Þjóðviljinn - 07.03.1987, Blaðsíða 7
Umsjón:
Ólafur
Gíslason
Stjórnandinn Paul Zukofsky á æfingu.
Sinfóníuhljómsveit æskunnar
Tónleikar í Háskólabíói
Tónleikarnir endapunktur á námskeiði sem
stjórnandinn Paul Zukofsky hefur haldið hér sl. tvær vikur
Sinfóníuhljómsveit
æskunnar heldur tónleika í
Háskólabíói í dag kl. 14.30 og
eru tónleikarnir endapunktur-
inn á tveggja vikna námskeiði
sem bandaríski fiðluleikarinn
og stjórnandinn Paul Zukof-
skyhefurhaldiðhér.
Á efnisskránni eru verkin Ta-
buh -Tabuhan eftir Colin Mc-
Phee og Scheherazade eftir
Rimsky-Korsakov.
Námskeið þessi eru orðin föst
regla tvisvar á ári, vor og haust,
og enda með tónleikum, en Sin-
fóníuhljómsveit æskunnar hefur
starfað í núverandi formi í meira
en fimm ár að sögn Bergþóru
Jónsdóttur tónlistarkennara og
framkvæmdastjóra hljómsveitar-
innar.
Stjórnandinn Paul Zukofsky
hefur reyndar komið hér meira
og minna sl. tuttugu ár og haldið
námskeið sem þessi en þá komu
einnig unglingar erlendis frá og
spiluðu með á tónleikunum. Nú
er það ekki lengur eða síðan
hljómsveitin var formlega stofn-
uð fyrir uþb fimm árum.
í hljómsveitinni eru um níutíu
manns, flestir á aldrinum 14 til 23
ára, einn eða tveir komnir undir
þrítugt.
„Krakkarnir eru ótrúlega
áhugasöm og æfa hér á hverju
kvöldi og allar helgar,“ sagði
Bergþóra. „Pegar æfing á að
byrja kl.10 um helgar þarf ég
helst að vera komin upp úr átta til
að opna fyrir þeim því þau koma
til að æfa sig fyrir æfinguna.“
Bergþóra sagði hljómsveitina
ekkert styrkta af ríki eða borg.
„Það er alltaf verið að tala um
vandræði í sambandi við unglinga
en aldrei minnst á það sem já-
kvætt er. Eins eru veittir ómældir
fjármunir til íþrótta en ekki neitt
til svona hljómsveitar sem þó tel-
ur þetta marga krakka og hefur
starfað lengi,“ sagði Bergþóra að
lokum.
Krakkarnir voru öll sammála
um að þetta væri alveg ofsalega
gaman og þau kipptu sér ekkert
upp við að þurfa að vinna svona
mikið. „Við sofum og lærum bara
seinna, eftir tónleikana,“ sögðu
þau.
Eg er sjálfur
kröfuganga...
Ur spjalli við Friedrich Diirenmatt um líf, list og pólitík
Durrenmatt: heimur stórslysanna er sjálfskaparvíti.
Svissneski rithöfundurinn
Friedrich Durrenmatt hefur ný-
lega bætt tvennum merkum
þýskum bókmenntaverðlaun-
um við safn sitt. En hann hefur
ekki hlotið Nóbelsverðlaun -
og leggur reyndar til að um
þau verði dregið í sjónvarpinu
eins og í hverju öðru Lottó:
sérhver rithöfundur fær númer
og sænska drottningin snýr
hjóli og tala dettur niður...
Durrenmatt lætur þessi orð
falla í nýlegu viðtali við þýska
vikuritið Stern, og í tilefni þess að
verk eftir þennan ágæta
svissneska höfund kemur innan
tíðar á fjalirnar í Þjóðleikhúsinu
skal hér drepið á nokkur ummæli
hans um bókmenntir, stjórnmál
og örlög heimsins.
Stjörnur
og fræðingar
Um gagnrýni: Samband bók-
mennta og gagnrýni er svipað og
samband stjarna og stjörnufræði
- stjörnur eru til án stjörnufræði
en stjörnufræði þrífst ekki án
stjarna. Og stjörnufræðingur
reynir að skilja stjörnur en ekki
gagnrýna þær. Sumir gagnrýn-
endur eru eins og stjörnufræð-
ingar sem taka aðeins mark á
traustum stjörnum eins og sólinni
okkar, en láta súpernóvur lönd
og leið vegna þess að þeir skilja
ekki hvernig á slíkum fyrirbærum
stendur.
Frelsið
Um viðtökur leikverka: í
Austur-Evrópu horfa menn allt
öðru vísi á leikrit mín en á Vest-
urlöndum og áhorfendurnir eru
miklu pólitískari. Betlari segir í
leikriti mínu að ef það eigi að
hengja hann á annað borð, þá sé
best að festa hann upp í ljósastaur
fyrir framan stjórnarráðið og
böðullinn svarar, að því miður
séu þeir staurar uppteknir fyrir
ráðherrana. Þa fagna t.d. pólskir
áhorfendur mjög innilega og vilja
helst láta endurtaka tilsvörin.
Þverstæðan er sú, að við getum
ekki átt svo pólitíska áhorfendur
vegna þess að við búum við frelsi
og þar með leikhúsfrelsi. Og
þetta frelsi notum við m.a. til að
skjóta okkur undan ábyrgð á
hvernig við misnotum frelsið.
Uppreisn
og bylting
Spurning: Hvað hefði orðið úr
Durrenmatt ef hann hefði ekki
getað skrifað eða málað? Kann-
ski byltingarmaður?
Svar: Byltingarmaður trúir því
að hægt sé að breyta þjóðfélaginu
með pólitík og telur sig þekkja þá
pólitík sem breytir samfélaginu.
En uppreisnarmaðurinn gengur
út frá því að manneskjan sé í
sjálfu sér niðurstaða mishepp-
naðrar þróunar og að hún verði
þá aðeins færð í samt lag aftur ef
menn skilja hvað fór úrskeiðis.
List mín er tjáning slíkrar upp-
reisnar.
Um stórslys: Við byggjum sjálf
upp veröld stórslysanna. Að því
kemur að við upplifum miklu
stærra slys en það sem varð
Tsjernobyl. Vandinn er ekki
fólginn í tækninni, heldur er hann
í mönnunum sjálfum. Maðurinn
er mesti óvissuþátturinn sem til
er.
Spurning: Er það hugsanlegt
að Rússar skilji betur kjarnorku-
háskann en Bandaríkjamenn?
Svar: Sú áhætta sem fylgir því
að taka ekki undir tillögur Rússa
um afvopnun er miklu meiri en sú
áhætta sem tengd er því að vísa
hugmyndum þeirra frá.
Þetta var
tilraun
Spurning: Teljið þér enn að
heimurinn muni farast í hlátri?
Svar: Það hefi ég aldrei skrif-
að. En einu sinni gerði ég drög að
leikverki. Þar gerist það að djöf-
ullinn gengur fyrir guð. Með
skjalamöppu. Og guð spyr hann:
Hvaðan ert þú að koma karlinn?
Frá jörðunni, segir djöfsi. Hvar
en nú það? spyr guð. Tja, það er
þar sem mennirnir eiga heima,
svarar djöfullinn. Mennirnir -
hvaða fyrirbæri er það nú? spyr
guð.
Djöfullinn dregur mann og
konu upp úr skjalatösku sinni.
Æjá, segir guð, nú man ég,
þetta var svona tilraun einu
sinni...
Spurning: Hvenær tókuð þér
síðast þátt í kröfugöngu?
Svar: Ég hefi enn ekki tekið
þátt í kröfugöngu. Ég er sjálfur
kröfuganga...
(lauslega endursagt áb)
Laugardagur 7. mars 1987 ÞJÓÐViLJINN - SlÐA 7