Þjóðviljinn - 07.03.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 07.03.1987, Blaðsíða 9
MENNING Atli Heimir Sveinsson Málóðir minnisvarðar Á sinfóníutónleikum s.l. fimmtudagskvöld varm.a. frumflutt nýtt verk, Jubilus, eftir Atla Heimi Sveinsson Páll Pampichler Pálsson stjórnaði síðustu sinfóníutón- leikum og var að venju öruggur á slaginu og vafningalaus. Tónleik- arnir hófust með D-dúr sinfóníu Schuberts (nr. 2 eða 3) og renndi hljómsveitin sér í gegnum hana viðstöðulaust, fór létt með það einsog sagt er; ekki þó svo að lengi verði munað. Þetta verk gefur kannski ekki tilefni til sér- stakra tilþrifa í leik, en það er eflaust mikilvægur áfangi í sinfóníusmíð snillingsins, sem átti eftir að semja „ófullgerðu" og þá stóru í C-dúr. Allavega er fróðlegt að upplifa seinni sinfóní- ur Haydns í verki hins 17 ára gamla Schuberts (hægi þátturinn) og ítalskir óperuforleikir leiftra í fínalnum einsog málóðir minnis- varðar. Petta kom manni í gott skap á stundinni, jafnvel þó fiðl- umar væru ekki alveg „upp á sitt besta“, einsog danskurinn segir. Hinsvegar er konsert fyrir bás- únu og strengi eftir Lars Erik Larson frá Svíþjóð heldur fátæk- legt andans fóður og hefði raunar mátt liggja kjur á sínum stað. En það eru ekki til svo margir básúnukonsertar og Oddur Björnsson, sá ungi og afburða snjalli fyrsti básúnisti hljóm- sveitarinnar, þurfti að „hita sig upp“ fyrir átökin eftir hlé. Þá kom „gamalt og nýtt“ verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Jubilus, sem er konsertstykki fyrir básúnu og sinfóníska biásara plús sla- gverk og segulband. Þetta verk er fullt af trikkum og ekki beinlínis bólgið af tilfinningum, en auðvit- að vel samið og kröftuglega: sannkallað divertimento, sem væri vel fallið til útiskemmtunar eða fjölfagnaðar í Laugardals- höllinni. Páll stjórnaði þessu með tilþrifum og Oddur sýndi okkur að hann er básúnuleikari af guð- snáð, með vald yfir öllu tjáning- arsviði hljóðfærisins. Bravó. jjþ Norsk kynning Norski rithöfundurinn Carl Fredrik Engelstad les úr verkum sínum í dag kl. 16 mun Oskar Vistdal, norski sendikennarinn við Háskólann, kynna bókaútgáfu síðasta árs í Noregi i Norræna húsinu. Af þessu tilefni hefur norska rithöfundinum Carl Fredrik Engelstad jafnframt verið boðiðtil (slands, og mun hann lesa úr nýjustu bók sinni, „Lifenda land“, sem norskir gagnrýnendur hafa nefnt sem eina merkustu norsku skáldsöguna frá stríðslokum, en höfundurinn hlaut „Riksmaals- prisen" fyrir þessa sögu á síðasta ári. Gerist sagan í lok miðalda á einhverjum mestu umbrotatím- um í stjórnmála- og menningar- sögu Evrópu. Carl Fredrik Engelstad er fæddur árið 1915, og á að baki langan og mikinn feril í norskum bókmenntum, bæði sem gagn- rýnandi, fræðimaður, ritstjóri og leikhússtjóri. Fyrsta skáldsaga hans kom út 1957, og nefnist hún „Gestir í myrkrinu“. Síðan kom skáldsagan „Mestur meðal þeirra“ 1977 og leikritin „Adam, hvar ert þú?“ og „Þrír Maríudalsleikir" 1981. Laugardagur 7. mars 1987 ÞJÖÐVILJINN - SlÐA 9 gætí hann auðveldlega orðið, þar sem búast má við metþátttöku í landsleiknum. KYNNINGARPJÓNUSTAN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.