Þjóðviljinn - 30.01.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 30.01.1987, Blaðsíða 9
upprennandi kommúnistum Grár reykur umlykur mann. Að vitunum berst brennist- einsfýla. Áttahundruð manns standa þarna í salnum og bíða. Og allt í einu sérðu glitta í eitthvað svart og hvítt. Smám saman skýrast útlín- urnar, vð sjáum hávaxinn mann í hvítum kufli með svarta hettu og slá nálgast. ( humátt á eftir fylgja menn í svörtum kuflum með svartar hetturogberakrossáherðum . sér. Það er busadagur og djúp bassarödd yfirböðuls fyllir sal- inn: Rœða yfirböðuls Vesælu busaskítar, verið við- búin við skulum biðja, og þú þarna bakvið ekki snýta þér ífing- urinn eða ég læt skera þig á háls. Þið eruð þó ekki búin að gleyma faðirvorinu, uxarnir ykkar? ...Faðir vor... Nei, ég hefði mátt vita að þetta væri vita vonlaust. Faðir vor, nei ekki alveg. Þá viljið þið heldur brennivín og Rapport- leggjast í bælið og grúfa sméttið í svæfilinn en gleymið að hugsa um guð. Þið getið aldrei lært neitt kláðagemlingar. Ég vil láta skjóta ykkur öll. Eg lýsi því hér yfit að guð er ekki hræddur við ykkur og lætur ekki að sér hæða. Þið hikið við að snúa ykkur til Krists og gangið þyrnum stráðan veg synd- arinnar. Þið eruð glataðir synir sem viljið heldur bylta ykkur í saurlifnaði en að snúa ykkur til föðurins. Starið ykkar heimsku augum útí endalausan geiminn, þorsk- hausar og hengilmænur, og gerið ykkur Ijóst að heimurinn er hver- full en guð er eilífur. Þið eruð ó- forbetranleg svín og guði dettur ekki í hug að sýna ykkur misk- unnsemi. Þið hafið syngdað og ykkur verður ekkifyrirgefíð. Bros guðs er ykkur ekki sýnilegt í gegn- um dimm ský andfýlu ykkar. Þið voruðfædd eins ogAdam saklaus og nakin. Og í stað þess að breyta vel og fara í Versló, gangið þið hér inn, þorparar, með gapandi ginin albúin til þess að bíta í hið eina heilaga epli viskunnar. Og reynið ekki að afsaka ykkur með því að foreldrar eða aðrir snákar hafi tælt ykkur til að saurga hin hei- laga ávöxt. Þið eruð einfaldlega úrhrök, slyddur og sloramenni, niðurlæging mannkyns, skamm- arblettur á sköpunarsögunni. Þið sýnið með saurgandi viðurvist ykkar að guði geta orðið á mistök þegar hann sagði „verði Ijós" svo að Ijós skíni á ykkur. Hefðuð þið minnsta snefil af sómatilfinningu vœruð þið þegar búin að drepa ykkur sjálf. Það hafið þið ekki gert en úr því verður bætt. Þið munuð stikna og brenna, kvalin af lærimeisturum haturs og þjáninga. Þjökuð af byrði brenn- andi bóka, pínd af reyk og háv- aða. Grafin hálflifandi og limlest í ritgerðum. Þið eruð dæmd í eilífa þjáningu og niðurlægingu. Þið munuð aldrei sleppa héðan frá hefnd guðs. Því þetta er ekki skóli þetta er ekki hreinsunareldur, heldur helvíti. Velkomin... Vertu samviska þeirra í anda ræðunnar starfa böðl- arnir það sem eftir er dags. Bus- arnir eru meðhöndlaðir af því mi- skunnarleysi sem eitt getur kennt mönnum undirgefni og auðmýkt. Vinsælastu fórnarlömb þeirra eru, einsog gefur að skilja, fal- legar stúlkur. Þukl þeirra er illa dulbúið og fyrir kemur að meyjar með sjálfsvirðingu líða ekki hegðun þessa og fara að láta ó- friðlega. En sumar hafa þegar skilið hvað leikurinn gengur út á. Rífðu kjaft við yfirvöldin, vertu samviska þeirra og sýndu þeim framá að þeir breyta rangt. Og þá, já þá, taka þau þig og refsa þér grimmilega. Og rétt einsog í hverju öðru samfélagi standa flestir hjá og horfa á böðlana misþyrma fé- lögum sínum. Pyntingaraðferð- irnar eru sem betur fer frumstæð- ar í þessu samfélagi. Enda hefur nemendastjórnin, yfirvöld böðl- anna, ævinlega tekið í taumana þegar raunhæfum refsingum hef- ur verið beitt. Ástæðan? Jú yfir- völdin þau hræðast grimmilega refsingu enn æðri yfirvalda, nefnilega skólastjómar. Leikfimi- pyntingar Vinsælasta pyntingaraðferðin er að láta busana gera einhvers konar leikfimiæfingar, enda þyk- ir nemendum Menntaskólans við Hamrahlíð fátt jafn kveljandi og ástundum íþrótta. í nokkrum metum er og að baða busana upp- úr misköldu vatni. Enda veitir ekki af að þrífa þá svolítið. Fyrst er nú náttúrulega lyktin og ofan á það allur sá óþverri sem klínt hefur verið á þá frá því snemma um morguninn. En sjúkleg drottnunargirnd menntaskólanema fær ekki bara útrás í böðulshlutverkinu. í raun- inni eru lang fæstir sem fá útrás sína þar. Þeir eru jú bara aumar löggur. Hinir fá sína fullnægingu í því að vera atvinnurekendur. Kaupa á uppboði einn eða fleiri busa og láta þá þjóna sér það sem eftir lifir dags. Nærri þrælunum fá böðlarnir ekki að koma, frekar en löggan, því það má jú ekki skemma eignir manna. Það er að- eins ef þrælarnir gera uppsteyt, halda því fram að þeir séu ekki tuskur sem atvinnurekendurnir geti meðhöndlað að vild sinni, sem böðlarnir eru kvaddir á vett- vang. Allt tiltækt lið kallað út til að koma á lögum og reglu. Þessvegna eru flestir þrælanna stilltir, utan örfáir sem beinlínis hafa gaman af því að gera upp- steyt og eru flestir upprennandi kommúnistar. Það er ekkert gaman að vera atvinnurekandi slíkra. Einsog sannur atvinnurekandi Miklu notalegra er að ná í prúðan og stilltan þræl, sem er reiðubúinn til að gerast einkarit- ari manns. Þá tekur maður hann með sér í tíma, lætur hann bera fyrir sig byrðarnar og vinna það sem þarf að vinna. Maður þarf ekki að gera eitt einasta verkefni ekki glósa einn einasta staf, mað- ur lætur þrælana um það. Svo merkir maður vinnuna sjálfum sér og hirðir ágóðann, einsog sönnum atvinnurekanda sæmir. Kjördagur En klukkan hálfþrjú verður maður að láta þrælinn af hendi. Þá er þeim smalað í rétt einsog á kjördag væri. Síðan leiddir fram einn og einn og látnir hneigja sig í auðmýkt fyrir eldri nemum og þeirra valdi. Langflestir þræl- anna hneigja sig og þessir fáu upprennandi kommúnistar eru neyddir til þess. Að vísu fær einn þeirra að halda ræðu, því það er jú mál- frelsi ríkjandi í samfélaginu, en öllum tiltækum ráðum er beitt til að trufla og afflytja mál hans, nú sem endranær. Rœða busa Virðulegu busar Sjáið þér böðlana, þessar ve- „Vinsælustu fórn- arlömbineru, einsoggefurað skilja, fallegar stúlkur..." sælu skepnur. Eigum vér að kalla þá siðmenntaða? Nei, vérskulum gera það, þvísjá, úr augum þeirra skín kvalalosti, og allt þcirra at- ferli er einsog eðli villidýrsins. Og hvar fá þeir svo útrás fyrir " sinar sadísku hugsanir? Á oss Busum. Saklausum einstak- lingum, sem eiga engan þátt í því að þeim - böðlunum - gangi illa í skóla eða hafi misst afstrætó eða hvað það nú er sem kveikir þessar ofstopafullu kenndir þeirra. Svo kalla þeir sig aðal. Ekki nema það þó. Hafið þér skoðað merkingu orðsins böðull? í orðabók Menningarsjóðs stend- ur um orðið: þrœlmenni, níðing- ur, ruddi. Busar, hvers vegna finnst böðlum bananar ekki góð- ir? Þeir kunna ekki að taka utan af þeim. Böðlar. Af hverju skrifið þið ball fyrir busa, asna, lúða og labbakúta? Það hefðu allir skilið það hefðuð þið tekið orðin: asni, lúði og labbakútur undir eitt sam- heiti: böðull. Þegar hér var komið sögu höfðufæstir heyrt nokkuð til bus- ans, fyrir hljóðtruflunum og látum er eldri nemar stóðu fyrir. En businn kunni að svara fyrir sig-: „Hafið þér tekið eftir hvað böðlar eru tapsárir. Þeir gera allt til að orð mín berist ekki til yðar. Og reglurnar sem þeir setja. ' Þærsegja að enginn geti verið busi alla sína skólatíð. Busar. Reynum hvað við get- um. Sameinaðir stöndum vér. Rœða eldri nema Hæstvirtu félagar eldri nemar! Fram hjá ykkur hefur tæpast farið andstyggilegur óþefurinn í þessum annars ágæta hátíðarsal. Öll könnumst við við þessa fýlu. Já; við höfum fundið hana oft áður. Þessi lykt er af BUSA. Síð- asta haust, vorið þar áður og alla tíð höfum við máttþola þetta. Hve lengi eigum við að hafa þetta yfir höfðum okkar, en fá svo ekkert nema vanþakklœti í staðinn? NEI. Hér dreg ég mörkin. Þetta skal ekki viðgangast lengur. Ég harðneita að halda stundinni lengur í hendurnar á þessum litlu kvikindum og leiða þau um gang- ana. Héðan ífrá mun ég traðka á skítugum puttunum á þeim, njóta þess að heyra beinin bresta, og hlœja; hlæja upp í súrt smettið á þeim! Kœru félagar. Eigum við ekki að gera eitthvað í málinu? Eigum við ekki að koma í veg fyrir að hingað berist frekari busasend- ingar? Það vill svo til að ég hefráð sem dugir, eina ráðið sem dugir til að losa okkur við óvœruna fyrir fullt og allt er afar einfalt: Við för- um einfaldlega svo illa með þá núna, að samsærismenn þeirra sem eru í startholunum, tilbúnir að œða af stað næsta haust, þori ekki að koma! Með því að láta busana borða samlokur úr Mat- sölunni og láta þá leysa rotturnar afhólmi ísálfrœðinni munum við koma því orði á skólann, að sá sem hér reyni að komast inn fari strax út aftur, í litlum, rauðum bútum! skjóta þá. Hér dugir engin lin- kind, eða sem skáldið kvað: „Hossaðu heimskum gikki/hann gengur lagið á/og ótal asnastykki! af honum muntu fá. /Góð- mennskan gildir ekkilgefðu dug- lega á kjaft/slíkt hefur það ég þekkilhinn allra besta kraft. “ En hér má ekki láta sitja við orðin tóm. Ég skora á alla eldri nema að láta nú sjást hver ræður; koma reglu á óregluna og endur- vekja þann góða anda er áður sveif hér yfir vötnum. Ferfalt húrra fyrir eldri nem- um! Hjörðin í Hollí Svo streymir hjörðin út úr saln- um og þessu litla leikriti er svo gott sem lokið. Á morgun eru all- ir aftur þrælar. En kannski fá ein- hverjir, einhverntíma aftur að vera atvinnurekendur kannski fá einhverjir aftur að vera böðlar og kannski fá einhverjir aftur að vera kommar. Um kvöldið er svo fjölmennt í Hollívúdd. Nú eru skrípalætin af- staðin og allir farnir að skaka sér hver í kapp við annan. Allir upp- ábúnir og fínir, enda eru allir stjörnur í Hollivúdd. Gallinn er bara sá að fjöldi af þeim stjörnum sem við sjáum á himinhvolfinu eru dauðar fyrir fleiri fleiri árum. Og sumar eru að hrapa. Einsog gengur. Þegar líður á nóttina hefur margur þrællinn tekið uppá því að elska kúgara sinn og uppfrá því lifa allir í sátt og samlyndi. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Aðalfundur Hlaðvarpans, Vesturgötu 3 hf. verður haldinn í Hlaðvarpanum laugardaginn 14. febrúar n.k. kl. 16. Dagskrá: 1) Skýrsla stjórnar 2) Breyting á 16. grein samþykkta félagsins 3) Kosning stjórnar 4) Önnur mál Stjórnin Söfnun vegna jarðskjálftanna í El Salvador lýkur 6. febrúar. Framlög greiðist með gíró inn á reikn. 0303-26-10401. El Salvador-nefndin H Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Rafmagns- veitu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í eftirfarandi: A. Háspennujarðstrengi. Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 3. mars n.k. kl. 11. B. Lágspennujarðstrengi. Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 3. mars n.k. kl. 14. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3 Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á ofangreindum tíma að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fnkuk|ovógi 3 Simi 25800 Auglýsið í Þjóðviljanum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.