Þjóðviljinn - 31.01.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 31.01.1987, Blaðsíða 15
______________AFMÆLJ___________ Ólafur Stefánsson ffá Víðihóli Undarleg eru þau örlög oft hjá íslenska bóndanum á þessari öld að þurfa að skipta um umhverfi. Yfirgefa náttúruna, landið og búsmalann sem hann hefur máske bundist sterkum tilfinn- ingaböndum. Ólafur Stefánsson, sem fagnar sjötugsafmæli í dag, er einn þeirra íslensku bænda, sem þurft hefur að yfirgefa víð- áttuna sína og hasla sér völl að nýju á mölinni. Og það hefur ekki verið nein venjuleg sveit, þar sem Ólafur bjó, á Fjöllum. Samt dylst engum, sem notið hef- ur gestrisni þeirra Ólafs og Kri- stínar Gunnlaugsdóttur, hans góðu konu, á Löngumýri 12 Ak-^ ureyri, að heimili þeirra er rök- / rétt framhald af búskapnum á Fjöllum. Þau hjón hafa haldið rausnar- bú á Löngumýrinni og þar hafa margir notið góðs af höfðings- skap þeirra í áranna rás. Það var fyrir árþúsundi, - eða að minnsta ícosti 15 árum, að erf- iðustu unglingarnir sem þá stund- uðu nám við Menntaskólann á Akureyri, lentu saman í kom- paní, sem þá var kallað Matarfé- lagið í Löngumýrinni. í þessu kompaníi voru menn eins og Kjartan Stefánsson, þá frjáls- lyndur íhaldsmaður, en er nú rit- stjóri Frjálsrar verslunar, þeir Hallyrmingar Gunnlaugur og Guttormur Sigurðssynir, þá ung- mennafélagssinnaðir framsókn- armenn, en nú er Guttormur höfuðsmaður Ananda Marga á íslandi, en Gunnlaugur reikull mikro-makrófflósóf auk þess að vera þjóðfélagsfræðingur. Enn fremur sá sem þessar línur skrifar fyrir hönd hópsins og Ævar Kjartansson, en við vorum þá byltingasinnaðir Framsóknar- menn en gerðumst anarkókratar með tímanum. Pessi hópur og tilfallandi gestir sjotugur settust til matar þar sem á borð- um var íslenskur matur: blóð- mör, magáll, hrútspungar, salt- kjet, hangið kjet af Fjöllum og í endurminningunni margt fleira eins og var hjá sýslumönnum á hinni öldinni. Hjá Óla og Stínu var eilíf veisla. Þessir menn úr Matarfélaginu réðust eins og bjarndýr á bráð sína - settust við borðið. Borð- haldinu stjórnaði húsbóndinn á heimilinu, Ólafur Stefánsson, af mikilli lipurð. Staðreyndin er nefnilega sú, að þessir unglingar voru eftir matinn og fyrir matinn með munninn fullan af skoðun- um. Skoðanir eiga til að þenja raddbönd. Og stundum flugu hnútur um borð eins og í kvæðinu forðum. En hjónunum tókst ævinlega að stilla til friðar og a.m.k. kom einu sinni fyrir, að Ólafur hóf upp raust sína og fór að syngja. Söng okkur í dúna- logn. Og stundum gátu þessi fýlu- legu ungmenni ekki staðist for- söngvarann og sungu með hon- um. Hann er söngvinn og lipur - og var snillingur í umgengni sinni við ungmennin. Húsfreyjan kunni og að slá á ljóðræna strengi, þannig að þrátt fyrir allan matinn og pólitíkina urðu ung- lingarnir skáldlega hreyfir í Löngumýri. Meira að segja raun- sæismaður eins og ritstjóri Frjálsrar verslunar orti ljóð. Ekki trúi ég að þau Ólafur og Kristín hafi haft annað en fyrir- höfnina út úr þessu stússi í kring- um okkur menntskælingana. Pví það var ekki einungis þannig að við, þessi ódælu ungmenni, borð- uðum bflhlass í mál, heldur sátum við inni á gafli hjá þeim á Löng- umýri fram eftir á kvöldin, og oft- sinnis á daginn varð máltíð að löngum málfundi, sem fló yfir alla skólasókn. En Óli og Stína umbáru okkur með lofsverðri þolinmæði og aldrei fundum við fyrir öðru en þeirri hlýju hjón- anna í Löngumýri, sem yljar manni við endurminningu alla tíð síðan. Staðreyndin er nefnilega sú, að þau báru fyrir okkur slíka umhyggju, að við litum til þeirra eins og foreldra, alténd brokk- gengari hluti Matarfélagsins. Öll árin á Akureyri hefur Ólafur Stefánsson unnið hjá Sambandsverksmiðjunum í bæn- um. Verkamaðurinn í verksmiðj- unni hefur samt alltaf verið bóndi. Fas hans er bóndans frjálsborna og Ólafur er svo snar- legur að menn hafa á tilfinning- unni jafnvel heima í stofu, þá gæti hann í næstu andrá hlaupið á fjöll að leita sauða. Á þessum tíma- mótum í ævi Ólafs Stefánssonar og Kristínar Gunnlaugsdóttur verður áreiðanlega mörgum hugsað til heimilisins að Löng- umýri, þar sem stór fjölskylda, sveitungar af Fjöllum, - og ótal vinir hafa notið gestrisni og höfð- ingsskapar þeirra hjóna. Við kumpánar úr Matarfélaginu sendum þakkarkveðjur og ham- ingjuóskir. Óskar Guðmundsson NÁMSKEIÐ í MYNDBANDAGERÐ Fyrirhugaö er aö hefja sex vikna námskeið mið- vikudaginn 11. febr. n.k. Kennslan fer fram í Miö- bæjarskóla og verða kenndar 4 kennslustundir 2 kvöld í viku. Megináhersla verður lögð á: Kvikmyndasögu, mynduppbyggingu, eðli og notkun myndmáls í kvikmyndum, handritsgerð auk æfingar í meðferð tækjabúnaðar ásamt upptöku, klippingu og hljóðsetningu eigin myndefnis nemenda. Innritun næstu daga á skrifstofu Námsflokkanna frá 13-21 í símum 12992 og 14106. FATASAUMUR GERÐUBERGI Fyrirhugað er að halda 8 vikna námskeið í fata- saumi í Menningarmiðstöðini í Gerðubergi. Kennslan fer fram á miðvikudagskvöldum 4 kennslustundir í senn. Kennt verður að taka upp snið, breyta sniðum, sníða og sauma eftir þeim. Kennslugjald kr. 3.000.- Kennari: Rannveig Sigurðardóttir. Innritun næstu daga á skrifstofu Námsflokkanna símar 12992 og 14106. ÞORRABLÓT ABR 1987 Laugardag 31. janúar í RISINU, HVERFISGÖTU 105. Húsiö opnaö kl. 19.00. Boröhald hefst kl. 20.00. Árni Björnsson, þjóðháttafræöingur. Sala miöa og boröapantanir: á skrifstofu ABR, Hverfisgötu 105. Sími 17500. Sif Ragnhildardóttir syngur gömul lög, sem Marlene Dietrich geröi vinsæl á fjóröa áratugnum. Jóhann Krístinsson, píanó. Tómas R. Einarsson, bassi. Framboðskór G-listans í Reykjavík syngur nýjar og fornar blótvísur. -listinn, ekki ein nóta fölsk. íslenskur þorramatur Húsiö opnaö fyrir aöra en matargesti kl. 23. Glæsir leika fyrir dansi. Verö miöa kr. 1.400.»

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.