Þjóðviljinn - 12.02.1987, Blaðsíða 4
LEIÐARI
Launþegar staðgreiði
Loksins er útlit fyrir að staðgreiðslukerfi
skatta verði komið á hér á landi.
í frumvarpinu er gert ráð fyrir að skattleysis-
mörk launþega verði 33.000 krónur á mánuði
árið 1988. /
Á tekjur sem eru hærri en 33.000 krónur á
mánuði er lagður 34,75% skattur. Sá skattur
skiptist þannig milli ríkis og sveitarfélaga, að
ríkið fær 28,5% en sveitarfélögin 6,25% í formi
útsvars.
Sjómannaafsláttur verður 150 krónur fyrir
hvern dag á sjó, og stundi viðkomandi sjó-
mennsku eingöngu er afslátturinn 150 krónur
fyrir hvern dag ársins.
Með fyrsta barni verða barnabæturnar
12.625 krónur, en 18.910 með hverju barni um-
fram eitt. Fyrir börn yngri en 7 ára skulu barna-
bæturnar vera 25.250 krónur. Og barnabætur
með börnum einstæðra foreldra skulu ávallt
vera tvöfalt hærri en foreldra sem búa saman í
hjónabandi eða óvígðri sambúð.
Húsnæðisbætur verða 55.000 krónur á ári í 6
ár eftir að viðkomandi skattgreiðandi hóf bygg-
ingu eða kaup á íbúðarhúsnæði í fyrsta sinn.
Þrátt fyrir staðgreiðslukerfið munu skatt-
greiðendur þurfa að skila framtölum framvegis
eins og hingað til. Við uppgjör samkvæmt fram-
tali kemur síðan í Ijós hvort skattgreiðandinn
hefur greitt of lítið eða of mikið og verða þá
endurgreiðslur greiddar með verðbótum, hvort
sem það er Gjaldheimtan sem skuldar skatt-
greiðandanum eða skattgreiðandinn Gjald-
heimtunni.
Hver skattgreiðandi fær skattkort sem hann
leggur inn hjá vinnuveitanda sínum. Sé annað
hjóna heimavinnandi má leggja skattkort
beggja inn hjá vinnuveitanda þess sem útivinn-
andi er og á hann þá rétt á 80% af persónuaf-
slætti makans, auk eigin afsláttar.
Persónuafslátturinn er færanlegur innan árs
þannig að séu tekjur einhverja mánuði við eða
undir skattleysismörkum kemur ónýttur
persónuafsláttur til eftiráuppgjörs, samkvæmt
framtali og dregst frá greiddum skatti með
verðbótum.
Eins og af framangreindu má sjá snýst hið
nýja staðgreiðslukerfi skatta eingöngu um það,
hvernig megi leggja staðgreiðsluskatta á launa-
fólk.
Skattlagning á eignatekjur, vaxtatekjur,
ieigutekjur og fyrirtæki verður með sama
hætti og áður og er fyrir utan nýja kerfið.
Fjármálaráðherra ber því við að ekki hafi ver-
ið tími til að lagfæra skattkerfið í heild sinni. Sú
réttlæting er þó harla léttvæg, þar sem hér á
landi tíðkast að hafa alþingiskosningar á fjög-
skattinn
urra ára fresti að minnsta kosti, þannig að hver
ríkisstjórn á að vita hversu langan frest hún
hefur til að hrinda því í framkvæmd sem hún
hefur á prjónunum.
Staðgreiðslukerfi skatta er þjóðþrifamál, en
hinar raunverulegu endurbætur á skattakerfinu
eru látnar sitja á hakanum. Það er gott og bless-
að að koma á staðgreiðslukerfi skatta, sem gild-
ir eingöngu fyrir launþega, en það er alvarleg
yfirsjón að gleyma því mikilvægasta, sem er
það réttlætismál að grisjaður verði sá frádrátt-
arfrumskógur sem umlykur framtöl þeirra sem
fást við atvinnurekstur ýmiss konar og fyrir-
tækja þeirra. Ragnar Arnalds fyrrverandi fjár-
málaráðherra sagði, að væri þeim frumskógi
rutt úr vegi mætti ná inn einum til einum og
hálfum milljarði króna, sem gerði okkur kleift að
hækka skattleysismörk úr rúmum 30 þúsund
krónum í um það bil 50 þúsund krónur á mánuði.
í annan stað hefði verið eðlilegt að skatt-
leggja mjög háar tekjur með aukaskattþrepi -
og að leggja á stóreignaskatt.
Skattafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ekki
ráð fyrir neinum breytingum á skattheimtu af
öðrum en launþegum, enda er varla von á öðru
af hálfu ríkisstjórnar, sem hefur jafnan rennt
hýru auga til launafólks þegar tekjuöflun ríkis-
sjóðs hefur borið á góma. - Þráinn
KUPPT OG SKORIÐ
ftalskir kommúnistar munnhöggvast nú um „eignarréttinn" á umbótastefnu
Gorbatsjovs. Myndin sýnir Alessandro Natta, leiðtoga PCI í heimsókn í Moskvu
á síðastliðnu ári.
Gorbatsjov,
Cossutta
og Natta
Það breytta andrúmsloft, sem
skapast hefur í Sovétríkjunum
fyrir frumkvæði flokksleiðtogans
Gorbatsjovs, er nú á hvers manns
vörum. Á Ítalíu hefur umræðan
vakið upp gamlar deilur innan
Kommúnistaflokksins á milli
þeirra sem skipa meirihlutann og
hafa fyrir löngu tekið sjálfstæða
og gagnrýna stefnu til þróunar
sósíalismans í Sovétríkjunum og
lítils minnihluta, sem vill líta á
Sovétríkin sem fyrirmyndarríki
sósíalismans.
Það er hinn Sovétholli Brésn-
evisti Armando Cossutta, sem
situr í miðstjórn Kommúnista-
flokksins og er fulltrúi hans á ít-
alska þinginu, er þannig hefur átt
orðastað við flokksleiðtogann,
Alessandro Natta og aðra þá leið-
toga flokksins sem frá upphafi
fylgdu gagnrýni Enrico Berlingu-
ers á Sovétríkin.
Deilur þessar hafa undanfarið
verið á þeim nótunum, að á með-
an Cossutta hefur krafíst þess að
ítalski kommúnistaflokkurinn
lýsi yfír skilyrðislausum stuðningi
við Gorbatsjov og Sovétríkin sem
höfuðvígi kommúnismans, þá
hafa Natta og hans menn lýst því
yfír með allgóðum rökum að því
er virðist, að einmitt Gorbatsjov
hafi nú viðurkennt réttmæti
þeirrar gagnrýni sem Enrico
Berlinguer hafði uppi á Sovét-
ríkjunum á sínum tíma, og Coss-
utta túlkaði þá sem svik.
Það má segja að málgögn ítal-
ska kommúnistaflokksins eins og
dagblaðið l’Unitá og vikuritið
Rinascita hafi verið varkárari í
bjartsýninni á umbótamöguleika
Gorbatsjovs en mörg önnur
borgaraleg málgögn. Þetta hefur
vakið gremju Cossutta, en aðrir
hafa bent á að varkárni ítalskra
kommúnista í þessum efnum
kunni að stafa af náinni þekkingu
þeirra á aðstæðum öllum innan
Sovétríkjanna.
Armando Cossutta segir í ný-
legu viðtali við vikublaðið l’Es-
presso að „hugsanlegt sé að
gagnrýni Berlinguers hafi að ein-
hverju leyti verið staðfest af Gor-
batsjov,“ en hann segir jafnframt
að þegar Berlinguer hafi talað um
að sá „aflgjafi" sem októberbylt-
ingin hefði verið evrópskri verka-
lýðshreyfingu væri „tæmdur“, þá
hafí hann átt við að Sovétríkjun-
um væri ekki við bjargandi, og að
raunverulegra umbóta væri ekki
þaðan að vænta. „Þetta,“ segir
Cossutta, „hefur Gorbatsjov nú
afsannað“. Og Cossutta ásakar
núverandi flokksleiðtoga, Aless-
andro Natta, fyrir að hafa afskrif-
að alla möguleika á raunverulegri
endurnýjun í Sovétríkjunum.
Natta svarar
Þessari gagnrýni hefur Natta
nú andmælt í viðtali við dagblað-
ið La Repubblica, þar sem hann
segir m.a.:
„Allt frá upphafí höfum við
lýst yfir stuðningi okkar við um-
bótaviðleitni Gorbatsjovs og
flokksforystu hans... En, fyrir-
gefið, skyldi nokkurn undra það,
ef litið er til þeirrar sérstöðu sem
við höfum haft gagnvart Sovét-
ríkjunum og þeirrar gagnrýni
sem við höfum haft í frammi á
framkvæmd sósíalismans þar.
Þar á ég ekki bara við samþykktir
þær sem gerðar hafa verið á síð-
ustu flokksþingum okkar“. Við
getum leitað allt aftur til Togliatti
(aðalritara PCI 1926-’64) sem var
sá fyrsti sem - í stuttu máli - gaf
Moskvu þessi skilaboð: „Ykkar
sósíalismi dugar ekki, hvorki
fyrir ykkur sjálfa né okkur ítali“.
„Því ættum við þá ekki að
fagna svo skýrri endurnýjun,“
segir Natta, „sem nú á sér stað?
Ég hef lesið það í blöðunum, að
okkur hafi liðið betur á Bresjnev-
tímanum, því það hafí verið
auðveldara að taka gagnrýna af-
stöðu til hans en Gorbatsjovs.
Hvílíkt bull! En hins vegar viljum
við heldur ekki taka yfirborðs-
kennda afstöðu til síðustu skýrslu
Gorbatsjovs til Æðstaráðsins og
þeirra erfíðleika sem áform hans
mæta...“.
Sovéskt
fordæmi?
Og Natta beinir áfram orðum
sínum til Cossutta: „Við sitjum
að sjálfsögðu ekki með hendur í
skauti og bíðum þess að hinn so-
véski sósíalismi endurvinni stöðu
sína gagnvart okkur sem for-
dæmi,“ og þar með gefur hann í
skyn að svo muni aldrei verða.
„Stefnubreyting sovéska
Kommúnistaflokksins verður
ekki þess valdandi að við breyt-
um okkar eigin stefnu...“.
Cossutta hefur ásakað ítölsku
flokksforystuna fyrir hentistefnu
og segir hana lið í viðleitni flokks-
ins til þess að gera sig selskaps-
hæfan með borgaraflokkunum f
ríkisstjóm. Natta svarar þessari
gagnrýni Cossutta með eftirfar-
andi orðum í viðtalinu í La Repu-
bblica:
„Eins og allir vita hefur þess
stöðugt verið krafíst í 40 ár að
ítalski kommúnistaflokkurinn
sanni að hann sé óháður og sjálf-
stæður flokkur. Flokkurinn hefur
jafnframt stöðugt lagt fram slíkar
sannanir. En þá hafa einungis
komið fram nýjar kröfur sem
aldrei hafa tekið enda. Betri sam-
skipti á milli PCI og sovésku fé-
laganna hafa því ekki hið minnsta
að gera með þátttöku okkar í rík-
isstjórn á Ítalíu eður ei. Þau gætu
einungis orðið til þess að auka á
hróður PCI“.
Þverstæður
Hið þverstæðukennda í þessari
deilu er hins vegar að á sama hátt
og ítalskir kommúnistar geta ekki
vænst þess að umbótastefna Gor-
batsjovs muni hjálpa þeim inn á
ríkisstjórnarteppið á Ítalíu, þá
bendir fátt til þess að Gorbatsjof
sé greiði gerður með upp-
hlaupum Armando Cossutta. Því
sú breyting varð greinileg á
stefnu sovéskra kommúnista eftir
að Gorbatsjov komst til valda, að
þeir lögðu allt í einu mikla
áherslu á vinsamleg samskipti við
forystu ítalska kommúnista-
flokksins. Þetta hefur meðal ann-
ars komið fram í þeim mót-
tökum, sem leiðtogar flokksins
hafa fengið í Moskvu, þar sem
þeim hefur verið fagnað sem
þjóðhöfðingjum.
Þetta á sér í rauninni einfalda
skýringu. Þegar ítalskir komm-
únistar hafa lýst því yfir að þeir
væru hluti evrópskrar vinstri-
hreyfingar - og sýnt það í verki
með auknu samstarfi við jafnað-
armannaflokka álfunnar og Al-
þjóðasamband jafnaðarmanna -
þá hefur Gorbatsjof lýst því yfír,
að sovéskir kommúnistar væru
líka hluti af þessari hreyfingu.
Gorbatsjov og stuðningsmenn
hans líta vonaraugum til ítölsku
flokksforystunnar sem vænlegs
bandamanns innan evrópskrar
vinstrihreyfingar til þess að auka
áhrif sín þar. Svo er ekki að sjá að
ítalska flokksforystan sé óðfús að
taka að sér það hlutverk. Þvert á ,
móti bendir allt til þess að hún
muni leggja aukna áherslu á sam-
starf við jafnaðarmannaflokkana
í álfunni í framtíðinni.
-ólg.
þlOÐVILJINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur
Skarphéðinsson.
Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson.
Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjöríeifsson, Kristín
Ólafsdóttir, Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ÓlafurGíslason,
SiaurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vilborg Davíðsdóttir,
Vfðir Sigurðsson (íþróttir), Vngvi Kjartansson (Akureyri).
Handrlta- og prófarfcalestur: Elías Mar.
Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður MarHalldórsson.
Útlftsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason.
Framkvœmdastjórl: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifatofustjórl: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson.
Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglýsingar: Olga Clausen, Guðmunda Krístinsdóttir.
Simvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmóðir: Ólöf Húnflörð.
Bílstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir.
Útbreiðslu-ogafgreiðslustjóri: Hörður Oddfríðarson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333.
Auglýsingar: Síðumúla 6, sfmar 681331 og 681310.
Umbrotog setning: Prentsmiðja ÞJóðvlljanshf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð f lausasðlu: 50 kr.
Helgarblöð:55kr.
Áskrlftarverð á mánu ði: 500 kr.
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 12. febrúar 1987