Þjóðviljinn - 08.03.1987, Page 4

Þjóðviljinn - 08.03.1987, Page 4
Ameríski draumurinn verður að martröð Harrison Ford sem Allie Fox með börnum sínum í Moskító-ströndinni. Moskítóströnd óstra- lans PeterWeirsetur sögu landnemansí nútímalegtsam- hengi Moskító-ströndinni, nýjustu kvikmynd Peter Weir, hefur veriö lýst þannig, aö í henni breytist ameríski draumurinn í ameríska martröð. Kvikmynd- in fjallar um vitfirrt ferðalag bandarískrarfjölskyldu inn í frumskóga Mið-Ameríku, í þeim tilgangi að búa til ísvél. Fjölskyldan snýr baki við menningunni, við neyslu- kapphlaupinu íBandaríkjun- um, til að byrja nýtt líf við frum- stæðaraðstæður. Uppfinningamaðurinn, sem leikinn er af Harrison Ford, er hin ameríska þjóðsagnapersóna, landneminn, sem þráir að hafa stjórn á umhverfi sínu og sínum nánustu, að beygja jafnt náttúr- una sem og fólkið undir sig. Pessa þjóðsögu þekkjum við vel úr vestrunum; fjölskyldan á leið vestur til að nema land og brjóta það undir sig. Sá er bara munur- inn nú að öll Bandaríkin eru numin og því varð að leita annað. ís er menning Peter Weir lætur persónur sínar ferðast suður á bóginn, til Mið-Ameríku, nánar tiltekið til Honduras. Ástæðan fyrir flutn- ingunum er ekki flótti frá menn- ingunni heldur sú að vísindamað- urinn ætlar að láta sinn eigin draum rætast. „fs er menning," hrópar Harrison Ford og fórnar öllu til að búa til ísvél í frumskóg- inum. Þó honum takist að fram- leiða snjó fjarlægist draumurinn Peter Weir gerði sínar fyrstu kvik- myndir á áttunda áratugnum. Strax meðfyrstu kvikmyndunum var hann kallaður undrabarn ástralskrar kvikmyndagerðar og svo fór að Hollywood keypti upp þessa skærustu stjörnu á ástral- ska kvikmyndahimninum. Þó Peter Weir sé ungur að árum mótaði sjónvarpið hann ekki sem kvikmyndagerðarmann einsog þá Spielberg og George Lucas. „Ég hef orðið fyrir áhrif- um af Freud, Jung og Jóakim frænda," er haft eftir honum. Á sjöunda áratugnum fór Weir til Evrópu og kynntist þar rót- tækum hugmyndum. Hafði dvöl hans þar mikil áhrif á hann, enda voru þetta umbrotatímar, ólga meðal stúdenta, sem náði há- marki í 68-uppreisninni í París. Frá Evrópudvölinni er kominn áhugi hans á þeim Freud og Jung og einnig áhugi hans á sérstæðum þjóðflokkum og mannfræðirann- sóknum, en kvikmyndir hans ger- stöðugt og smám saman nær geð- veikin tökum á honum. Lífs- skoðun sinni þrengir hann upp á allar persónurnar í nágrenni sínu, jafnt eigin fjölskyldu sem og frumbyggjana í skóginum. Af- staða hans til frumbyggjanna er ekki ósvipuð afstöðu landnem- anna í Bandaríkjunum til indíán- anna. Þjóðsagan um landnám Bandaríkjanna er því fullkomnuð í ríkjum Mið- Ameríku, þar sem heimsvalda- ast gjarnan í óvenjulegu menn- ingarumhverfi. Frumraun hans við gerð leikinnar kvikmyndar var mynd- in Bílarnir sem borðuðu París (1974). Ári seinna kom myndin „Picknic at Hanging Rock,“ dul- arfull kvikmynd um skólastúlkur um aldamótin, sem hverfa í klett- inn. Árið 1977 kom svo kvik- myndin „The last Wave“, sem fjallaði um frumbyggja Ástralíu. Heimsfrægð hlaut hann árið 1981 fyrir kvikmyndina Gallipoli, sem segir frá vináttu tveggja ástralskra sjálfboðaliða á vígvell- inum í Tyrklandi í fyrri heimsstyrjöldinni. „The Year of Living Dangerously" kom tveim árum seinna og með þeirri kvik- mynd festi hann sig í sessi sem einn athyglisverðasti kvikmynda- leikstjóri sinnarkynslóðar. Kvik- myndin gerist í Indónesíu árið 1965 og fjallar um ástir tveggja vestrænna blaðamanna í skugga stríðsins. stefna Bandaríkjanna birtist nú í allri sinni grimmd. Hetjan verður andhetja Harrison Ford hefur fram til þessa leikið hetjur. Við þekkjum hann sem hinn ósigrandi Indíana Jones og sem Han Solo í Stjörnu- stríðsmyndunum. Menn voru hættir að búast við miklum leiktilburðum frá honum. Hann Undrabarnið Peter Weir er nú orðinn fullþroskaður leikstjóri. Hollywood ákvað að bjóða í Weir og hann sló til. Árið 1985 var Vitnið frumsýnt og sló í gegn. Enn sem fyrr var sögusviðið sér- stæður menningarhópur, Amish-trúflokkurinn í Pennsylvaníu. Nýjasta sköpunar- verkið er svo Moskító-ströndin. Weir neitar því að ákveðið höfundareinkenni sé á kvik- myndum hans. Segir hann það til- viljun að sögusviðinu sé ætíð val- inn staður í sérstæðum menning- arsamfélögum. Kvikmyndir hans hafa yfir sér rómantískan blæ en þrátt fyrir það er hann andvígur þeirri skoðun að listamaður sé haldinn heilagri köllun og anda. Segist hann fyrst og fremst líta á sjálfan sig sem handverksmann. Sem slíkur er hann mjög sáttur við Hollywood-dvöl sína, enda hvergi hægt að læra meira á sviði handverks í kvikmyndagerð en þar. -Sáf/Ny tid virtist sem skapaður í eitt ákveðið hlutverk, hina þöglu hetju, sem sjaldan stökk bros en kunni ætíð ráð við öllum vanda. Þessi hetju- ímynd gengur sem rauður þráður gegnum bandaríska kvikmynda- gerð. Þar kom þó að Harrison Ford fékk hlutverk, sem krafðist meira af honum, og leysti hann það með miklum ágætum. Það var í kvik- mynd Peter Weir, Vitnið, sem náði miklum vinsældum. í Vitninu leikur Ford enn einu sinni hina dæmigerðu hetju, þó kafað sé dýpra í persónuna en áður. f Moskító-ströndinni leikur hann hinsvegar andhetju og hef- ur hlotið mikið lof fyrir leik sinn, sem og aðrir leikarar myndarinn- ar. Hlaupið í skarðið Öðrum leikara hafði reyndar verið boðið hlutverkið á undan Harrison Ford, en það var Jack Nicholson. Hann þótti hinsvegar alltof dýr og því ákvað Weir að leita til Ford, en honum hafði lík- að mjög vel samstarfið við hann í Vitninu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ford hleypur í hlutverk sem öðr- um hafði verið ætlað. Han Solo í stjörnustríðsmyndunum var upp- haflega ætlað Paul Le Mat og Indíana Jones var fyrst boðið Tom Selleck, sem Stöðvar 2 áhorfendur þekkja úr þáttunum um Magnum. Sjónvarpsþátta- framleiðandinn vildi hinsvegar ekki sleppa Selleck og því var Ford boðið hlutverkið. Harrison Ford lætur sér vel lynda að hlaupa í skarðið fyrir aðra: „Ég kýs frekar að leika hlutverk sem hafa verið skrifuð með aðra í huga,“ er haft eftir honum. „Sé hlutverkið skrifað með ákveðinn leikara í huga leitast handritahöfundurinn við að draga fram í dagsljósið helstu kosti viðkomandi leikara en fela veiku hliðar hans. Slíkt er mjög ófullnægjandi." Harrison Ford fæddist í síðari heimsstyrjöldinni. Hann ólst upp í Chicago og voru foreldrar hans miðstéttarfólk sem Iagði metnað sinn í að sonurinn gengi menntaveginn. Sú varð þó ekki raunin því þrem dögum fyrir stúdentsprófið hætti hann við og ákvað að freista gæfunnar, ann- aðhvort í New York eða Los Angeles. Hann henti upp krónu og New York varð fyrir valinu. Honum líkaði þó illa dvölin í New York og henti aftur upp krónunni nokkru sinnum, þar til Los Ange- les kom upp. Or smáhlutverkum í trésmíðar í Hollywood fékk hann smá- hlutverk í kvikmyndum á vegum Columbiu. Það gekk þó ekki bet- ur en svo að forstjórinn kallaði hann fyrir sig og tilkynnti honum að hann hefði enga hæfileika. Þá tóku við smáhlutverk í sjónvarps- þáttum einsog Gunsmoke. Þessi smáhlutverk nægðu eng- an veginn til að framfleyta Ford og fjölskyldu hans, svo hann á- kvað að gerast trésmiður: „Á- kvörðunin var einföld. Larfarnir sem ég átti pössuðu ekki fyrir neina aðra starfsgrein." Hinn sjálfmenntaði trésmiður byrjaði á því að taka að sér stór- verkefni fyrir Sergio Mendes. Hann reisti hljómver fyrir hann. „Það spurði mig enginn hvort ég vissi hvað ég var að gera og það var heppni, því ég þekkti ekkert til trésmíða. Ég efast um að Mendes hefði haft mikla trú á mér ef hann hefði séð mig uppi á þaki hljómversins að blaða í kennslubók í trésmíðum sem ég fékk lánaða á bókasafninu." Það var svo árið 1973 að Ford hitti George Lucas, sem átti eftir að gerbreyta lífi hans. George Lucas útvegaði honum lítið hlut- verk í kvikmynd sinni American Grafitti. í kjölfar þess komu svo stór hlutverk í Stjörnustríðskvik- myndunum og Indíana Jones. Nú getur þessi sjálfmenntaði tré- smiður valið úr hlutverkum. -Sáf/Photoplay/Ny tid Undrabarn ástralskra kvikmynda 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. mars 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.