Þjóðviljinn - 12.02.1987, Blaðsíða 2
SPURNINGIN
Agla Róbertsdóttir, skrifstofu-
maður og húsmóðir:
Nautakjöt, lambakjöt og svína-
kjöt til skiptis. Annars er kjöt af-
skaplega dýrt - sérstaklega
lambakjötið miðað við gæði.
Hlynur Möller, bifvélavirki:
Lambakjöt því miður. Nautakjötiö
er miklu betra en það er of dýrt.
Hvaöa kjöt hefur þú oftast á
borðum?
Ólafur Guðjónsson, starfsmaö-
ur Hagkaupa:
Fjallalamb - það er lang best.
Maður verður svo fljótt leiður á
öðru kjöti.
Ingibjörg Elðsdóttir, húsmóðir:
Dilkakjöt - það er best.
Anna Bjarkan, húsmóðir:
Lambakjöt út af gömlum vana.
FRÉITIR
Kvikmyndasjóður
Skiluðu úthlutuninni í fytra
Eyvindur Erlendsson: Milljónarfélagið hefur aðeins
fengið tœpar 3 milljónir frá Kvikmyndasjóði
Eg hef aðeins séð hluta þessara
peninga í sjónhendingu. Það
var þegar ég afhenti þá fulltrúa
fjármálaráðuneytisins aftur sagði
Eyvindur Erlendsson við Þjóð-
viljann í gær“.
Eyvindur og kvikmyndafélagið
Milljónarfélagið fékk úthlutun úr
Kvikmyndasjóði árið 1985 til að
gera mynd sem hefur vinnslu-
nafnið Erindisleysan mikla og var
upphæðin að núgildi 2.940.000
kr.
í fyrra fékk Eyvindur síðan út-
hlutað 3,9 milljónum sem hann
taldi að væri allt of lítið til að geta
fullunnið myndina og fékk þá
Kvikmyndasjóði úthlutunarféð
aftur til varðveislu. Það lítur hins
vegar þannig út í gögnum blaðs-
ins um úthlutanir sjóðsins sem
Eyvindur hafi þegar fengið allt
þetta fé.
Staðreyndin er því sú að frá
sjóðnum hefur Eyvindur aðeins
fengið þessar tæpl. 3 milljónir.
„Mér var þessi aðferð ansi mik-
ils virði, að taka ekki við þessum
peningum í fyrra vegna þess að
okkur fundust þeir ekki nógir,
þóttumst geta gengið að þeim vís-
um núna og höfðum ákveðna von
um að við þá yrði bætt, en þessi
aðferð okkar hefur greinilega
ekki frést og fólk haldið að við
værum með alla þessa peninga,
einkum af því að okkur þótti við
standa heiðarlega að þessu
gagnvart sjóðnum og höfðum sett
þessa peninga sem við fengum
árið 1985 í undirbúning fyrir
myndina og komið henni vel á
rekspöl, meðal annars greitt
fyrirfram fyrir kvikmyndunar-
tæki og bfla sem nota á, þannig að
ekki er rétt að engin mynd hafi
komið út úr þessu. Myndin er
komin á góðan rekspöl" sagði
Eyvindur Erlendsson
kvikmyndagerðarmaður að lok-
um.
-sá.
Það var handagangur í öskjunni í hátíðarsal Flensborgarskóla í gærmorgun þegar nemendur og kennarar og aðrir gestir
gæddu sér á afmælistertunni ( morgunkaffinu. Mynd-E.ÓI.
SkólahalcL
Afmælis-
hátíð
í Flensborg
Nemendur í Flensborgarskóla
halda í þessari viku uppá 15 ára
afmæli nemendafélags skólans
með margvíslegu móti. I gær var
.nikil afmælisveisla í skólanum
þar sem m.a. nemendum, kenn-
urum og velunnurum skólans var
boðið að gæða sér á 15 metra
langri afmælistertu. Þá hafa ýms-
ir þjóðþekktir menn heimsótt
skólann í vikunni og tekið þátt í
kappræðum.
I kvöld standa Flensborgarar
fyrir stórtónleikum í íþróttahús-
inu við Strandgötu til styrktar
Amnesty International. Meðal
þeirra sem koma fram eru Bubbi
Morthens, Grafík, Greifarnir,
Foringjarnir, Rauðir fletir, Syk-
urmolarnir og Sverrir Stormsker.
Hátíðarhöldunum lýkur á
föstudag með dansleik og al-
mennri gleði.
-lg-
Vetrarvertíðin
Góður fiskur, góður afli
Vetrarvertíðin hefur gengið
ágætlega víðast hvar það sem
af er. Fiskur er víðast hvar ágæt-
ur og gæftir með betra móti.
í Keflavík var bátaaflinn orð-
inn um mánaðamótin síðustu
1035 lestir og hæsti báturinn með
um 200 lestir.
Frá Akranesi eru gerðir út litlir
bátar og síðan togarar og litlu
bátarnir hafa fengið góða ýsu á
Löggan
Vilja æfa í Saltvík
Reiðskólinn fluttur í Víðidal?
Lögreglan í Reykjavík fór fram
á það við borgarráð í gær að fá
afnot af aðstöðu borgarinnar í
Saltvík. Þar hefur borgin um
langt skeið rekið reiðskóla fyrir
börn og unglinga.
Lögreglan hyggst nýta þessa
aðstöðu til æfinga og telur svæðið
mjög heppilegt til þess. Komið
hefur til tals að flytja reiðskólann
inn í Víðidal, þar sem aðstaða
fyrir slíkt er mun betri. - 88-
línu og togararnir hafa landað
120-130 tonnum eftir 8-9 daga
úthald.
Bátar frá Rifi hafa aflað í betra
meðallagi og gæftir hafa verið
góðar með fáum undantekning-
um. Fiskurinn er ágætur þorskur
og ýsa.
Þorlákshafnarbátar öfluðu í
síðustu viku var tæp 697 tonn og
25 bátar eru byrjaðir veiðar. 18
þeirra eru á netum og lönduðu
580 tonnum, 4 línubátar lönduðu
6860 kg og 2 dragnótabátar
lönduðu í vikunni 106,4 tonnum
og einn trollbátur landaði 2840
kg-
Aflahæsti báturinn til þessa í
Þorlákshöfn er Höfrungur 3. með
tæp 180 tonn.
-sá.
80 ára
á morgun
Jónas Ásgeirsson, Lönguhlíð
23 Reykjavík, verður áttræður
föstudaginn 13. þ.m. Hann verð-
ur að heiman á afmælisdaginn.
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 12. febrúar 1987