Þjóðviljinn - 18.02.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.02.1987, Blaðsíða 4
LEIÐARI Forseti Hæstaréttar og Sturla Forseti Hæstaréttar hefur sent Alþingi þau boö, aö það sé „í hæsta máta óeðlilegt", að rétturinn tilnefni menn í nefnd til að rannsaka fræðslustjóramálið. Skoðun sína byggir hann á því að fræðslustjórinn fyrrverandi hefur nú stefnt fjármálaráðherra vegna brottvikningar sinnar. Þarmeð sé mál hans komið til kasta dómstóla, og Alþingi réttlaust til að fjalla um málið. í þessu máli skiptir hins vegar litlu vægi þeirra raka sem forseti Hæstaréttar beitir fyrir sig. Það sem skiptir máli er sú staðreynd, að með þessu hefur forseti Hæstaréttar blandað sér, og þarmeð þeirri stofnun sem hann veitir forstöðu, í viðkvæma, pólit- íska deilu. íhlutun af þessu tagi er óviðeigandi, svo ekki sé fastar að orði kveðið, og forseti Hæstaréttar hefur með henni fetað slóð sem liggur langt út fyrir starfs- svið hans. Það hefur verið viðtekin og óumdeild regla, að Alþingi hefur ekki blandað sér í störf dómsvaldsins. Sömuleiðis hefur dómsvaldið hingað til staðist þá freistingu að hlutast til um hvernig Alþingi hagar sínum gerðum. Þá reglu hefur nú forseti Hæstaréttar brotið, og vitaskuld fer ekki hjá því að afskipti hans varpi flokkspólitískum skugga á Hæstarétt og rýri þarmeð það álit sem rétturinn nýtur sem hlutlaus stofnun. í sjálfu sér má deila um ágæti þeirrar hefðar að fá Hæstarétt til að skipa menn í nefndir og gerðardóma. Spurningin um vanhæfi hlýtur ævinlega að koma upp. En eigi að síður er Hæstiréttur eina hlutlausa stofnunin sem völ er á og því hefur til hans verið leitað í þessum efnum. Hann hefur hins vegar þann rétt að geta neitað tilmælum um slíkar skipanir. í þessu tilviki hefði Hæstiréttur að sjálfsögðu átt að bíða þess að Alþingi beindi slíkum tilmælum til hans, og taka þá afstöðu til bónarinnar. Um það eru hinir vísustu lagaspekingar sammála. Það er hins vegar fráleit málsmeðferð hjá forseta Hæstaréttar að blátt áfram banna þinginu með stuttu símtali að láta kanna þau mál sem því sýnist, og með þeim hætti sem því sýnist. En einsog forsætisráðherra hefur af klókindum lagt ummæli forseta Hæstaréttar fyrir þingið, þá er það í rauninni hann sem nánast skipar þinginu fyrir um meðferð málsins. Afskipti forseta Hæstaréttar hafa því lagt forsætis- ráðherra vopn í hendur til að snúast gegn sínum eigin flokksmönnum, sem standa að tillögunni um rannsóknarnefndina, því allt bendir til þess að hann ætli að styðja frávísunartillögu íhaldsins. Með því að kasta Ingvari Gíslasyni þannig fyrir Ijón Sjálfstæðis- flokksins ætlar forsætisráðherra að tryggja áfram- haldandi stjórnarsamstarf. Samþykkt frávísunartillögunnar er hins vegar í hæsta máta óviðfelldin niðurstaða frá þinglegu sjón- armiði. Það er nánast einsdæmi, að frávísun sé sam- þykkt á Alþingi áður en mál hafa fengið þinglega meðferð. Með því yrði gefið fordæmi fyrir því að málum minnihluta á þingi yrði einfaldlega vísað frá áðuren um þau erfjallað í nefndum. Þannig gætu hin ráðandi öfl í raun hvenær sem væri útilokað um- ræður um mál sem þau vildu kæfa. Samþykkttillögunnar myndi því leiða Alþingi inn á hæpnar brautir, og þó forystu Framsóknar fýsi mjög að halda áfram Ijúfri legu í himinsæng íhaldsins er óskandi að hún hafi siðferðisþrek til að standast þá freistingu að selja fyrir hana eitt af grundvallarat- riðum lýðræðisins. Sömuleiðis er vert að árétta, að rökin sem forsæt- isráðherra og íhaldið nota saman gegn nefndarskip- uninni í máli fræðslustjórans fyrrverandi eru gagns- laus. Slík nefnd var skipuð í Hafskipsmálinu, eftir að það var komið til kasta dómstóla. Fordæmið er því ótvírætt fyrir hendi. Hitt er líka Ijóst, að sem forseta Neðri deildar yrði Ingvari Gíslasyni sýnd sérstök óvirðing fái tillaga sem hann stendur að ekki þinglega meðferð. Slík óvirðing stappar í raun nærri hreinni vantraustsyfir- lýsingu á hann sem forseta. Vilja þingmenn Framsóknar standa að því? -ÖS KUPPT Frjálst.óháÖ dagblaö OG SKORIÐ Hinn sterki leiðtogi „Vaxandi valdsdýrkun“ nefn- ist merkilegur leiöari eftir Jónas Kristjánsson ritstjóra DV og birt- ist í gær. Jónas segir: ,yAlmenningur hefur löngum hneigzt að hollustu við sterka leið- toga, bœði þá, sem reynzt hafa vel, og hina, sem miður hafa stjórnað. Til dæmis nutu Hitler og Mussolini mikils fylgis og sum- part stjórnlausrar dýrkunar í löndum sínum á mestu velgengn- isárunum. Pað er eitthvað við valdið, sem vekur hrifningu fólks og sogar það til sín. Ef ráðherra eða annar valdsmaður heggur íeinu vetfangi á hnút í stað þess að reyna að leysa hann á löngum tíma, eru margir reiðubúnir að klappa saman lóf- unum og lofa hinn sterka leið- toga. Þegar hinir sömu valdsmenn átta sig á, að þeir afla sér vinsælda og jafnvel hrifningar með öflugri beitingu valds, eru þeir í hættu staddir. Sumir lenda í vítahring valdafíknar. Þeir ganga æ lengra á þessari braut og lenda að lokum utan ramma þess valds, sem þeir hafa. 1 langri sögu hafa Vesturlönd svo slæma reynslu af sterkum og valdasjúkum leiðtogum, að smíð- aðir hafa verið rammar til að hemja þá, hvortsem þeir eru mar- skálkar, hershöfðingjar, forsetar, forsætisráðherrar, ráðherrar, borgarstjórar eða aðrir valds- menn. íslendingar voru svo hræddir við valdsmenn ífyrndinni, aðsagt var, að engan vildu þeir hafa yfir sér nema lögin. Höfðu þeir þá reynsluna af Haraldi harðráða í Noregi. Auðvitað er unnt að ganga oflangt íslíkri hræðslu eins og unnt er að ganga oflangt í ást á valdi. “ Útgáfufélag: FRjALS FJÖLMIÐLU Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: S Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSOr Aöstoóarritstjórar: HAUKUR HELG/ Fróttastjórar: JÓNAS HARALDSSC Auglýsingastjórar: PALL STEFANS Ritstjórn. skrifstofur, auglýsíngar. sr ÞVERHOLTI 11. SlMI 27022' Setning, umbrot. mynda- og plotu{ Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftar Verö I lausasölu virka daga 50 kr. - Vaxandi valdsdýrkun Almenningur hefur lör sterka leiðtoga, bæði þá, Allt er þetta vel og skynsam- lega athugað hjá Jónasi Krist- jánssyni, nema hvað áhugamenn um sagnfræðilegan sparðatíning myndu álíta, að Jónas ætti fremur við Harald hárfagra en Harald harðráða. Það var Haraldur hár- fagri sem flæmdi forfeður (og mæður) okkar frá Noregi. Hann ríkti lengi eftir að hafa sameinað ríkið eða frá 872 til um 930. Til gamans má geta þess, að Harald- ur þessi mun hafa verið fyrsti „uppi“ Norðurlanda því fram eftir aldri gekk hann með hippa- hár og var uppnefndur Haraldur lúfa, en eftir að honum tók að ganga allt í haginn fór hann til rakara og keypti föt hjá Sævari Karli þess tíma og nefndist eftir það Haraldur hárfagri. Haraldur harðráði var seinna á ferðinni í sögunni og kemur ís- lendingum minna við. Auknefni sitt fékk hann ekki af ruddalegri framkomu við almenning heldur af harðdrægni sinni í viðskiptum við kirkjuna. Haraldur harðráði féll í orrustunni um England, ekki þeirri þó sem flugher Gör- þriðja lagi dómsvalds, er úr- skurðar í ágreiningsefnum af margs konar tagi. Samt virðist svo, að margir kjósendur dýrki framkvæmda- valdið svo mjög, að þeir séu reiðubúnir að fagna í hvert sinn, sem þeirra maður beitir valdi, hvort sem það er innan ramma laga eða utan. Þetta hugarfar af- vegaleiðir suma stjórnmála- menn, svo sem dæmin sýna. Af okkar valdsliði eru Sverrir Hermannsson menntaráðherra og Davíð Oddsson borgarstjóri hættast komnir á þessu sviði. Þeir hafa báðir hvað eftir annað lent að jaðri laga eða yfir hann í sætri nautn valdbeitingar. Og þeir æs- ast upp af fagnaðarlátum og mót- mælalátum. Segja má, að þeir félagar hafi til skiptis seti allt á annan endann. Fræðsluskrifstofumál Davíðs kom í kjölfar fræðslu- stjóramáls Sverris, sem kom í kjölfar borgarspítalamáls Da- víðs, sem kom í kjölfar lánasjóðs- máls og mjólkurstöðvarmáls Sverris. Og svo framvegis. ings átti í, heldur í orrustunni sem stóð við Stanford-brú árið 1066. Að öðru leyti en þessu er allt rétt hjá Jónasi í leiðaranum: Davíð og Sverrir hætt komnir „Nú á tímum ríkir hér á landi eins og í nágrannalöndunum til- tölulega fastmótað jafnvægi, í fyrsta lagi framkvæmdavalds og í öðru lagi laga, sem meðal annars setja valdinu skorður, svo og í f nýjasta málinu hefur Davíð með óvenju grófum hætti vaðið yfir lög og rétt til að koma í veg fyrir eðlilega starfrækslu Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur. Hann hefur tekið lögskipuð verk- efni frá ráðinu og skipað liði sínu að halda alls enga fundi í stjórn skrifstofunnar. í þessu nýtur hann þegjandi samkomulags við hinn valds- hyggjusjúklinginn, menntaráðherrann, er hefur ákveðið að láta kyrrt liggja, svo að borgarstjórinn geti farið sínu fram í friði. Sem betur fer er félagsráðherrann í öðrum flokki og hefur blásið til lögmætrar and- stöðu. Álitsgerð frá ráðgjafarþjón- ustu Lagastofnunar Háskóla ís- lands eyðir öllum vafa um, að borgarstjóri hefur farið offari í máli þessu. Vandinn er þó ekki sá mestur, að lög séu brotin, heldur hversu margir kjósendur eru reiðubúnir að fagna lögbrotum sinna valdsmanna. Ef fjölmennir hópar manna eru sífellt reiðubúnir að fagna valdbeitingu, endar það á, að við sitjum uppi með íslenzkar vasa- útgáfur af Hitler og Mussolini. Jónas Kristjánsson.“ Varað við valdshyggju- sjúklingum Allir góðir menn geta fagnað því að svo áhrifamikill liðsmaður sem Jónas Kristjánsson ritstjóri skuli hafa bæst í hóp þeirra sem berjast gegn valdshyggjusjúk- lingum af því tagi sem hann varar við í leiðara sínum. „... íslenskar vasaútgáfur af Hitler og Mussolini." Hann á góða spretti hann Jón- as. - Þráinn þJOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Ritatjórar: Arni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaöamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Magnús H. Gíslason, MörðurÁmason, ÓlafurGíslason, SiaurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vilborg Davíðsdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitstelknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrif8tofu8tjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Olga Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. HÚ8móðir: ólöf HúnQörð. Bíistjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu-og afgreiöslustjóri: HörðurOddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljanshf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 50 kr. Helgarblöð:55 kr. Áskriftarverð á mánuði: 500 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN 'Miðvikudagur 18. febrúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.