Þjóðviljinn - 12.02.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.02.1987, Blaðsíða 5
Stjórnsýslu- miðstöðvar út umland- Alyktunfjórð- ungsstjórnar Norðlendinga Nú er rætt um að koma upp stjórnsýslumiðstöð á Akureyri. Byggðamál Orðin tóm eða annað meira? Árum saman hefur Fjórðungs- samband Norðlendinga alið á nauðsyn þess, að stofnanir þær ýmsar, sem þjóna eiga lands- byggðinni, sáu staðsettar utan Reykjavíkur. Enda þótt Fjórð- ungssambandið hafi þarna fyllstu lög að mæla, hefur þó reynst erfitt að rumska við ráðamönnum. Sumir þingmenn eru innstu kopp- ar íbúri hjá þessum stofnunum. Þeir sitja orðið mikinn hluta árs- ins í Reykjavík og þykir auðvitað þægilegra að hafa þessa auka- vinnustaði við rúmstokkinn en einhversstaðar úti á landi. Á sl. ári kom til tals að flytja Byggðastofnun til Akureyrar. Landsbyggðarþingmönnum, sem þar áttu beinan hlut að máli, leist hreint ekki á blikuna, og töldu á þessu öll tormerki. „Rökin“ voru þau, að allt þetta stofnana- kraðak, sem landsbyggðarmenn þyrftu að leita til, væri í Reykja- vík og betra væri fyrir þá að þurfa bara í einn stað en tvo. Með slíkri röksemdafærslu er raunverulega verið að segja að hagkvæmara sé fyrir landsbyggðina að haldið verði áfram að hrúga þjónustu- stofnunum saman í Reykjavík. Kannski, hefur stjórn Byggð- astofnunar fengið einhvern bak- þanka því í framhaldi af umræð- unum um staðsetningu stofnun- arinnar samþykkti stjórn hennar svofellda ályktun 10. júlí sl.: Stjórn Byggðastofnunar beinir því til ríkisstjórnarinnar að finna hagkvæmar leiðir til að efla og bæta þjónustu ríkisins á lands- byggðinni. Leggur stjórnin til að komið verði á samstarfi opin- berra stofnana um starfsaðstöðu á ákveðnum stöðum. Byggða- stofnun segir sig reiðubúna til að hafa forystu um undirbúning slíks samstarfs.“ Einn stjórnarmanna, Halldór Blöndal, sat að vísu hjá við af- greiðslu þessarar ályktunar og lét bóka: „Efnisatriði tillögunnar eru óljós og orðalag of almennt til að hún hafi þýðingu, þótt hreyft sé góðu máli.“ Ríkisstjórnin hefur nú falið byggðastofnun að vinna að þessu máli. Stjórn Fjórðungssambands Norðlendinga ákvað að ýta hér á eftir, ef síður skyldi þá verða látið sitja við orðin tóm, eins og stund- um áður. Á fundi sínum ló.jan. sl. samþykkti stjórnin eftirfar- andi ályktun: „Fjórðungsstjórn telur ástæðu til að álykta sérstaklega um stjórnsýslumiðstöðvar og er hér með minnt á meginatriði ályktun- ar síðasta atriði fjórðungaþings Norðlendinga um þetta efni. Fjórðungsstjórn lýsir ánægju með ákvörðun ríkisstjórnarinnar að fela Byggðastofnun uppbygg- ingu stjórnsýslumiðstöðvar á Ak- ureyri. Samhliða vekur Fjórð- ungsstjórn athygli á, að tillaga Byggðastofnunar er tvíþætt og því beri að leita jöfnum höndum að leiðum til að auka ríkisþjón- ustuna á landsbyggðinni. Ljóst er, að í fjölmennum þétt- býliskjarna eins og Akureyri, að uppbygging stjórnsýslumiðstöðv- ar er engan veginn nægileg að- gerð til að auka þjónustustarf- semi landsbyggðinni til hagsbóta og til að byggja Akureyri upp sem miðstöð til mótvægis við höfuborgarsvæðið. Fjórðungsstjórn beinir því til ríkisstjórnar og stjórnar Byggð- astofnunar, í samræmi við ábend- ingar Ingvars Gíslasonar og Ell- erts Schram, til fyrrverandi ríkis- stjórnar 1977, að ráðherrum verði falið að hlutast til við þær ríkisstofnanir, sem undir þá heyra, að þær geri framkvæmda- áætlanir um uppbyggingu útibúa eða starfsdeilda og að þessar áætlanir verði samræmdar og framkvæmdar í samráði við Byggðastofnun, fjárveitinga- nefnd og ríkisstjórn. Fjórðungsstjórn ítrekar fyrri samþykktir fjórðungsþinga um uppbyggingu þjónustu- eða stjórnsýslustofnana í þéttbýlis- stöðum og vekur athygli á því, að jafnhliða tilfærslu ríkistarfssem- innar á nokkra meginstaði, þurfi að skapa skilyrði til að efla heimafengna þjónustu í byggð- unum, þannig að þjónusta við al- menning og atvinnuvegi verði jafnan eins nærtæk og skilyrði leyfa. Fjórðungsstjórn telur eðlilegt að ríkisstofnanir hafi, ásamt sveitarfélögum, forystu um sam- starf við uppbyggingu þjónust- ustofnana í samvinnu við aðila á sviði viðskipta og almennrar þjónustu. Samhliða þarf að gera ráðstafanir til að færa heim í þjónustumiðstöðvar almenna samfélagsþjónustu, sem þarf að vera nærtæk fyrir íbúana og at- vinnuvegina. Fjórðungsstjórn ítrekar fyrri samþykktir fjórðungsþinga um sérstaka stofnlánafyrirgreiðslu til uppbyggingar þjónustu- og stjórnsýslumiðstöðva til að örva heimaframtak á þessu sviði. Jafn- framt beinir fjórðungsstjórn því til ríkisstjórnarinnar, að Byggða- sjóði verði falin forganga um fjármagnsútvegun til þessa verk- efnis. Einnig verði Byggðastofn- un falið að veita aðstoð við gerð framkvæmdaáætlana um upp- byggingu þjónustustofnana í samráði við heimamenn.“ - mhg ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Tímarit Byrjar 11. árið Er ekki aðalkosturinn við íslenska hestinn sá að hann er ekki þýskur? spyr Flosi Ólafsson - Virðist það færast mjög í vöxt, að þess sé krafíst af íslensk- um gæðingum, að þeir sýni eitthvað það, sem kalla mætti Þýska kosti, og hefði þó mátt ætla að aðalkosturinn við íslenska he- stinn væri sá, að hann er ekki þýskur. Svo segir Flosi Ólafsson leikari, í hugleiðingu í tilefni landsmóts á Vindheimamelum 1974 og birt er í 1. tbl. Eiðfaxa í ár. Og hugleiðingum sínum lýkur Flosi með þessum orðum: - Nei takk. Má ég þá heldur biðja um að fá að ríða norður kaldan Kjöl á þrekmiklum ferða- hestum, sem hafa þó kosti ís- lenska hestsins þegar þess er krafist og verður þá að hafa það þótt Þjóðverjar hafi aðra skoðun á málinu. Annars hefst Eiðfaxi á áramót- ahugleiðingu eftir Guðmund Jónsson. Segir hann þar m.a. að við verðum að vona að okkur tak- ist í auknum mæli að „afla þessu áhugamáli okkar og lífsstíl, hestamennskunni, virðingar og auka athygli okkar á henni t.d. fjölmiðlum". Hannie Heiler ritar um mis- munandi beislabúnað og birtir myndir til skýringar máli sínu. Helgi Sigurðsson, dýralæknir, ritar grein, sem hann nefnir Bíót- ín bætir hófvöxtinn. Sigurður Ragnarsson gefur þeim nokkrar ábendingar, sem hyggjast selja hross úr landi og telur nægan markað fyrir vel tamda og gang- góða hesta. Hjalti Jón Sveinsson skeggræðir við Jón Ólaf Sigfús- son, formann Léttis á Akureyri, um næsta landsmótsstað og Þor- kel Bjarnason, hrossaræktarráð- unaut um kynbótastarfsemina. Þorgeir Guðlaugsson skrifar um hestamenr.sku og verðmæta- sköpun hrossa. Hér hefur verið getið burðar- greinanna í blaðinu en auk þess er þar fjölmargt annað fróðlegt að finna þótt smærra sé í sniðum. - mhg f Eiðfaxa er rætt við Þorkel Bjarnason, hrossaræktarráðunaut um árangur af kynbótastarfinu. Kannski er hesturinn á myndinni, Hrímnir Björns Sveinssonar á Varmalæk, talandi vottur um það?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.