stórvelda nema Teheran. Allsherjar- atkvæða- greiðsla Ákveðið hefur verið að við- hafa allsherjaratkvæða- greiðslu við kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs starfs- árið 1987-1988. Tillögum skal skila á skrifstofu fé- lagsins, Ingólfsstræti 5, 5. hæð, föstudaginn 6. febrú- ar 1987 kl. 13. Stjórnin. Föstudagur 30. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.