Þjóðviljinn - 18.02.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 18.02.1987, Blaðsíða 15
IÞROTTIR HM/Norrœnar Finnar og Svíar Norðurlandaþjóðirnar fengu tvenn gullverðlaun til viðbótar á heimsmeistaramótinu í Oberst- dorf í gær. Svíar unnu 4x10 km boðgöngu karla og Finnar, með Matta Nykanen í fararbroddi, sigruðu í sveitakeppni í stökki af 90 metra palli. -VS/Reuter England Reading vann Reading sigraði Huddersfield, 3-2, í 2. deild ensku knattspyrn- unnar í gærkvöldi. Handbolti Þriðja tapið Afturelding tapaði í gærkvöldi sínum þriðja leik í röð í 2. deild karla - 25-23 fyrir Gróttu á Sel- tjarnarnesi. \KatVtepPnl Njarðvík 8-Viöa órsVrt Sigurstig frá Jóni Kr. ÍBK lagði UMFN í framlengdum leik UMFN-IBK..............68-69 KR-Valur..............55-68 Haukar-ÍR.............84-79 Jón Kr. Gíslason tryggði ÍBK sætan sigur á UMFN þegar hann skoraði úr tveimur vítaskotum, 69-68, þegar 5 sekúndur voru Hagaskóli Þrettán í forskot Valsmenn með undirtökin gegn KR eftir af framlengingu. Spennan er því gífurleg fyrir seinni leik lið- anna í Keflavík eftir viku. ÍBK leiddi allan fyrri hálfleik, 30-27 í hléi. í seinni hálfleik voru liðin yfir til skiptis og Valur Ingi- mundarson jafnaði úr vítaskoti fyri UMFN þegar 16 sek. voru eftir. Spennan var rafmögnuð og í framlengingunni skoruðu liðin til skiptis þar til stig Jóns réðu úrslitum. Guðjón Skúlason skoraði 17 stig fyrir ÍBK og Ólafur Gott- skálksson 14. Jóhannes Krist- björnsson skoraði 14 fyrir Njarð- víkinga og ísak Tómasson 12. -SOM/Suðurnesjum Hafnarfjörður Valsmenn fara með 13 stiga forskot í seinni leikinn við KR- inga eftir góðan sigur í gærkvöldi, 68-55. Leikurinn var skemmti- legur og hraður og einkenndist af mikilli baráttu en Valsmenn voru með yfirhöndina allan tímann. Staðan í hálfleik var 38-33, þeim í hag. Varnarleikur Vals í seinni hálf- leik gerði útslagið, maður á mann vörn sem gekk vel upp. Tómas Holton skoraði 18 stiga Vals, Einar Ólafsson 16 og Sturla Ör- lygsson 15. Guðni Guðnason skoraði 15 stiga KR, Garðar Jó- hannsson 12 og Þorsteinn Gunn- arsson 10. -Ibe IR hétt í Hauka ÍR-ingar sýndu að þeir eiga er- indi í úrvalsdeildina þegar þeir töpuðu 84-79 fyrir Haukum í leik sem gat endað á hvorn veginn sem var. ÍR náði 12 stiga forystu í fyrri hálfleik en leiddi þó aðeins 44-43 í hléi. Haukar náðu síðan undirtökunum en litlu munaði undir lokin og ÍR á ágæta mögu- leika í seinni leiknum. Jón Örn Guðmundsson skoraði 35 stig fyrir ÍR en Pálmar Sigurðsson 17 fyrir Haukana. -lbe Vtaö® V\a ,«4W» rt\e* UfO' i\efð Ármann. b-Arvakur...18-13 Fylkir-ÍR..........22-21 Ármann.a-Stjarnan...18-23 ÍBV-KA............frestað Höllin Vítakast í lokin Magnús Sigurðsson tryggði Fylki óvæntan sigur á ÍR, 22-21, með því að skora á vítakasti á síðustu sekúndunni í gærkvöldi. Fylkir var yfir allan tímann, 13- 10 í hléi, og hafði náð sex marka forskoti í fyrri hálfleik. í seinni hálfleik munaði 1-4 mörkum en IR jafnaði í lokin. Jón Gunnars- son markvörður Fylkis var ÍR- ingum mjög erfiður í leiknum og varði vel á þýðingarmiklum augnablikum. Magnús skoraði 6 marka Fylkis en Ólafur Gylfason 6 marka IR. -VS Höllin . Stjaman í vanda Stjarnan lenti í nokkru basli með Ármenninga í gærkvöldi en náði þó að vinna sigur, 23-18. Staðan var 12-10 í hálfleik, Stjörnunni í hag og þegar skammt var til ieiksloka stóð 17-17. Þá sprungu Ármenningar á limminu og Stjarnan raðaði á þá mörkum. Skúli Gunnsteinsson átti líflegan leik með Stjörnunni og skoraði 9 mörk, Hannes Leifsson og Sigur- jón Guðmundsson 5 hvor. Haukur Haraldsson gerði 7 marka Ármenninga og Einar Naabye 6. -VS Höllin Árvakur úr leik Knattspyrnugarparnir úr Árvakri reyndu fyrir sér í handboltanum í gærkvöldi en töpuðu 18-13 fyrir gömlu jöxlunum, Herði Kristinssyni, Birni Jóhannessyni og félögum, í b- liði Ármanns. Mikill baráttuleikur og Margeir Gissurarson hjá Árvakri fékk rauða spjaldið fyrir að slá Ár- menning. -VS Fimleikar Tæplega 200 þátttakendur Líflegt unglingamót FSÍ Hanna Lóa Friftjónsdóttir sigr- aði í keppni í 2. þrepi. B-keppnin Stórsigur hjá Dönum Danir unnu stórsigur á Búlg- örum, 25-16, í fyrstu umferð B- keppninnar í handknattleik sem hófst á Ítalíu í gærkvöidi. Önnur úrslit: A-rlðill: Rúmenía-Finnland.............29-23 Pólland-italía...............20-16 B-riðill: Noregur-Japan................24-22 Sovétrlkin-Frakkland.........29-19 C-riðlll: Sviss-Túnis..................24-19 D-riðill: Tékkosl.-Brasilía............39-10 V.Þýskaland-Bandarlkin.......24-14 -VS/Reuter Hvorki fleiri né færri en 186 ungmenni á aldrinum 9-16 ára tóku þátt í unglingamóti FSÍ í Laugardalshöllinni um síðustu helgi. Keppt var í þrepum og aldursflokkum og sigurvegarar urðu eftirtaldir: 4. þrep 10 ára s.: Ása Gróa Jónsdóttir, Gerplu 10 ára p.: Guðjón Ólafsson, Ármanni 11-12 s.: Sunna Pálmadóttir, Gerplu 11-12 p.: Ófeigur Sigurðsson, Ármanni 13-16 s.: Guðný Guolaugsdóttir, Gerplu 13-14 p.: Skúli Malmquist, Ármanni 15-16 p.: Aðalsteinn Finnbogason, Gerplu 3. þrep 12 ára s.: Hjördís S.Sigurðardóttir, Gerplu 13-14 s.: Helga Bára Jónsdóttir, Gerplu 15-16 s.: Brynja Kærnested, Ármanni 15-16 p.: Axel Bragason, Ármanni 2. þrep 15-16 s.: Hanna Lóa Friðjónsdóttir, Gerplu Meistaramót í fimleikastiga verður haldið sunnudaginn 1. mars í íþróttahúsi Seljaskóla og þar keppa allir sem hafa náð eftir- töldum lágmörkum: Stúlkur - 4. þrep 35,00, 3. þrep 33,00, 2. þrep 32,00. Piltar - 4. þrep 42,00, 3. þrep 50,00, 2. þrep 46,00. Kenny Sansom Veill fyrir hjarta Gœti þurft aðgerð innan fárra ára Per Skaarup Tvær frestanir Per Skaarup, þjálfari Fram- ara, er nú staddur á Ítalíu þar sem hann leikur með danska landsliðinu í B-heimsmeistara- keppninni. Af þessum sökum hef- ur tveimur næstu leikjum Fram í 1. deild, gegn Ármanni 22. febrú- ar og Breiðabliki 1. mars, verið frestað. „Ef Dönum gengur illa kemur hann hingað um leið og ljóst er að þeir eigi ekki möguleika á efstu sætunum,“ sagði Brynjar Stef- ánsson hjá handknattleiksdeild Fram í gær. Skaarup fer aftur til Danmerkur að loknu þessu keppnistímabili en hann hefur verið ráðinn þjálfari hjá HG/ Gladsaxe fyrir næsta vetur. -VS Enski knattspyrnumaðurinn Kenny Sansom, bakvörður hjá Arsenal og enska landsliðinu, lýsti því yfir í blaðaviðtali í gær að hann ætti von á að þurfa að gang- ast undir hjartaaðgerð innan fár- ra ára. Sansom segir f viðtali við Sun að þetta sé ættgengt, faðir hans, bróðir og frændi hafi allir fengið hjartaáföll og hann sé sjálfur veikur fyrir hjarta. „Ég er alltaf meðvitaður um þetta og veit að ég á eftir að gangast undir ein- hvers konar aðgerð,“ segir hann. Sansom er 28 ára og hefur leikið 74 landsleiki fyrir England. Spáð hefur verið að hann verði eftir nokkur ár landsleikjahæsti knattspyrnumaður frá upphafi í Englandi, og gæti jafnvel orðið sá hæsti í heimi áður en hann leggur skóna á hilluna. -VS/Reuter Kópavogur Firmakeppni hjá IK Per Skaarup kemur strax heim ef Dönum gengur iila á italíu. Firma- og félagahópakeppni ÍK í innanhússknattspyrnu verður haldin í íþróttahúsinu Digrancsi í Kópavogi og hefst sunnudaginn 22. febrúar. Keppt verður í riðlum þann dag, mið- vikudaginn 25. febrúar og sunnudag- inn 1. mars. Leikið er til úrslita mið- vikudaginn 4. mars og hvert lið leikur 4-8 leiki. Þátttökugjald er 4000 krón- ur og aðeins 25 lið komast að. Þátt- taka tilkynnist til Víðis (681333 og 75209), Reinhardts (44004 og 29368) eða Ragnars Boga (83233 og 42272) í síðasta lagi á fimmtudag. Knattspyrna Blokhin til Ujpest Ungverska útvarpið skýrði frá því í gær að Ujpest Dozsa, eitt kunnasta knattspyrnufélag lands- ins, hefði gert samning við Sovét- menn um kaup á hinum fræga leikmanni Oleg Biokhin frá Di- namo Kiev. Blokhin, einhver snjallasti knattspyrnumaður heims síðasta áratuginn, er 33 ára og varð Evr- ópubikarmeistari með Kiev sl. vor auk þess sem hann lék tals- vert með sovéska landsliðinu. Sérstakur samningur um íþrótt- asamskipti var nýlega gerður milli Sovétríkjanna og Ungverja- lands og gerir hann þennan flutn- ing mögulegan. Eiginkona Blok- hins, Irina Deryugina, er fim- leikaþjálfari og hefur einnig verið ráðin til starfa í Ungverjalandi í sinni grein. -VS/Reuter ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.