Þjóðviljinn - 31.01.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 31.01.1987, Blaðsíða 2
^SPURNINGIN- Hvaö finnst þér um fræösluherferð Land- læknisembættisins um eyöni og smokka? Ólafur H. Jóhannsson skólastjóri Fræösla um þessi mál er sjálf- sögö, en varast ber að einfalda málin um of og fólk má ekki skilja sem svo að smokkurinn sé einföld lausn. þaö ber aö bregðast við af ábyrgö og þekkingu. Stefanía Vigfúsdóttir skrifstofumaður Nokkuö málum blandin. Hún gæti e.t.v. leitt til lauslætis, en á þó rétt á sér. Það er kannski fullmikill gauragangur í kring um þetta. Heiða Sveinsdóttir starfsstúlka Þessi mál hafa verið lítiö rædd til þessa og verið feimnismál svo kannski er farið full geyst af stað nú. Rögnvaldur Johnsen arkitekt Mér list vel á hana. Það verður að minna rækilega á eyðnihættuna og smokkurinn er vissulega vörn gegn henni. Anna María, foringi í Hjálpræðishernum Ég hef ekki svo mikið orðið vör við hana enn, en vonandi að fjallað verði um þessi mál á eðlilegan hátt og þau ekki gerð að einhvers kon- ar skemmtiatriði. FRÉTHR Eyðni 1500 mótefnamældir Ólafur Ólafsson landlœknir: Fráleittað skylda alla ímótefna- próf. Kostnaðurinn einn yfir 100 miljónir Fráleitt er að skylda alla íslend- inga í mótefnapróf vegna eyðni. Kostnaðurinn einn yrði um 100 miiljónir sem er fimmfalt framlag til Vísindasjóðs. Árang- urinn yrði í engu samræmi við bæði kostnað og fyrirhöfn og skapaði hugsanlega falskt ör- yggi,“ segir Olafur Olafsson land- læknir. Síðan mótefnamælingar hófust hér á landi í nóvemberbyrjun hafa um 1500 manns verið mót- efnamældir og hafa 30 reynst með mótefni. Mjög er sjaldgæft að smitað fólk komi sjálft til mótefnamæl- inga og af þeim 30 sem reynst hafa smitaðir, komu aðeins 7 af sjálfsdáðum. Af þessu mætti nokkuð ráða að það eru helst áhættuhóparnir, sem erfiðast er að ná til og annað þyrfti þar til að koma en lagaboð. Auk þess eru lög sem heimila yfirvöldum að mótefnaprófa hvern sem er að sínum geðþótta ekki til. Lang öruggasta og skyn- samlegasta leiðin gegn sjúk- dómnum er því fræðsla Öllum er frjálst að láta mót- efnamæla sig. Það er gert á öllum heilsugæslustöðvum og allir heimilislæknar gera það einnig. Landlæknir sagðist mæla ein- dregið að fólk gerði slíkt, hefði það einhvern minnsta grun um að það hefði smitast. Fræðslustarf á vegum land- læknisembættisins er þegar kom- ið vel af stað. Gefið hefur verið út myndband með kastljósþætti um eyðni og annað myndband um sjúkdóminn, ættað frá Banda- ríkjunum með íslenskum texta. Gerðar hafa verið litskyggnur og texti við þær ásamt ítarefni og hefur þetta efni þegar verið sent til allra heilsugæslustöðva og hér- aðslækna á landinu og miðla þeir efninu til skóla, vinnustaða og yfirhöfuð þeirra sem vilja kynna sér málið. Læknanemar hafa farið í skóla landsins og frætt nemendur og kennara og einnig munu hjúkr- unarnemar annast fræðslu á vinnustöðum. Hefur fólk tekið allri fræðslu mjög vel, sérstaklega skólafólkið. -sá. Ólafur Ólafsson landlæknir: Árangur af allsherjareyðniprófi í engu samræmi við kostnað og fyrirhöfn. Byggðastofnun Grundfirðingar fá skipalán Stjórn Byggðastofnunar hefur samþykkt að veita Hraðfrysti- húsi Grundarfjarðar 30 miljón króna lán til kaupa á skuttogar- anum Gauti frá Garði og stál- skipinu Skipanesi SH-608. Með þessu láni eru Grundfirðingum tryggð kaup á Gauti en mikil óá- nægja er meðal Suðurnesja- manna að horfa á eftir enn einum skuttogaranum burt af svæðinu. Grundfirðingar misstu skuttog- arann Sigurfara burt í plássinu eftir uppboð á honum árið 1985. Vegna þessarar samþykktar stjórnar Byggðastofnunar lét Geir Gunnarsson alþingismaður Reyknesinga bóka á fundi stjórn- arinnar að hann liti svo á eftir þessa lánveitingu að Byggða- stofnun hefði sérstökum skyldum að gegna gagnvart íbúum Gerða- hrepps ef leitað yrði eftir aðstoð þaðan til skipakaupa þangað eða atvinnuaukningar með öðrum Hraðfrystihúsi Grundarfjarðar tryggð kaup á Gauti úr Garði með 30 milljónum. Bókun Geirs Gunnarssonar: Stofnunin skuldbundin að styðja Gerðahrepp Erni Erlingssonum sf. í Keflavík 10 miljón krónum til kaupa á 70 - 80 rúmlesta skipi og Straumnesi hf. á Patreksfirði 7 miljón krón- um til að tryggja öruggari hráefn- isöflun til fiskvinnslu á Patreks- firði. -vd. hætti. Halldór Blöndal alþingis- maður lýsti stuðningi sínum við bókun Geirs. Pá hefur stjórn Byggðastofn- unar einnig ákveðið að veita Hraðfrystihúsi Keflavíkur 20 miljón króna lán til að koma í veg fyrir sölu á togara fyrirtækisins en fýrirtækið fékk 20.6 miljón króna lán í desember til fjárhagslegrar endurskipulagningar. Einnig var Suðurvör hf. í Þorlákshöfn veitt 10 miljón króna lán til kaupa á þremur fiskiskipum, Þorsteini og Leikfélag Akureyrar Dreifar af dagsláttu í suðurför Leikfélag Akureyrar mun um helgina gefa sunnlendingum kost á að sjá og hlýða á sungna og leiklesna dagskrá með verkum Kristjáns frá Djúpalæk. Dagskrá þessi var sett saman til heiðurs skáldinu í tilefni af 70 ára afmæli þess sl. sumar. Nefnist hún Dreifar af dagsláttu eins og síðasta ljóðabók Kristjáns. Krist- ján Kristjánsson, sonur skáldsins og Sunna Borg völdu efnið og Sunna stýrði einnig uppsetningu dagskrárinnar. í henni kennir ýmissa grasa bæði í bundnu máli og óbundnu enda hefur Kristján víða komið við á skáldferli sín- um. Um 12 manns taka þátt í uppfærslunni sem tekur um 2 tíma í flutningi með hléi. Sýningar verða í Norræna hús- inu laugardaginn 31. janúar kl. 14.00 og aftur kl. 17.00. Sunnu- daginn 1. febrúar verða Dreifarn- ar svo sýndar í Félagsheimili Ölf- usinga í Hveragerði og hefst sú sýning kl. 15.00. - yk/Akureyri. 2 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 31. janúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.