Þjóðviljinn - 05.03.1987, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 05.03.1987, Qupperneq 4
LEIÐARI Eftir heimsókn til Moskvu Nú viröast allar leiöir liggja til Moskvu að skoða nýmæli Gorbatsjovs og ekki nema sjálf- sagt og eðlilegt að Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sláist í þann hóp - þeim mun fremur sem Sovétmenn vildu með boði til hans láta í Ijós nokkra viðurkenningu á framlagi (s- lendingatil leiðtogafundarins í Reykjavík í fyrra- haust. Auk þess er það alltaf góð og gild ástæða fyrir slíkum heimsóknum að viðskipti íslands og Sovétríkjanna eru veruleg og hafa oftar en ekki reynst okkur hagstæð, jafnvel komið okkur úr vissum vanda eins og þegar Bretar settu á skip okkar löndunarbann í þorskastríðinu fyrsta. Og vonandi á það eftir að rætast, að viðræður Steingríms við sovéska ráðamenn greiði úr vissum viðskiptahnútum og ryðji braut nýju frumkvæði á því sviði. Það er eftirtektarvert, að Morgunblaðið hefur ekki lýst neinum sérstökum fögnuði yfir opin- berri heimsókn íslensks forsætisráðherra til Moskvu. Áður en heimsóknin hófst birti blaðið langa grein eftir Björn Bjarnason, þar sem Steingrímur er beint og óbeint varaður við því að ánetjast hugmyndum um vígbúnaðarmál, sem greinarhöfundur telur hagstæðar Sovét- mönnum. Sömuleiðis kemur þarfram fyrirfram- vantrú á miðjuflokka eins og Framsóknarflokk- inn - og er það staðhæft að þeir séu svo reikulir í ráði að slíkir flokkar reynist „kommúnistum þægileg leið til að koma ár sinni fyrir borð“. Viðhorf af þessu tagi eru gamalt og nýtt fyrir- bæri í Morgunblaðinu. Þar hafa menn oftar en ekki rokið upp til handa og fóta með staðhæf- ingar um að viðskipti við Sovétmenn væru vafa- söm eða hættulega mikil á vissum sviðum, enn- fremur skín þar einatt í gegn sá hroki Sjálfstæð- isflokksins, að honum einum sé treystandi til að fara með utanríkismál, og þá sérstaklega þau sem snúa austur á bóginn. Björn Bjarnason skrifar í grein sinni að Steingrímur muni ekki fara til Moskvu til að rífast við Gorbatsjov um friðarmál eða til að mótmæla hernaði Sovét- manna í Afganistan - og meinar vitanlega, að ef Þorsteinn Pálsson stæði í sporum Steingríms þá yrðu Kremlverjar heldur betur teknir í karp- húsið. Steingrímur Hermannsson virðist hafa látið þennan „þrýsting frá hægri“ sem vind um eyru þjóta. Ekki er af yfirlýsingum að sjá, hvort Af- ganistanmál hafa verið til umræðu hjá honum, Ryzhkov og Gorbatsjov, en forsætisráðherra hefur annarsvegar hreyft við þá mannréttinda- málum - og á hinn bóginn látið uppi ánægju sína með ýmislegt sem Sovétmenn hafa haft fram að færa í afvopnunarmálum. Eins og eðli- legt er. Því einmitt þessa daga var það að koma í Ijós, að þótt Reykjavíkurfundurinn yrði enda- sleppur þá ætla Sovétmenn ekki að gefa það upp á bátinn að reyna að ná samkomulagi við Bandaríkjamenn - nú um meðaldrægar eld- flaugar - m.ö.o. þeir ætla ekki að bíða eftir nýjum forseta í Hvíta húsinu eins og sumir hafa spáð. í ræðu sem Steingrímur hélt í Moskvu, sagði hann að íslendingar vildu styrkja þær vonir sem vöknuðu á Reykjavíkurfundinum og reifaði hug- mynd um að á íslandi risi stofnun sem ynni að því að bæta sambúð austurs og vesturs og reyndar allra þjóða. Ekki nema gott um þær frómu óskir að segja, - en óneitanlega fylgdi slíku tali meiri þungi, ef íslensk stjórnvöld hefðu á liðnum misserum lagt á hreinskiptinn hátt lið ýmsum þeim tillögum, sem uppi hafa verið um afvopnunarmál og önnur sambúðarvandamál ríkja heims, og ná út fyrir hinn þrönga Natóram- ma, sem samstjórn Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks hefur sett sér. - áb. KLIPPT OG SKORIÐ Ut í kuldann Reagan forseti situr í sinni ír- anssúpu og má sig lítt hræra. Og hann sem áður virtist hvers manns hugljúfi í sínu landi, á hverju sem gekk, má nú taka á móti sterkum flaumi gremju og vonbrigða - engu líkara en virðu- legur og sómakær heimilisfaðir hafi drukkið sig fullan fyrirvara- Iaust og efnt í stórhneyksli á hóruhúsi eða einhverjum enn verri stað. Og verulegur hluti bandarískra blaða gerist grimmur í fordæm- ingu sinni á forsetanum meðan þeir hægrivillingar láta sér fátt um finnast, sem hafa alltaf verið sannfærðir um það hvort sem var, að bandarísk blöð væru haldin stásstofufrj álslyndi, vinstrislag- síðu og gott ef ekki laumukomm- únisma. En menn hafa líka spurt sig að því, hvernig á því standi að það þurfi mjög áberandi og ótvírætt hneyksli til þess að blöðin taki í karphúsið stjórn og forseta, sem lengi hefur rekið stefnu, sem ein- att er háskaleg, sjálfri sér sundur- þykk og mjög lömuð af fáfræði um ýms helstu vandamál tímans. Hvers vegna hylltu blöðin forseta sem einatt fjallaði um kjarnorku- styrjöld sem spennandi tölvuleik og afhenti í reynd ungum liðs- foringja með Rambódellu veiga- mikinn geira af utanríkisstefn- unni að léni? Að búa til mynd í viðtali við Dagens Nyheter fjallar þekktur bandarískur fjöl- miðlafræðingur, prófessor Wil- liam Dorman, um þessar gátur. Hann vitnar til þess, að venjulega afsaki stjórnendur bandarískra fjölmiðla sig með því að „vi'ð fengum aldrei tœkifœri tii gagnrýni vegna þess að fólkið vildi ekki hlusta á gagnrýni áfor- seta setn naut virðingar“. Þetta mál er miklu flóknara, segir Dorman. í fyrsta lagi voru það einmitt fjölmiðlarnir sjálfir, sem sköpuðu hina jákvæðu mynd af forsetanum sem svipti þá sjálfa rétti til gagnrýni. Og - vegna undirdánugrar hollustu við forsetann geta fjöl- miðlarnir sjálfum sér einnig um það kennt, ef almenningur er tor- trygginn í þeirra garð. „Eftir að þeir hafa í sex ár látið sem forset- inn gœti gengið á vatni afhjúpa þeir það allt í einu að hann geti ekki einu sinni róið“. Veruleiki og yfirskin Dorman, sem hefur nýlega gef- ið út bók um bandarísku blöðin og íransmálin, heldur því fram að bandarísk blöð séu allmiklu lak- ari en orðstír þeirra bendir til. Þau hafi orð á sér fyrir að vera sjálfstæð og óháð en í rauninni séu þau full með hugmyndafræði- lega fordóma og oftast nær komi þau fram sem verndarar ríkjandi afla og ástands. Afhjúpandi blaðamennska, segir hann, er undantekning sem sannar þessa reglu, og kemur helst fyrir þegar þær aðstæður hafa skapast að þeir sem ráða gefa grænt ljós. Dorman heldur því fram, að þótt bandarískir fjölmiðlar hafi á sér yfirbragð hlutlægni, þá láti þeir í raun í stórum dráttum stjórnast af því sem stjórnvöld telja öryggishagsmuni ríkisins. Það ráði að öðru jöfnu ferðinni, að öll eftirstríðsárin hafa Banda- ríkin átt í einskonar stríði við Sovétríkin, og ,fjölmiðlar hafa hlýðnir og affúsum vilja skapað andlega spennitreyju og í hana fœrðir hafa þegnarnir hlýtt af miklu þjóðerniskappi hinni and- legu hervœðinguUmræðan um hin viðkvæmu mál hefur oftar en ekki verið mjög takmörkuð og aðeins fyrir „viðurkennd nöfn“ í stjórnmálum og herfræðum. Sú litla andstaða, sem fram kemur við ríkjandi sjónarmið, er sundr- uð og týnist einhvernveginn í sundurlausum sparðatíningi fjöl- miðla. Og einmitt stjórn Reag- ans, segir Dorman, hefur með því að draga óvininn upp í sterkum litum og með því að hamast mjög á hætt'unni frá hermdarverka- mönnum verið lagin við að af- vopna alla alvarlega umræðu. Grænt Ijós Þegar svo íransmálið verður til þess að breyta mjög áliti manns á Reagan og hans stjórn, segir Dorman, þá er það ekki blöðun- um að þakka. Það voru sýrlensk blöð og íranskur stjórnmálamað- ur sem komu málinu af stað og ekki varð aftur snúið. Og um leið kom það fram, að ýmsir valda- miklir hópar voru farnir að efast mjög um hina samhengislausu stefnu Reagans í utanríkismál- um. „Pað eru tvœr grundvallarfor- sendur fyrir því að blöðin hefji gagnrýna rannsókn á stjórninni - að einstakir valdahópar skerist úr leik og að gróft hneyksli komist upp“ segir Dorman. Vopnasalan til írans var vitan- lega afar gróft hneyksli - sem og tenging hennar við contraskæru- liða í Nicaragua. „Og viðþœr að- stœður er blöðunum sleppt lausum og þaufara að hegða sér í samræmi við stefnumið sín. Vegna þess að þau hafa fengið leyfi til. “ Og þegar blöðin eru á annað borð farin af stað, þá standa þau sig oft vel. Allt í einu koma fram fréttir og upplýsingar, sem áður fóru huldu höfði og menn verða óragir við að skyggnast á bak við þversagnir og vitleysur í ummæl- um ábyrgðarmanna. En, segir margnefndur Dorman, þetta nægir ekki til að bandarískir fjöl- miðlar geti stært sig af því hlut- verki sínu að vera gagnrýnir eftir- litsmenn valdsins. - ÁB. þlOÐVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandl: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltatjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Magnús H. Gíslason, MörðurÁmason, ólafur'Gíslason, Siaurður Á. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vilborg Davíðsdóttir, Víoir Sigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrlta- og prófarkaleatur: Elías Mar. Ljóamyndarar: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Dtlttsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrlfstofustjórl: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson. Auglyslngastjóri: Sigríður Hanna Sigurtjörnsdóttir. Auglýsingar: Olga Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir. Sfmvarsla: Katrín Anna Luiid, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: ólöf Húnfjörð. Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu-og afgreiðslustjóri: Hörður Oddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innhelmtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar:Sfðumúla6,sfmar681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lausasölu: 50 kr. Helgarblöð: 55 kr. Áskrlftarverð á mánuði: 500 kr. 4 SfÐA - ÞJÓÐVIUINN Miðvikudagur 4. mars 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.