Þjóðviljinn - 07.03.1987, Blaðsíða 15
IÞROTTIR
Staðan
i úrvalsdeildinni i körfuknattleik
UMFN...... 19 16 3 1608-1421 32
IBK.......18 12 6
Valur 19 11 8
KR........18 9 9
Haukar
Fram...
1359-1217 24
1376-1322 22
1293-1343 18
18 17 7 11 1386-1390 14
„18 0 0 18 1089-1418 0
Stigahæstir:
Pálmar Sigurðsson, Haukum 458
Valur Ingimundarson.UMFN 417
Guðni Guðnason, KR 406
Þorvaldur Geirsson, Fram 291
Torfi Magnússon, Val 276
Einar Ólafsson, Val 265
Guðjón Skúlason, IBK 265
Jóhannes Kristbjörnsson, UMFN 251
Tómas Holton, Val 243
Jón Kr. Gíslason 234
Hagaskóli 6. mars
Fram-KR 70-90 (28-56)
6-6, 8-18, 16-22, 21-37, 23-49, 28-
56, 30-59, 37-65, 39-72, 47-72,49-82,
62-86, 70-90
Stig Fram: Símon Ólafsson 23, Jón
Júlíusson 14, Auðunn Elíasson 10,
Guðbrandur Lárusson 9, Þorvaldur
Geirsson 7, Jóhann Bjarnason 3, Örn
Hauksson 2 og Helgi Sigurgeirsson 2.
Stig KR: Guðni Guðnason 23,
Garðar Guðjónsson 22, Mattlas Ein-
arsson 13, Guðmundur Jóhannsson
9, Ólafur Guðmundsson 9, Þorsteinn
Gunnarsson 8, Lárus Ánason 4 og
Ástþór Ingason 2.
Dómarar: Ómar Scheving og Sig-
urður Valur Halldórsson-sæmilegir.
Maður leiksins: Guðni Guðnas-
son, KR.
Körfubolti
Grindavík
sigraði
Grindavík sigraðí ÍS í 1. deild
karla í körfubolta, 99-65.
Þá voru tveir leikir í 1. deild
kvenna í fyrrakvöld. ÍBK vann
Grindavík 52-45 og Haukar sigr-
uðu ÍS 47-44.
Arsenal
Ferðahugur
Arsenalklúburinn á íslandi
hyggur nú á sína fjórðu utan-
landsferð og að sjálfögðu er ferð-
inni heitið til Highbury.
Farið verður ssunnudaginn 3.
maí og komið aftur 10. maí. Ætl-
unin er að sjá leiki Arsenal gegn
Q.P.R. og Norwich.
Upplýsingar eru veittar í síma
99-1711 sunnudaginn 8. mars frá
kl. 13-15 og þriðjudaginn 10 mars
frá kl. 20-22. -Ibe
íþróttir
Mikiðað
geiast
Allar boltaíþróttirnar liggja
niðri um helgina nema blak. Þó er
nóg að gerast í íþróttaheiminium.
A sunnudaginn er í Hagaskóla
úrslitakeppnin í blaki. Kl. 13.30
leika Víkingur og Breiðablik um
hvort liðið mætir ÍS í úrslitum í 1.
deild kvenna. Kl. 14.45 leika
Þróttur og Fram fyrsta úrslitaleik
sinn í 1. deild. Strax á eftir leika
Víkingur og ÍS fyrsta úrslita-
leikinn um 3. sætið.
íslandsmeistaramótið í júdó er
á laugardaginn í íþróttahúsi
Kennaraháskólans. Undanrásir
hefiast kl 10, en úrslit kl 16.
A Akureyri er Hermannsmót í
alpagreinum og hefst keppni kl
10 bæði iaugardag og sunnudag.
Lambagangan verður í Glerár-
dal og hefst á hádegi á laugardag.
Sundmót Ármanns verður
haldið í Sundhöll Reykjavíkur á
sunnudaginn og hefst keppnin kl.
14.
Gu&ni Guðnason hittl mjög vel í gær og tók flest fráköstin.
Körfubolti
■ ■
Oruggur sigur KR
Nánast öruggir í úrslit
KR-ingar hafa nánast tryggt
sér sæti í úrslitakeppni úrvals-
deildarinnar í körfubolta eftir ör-
uggan gegn Fram, 90-70 í gær.
Leikurinn var aðeins jafn
fyrstu mínúturnar en þá stungu
KR-ingar Framara af. Fór þar
saman góð vörn og hittni í sókn-
inni. í hálfleik var helmingsmun-
ur 28-56. KR-ingar héldu upp-
teknum hætti í síðari hálfleik og
mestur varð munurinn 33 stig um
miðjan síðari hálfleik. Undir lok-
in náðu Framarar aðeins að saxa
á forskotið án þess þó að komast
nálægt því að jafna.
KR-liðið lék vel í gær. Guðni
Guðnason, Garðar Jóhannsson
og Mattías Einarsson áttu góðan
leik og hittu mjög vel í sókninni.
Guðni mjög sterkur undir körf-
unni. Þá stóðu þeir sig vel Ólafur
Guðmundson og Þorsteinn
Gunnarsson Hjá Fram var það
klaufaskapur í sókninni og slök
vörn sem hélt liðinu niðri. Jón
Júlíusson átti góðan leik og
Símon Ólafsson var mjög góður í
síðari hálfleik. Þá átti Þorvaldur
Geirsson sæmilega spretti, en
mætti reyna að halda aftur af sér í
aðfinnslum við dómara.
Framarar voru mjög óánægðir
með að Ómar Scheving skildi
dæma leikinn, þar sem hann er
skráður hjá Fram en hann dæmdi
leikinn ágætlega ásamt Sigurði
Val Halldórssyni.
KR og Haukar keppast um
fjórða sætið og þarmeð sæti í úr-
slitakeppninni. Liðin eiga eftir að
leika innbyrðis og Haukar gegn
ÍBK og KR gegn Val. KR-ingar
þurfa aðeins að vinna annan leik
sinn eða Haukar að tapa öðrum
sínum til að KR fari í úrslit. Vinni
Haukar hinsvegar báða leiki sína
og KR tapar báðum sínum fara
Haukar í úrslit.
-Ibe
Argentína
Menotti vopnaður
Cesar Menotti, fyrrum lands-
liðsþjálfari Argentínu og núver-
andi þjálfari Boca Juniors ógnaði
knattspyrnuáhangendum með
byssu, nú fyrir stuttu.
Menottti var umkringdur,
sleginn og ausinn vatni. Hann tók
þá upp litla byssu og otaði henni
að nærstöddum, sem hörfuðu
óttaslegnir. Líklega verður Men-
otti sóttur til saka fyrir uppátæki
sitt.
Þetta atvik átti sér stað fyrir
leik Boca Juniors og Estudiantes.
Leiknum hafði áður verið frestað
vegna óláta áhorfenda, en áhang-
endur Estudiants þykja með
þeim verstu í Argentínu og er þá
mikið sagt.
Boca juniors sigraði svo í
leiknum 3-0 og hafa ekki tapað
leik síðan Menotti tók við, eða í
tvo mánuði.
-Ibe
' Lausar stöður
Við heimspekideild Háskóla (slands eru lausar til umsóknar eftir-
taldar tímabundnar lektorsstöður:
1. Lektorsstaða í amerískum bókmenntum.
2. Lektorsstaða I sagnfræði.
3. Lektorsstaða í rökfræði og aðferðafræði.
Gert er ráð fyrir að ráðið verði í stöðurnar til þriggja ára.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda,
ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar
menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík,
fyrir 3. apríl n.k.
Menntamálaraðuneytið,
4. mars 1987.
IAUSAR S1ÖDUR HJÁ
REYKJAVÍKURBORG
1. Staða forstöðumanns við skóladagheimilið
Hólakot v/Suðurhóla er laus til umsóknar.
Fóstrumenntun áskilin. Umsóknarfrestur ertil
20. mars.
2. Fóstrur óskast við dagh. Bakkaborg v/
Blöndubakka, dagh./leiksk. Hálsaseli 27,
dagh./leiksk. Hraunborg Hraunbergi 10,
leiksk. Leikfelli Æsufelli 4 og leiksk. Brákar-
borg v/Brákarsund.
Upplýsingar gefa umsjónarfóstrur á skrifstofu
Dagvistar barna, í síma 27277 og forstöðumenn
viðkomandi heimila.
Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á
sérstökum eyðublöðum sem þar fást.
Ritari
Utanríkisráðuneytið óskar að ráða ritara til starfa í
utanríkisþjónustunni.
Krafist er góðrar tungumálakunnáttu og góðrar
vélritunarkunnáttu.
Eftir þjálfun í utanríkisráðuneytinu má gera ráð
fyrir, að ritarinn verði sendur til starfa í sendi-
ráðum íslands erlendis.
Eiginhandarumsókn með upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf, sendist utanríkisráðuneyt-
inu, Hverfisgötu 115,150 Reykjavík fyrir 17. mars
n.k.
Utanríkisráðuneytið
Auglýsing um almennar
kosningar til Alþingis
25. apríl 1987
Samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis, nr.
52 14. ágúst 1959, sbr. ákvæði til bráðabirgða í
lögum um breytingu á þeim lögum, nr. 2 5. mars
1987, skulu almennar reglulegar kosningar til
Alþingis fara fram 25. apríl 1987
Samkvæmt heimild í 1. málsgr. 23. gr. kosninga-
laganna er ákveðið að hver sveitarstjórn skuli
hafa lagt fram kjörskrá eigi síðar en 13. mars
1987, og skal auglýsa hvar kjörskrá verður lögð
fram eigi síðar en deginum áður. Kjörskrá skal
liggja frammi í fjórar vikur.
Samkvæmt ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 2
5. mars 1987 rennur frestur til að afhenda
sveitarstjórn kæru vegna kjörskrár út 6. apríl
1987, og skal sveitarstjórn skera úr aðfinnslum
við kjörskrána á fundi eigi síðar en 13. apríl 1987.
Þetta birtist hér með til eftirbreytni öllum þeim,
sem hlut eiga að máli.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið,
6. mars 1987
UMear<ta«ur 7. mars 1987 ÞJÓÐVIUMM - SÍBA 16