Þjóðviljinn - 07.03.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 07.03.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þJÓÐVIUINN Lauoardagur 7. mars 1987 55. tðlublað 52. árgangur SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. RÚV „Vamarlið“ er villandi Deilt um orðnotkun í útvarpsráði Á að nota áróðursheiti á borð við „varnarlið“ og „íslenska álfé- lagið“ í fréttum og annarri um- Qöllun hjá ríkisfjölmiðlunum? Fimm af sjö útvarpsráðsmönnum telja að svo skuli vera áfram, en tveir leggjast gegn. Um þessa orðnotkun urðu nokkrar deilur á útvarpsráðs- fundi í gær vegna bréfs sem Elías Davíðsson tónlistarmaður í Ól- afsvík ritaði ráðinu. Þau Árni Björnsson og María Jóhanna Lárusdóttir létu bóka þetta að loknum umræðum: „Við teljum það í andstöðu við reglur ríkisútvarpsins um óhlut- drægni að nota orðið „varnarlið" í ríkisfjölmiðlum um herlið Bandaríkjamanna á íslandi vegna þess hversu umdeilt hlut- verk þess er meðal þjóðarinnar. Ennfremur er augljóst að heitið „íslenska álfélagið" er villandi og í mótsögn við raunverulegt eignarhald í þessu fyrirtæki sem er algerlega í erlendri eigu. Bæði heitin eru að sjálfsögðu hugsuð sem innræting af eigendum fyrir- tækjanna. Þótt þau séu lögform- lega skráð ætti ríkisútvarpið að hafa sjálfstæði og djörfung til að leiða slíka innrætingu hjá sér með því að forðast að bera sér sjálf áróðursheitin í munn.“ Þau Eiður Guðnason, Markús A. Einarsson, Gísli Baldvinsson, Jón Pórarinsson og Inga Jóna Pórðardóttir eru hinsvegar fullkomlega sátt við „varnarlið- ið“: „Það er ekki hlutverk eða á valdi ríkisútvarpsins að breyta nöfnum fyrirtækja hér á landi enda þótt menn kunni að greina á um hvort um réttnefni sé að ræða. Varðandi nafngiftina „varnarlið“ viljum við undirrituð taka fram að í gildi er varnar- samningur milli íslands og Bandaríkjanna, staðfestur af þjóðþingum landanna. Þar er fjallað um veru og stöðu varnar- liðs á íslandi. Því er fullkomlega rétt og eðlilegt að þetta nafn sé notað í fréttum ríkisútvarpsins.“ Þjóðviljinn, sem notar ekki „varnarlið“ um herinn, leyfir sér að benda ríkisútvarpsmönnum á að vera samkvæmir sjálfum sér, afnema annaðhvort heitið „varn- arlið“ í fréttum sínum eða nefna herliðið fullu heimanafni sínu. Á ensku kallar herinn sig „Iceland Defence Force“ sem útleggst annaðhvort „Varnarlið íslands" eða „íslenska varnarliðið“, og yrði þá að skeika að sköpuðu þótt landsmönnum fyndist skörin far- in að færast uppí bekkinn. - m. F.v Rannveig Guðmundsdóttir forseti bæjarstjórnar Kópavogs, Kristján Guð- mundsson bæjarstjóri og ein fyrstu hjónanna sem flytja inn í Vogatunguna: Einar Guðmundsson og Lára Pálsdóttir. , (mynd Sig.) Kópavogur 9 nýjar fljúðir fyrir aldraða Fyrsti áfangi að íbúðumfyrir aldraða í Voga- tungu íKópavogi tekinn ínotkun. Áœtlaðar alls 59 íbúðir í gær var tekinn í notkun fyrsti áfangi að íbúðum fyrir aidraða í Vogatungu í Kópavogi. Þetta eru 9 tveggja herbergja íbúðir á jarð- hæð en alls er áætlað að á þessum sama reit við Vogatunguna rísi 59 íbúðir fyrir 60 ára og eldri ibúa Kópavogsbæjar. Lára Pálsdóttir og Einar Guð- mundsson eru meðal fyrstu íbú- anna sem flytja inn í eina af þess- um íbúðum. „Þetta er draumastaður" sögðu þau, „og okkur líst mjög vel á alla aðstöðu hér. Þetta eru ákaflega þægilegar íbúðir fyrir tvo og ajlur frágangur mjög vand- aður. Öll þjónustuaðstaða er í góðu göngufæri, hérna rétt hin- um megin við götuna. Við flytj- um hér inn sem allra fyrst, eins og er erum við ekki búin að selja húsið en þegar það verður búið flytjum við bara næsta dag.“ Einar og Lára hafa búið í Kóp- avogi í tæp 37 ár og sögðust vilja vera þar áfram eins lengi og þau gætu. Ólafur Jónsson formaður bygginganefndar sagði að áætlað væri að allar íbúðirnar verði tengdar við næturvakt á heilsu- gæslustöðinni eða annars staðar þar sem næturvaktin yrði starf- rækt. Einnig benti hann á að öll. þjónusta bæjarfélagsins er í Hamraborginni rétt hjá og eru undirgöng undir Digranesveg- inn. Endanlegt kostnaðarverð íbúðanna liggur ekki fyrir enn en reiknað er með að það verði um 3,4 millj. á íbúð að meðtöldum fjármagnskostnaði. Gert er ráð fyrir að hluti allra íbúðanna verði eignarfbúðir en hluti þeirra verði ýmist hreinar leiguíbúðir eða hlutdeildaríbúðir þar sem fólk tryggir sér leigurétt með kaupum á skuldabréfi. -ing. í þessari auglýsingu birtast óhugnaniegar stað- reyndir um slys í umferðinni, sem meðal annars hafa kostað mannslíf. Fleiri slíkar munu birtast á komandi mánuðum og bera þá vonandi vitni um árangur í baráttunni gegn umferðarslysum. óhöpp haraf * slys sfasaðra • t-átnir Janúar1986 1142 74 ' 84 Janýar1987 1094 49 _ : . 2 i ~ februar 1986 39 Sy, jl.ÆXV— 5: Febrúar1987 1181 ■ > / 59 62 : Mars 1986 998 56 63 3 Mars 1987 7 ■ ? ? ■ ? Skráö tjón bifreiðatryggingafélaganna FARARHEILL87 ATAK BIFREIDATRYGGINGAFÉLAGANNA ÍUMFERÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.