Þjóðviljinn - 31.01.1987, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 31.01.1987, Blaðsíða 12
FRA LESENDUM Að deila við ritdómarann Gamalt íslenskt máltæki segir að ekki tjái að deila við dómar- ann. Ætla má að slíkt hið sama gildi þegar átt er við ritdómara. Undantekning frá reglunni hlýtur þó að vera þegar deilt er við þann sem kveður upp sleggjudóm. Hér er einmitt um einn slíkan að ræða. Jón Thor Haraldsson birtir umsögn í Þjóðviljanum laugar- daginn 20. desember sl. Par fjall- ar hann um bók Sagnfræðistofn- unar Háskóla íslands „Réttvísin gegn Ólafi Friðrikssyni o.fl.“ Við Haraldur Jóhannsson hagfræð- ingur unnum að undirbúningi út- gáfu bókarinnar, en ritstjórn hafði Jón Guðnason dósent. Um ritdóm Jóns Thors Har- aldssonar er það að segja, að tor- velt er að sjá hvort einn og sami maður stýrir penna, slíkur er tví- skinnungur og tórræði í lesmáli. Strax í upphafi, sjálfri fyrirsögn greinarinnar er um rangfærslu að ræða. „Hvítbók um „Drengsmál- ið““. Ef marka má orðabók Há- skólans þá getur rit það er við Haraldur birtum engan "veginn talist „hvítbók" er jafnan átt við útgáfu stjórnvalda á tilteknum gögnum í opinberu máli. Útgáfa Sagnfræðistofnunar á gögnum málsins „Réttvísin gegn Ólafi Friðrikssyni o.fl.“ getur með eng- um hætti talist til slíkra, þótt segja megi að gögn málsins taki af tvímæli í mörgum greinum er áður voru ólj^s. Ritdómari sem sakar aðra um „dramatískar nót- ur“ ætti að kunna hóf í nafngiptum og vita skil á mismun sem þessum. Víkjum þá að sjálfri umsögn Jóns Thors um verkið, inngang minn og málsskjölin sjálf, að ó- 'ur/ei/u C. 00-. y vv/u>d/i- Jj'c/aJa/tiLi/t/ta^r/.t/.i Qj.i/a/t(h, i <’(///<, (1 ar/e c)Q Jc)c n///cl (X’/A’/v'c iim C) J/^o/t.iiettr ^OVitíCtiÁÁx’fl. •ímxxmLQá/xxL- ~F/J.&/ziM&SaaL. \j~i<L /ttc/ti/re cb /t Qjtie.it/ft! e>eá /ottr/ni/t.i/e.i t.i/r/tt\ii.i. / J/tet/Á/aUÁ, /t/t/t /~ ..... fSUfJ? ' 0\*/•/;/t/t b/r /t'Vuy.i///j . 'c/a/ciK/. *■>/;/•/jf'/ //,<//> Vutj/ít /jU/Á/aUÁ. /e J. ~/0.~ /J'2Z. /i/ytt//\///Ac tX/ /</<//i//'C Blaðamannaskírteini Ólafs Friðrikssonar, undirritað af Tryggva Þórhallssyni síðar forsætisráðherra. gleymdri nafnaskrá. Það liggur við að mér fallist hendur að svara annarri eins moðsuðu og þessi pottréttur ritdómarans reynist vera, fullur af mótsögnum. „Það eru villur í því litla sem ég hef borið saman; sauðmeinlausar, en villur samt.“ Hér reynir J.Th.H. að læða þeirri hugsun inn hjá les- endum að bókin úi og grúi af vill- um. Engar nefnir hann þó, og það sem meira er, hann hefir reynst ófáanlegur til þess að benda á villur þó eftir hafi verið Verkamannafélagið Hlíf Hafnarfirði Tillögur uppstillingamefndar og trúnaöarráös Verkamannafélagsins Hlífar um stjórn og aðra trúnaðarmenn félagsins fyrir áriö 1987 liggja frammi á skrifstofu Hlífar frá og meö mánudegin- um 2. febrúar. öðrum tillögum ber aö skila á skrifstofu félagsins Reykjavíkurvegi 64, fyrir kl. 17 fimmtudaginn 5. febrúar og er þá framboðsfrestur útrunninn. Kjörstjórn Verkamannafélagsins Hlífar Frá Borgarskipulagi Kynning í Byggingaþjónustunni að Hallveigarstíg 1 á tillögum aö deiliskipulagi tveggja reita í Þing- holtum. 1. Reitur sem afmarkast af Bergstaðastræti, Spítalastíg, Óðinsgötu og Bjargarstíg. 2. Reitur sem afmarkast af Bankastræti, Þing- holtsstræti, Amtmannsstíg og Skólastræti. Fulltrúar höfunda og Borgarskipulags verða á staðnum til að veita upplýsingar á fimmtudögum kl. 15.00-18.00 Athugasemdum eða ábendingum skal koma til Borgarskipulags, Borgartúni 3 fyrir 20. febrúar n.k. L leitað, en kosið framangreindar dylgjur einar. „Nafnaskráin er heldur ekki al- veg nógu faglega unnin“. Undir- ritaður vann ekki nafnaskrána. Það gerði sá sem kunni vel til verka og hefir sannað með ótví- ræðum hætti kunnáttu sína á því sviði, eða vill Jón Thor Haralds- son halda því fram að Jón Guðna- son, höfundur nafnaskrár Bergs- ættar, kunni ekki til slíkra verka? Eða hélt J.Th. að hann kæmi höggi á okkur Harald með þess- um ummælum? í framhaldi af hugleiðingum þessum um nafna- skrána koma svo einstaklega illk- vittnar athugasemdir ritdóma- rans um skjalaútgáfuna: „Svona atriði geta svo aftur orðið tii þess að veikja trú manns á sjálfa skjal- aútgáfuna, sem ætíð er vanda- verk.“ „Hefi ég þó á ekkert rekist sem tortryggilegt geti kailast og læt útrætt um þau efni.“ Sem sagt: Örlítill dropi af eitri í mjöð- inn. Dropinn sem breytir veig heillar skálar. Afturkalla í öðru orðinu það sem varpað var fram í hinu fyrra, en gæta þess jafnframt að eftir sitji efinn í huga lesenda. Ritdómur Jóns Th. Haralds- sonar er einmitt þeirrar gerðar sem andstæðingar Ólafs Friðriks- sonar og hatursmenn verkalýðs- hreyfingar hefðu hvað helst kosið sér. Slegið úr og í með hálfyrð- um. Lofsorð látið falla, en þess gætt að taka það aftur og ala á tortryggni og hnykkja, afvega og eyða með því áhrifum niðurstöðu málsins. „Bókin tekur af öll tvímæli“ segir J.Th. á einum stað. Þó er hann nýbúinn að tala um villur og veika trú á texta. Undir lokin tel- ur hann að við Haraldur höfum „lagt ómetanlega undirstöðu að einum þætti þeirrar sögu“ (Ólafs Friðrikssonar). Hvernig má það vera að bók sem ritdómarinn hefir reynt af fremsta megni að telja lesendum trú um að „veiki trú“, sé ekki „al- veg nógu fagmannlega unnin“ osfrv. sé allt í einu orðin „ómetanleg undirstaða“ og „og taki af öll tvímæli“? „Ég geri nú svo vel og skil yður ekki, sýslu- rnaður", sagði fjósamaðurinn í Kaldaðamesi forðum daga. Þótt margt megi sjálfsagt finna að verki okkar sem stóðum að fyrrnefndri útgáfu tel ég þó að villur sem vera kunna í bókinni séu hvergi nærri eins tiltakan- legar og missagnir þær og smekk- leysur sem Jón Thor Haraldsson á sjálfur hlut að í grein sinni um Ólaf Friðriksson í Andvara árið 1985. Er raunar vandséð hvaða erindi slík hugsmíð átti í gamalt virt tímarit. Jón Thor segir um laf Friðriksson: „Hann gaf mér síðan bókina, ég fylgdi honum upp á það sem mér þótti hana- S' ’álkaloft í Alþýðuhúsinu." lafur Friðriksson bjó ekki á neinu hanabjálkalofti í Alþýðu- húsinu, enda slíkt ógjörningur. Þakið flatt og enginn hanabjálki til. Ólafur bjó við hlið skattstof- unnar. Síðar segir um Ólaf: „mig minnir hann væri endurskoðandi ríkisreikninganna eða hefði eitthvert slíkt launað aukastarf, sem engin vinna fylgdi“. Ólafur var endurskoðandi bæjar- reikninga Reykjavíkur. Sá sem gerir harðar kröfur um heimilda- tilvitnanir ætti að hafa það sem réttara reynist. Þá segir J.Th.H. og berfyrirsig frænda sinn, Sigurð Thoroddsen verkfræðing, að hann hafi verið sannfærður um „að Óiafur hafi leikið sig geðveikan til þess að fá kost og logi“. í framhaldi af þeim upplýsingum kemur ályktun J.Th.H.: „Það er meira en líklegt, að það hafi verið farið að fjúka í skjólin hjá Ólafi...“, „og flokkurinn kannski ekki talið sér endalaust skylt að styðja við bakið á brautryðjanda sínum. Feginn vildi ég Olafs vegna, að rétt væri þessi kenning Sigurðar Thorodd- sen. Það hefði þá glampað á húm- orinn gamla.“ segir J.Th.H. Ég verð að játa að mig brestur skilning á skopskyn Jóns Thors í þessu tilviki. Ég sé ekki fyndnina við það að ótrauðasti og fórnfús- asti brautryðjandi íslenskrar verkalýðshreyfingar hafi tekið þann kostinn að leita athvarfs á geðveikrahæli og leika sig geð- veikan til þess að fá „kost og logi“. Allir þeir sem þekktu Ólaf Friðriksson vissu að hann fórnaði sjálfur öllu fyrir aðra, og krafðist nær einskis sér til handa. Hitt er jafnvíst að nefna mætti mörg dæmi um hið gagnstæða. Á sl. ári voru liðin 100 ár frá fæðingu Ólafs Friðrikssonar. Sæmra hefði verið að minnast þess með öðrum hætti en And- vari og Jón Thor Haraldsson gerðu. Pétur Pétursson þulur. hss-uajizx*** Lausar stöður Tvær stöður fulltrúa í fjármálaráðuneytinu eru lausartil umsóknar. Viðskipta- og/eða hagfræði- menntun áskilin. Umsóknir, ásamt upplýsingum um fyrri störf, sendist fjármálaráðuneytinu fyrir 10. febrúar 1987. Fjármálaráðuneytið, 15. janúar 1987. Bókavörður Tvær stöður bókavarða við Bókasafn Hafnar- fjarðar eru lausar til umsóknar. Um hlutastörf er að ræða. Umsóknir er tilgreini menntun og fyrri störf skulu berast yfirbókaverði fyrir 15. febrúar. Yfirbókavörður 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 31. janúar 1987 Meinatæknir óskast til starfa á Rannsóknardeild fisksjúk- dóma, Tilraunastöð Háskólans í meinafræði, Keldum. Uppl. í síma 82811.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.