Þjóðviljinn - 18.02.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími
681333
Kvöldsími
681348
Helgarsími
681663
Miðvikudagur 18. febrúar 1987 39. tölublað 52. örgangur
Sturlumálið
Fráleit afskipti Hæstaréttar
Lögspekingar telja afskiptiforseta Hœstaréttar „óviðeigandi“.
Steingrímur J. Sigfússon: Ötrúleg íhlutun. Munforsœtisráðherra fórna Ingvarifyrirstjórnarsamstarf?
Afskipti forseta Hæstaréttar af
meðferð Sturiumálsins eru óvið-
eigandi að mínu mati. Ég tel það
ekki hlutverk hans að senda boð
símleiðis inn á þing um meðferð
mála þar, sagði vel þekktur
fræðimaður á sviði lögfræði í
samtali við Þjóðviljann í gær um
íhlutun forseta Hæstaréttar í
Sturlumálið á þingi.
En sem kunnugt er sendi hann
þau boð með Steingrími forsætis-
ráðherra inn á fund í neðri deild í
fyrradag, að það væri „í hæsta
máta óviðeigandi" að þingið setti
rannsóknarnefnd til að kanna
mál fræðslustjórans fyrrverandi.
Lögspekingurinn kvað það al-
menna reglu að alþingi skipti sér
ekki af dómsvaldinu og sömu-
leiðis fengi þingið starfsfrið fyrir
því. „Forseti Hæstaréttar hefði
átt að bíða tilmæla frá þinginu og
þá hefði hann getað sagt já eða
nei. Fyrr ekki“.
Steingrímur J. Sigfússon, einn
tillöguflytjenda kvað afskipti
forseta Hæstaréttar „hreint ótrú-
leg. Það er vægast sagt furðulegt
með hvaða hætti forseti Hæsta-
réttar grípur inn í málið á þingi og
ekki ljóst hvort þessi afskipti
hans eru af hans hálfu ætluð til að
reyna að koma í veg fyrir fram-
gang málsins á þingi.
í frumvarpinu er alls ekki lagt
til að alþingi kveði upp dóm, eða
komi á einhvern hátt í veg fyrir
framgang einstakra hluta málsins
fyrir dómstólum, heldur hlutist
einungis til um að málsatvik verði
rannsökuð.
Það er ljóst að ef alþingi setti
niður þessa deilu með lögum og
Borgarráð
Vilja
rífa
Laugames-
bæinn
Sjálfstæðismenn í borgarráði
samþykktu í gær að rífa gamla
Laugarnesbæinn. Fulltrúar
stjórnarandstöðuflokkanna
greidduatkvæði á móti og kemur
málið því til endanlegra kasta
borgarstjórnarfundar annað
kvöld.
Lögð var fram kostnaðar-
áætlun um viðreisn bæjarins og
var þar talið að til þyrfti fimm
milljónir. Guðrún Ágústsdóttir
lagði til að kannað yrði hvort fé-
lagasamtök vildu fá húsið til ráð-
stöfunar og gera það upp í sam-
vinnu við borgina, en sú tillaga
var felld.
Áður en málið kom fyrir borg-
arráð hafði meirihluti í umhverf-
ismálaráði lagst gegn niðurrifi
Laugarnesbæjarins.
- m
úrskurðaði í henni á þann hátt, þá
væri það að fara inn á svið dóms-
valdsins, en slíkt er alls ekki raun-
in í þessu máli, né var það raunin í
Hafskipsmálinu.
Þessi afskipti forsetans eins
og þau voru borin inn á al-
þingi, eru kannski ekki síst alvar-
leg því þau líta út eins og verið sé
að reyna að hafa áhrif á gang
málsins á þingi,“ sagði Steingrím-
ur J. Sigfússon. -sá./ös.
Tal, Polúgajevskí, Portlsh, Agdesteln og Kortsnoj á Hótel Loftleiðum í gær. myndinni keppa á mótinu Timman, Ljubojevió og Short, að ógleymdum fjór-
Ámorgumhefststerkastaskákmótsemhaldiðhefurveriðálslandi, IBM-mótið menningunum íslensku, Helga, Jóhanni, Jóni L. og Margeiri. (mynd: Sig)
á Loftleiðum, og fyrstu erlendu kapparnir komu til landsins í gær. Auk þeirra á
Keflavík
Bæjarstarfsmenn reiðir
Bæjarstarfsmenn í Keflavík hafa leitað eftirfundi lögfrœðings vegna
aðdróttana íþeirra garð í HP. Sagðir hafa dregið að sérfé úr bœjar-
sjóði. Meirihlutinn: Hörmum rangtúlkanir HP
Bæjarstarfsmenn í Keflavík
hafa nú leitað eftir fundi lögfræð-
ings BSRB vegna aðdróttanna
sem komu fram í HP í síðustu
viku um að bæjarstarfsmenn hafí
dregið að sér fé úr sjóðum bæjar-
ins. Úttektin í HP á bæjarsjóði
Keflavíkur er byggð á endurskoð-
unarskýrslu um stöðu bæjarsjóðs
sem gerð var fyrir núverandi
meirihluta. Þá hefur það ekki
síður valdið reiði í Keflavík að
efni skýrslunnar sem er trúnað-
armál skyldi „leka út“.
Á bæjarstjórnarfundi í gær,
þar sem margir bæjarstarfsmenn
voru saman komnir, lét meiri-
hluti kratanna bóka það að þeir
hörmuðu það að efni skýrslunnar
skyldi „leka út“ til HP en þar væri
efni hennar rangtúlkað og lagt út
á hinn versta veg. Þær aðdróttan-
ir sem þar komi fram gagnvart
starfsfólki eigi við engin rök að
styðjast.
Eins og fram hefur komið í fjöl-
liðlum lét nýi meirihlutinn í
'eflavík gera úttekt á stöðu bæj-
rsjóðs en samkvæmt HP bendir
í úttekt til þess að mikil fjármál-
áreiða virðist hafa ríkt í fjármál-
m bæjarins um áraraðir, en á
ðustu kjörtímabilum hafa sjálf-
stæðismenn og framsóknarmenn
verið í meirihluta. í HP úttekt-
inni segir að nú vanti 50 miljónir í
bæjarsjóð og að starfsfólic hafi
notað sjóðinn til eigin þarfa.
í blaðinu Reykjanesi sem kom
út í fyrradag segir bæjarstjóri,
Vilhjálmur Ketilsson, að það sé
beinlínis rangt að það vanti 50
miljónir í sjóðinn eins og HP
haldi fram og sú fullyrðing einnig
að starfsfólk hafi dregið sér þetta
fé. Staðreyndin í málinu sé sú að
nokkrir liðir fjárhagsáætlunar frá
1986 hafi verið vanáætlaðir.
-K.Ól./JG
Reykjavíkurskólar
Skólamálaráð faer gálgafrest
Skólamálaráð Sjálfstæðis-
manna í Reykjavlk lafir enn þrátt
fyrir að félagsmálaráðuneytið
hafi lýst það í andstöðu við sveit-
arstjórnarlög. Tillögu um að
leggja það niður var frestað í
borgarráði í gær, þegar bréf ráð-
herra var tekið fyrir í ráðinu.
í tillögu stjórnarandstöðunnar
í borgarráði er gert ráð fyrir að
felld verði úr gildi samþykkt um
skólamálaráð þannig að í borg-
inni starfi eingöngu fræðsluráð og
fari jafnframt með hlutverk
skólanefndar. í greinargerð með
tillögunni segir að samnþykktin
um skólamálaráð sé í ósamræmi
við sveitarstjórnarlög og grunn-
skólalög auk þess sem það geri
stjórnkerfi borgarinnar flóknara
og óljósara en þörf sé á.
Afgreiðslu var frestað þótt
málið væri á formlegri dagskrá,
og bendir það til þess að Sjálf-
stæðismenn vilji vinna tíma,
meðal annars til að forðast at-
kvæðagreiðslu um þetta á borgar-
stjórnarfundi annað kvöld.
- m