Þjóðviljinn - 05.03.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 05.03.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þJÓÐVIMIN Fimmtudagur 5. mars 1987 53. tölublað 52. örgangur SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Skýrsla utanríkisráðherra Hermangið magnast Aðalverktakarfengu2,201 miljarð fyrir sinn snúð 1986.1,103 miljarða 1985. Miklar nýframkvœmdirfyrir herinnfyrirhugaðar: M.a. 250 íbúðir, félagsheimili, nýjar vararafstöðvar, vegagerð Rfldsstjórnin og utanríkisráð- herra hafa á valdaferli sínum stóreflt fjárhagslegt samkrull ís- lendinga og hersins og gert er ráð fyrir í skýrslu utanríkisráðherra til alþingis að haldið verði áfram á þeirri braut. í skýrslunni kemur fram að búið er að endurnýja flugflota hersins, haldið sé áfram að bæta tengsl annarra ríkja NATO við starfsemi hersins og í yfirstjórn herliðsins eru nú dani, Hollend- ingur og von á Norðmanni. Herinn greiddi íslenskum fyrir- tækjum og einstaklingum 1986 rúmlega 4,1 milljarð og er fyrir- hugað að lítið dragi úr á næsta ári og er meiningin að ráðast í meiri- háttar framkvæmdir að vori, þar á meðal byggingu félagsheimilis, skrifstofuhúsnæði fyrir ýmsa starfsemi hersins, alls um 1500 fermetra, byggingu 250 íbúða, vararafstöðvar við byggingu kaf- bátaleitareftirlits ásamt öðru og gert er ráð fyrir að Aðalverktakar fái fyrir sinn snúð vegna þessara nýju framkvæmda, 70 milljónir dollara eða tæpa 3 miljarða króna. -sá. Bankastarfsmenn Félag um dagsvistun „Áhuginn er mjög mikill, und- irbúningur að stofnun félagsins hófst í haust,“ sagði Kristrún Guð- mundsdóttir stjórnarformaður í nýju félagi áhugafólks banka- starfsmanna um stofnun og rekst- ur dagvistarheimilis. Nefnd á vegum Sambands bankamanna vann að undirbún- ingi og starfsfólk allra bankanna tók þátt í stofnun félagsins. „Það kom í ljós við könnun sem gerð var í fyrra að þörfin fyrir dagvistarheimili er alveg gífur- leg,“ sagði Kristrún. „Öll vinna er ennþá á byrjunarstigi en við erum að kanna núna hvaða fjár- öflunarleiðir eru færar.“ - vd Háskóli íslands Konum fækkar í raungreinum „Kvenfólki við nám í raun- greinum við Háskóla íslands hef- ur fækkað í ár miðað við árið í fyrra,“ segir Brynhildur Brynj- ólfsdóttir hjá Nemendaráði Há- skóla íslands. Hún kvaðst ekki hafa skýringu á reiðum höndum. Á námsárinu 1985-1986 voru 112 konur við nám í raungreinum við Háskóla íslands en sam- kvæmt nemendaskrá fyrir árið 1986-1987 eru þær aðeins 88. Heildarnemendatalan í ár, 1986-1987 er 591 nemandi, þar af eru nýnemar 279. Af nýnemum eru 191 karl en aðeins 88 konur. grh. Rafmagnsverkfræðingar framtíð- arinnar, þær Guðlaug Sigurðar- dóttir t.v. og Björg Magnúsdóttir t.h. halda ótrauðar sínu striki við námið þó svo að kynsystrum þeirra hafi fækkað í raungreinum við Háskóla Islands. Kópavogur Yfir 20% launahækkun Starfsmannafélag Kópavogs semur - Ég er viss um að þetta samkomulag á eftir að gefa tóninn í samningum annarra sveitarfé- laga í endurskoðun á starfsmati og að þessi niðurstaða sem við fengum verði ráðandi í þeim samningum sem á eftir að gera, sagði Kristján Guðmundsson bæjarstjóri í Kópavogi, í samtali við Þjóðviljann í gær. Starfsmannafélag Kópavogs hefur samþykkt nær einróma nýjan kjarasamning við bæjaryfirvöld í Kópavogi , en samningurinn felur meðal annars í sér launahækkun til starfsmanna bæjarins á þessu ári upp á 21 - 22%. Inni í þessari hækkun felst uppstokkun á starfsmati bæjar- starfsmanna sem samið var um að framkvæmt yrði á þessu ári í þeim rammasamningi sem bæjarstarfsmannafélögin gerðu nýlega til næstu þriggja ára. -Ig./-Ing. Eg held að ekkert annað sveitarfélag í landinu hafí orð- ið að þola annan eins samdrátt í afla í kjölfar kvótakerfisins. Það er min skoðun að lögin um stjórn- un fiskveiða, kvótalögin, hafi beinlínis kippt lífsbjörginni frá þeim byggðarlögum sem af ein- hverjum ástæðum hafa ekki verið tilbúin til þess að kaupa þau skip sem þar hafa verið til sölu, segir Úlfar Thoroddsen, sveitarstjóri á Patreksfirði. Á síðustu árum hefur orðið geysimikill samdráttur á afla sem borist hefur á land á Patreksfirði samfara fækkun á fiskiskipum. Frá 1982-1986 varð 40% sam- dráttur í tonnum talið af fiski sem þangað kom á land, eðá úr 13.200 tonnum 1982 í rúm í rúm 7 þús- und tonn á síðasta ári. Á sama tíma fækkaði vertíðarbátum úr 10 í 2 báta. Þessi minnkun í afla hef- ur orðið til þess að það er varla hægt að halda uppi fullri atvinnu í frystihúsinu. Þetta hefur auðvit- að leitt til fólksflótta úr sveitarfé- laginu og hefur íbúum á Patreks- firði fækkað um 10% á þessu tímabili. Til að reyna að stemma stigu við þessari óheillaþróun hefur verið kosin nefnd til að vinna að stofnun nýs útgerðarfélags. Áætl- að er að safna um 40-50 miijónum króna í hlutafé. Vandi Patreksfirðinga hefur verið ræddur margoft við stjórnvöld og þau jafnan lýst yfir skilningi á vandamálinu en hing- að til hafa þau ekki treyst sér til að gera nokkuð þeim til lausnar. „Við erum auðvitað bjartsýnir á að okkur muni takast ætlunar- verk okkar að skjóta styrkum stoðum undir atvinnulífið hér með stofnun nýs útgerðarfélags. Því það er tómt mál að tala um annan atvinnurekstur hér en þann sem lýtur að fiskveiöum," sagði Úlfar. Tilboð ríkisins um sömu áfang- ahækkanir og samið var um í jólaföstusamningum ASI og VSI auk 3,5% hækkunar er búið að standa síðan í janúar. Okkur finnst það enginn umræðugrund- völlur fyrir samningum, segir Júlíus K. Björnsson, formaður launamálaráðs BHMR. í gær bættist Félag íslenskra sjúkraþjálfara í hóp þeirra félaga innan BHMR sem boðað hafa verkfall í þessum mánuði. Áður hafa Hið íslenska kennarafélag og Félag háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga boðað verk- fall. Þá hefur Félag félagsráðgjafa ákveðið að halda atkvæða- greiðslu um verkfallsboðun í dag og á morgun og Félag náttúrufr- æðinga þann 6., 9., og 10. mars n.k. „Ég tel að þeim félögum innan BHMR muni fjölda á næstunni sem ákveða að fara í verkfall ef engar breytingar verða á afstöðu ríkisins til raunhæfra samninga,“ sagði Júlíus K. Björnsson. grh. Patreksfjörður Lífsbjörginni kippt undan okkur Úlfar Thoroddsen sveitarstjóri: Kvótinn orsakar 40% aflaminnkun- Vertíðarbátum fœkkar- Fólksflótti um 10% - Stefnum að stofnun nýs útgerðarfélags BHMR/Ríkið: Verkfallsboðum fjölgar Júlíus K. Björnsson, formaður launamála- ráðs BHMR: - Hörð baráttaframundan - Ríkið talar ekki við okkur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.