Þjóðviljinn - 18.02.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 18.02.1987, Blaðsíða 5
“Ég átti auðvelt með að setja mig í spor Búbba. Að sumu leyti er hann líkur mór en að öðru leyti mjög ólíkur." Eggert Guðmundsson við Hvalbát en kvikmyndin byrjar út á miðunum. Skytturnar Ábyrgðarlaust gæóablóð Eggert Guðmundsson, Búbbi skytta, segirfrá kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Skytturnar Um síðustu helgi var frum- sýnd ný íslensk kvikmynd, Skytturnar, eftir Friðrik Þór Friðriksson. Aðalhlutverk kvikmyndarinnar eru í hönd- um tveggja ómenntaðra leikara, leikara að guðsnáð einsog kvikmyndagagnrýn- endur blaðanna hafa kallað þá. Eggert Guðmundsson leikur Guðbjart Hafsteinsson frá Hellissandi, sem gengur undir nafninu Búbbi, feitan og lura- legan vélstjóra, sem ekki stíg- ur í vitið. Þeir sem séð hafa myndina eru almennt á því að Eggert hafi unnið leiksigur á tjaldinu og er þá engri rýrð kastað á félaga hans Þórarinn Óskar Þórarinsson, í hlutverki Gríms. „Þetta er nú ekki í fyrsta skipti sem ég fæst við leik, því ég starfa með áhugaleikhúsinu Hug- leikur,“ sagði Eggert við undirrit- aðan er við hittumst skömmu eftir frumsýningu. „Það er hins- vegar mjög ólíkt að leika í kvik- mynd og því að standa á fjölun- um. Ég hafði gert mér ákveðnar hugmyndir um þessa vinnu og ætlaði að sinna mínu starfi með leiknum, en kvikmyndaleikurinn reyndist mun erfiðari en ég gerði mér grein fyrir. Til marks um það þá léttist ég um ein sex kíló fyrstu vikuna vegna stress og spennu. Það var líka glapræði að ætla sér að sinna öðru en leiknum á með- an á tökum stóð.“ Tók tilboðinu sem gamni Friðrik Þór mun hafa haft Egg- ert í huga þegar hann mótaði per- sónu Búbba en kunningsskapur leikarans og leikstjórans hefur staðið yfir í 18 ár, að þeir kynntust í garðyrkjuvinnu. „Þetta hefur nú verið tilviljana- kenndur kunningsskapur en eitt sinn er við hittumst fyrir nokkr- um árum spurði Friðrik mig hvort ég vildi leika í kvikmynd hjá hon- um. Ég tók því nú frekar sem gamni en alvöru, en uppfrá því impraði hann alltaf á þessu er leiðir okkar lágu saman. Það var svo upp úr áramótunum 85-86 að hann hringdi í mig og bað mig að koma og tala við sig. Hjá honum var þá staddur Einar Kárason, rithöfundur, sem samdi handrit kvikmyndarinnar í samvinnu við Friðrik Þór. Þeir sögðu mér frá hugmyndinni og vildu fá mig í hlutverkið. Eftir að ég hafði litið yfir handritsdrögin ákvað ég að slá til. Tökur hófust svo í ágúst sl og stóðu samfleytt í tvo og hálfan mánuð. Síðan var gert hlé en far- ið aftur af stað seinna um haustið í rúma viku.“ Sáttur við sjálfan mig Hvernig varð Eggerti svo við að sjá sjálfan sig ljóslifandi á tjaldinu? „Ég kveið því en á föstudags- kvöldið fékk ég að sjá forsýningu þannig að ég var kominn yfir það versta á frumsýningunni. Nú ég var sáttur við sjálfan mig í mynd- inni og við myndina sjálfa. Mér finnst hún mjög góð. Samstarfið við gerð myndarinnar var mjög gott og þetta samstarf skilaði góðum árangri. Kvikmynd er einsog keðja og hún er aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn og í Skyttunum sé ég engan veikan hlekk.“ Hver er Búbbi? „Búbbi er ábyrgðarlaust gæða- blóð, einföld og góð sál. Það var auðvelt að setja sig í spor hans. Að vissu leyti líkist hann mér en að öðru leyti er hann ólíkur. Per- sónusköpunin kom eiginlega af sjálfu sér. Búbbi og Grímur eru báðir típ- ískir utangarðsmenn þó ólíkir séu. Að vertíð lokinni ætla þeir að hafa það huggulegt eitt kvöld. Áfengið hefur sín áhrif á hvernig fer en eiginlega leiðir hver at- burðurinn annan einsog oft vill verða hjá einstaklingum sem eru að leita lífsfyllingar í skemmtanabransanum. Þetta er þó eina leið þeirra félaga til að leita lífsfyllingarinnar, þeir þekkja engin önnur ráð til þess. Guðbjartur verður Guðbrandur Á veitingastöðunum eiga þeir erfitt með að aðlagast fólkinu. Þeim er hent út af Gauk á Stöng og fara þá á nektarsýningu á Uppi og niðri. Þar lenti ég í hálfgerðu basli við upptökurnar. Mér var uppálagt að ganga fram fyrir nektardansmeyjuna, heilsa henni og kynna mig sem Guðbjart Haf- steinsson frá Hellissandi. Ég gat bara ekki munað nafnið og mis- mælti mig trekk í trekk og sagði Guðbrandur Gíslason frá Helliss- andi. Skemmtistaðasyrpunni lýkur svo í Glæsibæ þar sem þeir kynn- ast konu sem tekur þá heim með sér. Nágrannarnir kæra drykkju- skap og hávaða og félagarnir eru handteknir af lögreglunni. Seinna um nóttina er þeim svo sleppt lausum og fyrir tilviljun er mannlaus bíll í gangi fyrir utan stöðina. Grímur ákveður að grípa tækifærið og stelur bílnum og þá byrjar vesenið fyrir alvöru. Reyndar held ég að ég hafi aldrei verið eins hræddur og þeg- ar við ókum burt frá lögreglu- stöðinni. Skelfingarsvipurinn á andliti mínu var svo sannarlega ekta. Við þurftum að endurtaka þetta atriði nokkru sinnum og smámsaman jafnaði ég mig á hræðslunni. Sagan er alltaf að gerast Bfltúrinn endar inn í sport- vöruverslun og þar fær Grímur útrás fyrir reiði sína með skot- vopnum. Búbbi tekur líka byssu og fær einnig á vissan hátt útrás, enda held ég að það blundi í flest- um mönnum að fá að skjóta af lyst sinni.“ Telur þú að þessi saga gæti gerst í raunveruleikanum? „Hún er alltaf að gerast þó endir myndarinnar sé kannski ekki alveg í takt við raunveru- leikann. Það þætti saga til næsta bæjar ef lögreglan færi að skjóta vopnlausan mann niður. Þetta stefnulausa ráf þeirra félaga um næturlíf Reykjavíkur er hinsveg- ar mjög trútt raunveruleikanum. Það er fjöldi fólks sem leitar að lífsfyllingu á skemmtistöðum. Sumir lifa næstum alfarið fyrir það. Hlakka jafnvel alla vikuna eftir næstu helgi, nú eða kvíða henni. Þegar svo upp er staðið skilur helgin ekkert eftir nema kannski hausverk og slæma sam- visku. Og svo byrjar sami víta- hringurinn aftur. Utangarðs- menn á borð við Búbba og Grím eru töluvert algengir í okkar þjóðfélagi.“ Dái þrautseigju Friðriks Hvað með framhald á þessu sviði? Gæturðu hugsað þér að leika aftur í kvikmynd? „Þegar á upptökum stóð hét ég mér því að taka aldrei þátt í kvik- mynd aftur. Nú þegar litið er til baka minnist ég þessa tímabils sem skemmtilegs ævintýris. Upptökurnar tóku hug manns og hjarta á meðan á þessu stóð. Hvort ég leik aftur getur tíminn einn leitt í ljós. Ef mér gefst tæki- færi til þess hugsa ég að ég myndi taka því.“ Hvað er þér minnisstæðast frá þessu ævintýri? „Þrautseigja Friðriks Þórs. Ég hefði aldrei að óreyndu trúað hversu mikið fyrirtæki kvik- myndagerð er. í bíó tekur maður kvikmyndina sem sjálfsagðan hlut og leiðir aldrei hugann að því hversu mikil vinna er að baki. Staðreyndin er hinsvegar sú að nokkrar sekúndur á tjaldinu geta kostað fleiri sólarhringa vinnu. Ég get því ekki annað en dáðst að Friðriki Þór, sem tekur mikla áhættu með gerð þessarar mynd- ar og leggur allt undir.“ -Sáf Miðvikudagur 18. febrúar 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.