Þjóðviljinn - 31.01.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 31.01.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þJÓOVIUINN Laugardaour 31. janúar 1987 24. tölublað 52. árgangur SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. SteingrímurJ. Sigfússon: Getum ekki beðið lengur. Læt dreifa tillögunni á mánudag. Verður að ráðast hverjir vilja vera með Að öllum líkindum verður lögð fram á Alþingi eftir helgi til- laga í Neðri deild um að skipa nefnd á grundvelli 39. grein stjórnarskrárinnar til að rann- saka deilur menntamálaráðu- neytis og fræðsluyfirvalda í NorðiA'landsumdæmi eystra, þar með talið réttmæti þeirra ásak- ana sem menntamálaráðherra hefur borið á Sturlu Kristjáns- son, fyrrverandi fræðslustjóra. Einnig er í tillögunni gert ráð fyrir að nefndin geri ítarlega út- tekt á öllum samskiptum fræðslu- umdæmanna og ráðuneytisins og einstakra deilda þess. Steingrímur J. Sigfússon al- þingismaður sagði í samtali við Pjóðviljann að hann hefði undan- farna viku beðið með tillögu- flutning í þeirri von að þingmenn Norðurlands eystra og þingmenn allra flokka næðu að sameinast um aðgerðir sem tryggðu hlut- lausa rannsókn málsatvika með einum eða öðrum hætti. „Nú sé ég ekki að lengur verði beðið og svo fremi sem ekki næst um helgina samkomulag um rannsókn og málsbætur til handa Sturlu sem allir geta sætt sig við. Því læt ég dreifa tillögunni á Viðey Kláustrið ófundið enn „Það hefur enginn fundið þetta klaustur ennþá“, sagði Mjöll Snæsdóttir fornleifafræðingur. Fyrir dyrum stendur að byggja véla-og verkfærageymslu úti i Viðey og Mjöll falið að kanna á fyrirhuguðum byggingastað hvort einhverjar fornminjar leyndust þar áður en skurðgröf- unum og vélskóflunum verður sleppt lausum. I þessari könnun fundust nokkrar menjar um mannlíf, mis- jafnlega gamlar, þó flestar frá seinni tímum og nefndi Mjöll þar á meðal sleggjustein einn mikinn og góðan. -sá. I mánudag. Það verður að ráðast hverjir treysta sér til að vera með- flutningsmenn og hverjir ekki. Undanfarna daga og vikur síð- an Sturlu var vikið úr starfi hefur rignt yfir okkur alþingismenn kjördæmisins áskorunum og kröfum um að við hlutumst til um ítarlega og óhlutdræga rannsókn málsatvika í þessari deilu og það sýnist mér augljóst sanngirnis- mál. Ég hef lfka sjálfur sagt að ég telji að Alþingi geti ekki horft upp á ráðherra beita valdi sínu með þessum hætti án þess að fá á því fullgildar skýringar." Aðspurður um hvort með þess- ari tillögu væru endanlega úr sög- unni hugmyndir um að flytja van- traust á menntamálaráðherra vegna þessa máls sagðist Steingrímur telja að ekki þyrfti sérstaka tillögu til þess. „Með at- höfnum sínum og orðbragði er ráðherrann sjálfur ein samfelld „vantraustsyfirlýsing" gangandi á tveimur fótum og ég er þess fullviss að kjósendur nota tæki- færið og láta þetta vantraust koma fram í kosningum í vor og þá ekki síst kjósendur á lands- bygðinni.“ -yk. Fulltrúar frá Bandalagi kennarafélaga afhentu í gær á alþingi kröfu um að skipuð verði þingnefnd sem rannsaki brottvikningu Sturlu Kristjánssonar úr embætti fræðslustjóra í Norðurlandskjördæmi eystra. - Helgi Seljan, fyrsti varaforseti sameinaðs þings veitti kröfunni viðtöku og sést hér taka við henni úr hendi formanns Bandalagsins, Valgeiri Gestssyni. Aðrir á myndinni eru frá vinstri: Gunnar Gíslason, Ólafur H. Jóhannsson og Kristján Thorlacíus. Varaflugvöllurinn NATO fjáimagni könnun Tillaga um að athugun verði gerð á óflugvöllum sem hugsanlegum varaflugvelli fyrir millilandaflug. Mannvirkjasjóður gefur vilyrði um fjármögnun könnunarinnar Fulltrúar NATO hafa gefið vil- yrði fyrir því að Mannvirkja- sjóður Atlantshafsbandalagsins muni Qármagna forkönnun og hagkvæmnisathugun á 6 flugvöll- um sem gætu komið til greina sem varaflugvöllur fyrir millilandafi- ug, en kostnaðurinn er áætlaður um 14 miljónir. Viðræðunefnd fulltrúa sam- gönguráðuneytis, varnarmála- skrifstofu utanríkisráðuneytis og fulltrúa frá Atlantshafsbanda- laginu skilaði áliti sínu í fyrradag um gerð varaflugvallar. Þar mun Pétur Einarsson flugmálastjóri hafa komið með þá tillögu að at- hugun yrði gerð á flugvallarskil- yrðum á 6 stöðum á landinu, þar með talið á Sauðárkróki og mun Pétur hafa sagt að til þess að at- hugunin væri framkvæmanleg þyrfti erlent fjármagn. Flugvell- irnir sem um ræðir eru auk Sauðárkróksvallar á Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum, Blöndu- ósi og Höfn í Hornafirði. Matthías Bjarnason sam- gönguráðherra sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að ekkert lægi enn fyrir um það hvort Mannvirkjasjóður kæmi inní dæmið. „Það er fáránlegt að leita til Mannvirkjasjóðsins eftir fjár- magni í athugunina,“ sagði Ingi- björg Haraldsdóttir formaður Samtaka Herstöðvaandstæðinga. „íslendingar geta vel fjármagnað fýrirtækið sjálfir. Það vita líka að sjálfsögðu allir að þetta verður uppphafið að því að sjóðurinn styrki flugvallarframkvæmdirn- ar, en Mannvirkjasjóður styrkir engin önnur mannvirki en hern- aðarmannvirki og barnalegt að ætla annað en að NATO noti hann sem slíkan þegar hann verð- ur tekinn í notkun,“ sagði Ingi- björg. -K.OI. Q-1^0fú \c NDURA KJ/ SELTJARNARNESI 0 — 0 í T ' I ■ I ' I ' I I. I I I 4 „ nn I Tónlistarskólanum í dag laugardag kl. 16.00 Geir, Ólafur Ragnar, Ásdís, Bjargey og Jóhanna koma á fundinn - ALLIR VELKOMNIR G-LISTINN REYKJANESI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.