Þjóðviljinn - 31.01.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 31.01.1987, Blaðsíða 1
Laugardagur 31. janúar 1987 24. tölublað 52. árgangur Vinnuveitendasambandið Vericbann á verkfallsmenn Sambandsstjórn Vinnuveitendasambandsins samþykkti verkbann á verkfallsmenn ígœr. Segja verkfallsrétti beittmeð þeim hœtti að útflytjendum sé mismunað. Birgir Björgvinsson: Metum stöðuna hverju sinni Afundi sambandsstjórnar Vinnuveitendasambandsins í gær var ákveðið að setja verk- bann á þá félagsmenn Sjó- mannafélags Reykjavíkur sem þegar eru í verkfalli og kemur það til framkvæmda 7. febrúar nk. í samþykkt sambandsstjórnar- innar segir aö Sjómannafélagið hafi ákveðið að beita verkfalls- réttinum með þeim hætti að „mis- muna útflytjendum og farmflyt- jendum með óskiljanlegum hætti og virðast geðþóttaákvarðanir einar ráða því, hvað flutt er út og með hverjum." Þá segir í sam- þykktinni að það liggi einnig fyrir að fjöldi félagsmanna séu nú að ráða sig til annarra starfa og á sama tíma liggi íslenski kaup- skipaflotinn bundinn í höfn. Þessar aðstæður miði að því að draga deiluna á langinn og tefja fyrir endanlegri lausn og því hafi verið gripið til verkbanns í varn- arskyni. „Það eru að sjálfsögðu engar geðþóttaákvarðanir teknar hvað undanþágur snertir. Við metum stöðuna hverju sinni. Reglan er sú að veita ekki of margar undan- þágur í einu því við getum ekki misst of marga af okkar mönnum út á sjó,“ sagði Birgir Björgvins- son í samninganefnd farmanna um yfirlýsingar sambandsstjórn- arinnar. Farmenn hafa nýlega gefið Keflavíkinni undanþágu til þess að flytja sfld til Sovétríkjanna en 3 aðrar undanþágubeiðnir verða afgreiddar eftir helgi. Farmenn hafa farið fram á það við stjórn Dagsbrúnar að hvetja hafnarverkamenn til þess að sýna baráttu þeirra stuðning með því að neita að afferma leiguskip í farmflutningum. Að sögn Guð- mundar J. Guðmundssonar for- manns Dagsbrúnar mun stjórnin gefa farmönnum svar eftir helgi. Von mun vera á 4-5 leiguskipum á næstu dögum. -K.Ól. Sjá Nafn vikunnar í Sunnudagsblaði Kvikmyndasjóður Hrafn fær 15 milljónir Úthlutun úr Kvikmyndasjóði er lokið og samkvæmt óstaðfest- um fregnum fékk Hrafn Gunn- laugsson mest að þessu sinni, eða 15 milljónir króna. Hrafn vinnur að gerð fram- halds við „Hrafninn flýgur“ og hefur auk þess fengið sænskan styrk, jafngildan um 80 milljónum svo ekki er hann á flæðiskeri staddur. Eftir því sem Þjóðviljinn gat komist næst í gærkvöldi hafði Karl Óskarsson fengið 10 milljónir til að gera leikna mynd, Jón Hermannsson 5 milljónir til að gera þáttaröð um jarðfræði í samvinnu við Guðmund Sig- valdason og er það í fyrsta sinn sem úthlutað er til gerðar heimilda- eða fræðslumyndar, Eiríkur Thorsteinsson fékk 2 milljónir og Páll Steingrímsson 0,5 milljón. Eyvindur Erlendsson mun hafa fengið úthlutun, og sömuleiðis Friðrik Þór Friðriksson og Kristín Jóhannesdóttir, en hversu mikið er óvíst. Til úthlutunar að þessu sinni voru um það bil 45 milljónir króna. -sá. Það er ekki að sjá á Austfjarðarfjöllum að nú sé hávetur á Islandi. Snjólaust upp I efstu hlíðar og háhyrningar skvetta sór í fjarðarbotnunum. Mynd -hb/Neskaupstað. Alþýðubandalagið Lægri skatta á einstaklinga Svavar Gestsson: Tekjuskattur fyrirtœkja verði hœkkaður. Gagnrýnum seinagang ríkisstjórnarinnar ískattamálinu. Pólitísk álitamál óleyst Við teljum að þessa breytingu eigi að ákveða nú þegar, og um leið eigi að ákveða lækkun á sköttum einstaklinga og hækkun á sköttum fyrirtækja, sagði Svav- ar Gestsson formaður Alþýðu- bandalagsins í samtali við Þjóð- viljann að loknum fundi stjórnar- andstöðunnar og fjármálaráð- herra í gær þar sem kynntar voru tillögur starfshóps um cndur- skoðun tekjuskattslaga. „Við erum mjög ákveðið þeirrar skoð- unar að það eigi að koma á stað- greiðslukerfi skatta og það eigi að flýta því máli. Við hljótum hins vegar að gagnrýna það hvernig að þessu máli hefur verið unnið,það hefur ekkert verið haft samband við stjórnarandstöðuflokkanna og það hefur ekki verið formlega rætt við sveitarfélögin, sem eiga þó mikilla hagsmuna að gæta. Það hefur ekki verið hugsað um að flýta þessu máli einsog kostur er á og ennþá eru öll pólit- ísk álitamál óleyst. í tillögum fjármálaráðherra er allt mjög opið ennþá. Það er gert ráð fyrir því að tekjuskattur til ríkisins sé 25-29% og útsvar um 6-8% og afsláttur 7-12.000 krón- ur á mánuðli. Barnabætur verði greiddar út,-»íðan komi húsnæð- isafsláttur en frádráttarliðir yfir- leitt felldir niður. Þá er rætt um að fella niður sjómannaafslátt." Svavar kvaðst leggja mikla áherslu á að málinu verði flýtt. Hann sagðist vera fylgjandi því að árið 1987 verði skattlaust en að sjálfsögðu yrði það að vera framtalsskylt. I viðtali stjórnar-' andstæðinga við fjármálaráð- herra kom ekki fram hver stefna ríkisstjórnarinnar er í því máli. Frumvarpsdrög verða lögð fyrir þingflokkana eftir helgi. -vd. Háhyrningar Á sfld- veiðum Að minnsta kosti fjórir háhyrn- ingahópar voru á ferð inn á Norðfirði í vikunni og hver með sinn sfldarskammt. Mikið fjör var í kringum þá og fylgdust margir Norðfirðingar með til- burðum háhyrninganna. Há- hyrningarnir fóru langt inn eftir firðinum og einn hópurinn alveg inn í botn fjarðarins, þar sem þeir iðkuðu sfldveiðar sínar við bryggjusporðinn hjá loðnu- bræðslunni. Mikið hefur verið um háhyrn- inga á Austfjörðum í allan vetur og koma þeir í hópum inn á firð- ina. Háhyrningarnir reka með sér litlar sfldartorfur og beita tals- verðri tækni við sfldveiðarnar, sem felst í því að litlir hópar, gjarnan 10-15 dýr, loka af litla sfldartorfu með því að umkringja hana. Hluti hópsins kafar síðan undir torfuna og heldur henni upp við yfirborðið, þar sem félag- arnir dunda við að tína sfldina upp í sig. Keflavík Böm fundu sprengju Það voru litlir strákpjakkar sem komu með skriðdreka- sprengjuna hingað á stöðina til okkar. Þeir höfðu fundið hana í fjörunni hérna neðan við bæinn og stungið spýtu upp í afturenda hennar og höfðu verið að slöngva henni frá sér með spýtunni, sagði Þórður Kjartansson lögreglu- maður í Keflavík í samtali við Þjóðviljann í gær. „Við fórum síðan með þetta upp á völl og þar varð mikið írafár á varnarliðsmönnum þegar þeir fengu sprengjuna í hendur, en þetta var skriðdrekasprengja sem sett er framan á riffla og síð- an skotið að skriðdrekum, en húrí var um 30 sm löng, sívöl og sver- ust um miðjuna. _sá.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.