Þjóðviljinn - 07.03.1987, Blaðsíða 2
Garðar Þórhallsson
fyrrv. bankastarfsmaður:
Hugmyndin er ekkert slæm í
sjálfu sér, en það verður að
vera innan ákveðinna marka.
3orgin má til dæmis ekki
hætta rekstrinum.
Indriði G. Þorsteinsson
rithöfundur:
Ég er ekki hlynntur því. Ég vil
að heimavinnandi húsmæðr-
um séu greidd laun og á með-
an það er ekki, er engin
ástæða til að fela einstak-
i þennan rekstur.
—SPURNINGIN—
Hvernig líst þér á aö
Reykjavíkurborg selji
einstaklingum dagvistar-:
stofnanir sínar?
Lilja Guðmundsdóttir,
starfsm. Borgarspítala:
Ég erfrekar andvíg því. Það er
nú einu sinni þannig með
einkareksturinn að hann
stuðlar ekki að lægra verði.
Oddný Magnúsdóttir
verslunarmaður:
Mér líst ágætlega á það, þá
gengi kannski betur að fá
pláss. Það væri allt í lagi þótt
gjöldin hækkuðu, þau eru það
ág.
Páll Grétarsson
skrifstofumaður
Ég get ekki séð annað en
hægt sé að reka dagvistar-
heimili á þeim grundvelli.
Hinsvegar verður að tryggja
að gjöldin hækki ekki.
FRÉTTIR
Suðurnes
Ráðuneytíð synjaði
um kvóta
Hafnarey hafði ekki aflakvóta. Ríkisstjórnin öll afvilja gerð
Forsætisráðherra hét okkur því
að hann og ríkisstjórnin
mundu leggja sig alla í framkróka
við að greiða úr okkar málum. I
góðri von sendum við ríkisstjórn-
inni bréf þar sem við fórum fram
á að Hafnarey yrði veitt aflahei-
mild gegn því skilyrði að hún væri
næstu 2-3 árin gerð út frá Garði.
Ríkisstjórnin vísaði beiðninni
til Sjávarútvegsráðuneytisins og
fól sjávarútvegsráðherra að gera
allt sem lög leyfðu til að afla
veiðiheimilda fyrir skipið. En í
svari sjávarútvegsráðherra segir
að samkvæmt lögum séu engar
undanþáguheimildir til“ sagði
Ellert Eiríksson, sveitarstjóri
Gerðahrepss í spjalli við blaðið.
Eins og áður hefur komið fram
sótti Gerðahreppur um að Hafn-
arey SF fengi veiðiheimild. En
fyrir skömmu var skipið keypt í
Garðinn af Magnúsi Axelssyni,
með þeim fyrirvara að aflakvóti
fengist frá ráðuneyti. Magnús
heldur því fram að skipinu beri
aflakvóti, en ráðuneytið neitar
því. „Það er alveg á hreinu að það
fylgdi enginn aflakvóti með
skipinu þegar við seldum skipið.
Enda var söluverðið lágt eftir
því“ tjáði Stefán Ólafsson, björ-
gvunarsveitarmaður á Höfn í
Hornafirði blaðinu, en björgun-
arsveitin seldi Magnúsi Axelssyni
skipið.
„Menn geta hugsað sem svo að
Magnús hafi keypt skipið í þeirri
trú að hann gæti fengið kvóta á
skipið og náð sér þannig í nokkr-
ar miljónir aukreitis með því að
selja það frá sér aftur“ sagði Ell-
ert Eiríksson. .rk
8. mars
Baráttufundur íHlaðvarpanum
Fjölmörg kvennasamtök
standa fyrir samkomu í Hlað-
varpanum, Vesturgötu 3, laugar-
daginn 8. mars á baráttudegi
kvenna. Yfirskrift fundarins er
„Rísum upp heima og heiman“.
Ávörp á fundinum flytja þær
Bjarnfríður Leósdóttir, Hjördís
Hjartardóttir og Þóra Kristín Ás-
geirsdóttir en að auki verða flutt
skemmtiatriði í tali og tónum.
Meginumræðuefni fundarins
verður efnahagsleg staða kvenna
og hvernig láglaunastefna undan-
farinna ára hefur bitnað á kon-
um. Barnagæsla verður á fundin-
um sem hefst kl. 14.00.
Meðal félaga sem standa að
baráttufundinum eru: Menning-
ar- og friðarsamtök kvenna,
Samtök kvenna á vinnumarkaði,
Alþýðubandalagskonur,
Kvennalistinn, Islensk - lesbíska
og Alþýðuflokkskonur.
Bjarnleifur
Bjarnleifsson
Ijósm.
látinn
Bjarnleifur Bjarnleifsson blaða-
ljósmyndari er látinn 72. ára að aldri.
Hann var fæddur í Vestmannaeyjum
25. mars árið 1915.
Bjarnleifur starfaði við blaðaljós-
myndum á fjórða áratug. 1 fyrstu tók
hann myndir fyrir Þjóðviljann, síðan
fyrir Vísi, þá Dagblaðið og síðast
starfaði hann fyrir DV. Sérsvið
Bjarnleifs voru íþróttamyndir og hafa
fáir stórir kappleikir verið háðir hér-
lendis undanfarna áratugi þar sem
Bjarnleifur hefur ekki verið mættur
með ljósmyndavélina.
Þjóðviljinn og blaðamenn hans
votta aðstandendum Bjarnleifs sam-
úð sína.
-ritstj.
Þorsteinn tilbúinn í slaginn (mynd sig.).
Tónleikaferðalag
Þorsteinn með
Leo Smith
Þorsteini Magnússyni gítarleikara MX21
boðið að spila meðfrœgum jazzista
íslenska gítarleikaranum Þor-
steini Magnússyni hefur verið
boðið með hljömsveit trompet-
leikarans Leo Smith í tveggja
vikna hljómleikaför um megin-
land Evrópu og endar ferðin í
Bochum í Vestur-Þýskalandi á
fjögurra daga jazzfestivali þar
sem m.a. Ornette Coleman, Bill
Laswell og Ginger Baker spila.
Hljómleikaferðinni lýkur svo
hér í Reykjavík þann 1. apríl, en
þá munu Leo Smith og félagar
spila á Hótel Borg.
Leo Smith hefur komið hér þrí-
vegis og haldið tónleika og nám-
skeið og hefur Þorsteinn verið
hans helsti aðstoðarmaður hér.
Eftir komu Leo Smith hingað
haustið 1985 spilaði Þorsteinn
með honum inn á plötuna Hum-
an Rights, verkið Freedom Song
þar sem Smith syngur og Þor-
steinn spilar á gítar og synthesiz-
er.
Þorsteinn fer fyrst til Banda-
ríkjanna til að æfa með hljóm-
sveitinni fyrir ferðina en Flug-
leiðir hafa styrkt hann myndar-
lega til fararinnar til Bandaríkj-
anna.
Þorsteinn hefur spilað inn á
yfir 50 plötur hér heima og spilað
með ýmsum góðkunnum hljóm-
sveitum svo sem Eik, Þeyr og nú
síðast MX21. Árið 1982 sendi
hann frá sér plötuna Líf þar sem
hann bæði samdi og útsetti alla
tónlistina og lék einnig á öll
hljóðfæri. -ing