Þjóðviljinn - 05.03.1987, Page 1

Þjóðviljinn - 05.03.1987, Page 1
Fimmtudagur 5. mars 1987 53. tölublað 52. árgangur Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd Samkomulag í sjónmáli Svavar Gestsson: Norræna þingmannanefndin undirforystuAnkers Jörgensen gekk frá samkomulagsgrundvelli í fyrradag Allir stjórnmálaflokkar á Norð- urlöndum utan hægriflokk- anna, þar á meðal Sjálfstæðis- flokksins, hafa á einhvern hátt komið við sögu nefndarinnar, sem nú hefur komið sér saman um þann grundvöll sem sam- komulag um kjarnorkuvopnalaus Sea Shepherd Höfum sannanir Paul Watson: Hvalur hfmáþræta. Við munum leggja fram gögnin „Hvalur hf getur þrætt einsog hann vill. Við höfum undir hönd- um upplýsingar sem sýna að fyr- irtækið drap hvali undir löglegri lengd.“ Þetta sagði Paul Watson hjá Sea Shepherd samtökunum, þeg- ar Þjóðviljinn bar í gær undir hann staðhæfingar Kristjáns Loftssonar hjá Hval h.f, um að fyrirtækið hefði ekki drepið neina hvali undir lágmarksstærð. „Við höfum sent gögnin til Washington, þar sem líffræðing- ar munu kanna þau betur. Niður- staða þeirrar athugunar, ásamt með frumgögnunum sjálfum, verður svo lögð fyrir ársþing Al- þjóðahvalveiðiráðsins næsta júní,“ sagði Watson. Bandaríkin 400 börn með eyðni Sýkingarmáti þeirra staðfestirað eyðni smitast aðeins við kynmök eða blóð- blöndun í Bandaríkjunum hafa nú greinst 394 börn yngri en 13 ára með eyðni frá árinu 1981. Lang- flest þessara barna eru undir fimm ára aldri. Við rannsóknir á sýkingarmáta þessara barna hefur komið í ljós að í 79% tilfella var annað hvort foreldri eða báðir með eyðni eða í áhættuhóp. 6% barnanna eru blæðarar og 13% hafa smitast við að fá blóðgjöf. í 3% tilfella er sýkingarleið ókunn en tekið er fram að í þeim hóp er jafnframt ókunnugt um „áhættuþætti" for- eldra. „Þessar upplýsingar renna enn frekari stoðum undir þá skoðun að eyðni smitist eingöngu við kynmök eða blóðblöndun," segir í tilkynningu frá landlækni. Norðurlönd mun byggjast á, sagði Svavar Gestsson í gær, en hann sat fundi nefndarinnar í Osló fyrir skömmu. „Tillögurnar verða sendar öllum þeim flokkum sem hafa starfað með nefndinni, af þeim hér á landi eru Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur, Framsóknar- flokkur og Kvennalisti, og verður óskað eftir svari fyrir 21. apríl næstkomandi. Þetta mál er nú komið á al- mennt umræðustig, búið að koma sér saman um grundvallar- atriði og því ekki um neinar draumkenndar skýjaborgir lengur að ræða. Það er því Ijóst að þetta mál kemur beint inn í kosningabaráttuna hjá okkur. Gert er ráð fyrir því að skipuð verði norræn embættismanna- nefnd til viðræðna við kjarnorku- veldin um þessi mál, en forysta Alþýðuflokksins hefur lýst sig andsnúna skipan hennar ásamt Sjálfstæðisflokknum. Það er því ljóst að íslandskratar eru í þessu máli gersamlega á skjön við Krata annarsstaðar á Norður- löndum“. -sá. Öskudagshátíð Það var handagangur í öskjunni á Lækjartorgi í gær þar sem þúsundir barna héldu ærlega öskudagshátíö, slógu köttinn úr tunnunni og skemmtu hvort öðru með söng og leik. Allt fór hið besta fram og börnin nutu frídagsins vel. Mynd - E.ÓI. Alþýðuflokkur Fagna utlendu eignarhaldi Karl Steinar fagnar inngöngu erlendra aðila í sjávarútveg á Suðurnesjum. Hjörleifur Guttormsson: Varhugavertþegar alþingismenn vilja greiða erlendum leið bakdyramegin inn í undirstöðuatvinnuvegina ' Karl Steinar Guðnason, for- maður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur, vara- formaður Verkamannasam- bandsins og alþingismaður Krata fagnar því mjög í viðtali við Al- þýðublaðið í fyrradag að útlend- ingar eru nú orðnir eigendur fisk- vinnslufyrirtækja á Suðurnesjum og telur þingmaðurinn þetta renna styrkari stoðum undir at- vinnulíf á svæðinu og sé það gam- aldags hugsunarháttur að vera á móti slíku, enda bjóði erlendu fyrirtækin 30-50% yfir opinberu fiskverði. Hjörleifur Guttormsson Al- þýðubandalagi og Sjálfstæðis- mennirnir Guðmundur H. Garð- arsson og Gunnar G. Schram fordæmdu allir landsölustefnu Karls Steinars í umræðum um fiskmarkaði á alþingi í gær og töldu þeir allir að alls ekki mætti hleypa útlendingum á þennan hátt inn í undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar og minntu á við- skilnað hinna bresku Hellers- bræðra í Hafnarfirði á fjórða ára- tugnum. Það kom fram að löggjöf um þessi efni frá 1922 kveður á um að útlendingar megi ekki eiga hlut í útgerðarfyrirtækjum en gloppa er í lögunum hvað varðar fisk- vinnsluna og hvöttu þeir Hjör- Ieifur Guttormsson, Guðmundur H. Garðarsson og Gunnar G. Schram til þess að alþingi tæki af skarið í þessum efnum. -sá. Kappræður Guðmundur þorði ekki Guðmundur Einarsson neitaði að kapprœða viðfulltrúa BJísjónvarpi. Alfreð Guðmundsson hjá BJ: Guðmundur Einarsson þorði ekki á móti okkur Guðmundur Einarsson þorði ekki á móti okkur eða hafnaði því að mæta. Hann taldi engum tilgangi að mæta að rífast við okkur um peningamál, sagði Al- freð Guðmundsson hjá Bandalagi Jafnaðarmanna í gær. Fyrir skömmu ráðgerði Stöð 2 að þátturinn Návígi fjallaði um deilumál Bandalags Jafnaðar- manna og brotthlaupinna þing- manna bandalagsins. BJ féllst á þátttöku og var fyrirhugað að annaðhvort Alfreð Guðmunds- son eða Þorgils Axelsson mætti fyrir samtgkin á móti Guðmundi Einarssyni alþingismanni, sem kvað sig ekki reiðubúinn til málskrafs við fulltrúa BJ á þess- um vettangi. „Það var ekki meiningin að ræða um peningamál í þessum þætti, heldur ákveðnar leiðir að markmiði sem við stefnum trú- lega báðir að. Hitt er annað að sálfsagt hefðu fjármálin og deilurnar um þau fléttst inní um- ræðurnar, enda hafa þeir brotið illilega á okkur. í því efni eigum við margt órætt,“ sagði Alfreð Guðmundsson. Blaðinu tókst ekki að ná sam- bandiM VIÐ Guðmund Einars- son í gær og inna hann eftir hans afstöðu. RK -Ing.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.