Þjóðviljinn - 30.01.1987, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 30.01.1987, Blaðsíða 14
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ ABR Deildarfundur 4. deildar Deildarfundur 4. deildar ABR verður haldinn laugardaginn 31. janúar kl. 14.00 að Hverfisgötu 105. Dagskrá: 1) Starf deildarinnar í komandi kosning- um: Sigurður Einarsson formaður deildarinnar. 2) Önnur mál. Gestur fundarins verður Svavar Gestsson for- maður Alþýðubandalagsins. Stjórnin. Sigurður Alþýðubandalagið á Akureyri Árshátíð Árshátíð Alþýðubandalagsins á Akureyri verður haldin þann 6. febrúar nk. í Alþýðuhúsinu. Hátíðin hefst með borðhaldi kl. 20.30. Ávörp, söngur, glens og grín. Heiðursgestir verða Lena og Árni Berg- mann. Skemmtinefndin. Alþýðubandalagið Hafnarfirði Bæjarmálaráðsfundur Fundur verður haldinn í bæjarmálaráði ABH, laugardaginn 31. janúar kl. 10.00 í Skálanum, Strandgötu 41. Dagskrá: 1) Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar. Undirbúningur fyrir síðari umræðu. 2) Upplýsingar úr nefndarstörfum. 3) Útgáfa Vegamóta. 4)Ónnur mál. Félagar eru hvattir til að mæta vel og stundvíslega. Stjórnin. Alþýðubandalagið Akranesi Bæjarmálar áð Fundur verður haldinn í Rein þriðjudaginn 3. febrúar kl. 20.30. Dagskrá: Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 1987. Stjórnin Alþýðubandalagið Vestmannaeyjum Almennur félagsfundur Almennur fólagsfundur verður haldinn laugardaginn 31. janúar í Alþýðu- húsinu kl. 13.30. Efstu menn G-listans koma og ræða kosningastarfið framundan. - Stjórn- in. Alþýðubandalagið Selfossi og nágrenni Almennur félagsfundur Almennur félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 29. janúar kl. 20.30 að Kirkjuvegi 7. Efstu menn framboðslistans koma og ræða kosningastarfið framundan. Nýir fólagar velkomnir. Fjölmennið. Stjórnin. Alþýðubandalagið í Kópavogi Morgunkaffi ABK Heiðrún Sverrisdóttir bæjarfulltrúi og formaður skólanefndar verður með heitt á könnunni milli 10 og 12 laugardaginn 31. janúar í Þinghóli, Hamra- borg 11. Allir velkomnir. Alþýðubandalagið Kópavogi Bæjarmálaráð - fjárhagsáætlun Fundur verður í bæjarmálaráði mánudaginn 2. febrúar kl. 20.30 í Þing- hóli. Dagskrá: Umræða um fjárhagsáætlun Kópavogs 1987. Frummælandi Heimir Pálsson bæjarfulltrúi. Allir velkomnir. Stjórnin Námskeið um efnisfræði stáls Ætlað járniðnaðarmönnum, kennurum málmiðn- greina og sölumönnum smíðaefnis, verður haldið í Tækniskóla (slands, dagana 5. febr. kl. 17.30- 21.00,7. febr. kl. 9.00-12.00,9.11. og 12. febr. kl. 17.30-21.00. Þátttökugjald er kr. 4.000.- Innifalin eru námsgögn og fæði. Upplýsingar og innritun í símum 687440 og 687000. FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ IÐNAÐARINS FRÁ LESENDUM Svartil einnar við morgunverkin Mér þykir leitt að þú skulir hafa misskilið jafn hraþallega og raun ber vitni orð mín á dögunum þeg- ar listi Kvennalistans í Reykjavík kom fram. Þú skilur það sem lítilsvirðingu við aðrar þingkonur Kvennalist- ans að ég skuli hafa lýst mig reiðubúna til að starfa áfram með Kvennalistanum eftir að ég hætti á þingi í vor og vera tilbúin til að leggja til krafta mína og reynslu til þeirra starfa sem fylgja fram- boði og kosningum til Alþingis. Slíkur skilningur er fjarri öllu lagi, enda gengur mér ekkert annað til en hollusta við málstað og baráttumál Kvennalistans sem ég vil vinna eins vel og ég get hér eftir sem hingað til. Jafn fjarri lagi er sá skilningur þinn að ég hafi verið að taka frá þingsæti fyrir sjálfa mig þegar ég sagðist vera tilbúin aftur í þjarkið á þingi eftir næsta kjörtímabil. Slíkur þankagangur tíðkast ekki í Kvennalistanum enda þingsæti þar ekki talin til veraldlegra eða andlegra gæða fyrir konur per- sónulega. Ég var einfaldlega að segja að ef aftur verður boðinn fram Kvennalisti þá mun ég ekki skorast undan að standa við bar- áttumál og hugsjónir Kvennalist- ans með þessum hætti ef Kvenna- listakonur vilja. Eins og ég greindi frá þegar listi Kvennalistans í Reykjavík kom fram þá byggir framboðslistinn og það útskiptingarfyrirkomulag, sem við hyggjumst beita á næsta kjörtímabili, á valddreifingar- hugmyndum Kvennalistans. Eft- ir þessum hugmyndum mótum við starf okkar og munum áfram gera. Það þýðir hins vegar ekki að þingkonur Kvennalistans hætti að vera Kvennalistakonur þegar þær láta af þingstörfum. Með kveðju Sigríður Dúna Kristmundsdóttir Farmannadeilan Gífurlegt vinnuálag Umboðsmenn óskast Þjóðviljann vantar umboðsmenn í Garði og Mosfellssveit. Uppl. í síma 681333 eða 681663. þlÓÐVILIINN Farmannadeilan er komin í strand, eins og stundum er sagt um mál sem hvorki gengur eða rekur með. Aukin harka hefur hlaupið í deiluna. Enda eru um- ræddir sjómenn orðnir lang- þreyttir mjög á tillitsleysi og frekju útgerðarinnar í þeirra garð. Þá er ég að meina hið gífurlega aukna vinnuálag sem lagt hefur verið á herðar fyrst og fremst háset- anna, allar götur síðan að komst í tísku á Fróni að fækka fólki svo við vinnu að unnt væri að hækka kaupið hjá þeim sem eftir sitja. Því miður hafa allt of margir trúað þessari vitleysu og því fór sem fór. Sú stefna er í meira lagi rugl- uð pólitík og stórt stökk aftur á bak í kjaramálum. * Mikið virðist bera á milli deilu- aðila. Ég heyrði því fleygt á dög- unum að útgerðarskarfarnir teldu engan samningsgrundvöll vera fyrir hendi nema til kæmi umræða um breytta vinnutil- högun um orð og áttu þar víst við að störf háseta yrðu færð inn í pakkhúsin sem á þyrfti að halda. Verði jafn fáránleg krafa og þetta samþykkt nú eða síðar, legg ég til að Sjómannafélag Reykjavfkur verði án tafar lagt niður í núver- andi mynd, því slík samþykkt verður að mínu mati dropinn sem fyllti mælinn. Um daginn, er eitt leiguskip Eimskips hugðist leggjast að bryggju hindruðu verkfallsverðir að hægt yrði að koma endum í land. Vildu með framferði sínu mótmæla því að erlendar áhafnir sigldu á fleyunum, þegar nógan mannskap er að hafa innanlands. Það er verið að taka vinnu frá íslenskum sjómönnum. Að þetta skuli viðgangast er til háborinnar skammar og forráðamönnum viðeigandi skipafélaga til minnkunar. Að endingu vil ég segja það að undirmenn farskip- anna hafa borið stórkostlega skertan hlut frá borði undanfarin ár og segi það einnig að tími er til kominn fyrir vinnuveitendur þessa hóps að átta sig á því og gera á því úrbætur í væntanlegum samningum. Konráð Friðfinnsson Reykjavík. Fræðslumiðstöð iðnaðarins og Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins auglýsa: Námskeið um glugga og glerjun Ætlað iðnaðarmönnum, verður haldið 3., 4. og 5. febr. kl. 17.00-20.00 og 7. febr. kl. 9.00-12.00 á Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. Þátttökugjald er kr. 4.000.- Innifalin eru námsgögn og kaffi. Námskeið um greiningu og viðgerðir steypuskemmda Ætlað iðnaðarmönnum, verkfræðingum og tæknifræðingum í byggingagreinum, verður haldið 9. til 13. febr. kl. 9.00-15.30. í Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. Sýnikennsla í viðgerðaaðferðum. Þátttökugjald er kr. 12.000.- Innifalin eru ítarleg námsgögn og fæði. Námskeið um hljóðeinangrun Ætlað iðnaðarmönnum og hönnuðum, verður haldið 16. til 18. febr. kl. 13.00-17.00 á Iðntækni- stofnun íslands. Þátttökugjald er kr. 3.000.- Innifalin eru námsgögn og kaffi. Námskeið um niðurlögn steinsteypu Ætlað mönnum sem fást við niðurlögn og með- ferð steinsteypu á byggingarstað, verður haldið 16. febr. kl. 8.30-16.30 á Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. Þátttökugjald er kr. 1.200.- Innifalin eru námsgögn og fæði. Upplýsingar og innritun í símum 687440 og 687000. FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ IÐNAÐARINS 14 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.