Þjóðviljinn - 18.02.1987, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 18. febrúar 1987 39. tölublað 52. órgangur
Kaffibaunamálið
Erlendur Einarsson sýknaður í undirrétti. Hjalti Pálssonfékkþyngsta dóminn, ársfangelsi, siturþrjá mánuði. Aðrir í
nokkurra mánaða fangelsiskilorðisbundið. Jónatan Sveinsson: Dómurinn veldur vonbrigðum hvað Erlend varðar
Erlendur Einarsson fyrrver-
andi forstjóri SÍS var sýknað-
ur f hinu svokallaða kaffibauna-
máli þegar dómur var kveðinn
upp f Sakadómi Reykjavíkur í
gær. Allir aðrir ákærðra voru
dæmdir í nokkurra mánaða fang-
elsi fyrir fjársvik og þyngstu refsi-
nguna fékk Hjalti Pálsson, fram-
kvæmdastjóri innflutnings-
deildar SÍS, tólf mánaða fangels-
isvist.
Sigurður Árni Sigurðsson fyrr-
verandi forstöðumaður skrifstofu
SÍS í London var dæmdur í sjö
mánaðafangelsi, Gísli Theódórs-
son fyrrverandi forstöðumaður
sömu skrifstofu í þrjá mánuði og
Arnór Valgeirsson deildarstjóri
fóðurvörudeildar í tvo mánuði.
Dómarnir eru skilorðisbundnir
og falla niður að tveimur árum
liðnum nema hinir dæmdu verði
sekir á tímabilinu. Þó er Hjalta
gert að taka út þriggja mánaða
refsingu í fangelsi. Þá er öllum
gert að greiða sakarkostnað
nema Erlendi.
í dómsniðurstöðum segir að
það sé afar ósennilegt að Er-
lendur hafi ekki vitað um afslátt
þann sem veittur var á hrákaffinu
sem Kaffibrennsla Akureyrar
flutti inn í gegnum SÍS sem voru
umboðsaðilar. Segir í niður-
stöðunum að aðferðin við að
halda afslættinum leyndum hafi
verið með þeim hætti aö hún hafi
komið frá æðra settum aðilum í
fyrirtækinu en þeim sem að fram-
kvæmdinni stóðu, en það er frá
þeim Hjalta og Erlendi. Hins
vegar þykja óyggjandi sannanir
ekki liggja fyrir um vitneskju Er-
lends um framkvæmdina né held-
ur um afskipti hans af henni.
„Dómurinn kom mér ekki á
óvart nema kannski að því leyti
að það var álitaefni í forsendum
dómsins hvorum megin línunnar
ákærði Erlendur félli. Dómurinn
veldur vonbrigðum hvað Erlend
varðar, en að öðru leyti tel ég
hann viðunandi," sagði Jónatan
Sveinsson sækjandi í málinu. Að-
spurður um hvort Hjalti hafi ef til
vill fengið skellinn sem Erlendur
hefði átt að fá sagði Jónatan að
Hjalti væri í þeirri stöðu að hann
hefði séð um framkvæmd brot-
anna og því ekki ólíklegt að hann
hefði þyngstu ábyrgðina. „En
það er að sjálfsögðu vandasamt
að vigta refsiábyrgð á milli
manna,“ sagði Jónatan.
„Dómurinn er vægur miðað
við það sem við hefði mátt búast,
en það sýnir bara hvað þeim
finnst um málið,“ sagði Gísli
Theódórsson um dóminn.
Hjalti hefur áfrýjað dómnum
til Hæstaréttar en Árnór og Gísli
hafa óskað efir lögbundnum fresti
til þess að taka ákvörðun en það
eru 15 dagar. Erlendur og Sigurð-
ur Árni eru erlendis og liggur því
ekkert fyrir frá þeim.
-K.Ól.
Moskvuráðstefnan
Sakarof
stjaman
Ólafur Ragnar: Merkar breytingar eystra. Tímanna
tákn að Sakarofog Gorbatsjofvœruá samafundi.
Sakarof minnist tengsla við ísland
etta eru greinilega mjög
merkar breytingar sem nú eru
að fara fram í Sovétríkjunum,
þótt þær séu enn á tilraunastigi,
sagði Ólafur Ragnar Grímsson í
gær við Þjóðviljann, nýkominn
frá Moskvu þar sem hann sat
Framsókn
Ásta
neitar
sæti
Ásta Ragnheiður Jóhannes-
dóttir neitaði að taka sæti á lista
Framsóknarflokksins í Reykjavík
sem birtur var í gær. Ásta lenti í
fjórða sæti í prófkjöri flokksins
en stefndi á annað sætið, og sagði
við Þjóðviljann í gær að þau úrslit
væru ástæða þess að hún hafnaði
sæti. „Ennfremur vil ég mótmæla
þeim vinnubrögðum sem viðhöfð
voru í prófkjörinu og tel að það
hafí ekki verið Framsóknarfólk
sem valdi listann í því kjöri,“
sagði Ásta.
Guðmundur G. Þórarinsson
sigurvegari hins umdeilda próf-
kjörs er í fyrsta sæti B-listans,
Finnur Ingólfsson í öðru, Sig-
ríður Hjartar í þriðja, Halla
Eiríksdóttir í fjórða, Sigfús Ægir
Árnason í fimmta. Haraldur Ól-
afsson núverandi þingmaður
Framsóknar í Reykjavík neitaði
fyrir sitt leyti fimmta sæti listans.
Ásta R. Jóhannesdóttir dag-
skrárgerðarmaður situr nú á
þingi sem varamaður Haralds.
-grh.
ásamt Hans Kr. Guðmundssyni
alþjóðlega ráðstefnu um friðar-
mál og átti með félögum sínum úr
þingmannasamtökunum PGA
viðræður við sovéska ráðamenn.
- Þótt margar frægar persónur
úr heimi vísinda, lista og stjórn-
mála væru samankomnar á ráð-
stefnunni í Moskvu var Andrei
Sakarof tvímælalaust stjarna
þessara daga, sagði Ólafur. -
Hann tók mikinn þátt í umræð-
um, hvatti til aukins lýðræðis og
að áfram yrði haldið umbótum í
mannréttindamálum, og þegar
Gorbatsjof gaf fyrirheit um slíkt í
ræðu klappaði Sakarof ákaft.
- Ég átti þess kost að ræða
tvisvar við Sakarof, bæði um
tengsl hans við ísland, um af-
vopnunarmál og breytingarnar í
Sovét. Ég færði honum meðal
annars bréf frá Lenu Bergmann,
en vinátta hefur ríkt milli fjöl-
skyldna þeirra, og ég færði hon-
um líka íslenska ullarvettlinga að
gjöf, - honum þótti greinilega
vænt um hvorutveggja, og
minntist þess að hann hafði átt
lopapeysufrámóðurLenu. Saka-
rof var á vissan hátt hlédrægur í
þessum stóra alþjóðlega hópi, en
samt öruggur og hress.
- Það var tákn um nýja tíma
að þeir skyldu vera á sama fundi,
Sakarof og Gorbatsjof. Að lok-
inni ræðu Sovétleiðtogans fékk
ég tækifæri til að ræða við hann
stutta stund í veislu í Kreml.
Hann ljómaði allur þegar minnst
var á fundinn í Reykjavík, og
spurði hvort íslendingar væru
ekki ánægðir með að nafn
Reykjavíkur væri tengt við þau
tímamót þegar farið var að ræða
af alvöru um heim án kjarnorku-
vopna.
Ólafur Ragnar Grímsson ræðir við Andrei Sakarof á ráðstefnunni í Moskvu. „Hlédrægur, en öruggur og hress."
- Ég sagði að við hefðum að hann síðan hvort ekki væri áfram viðræðum. Svarið fólst
vísu vonast eftir samkomulagi á ástæða til að leiðtogarnir kæmu ekki í orðum heldur í brosi og
Reykjavíkurfundinum, og spurði aftur til Reykjavíkur til að halda umhugsun, sagði Ólafur Ragnar.
- m
Yfirmenn/útgerðarmenn
Samningamir
Rétt fyrir miðnætti í gær undir-
rituðu yfirmenn á kaupskipum og
útgerðarmenn kaupskipa samn-
inga þá sem að mestu lágu fyrir
aðfaranótt þriðjudags en þá hafði
samningslotan staðið yfir í sam-
fleytt 40 klukkustundir.
Þórarinn V. Þórarinsson frarrt^
kvæmdastj, Vinnuveitendas amb,
kvað erfitt að segja um hver
hækkunin á grunnlaunum yfir-
manna er þar eð ýmsar tilfallandi
greiðslur hafa verið færðar inní
grunnlaun. Sem dæmi um hækk-
uð grunnlaun má nefna að 1. vél-
stjóri sem áður hafði um 34 þús-
und í grunnlaun fær nú rúmar 39
þúsund krónur, en að sögn Þórar-
í höfn
ins gefur dæmið aðeins takmark-
aða vísbendingu um raunveru-
lega hækkun.
í samningnum, sem gildir til
tveggja ára, er gert ráð fyrir mikl-
um breytingum í vinnufyrir-
komulagi, en það hefur tekið
fleiri vikur að ganga frá þeim
þætti samninganna. -K.Ól.