Þjóðviljinn - 07.03.1987, Blaðsíða 3
FRÉTTIR
Kynferðisglœpir
Baráttusamtök
stofnuð
Díana Sigurðardóttir: Mikil reiði ígarð dóms-
yfirvalda. Stofnfélagarfimmtíu
r
Ifyrrakvöld voru stofnuð bar-
áttusamtök gegn kynferðisglæp-
um í Hlaðvarpanum, félags- og
menningarmiðstöð kvenna í
Reykjavík.
Að sögn Díönu Sigurðardótt-
ur, sem hafði forgöngu um stofn-
un samtakanna, var vel mætt á
fundinn og gerðust fimmtíu m
anns stofnfélagar samtakanna.
Díaria sagði fjölmarga hafa
hvatt sér hljóðs og rakið hrylli-
lega reynslu sína og sinna barna
sem orðið hefðu fyrir barðinu á
kynferðislega brengluðu fólki.
Hún sagði fólk hafa látið í ljós
mikla reiði vegna slælegrar fram-
göngu dómsyfirvalda í þessum
efnum. Það hefði gerst æ ofan í æ
að afbrotamönnum væri sleppt úr
haldi ef játning lægi fyrir og tækju
þeir þá oft uppfyrri iðju eða að
þeir fengju væga dóma. „Það
væri nær lagi að veita slíkum
ógæfumönnum aðstoð. Þeir
þyrftu ekki síðurá henni að halda
en fórnarlömbin.“
Einnig kvað hún stjórnvöld
þurfa að stórauka fjárframlög til
barnaverndarnefndar svo hún
gæti ráðið sérmenntaða einstak-
linga sem sinntu börnum er lent
hefðu í þessari skelfilegu reynslu.
- ks
Þa6 eru ekki margar blýsetningavélar sem eru enn í fullri notkun á tölvuöld. Systurnar í Stykkishólmi reka
prentsmiðju með meiru og þar hefur þessi blýsetningarvél sem systir Petra situr við þjónað vel í prentvinnslunni
undanfarna áratugi. Mynd - gg.
Kaupmannahöfn
Þungt hjá Steingrími
Hart sótt að forsœtisráðherra áfjölmennumfundi íJónshúsi.
Viðurkenndi lögbrot Sverris Hermannssonar. Steingrímur:
Get engu breytt
viðurkennt mörg mistök ríkis- og kvaðst forætisráðherrann geta
stjórnarinnar en ekki sýnt fram á gengið glaður af þessum fundi.
vilja eða getu til að bæta úr. ís- Steingrímur heyrðist hins vegar
lenski presturinn í Kaupmanna- segja við einn fundarboðenda:
höfn, séra Ágúst Sigurðsson „Þetta var þungur fundur.“
þakkaði Steingrími fyrir komuna -gg./-KÓI,- Kaupmannahöfn.
þy>) Fiórðunqssiúkrahúsið
á Akureyri
Mikill hiti var á fjölmennum
og löngum fundi Hafnarís-
lendinga með Steingrími Herm-
annssyni forsætisráðherra í Jóns-
húsi í Kaupmannahöfn í fyrra-
kvöld. Eggbeittum spjótum var
beint að Steingrími og ríkisstjórn
hans úr öllum áttum og var eng-
inn sem lyfti skildi honum til
varnar.
Umræðan um lánamál náms-
manna tók drýgstan hluta fundar-
ins. Steingrímur viðurkenndi fús-
lega að námslánin væru orðin of
lág og nægðu engan veginn til
framfærslu, endurtók fyrri um-
mæli að hann myndi ekki beita
sér fyrir breytingu nú. Steingrím-
ur sagði að stefna Framsóknarf-
lokksins fælist í núverandi lögum
um Lánasjóð námsmanna en
varð að viðurkenna að skerðing
Sverris Hermannssonar á lög-
bundnum lánum stangaðist á við
lög.
Þá var sótt hart að Steingrími af
landflótta íslendingum vegna að-
gerða ríkisstjómarinnar í hús-
næðismálum. Steingrímur viður-
kenndi að misgengi launa og
lánskjaravísitölu hefði skapað
mikinn vanda en með nýju hús-
næðislögunum og sérstökum
stuðningi við þá verst settu hefði
ríkisstjórnin gert bragarbót á.
Fundarmenn voru ekki sammála
forsætisráðherra um að þessar
aðgerðir hefðu dugað og varð fátt
um svör hjá ráðherra.
Fundarmenn fluttu rökstudda
gagnrýni á þær hugmyndir sem
liggja fyrir um nýtt skattakerfi og
tókst Steingrími ekki að sannfæra
fundarmenn um að kerfið væri
gallalaust.
Þá bar stjórn íslendingafélags-
ins fram þá kröfu að íslenskum
ríkisborgumm erlendis yrði
tryggður kosningaréttur til al-
þingiskosninga. Steingrímur
sagðist vera því hlynntur en ekki
gæfist tími til að fjalla um þetta
mál á þingi fyrir komandi kosn-
ingar.
Það var almennt álit fundar-
manna sem voru um 100 talsins
að Steingrímur hefði í máli sínu
Alþýðubandalagið
Unga fólkið
á Borginni
Hagsmunamál ungafólksins rædd á Hótel Borg
G-listinn í Reykjavík, listi Al-
þýðubandalagsins, býður
nemendum allra framhaldsskóla í
Reykjavík til fundar um þau mál
sem helst snúa að ungu fólki f dag.
Fundurinn verður haldinn á Hót-
el Borg, sunnudaginn 8. mars kl.
15.00.
Frambjóðendur Alþýðu-
bandalagsins í Reykjavík, þau
Asdís Þórhallsdóttir mennta-
skólanemi, Olga Guðrún Árna-
dóttir rithöfundur og Svavar
Gestsson alþingismaður gera
grein fyrir helstu baráttumálum
okkar í komandi þingkosningum,
og svara fyrirspurnum og athuga-
semdum. Auk þeirra mun lllugi
Gunnarsson menntaskólanemi
og Eiríkur Hjálmarsson kennari
flytja stutt ávörp. Fundarstjóri
verður Hrafn Jökulsson.
í frétt frá G-listanum segir
m.a. að stjórnmálaumræða með-
al ungs fólks hafi verið í lágmarki
um nokkurt skeið, og megi þar
m.a. kenna um dugleysi
stjórnmálaflokkanna við að
kynna stefnumál sín og vekja
áhuga og umræðu um þau.
Möguleikar ungs fólks á að kynn-
ast því, sem býr að baki slagorð-
apólitíkinni séu vægast sagt rýrir.
Með þessum fundi vendum við
okkar kvæði í kross og hvetjum
fólk til að skyggnast undir yfir-
borðið, áður en það gengur að
kjörborðinu í fyrsta sinn.
Hjukrunardeildarstjori
Laus er til umsóknar staða hjúkrunardeildar-
stjóra á Handlækningadeild, frá og með 15. maí
1987.
Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri og/
eða hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 96-
22100.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
LAUSAR STÖÐUR HJÁ
REYKJAVIKURBORG
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur óskar eftir að
ráða eftirtalið starfsfólk:
Deildarmeinatækni á rannsóknarstofu Heilsu-
verndarstöðvarinnar í 100% stöðu. Gætu einnig
verið tvær 50% stöður.
Deildarmeinatækni á heilsugæslustöð Hlíðar-
svæðis í 50% stöðu.
Móttökuritara við heilsugæslustöðina í Árbæ í
60% stöðu.
Upplýsingar eru gefnar á skrifstofu fram-
kvæmdastjóra heilsugæslustöðva, í síma 22400.
Umsóknum ber að skila fyrir kl. 16.00 mánudag-
inn 16. mars 1987 til Starfsmannahalds Reykja-
víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstök-
um eyðublöðum sem þar fást.
Veríð
velkomin
Laugardaginn 7. mars nk.
flytja Verslunin Málarameist-
arinn og Heildverslun Þor-
steins Gíslasonar Nordsjö-
umboðið á íslandi, sem verið
hafa að Grensásvegi 50, ínýtt
og betra húsnæði að Síðu-
múla 8 Reykjavík.
Nordsjö málning og lökk eru
sænskar gæðavörur, Tinto-
rama litakerfið býður upp á
þúsundir lita jafnt úti sem inni.
Verið velkomin á nýja staðinn
og sannfærist um að góð
þjónusta geturorðið enn betri.
Verslunin
Málarameistarinn
Heildverslun
Þorsteins Gíslasonar
Síðumúla 8, 108 Reykjavík
Simar 689045 og 84950