Þjóðviljinn - 08.03.1987, Page 6
í
»
f
r
Þannig komst Sigurður Guð-
mundsson að orði þegar ég hitti
hann í Amsterdam í síðasta mán-
uði.
Við hittumst fyrst á heimili
hans og áttum þar skemmtilega
stund með konu hans Ineke, þar
sem hugurinn fór á flakk um
heima og geima. Daginn eftir
hittumst við aftur á vinnustofu
hans til þess að hirða saman
reyturnar frá kvöldinu áður og
reyna að koma skikk á hugsana-
flauminn í skipulegu viðtali.
Sigurður Guðmundsson hefur
verið búsettur í Hollandi frá
1970. Hann var einn af stofnend-
um Gallerí Súm á sínum tíma, og
gerðist þá þegar talsmaður nýs
skilnings á myndlistinni, þar sem
hinu hefðbundna gildismati í fag-
urfræði abstraktlistarinnar var
hafnað og myndlistin afhjúpuð
sínum ytra búningi til þess að
sýna kjarna hennar í skýrara
ljósi: í stað litar og flatar var það
hugmyndin á bak við hið ytra
yfirborð sem skipti máli, afstaða
listamannsins til umhverfisins og
þess efnis sem hann vann úr.
Þessi nýju viðhorf, sem Sigurður
innleiddi fyrstur manna hér á
landi ásamt með bróður sínum
Kristjáni, mættu hér takmörkuð-
um skilningi og Sigurður settist
að í Hollandi, þar sem hann er nú
orðinn mikilsmetinn sem lista-
maður, auk þess sem hróður hans
hefur borist víða um lönd. Sig-
urður á nú verk í opinberum söfn-
um í Hollandi, Frakklandi, Sví-
þjóð og víðar, og verk hans hafa
einnig verið sett upp á opinberum
stöðum í Hollandi. Þannig mun
hollenska póstþjónustan á næst-
unni setja upp í borginni s‘Her-
togenbosch skúlptúr sem Sigurð-
ur hefur gert úr sænsku graníti og
bronsi, og vegur hann hvorki
meira né minna en um það bil 100
tonn.
En það voru ekki slíkar fréttir
sem við ætluðum okkur að spjalla
um í þessu viðtali, heldur hug-
myndir Sigurðar um lífið og list-
ina, og þá ekki síst konseptlist-
ina, sem hann innleiddi hér á
landi ásamt með Kristjáni bróður
sínum og nokkrum öðrum fé-
lögum í Súm.
Konseptlistin
var renaissans
Hvaða þýðingu hafði kon-
. septlistin á sínum tíma, og hvernig
skilgreinir þú hana?
Konseptlistin var nýr renaiss-
ans, hún opnaði nýja vídd í
myndlistina, sem er ekki sjáanleg
með auganu, en er þó örugglega
til staðar. Þessi nýja vídd felst í
afstöðu okkar til hlutanna. Hún
byggir á andagift og fráviki frá
hefðbundnum rasjónalisma eða
skynsemistrú. Við getum tekið
einfalt dæmi, t.d. af tveim vín-
flöskum, sem eru nákvæmlega
„Það sem ég sækist mest eftir í listinni er pótens, -það að búatil
nýjaorku... Ég er pósitífisti í heimspekilegum skilningi, og ég leitast
við að magna upp það sem mér finnst rétt og jákvætt..Verk mín eru
einsog lítil ástarbréf til allífsins..."
eins að öðru leyti en því, að
önnur flaskan inniheldur eitrað
vín en hin flaskan eðalvín. Eðal-
vínið gefur þeirri flöskunni gildi,
sem ekki sést með augunum, en
er þó til staðar. Það hefur með
innihaldið að gera. Eða tvær rit-
vélar sem eru af sömu gerðinni: á
aðra þeirra hafði Hitler skrifað
„Mein Kampf“, hin hafði þjónað
skáldi til ódauðlegrar ljóðagerð-
ar. Þegar þú hefur fundið þann
eðlismun sem liggur í þessum
hlutum öðlast annar þeirra
aukinn kraft í vitund þinni, þegar
þú horfir á hann. Form hlutarins
verður afstaða, og afstaðan tekur
á sig form. Glöggt dæmi um þetta
er til dæmis verk eftir Kristján
bróður minn, sem er mun afdrátt-
arlausari í konseptlistinni en ég.
Hann gerði verk fyrir myndband
sem hann kallaði þríhyrning,
„Triangle". Verkið sýndi heiðan
himin, og Kristján gekk nákvæm-
lega í þríhyrning á meðan hann
myndaði himininn. Það sem við
sjáum hins vegar á skjánum er
ferhyrnd mynd af himinbláman-
um. Ferhyrndur þríhyrningur.
Annað dæmi er frá Hreini
Friðfinnssyni, sem er ákaflega
ljóðrænn í sínum verkum. Hann
skrifaði þennan texta á blað: „I
have looked at the sea through
my tears“ - Ég hef horft á hafið í
gegnum tár mín - og sýndi á sýn-
ingu. Þetta er fallegt verk, vegna
þess að Hreinn hafði reynt þetta,
og vegna þess að það gefur okkur
nýja sýn á afstöðu táranna til
hafsins. Mér er sagt að saltmagn
társins sé það sama og meðaltals-
seltan í heimshöfunum.
Toppurinn
á ísjakanum
í konseptlistinni sjáum við að-
eins toppinn á ísjakanum, en við
skynjum þá 9/10 hluta sem eru
huldir sjónum okkar. Lýríska ab-
straktsjónin, sem var ríkjandi í
myndlistinni þegar konseptlistin
kom fram, hafði ekki þessa vídd.
Lýríska abstraktsjónin var ekki
„toppur á ísjaka“ heldur byggði
hún á „beinu sambandi“ lista-
mannsins eða áhorfandans við
hið áþreifanlega form listaverks-
ins. Konseptið skapaði því nýja
vídd í myndlistinni, og kons-
eptlistin varð kjörinn miðill til
þess að túlka afstöðu mannsins til
umhverfisins og lífsins á mjög
andríkan hátt. Þessi vídd hefur að
vísu alltaf verið fyrir hendi í
myndlistinni, en á 7. áratugnum
var lögð á hana ný og aukin
áhersla. Á þessum tíma leit ég á
konseptlistina sem heimspeki er
hlyti að renna inn í stjórnmálin og
sálarfræðina og valda þar bylt-
ingu. En áhrif konsepttímabilsins
hafa ekki skilað sér enn, þetta var
sprauta sem á eftir að koma til
baka í enn sterkari mynd.
Hvernig taldir þú að konsept-
listin gæti haft áhrif á stjórnmálin
og sálarfrœðina?
Jú, vegna þess að konseptlistin
gengur á skjön við skynsemis-
dýrkunina og hina „hlutlægu“
túlkun á veruleikanum, þá hlýtur
hún líka að snerta stjórnmálin.
Það er ekki hægt að vera fýsiskt
hlutlægur, því hluturinn sem þú
sérð er toppur á ísjaka, og þú
verður að hafa þekkingu á öllum
ísjakanum til þess að skilja fyrir-
bærið. Hin „hlutlæga" hunda-
lógík stjórnmálamannanna, sem
birtist til dæmis í notkun skoðan-
akannana við mótun pólitískrar
stefnu, er löngu horfin úr listinni.
En þegar 500 þúsund Amster-
dambúar gengu hér um göturnar
til þess að mótmæla uppsetningu
kjarnorkueldflauga í Hollandi
sagði forsætisráðherrann í sjón-
varpinu: „Þið megið ekki gleyma
þeirri 13 1/2 miljón Hollendinga
sem sat heima..." Þetta er að
mínu mati glæpsamleg aðferð við
að horfa á lífið...
En sálarfrœðina?
Mér dettur í hug atvik, sem
kom fyrir þegar sonur minn var
að byrja að læra stærðfræði í
skólanum. Hann hafði fengið það
verkefni að leggja saman 4+4, og
þegar honum var sagt að hin rétta
útkoma ætti að vera 8, þá vildi
hann ekki sætta sig við það, því
það væri allt of lítið. Þá er rétt að
hafa í huga að 4 ár í augum barns
geta verið lengri en áratugur í
augum hins fullorðna, og þetta
fékk mig til þess að hugsa um
ósveigjanleika skólans...
Þennan sama ósveigjanleika get-
um við reyndar fundið í listinni,
þar sem áhersla er lögð á beina og
bókstaflega sjónræna miðlun,
„the straight visuality", eins og
það er kallað, og var ríkjandi í
myndlistinni fyrir 1960.
Þáttaskil
í listasögunni
En hvað hefur þetta með rena-
issance að gera?
Jú, þessi nýja vídd í myndlist-
inni er sambærileg við umskiptin
sem urðu þegar renaissans-listin
tók við af þeirri gotnesku. Gotn-
eska listin notaði ekki eina vídd,
fjarvíddina, sem renaissansinn
innleiddi. Það þýðir ekki í sjálfu
sér að miðaldalistin hafi verið
verri, heldur öðruvísi. Á sama
hátt og endurreisnartíminn
markaði byltingu í listinni, þá
hefur konseptlistin markað
þáttaskil í listasögunni, og ekkert
verður samt og áður. Nýja mál-
verkið væri til dæmis óhugsandi
án konseptlistarinnar. Nú nota
menn ekki bláan lit, svo dæmi sé
tekið, vegna þess að þeim finnst
gaman að hafa blátt, eða vegna
þess að sjórinn eða himininn er
blár, heldur vegna þess að það
liggur dulin ástæða á bakvið, sem
á sér rætur í heildarmyndinni, -
ísjakanum öllum. Því listaverkið
fæðist út frá heildarsýn sem birt-
ist í verkinu.
En verður konseptlistin ekki
gjarnan útþynnt endurtekning eða
brandari, sem lítið á skylt við list?
Jú, það sem gerðist var að
konseptlistin varð útþynnt, og
fram kom þessi svokallaði aha!-
effekt. Það er að segja, áhorfand-
inn stóð frammi fyrir verkinu, og
allt í einu skildi hann hugsana-
tengslin og sagði aha!, og þar
með var verkið afgreitt. Verkið
er þá einhvers konar þýðing á því
sem þú veist fyrir, í stað þess að
vera ný reynsla. í upphafi var
konseptlistin því sem næst nakin,
megináhersla var lögð á hug-
myndina, og áhersla var lögð á að
kasta frá sér hinni efnislegu um-
gjörð. „Art is an idea,“ sagði
Lewis. En sú hugsun, að hug-
myndin sé allt, og að útfærslan
skipti ekki máli og sé á færi hvers
og eins er mikill misskilningur.
Smám saman varð konseptlistin
meira sjónræn, hún fór að verða
holdi klædd. I upphafi var lögð
áhersla á að hafa sem minnst af
áþreifanlegu efni, en það sem var
skyldi vera hlaðið af þörf fyrir að
vera þarna. Dæmi um þetta er til
dæmis verkið sem ég gerði 1981
og kallaði „The great poem“. Það
sýnir þrjá steypta píramíða með
svanahálsa og svanahöfuð.
En þegar þetta gerðist þá var
hin hefðbundna formfræði jafn-
framt gefin upp á bátinn. Formið
verður algjörlega í þjónustu hug-
myndarinnar, og fegurðargildi
þess felst í því annars vegar hvort
það falli að hugmyndinni, og hins
vegar í því, hvort hugmyndin sé
falleg.
Þýðir þetta að efnið sjálft sé
ekki viðfangsefni, heldur miðill?
Já, ég byrja ekki í einhvers
konar díalóg við efnið, heldur er
það heimspekileg eða sálræn
hugmynd sem kallar á efnið, og
þá gildir einu hvort efnið sem
slíkt sé fallegt eða ljótt. Þú getur
haft megnasta ógeð á þessu efni,
en ef vinnan gengur upp, þá fer
verkið að vibrera og efnið öðlast
sál.
Með þessu er ég ekki að segja
að t.d. abstrakt-expressíonism-
inn sé sálarlaus, heldur að hann
hafi sál - þegar best lætur - á allt
öðrum forsendum. Því fyrir
abstrakt-expressíonistann er
vinnan fyrst og fremst fólgin í
glímunni við efnið.
Fyrir konseptlistamanninn er
listaverkið afleiðing af einhverri
reynslu sem hann verður fyrir -
ekki sem þýðing á einhverri pólit-
ískri vitund, því pólitísk vitund er
ávallt aðeins brot af vitundinni,
en vitundin sem listin byggir á er
víðari. Miklu frekar er hér um
eins konar alkemíu að ræða.
Listamaðurinn tekur inn í sig ein-
hverja lífsfrumu - eða kúlu - úr
umhverfinu og umbreytir henni í
efni sem stafar frá sér útgeislun
og orku. Þar með er listamaður-
inn búinn að spá í kúluna eftir
getu sinni og vitund, umbreyta
andlegri reynslu sinni í orkugef-
andi efni.
Spáð í kenndina
Hefur konseptlistin ekki tekið
breytingum frá því að hún kom
fram í byrjun 7. áratugsins?
Þegar kom fram á miðjan 7.
áratuginn fór konseptlistin að
verða efnismeiri - en krafan er
eftir sem áður sú að allur efnis-
massinn í listaverkinu sé hlaðinn
af spíritúaliteti eða andríki. Þá
koma fram myndverk, sem líkj-
ast abstrakt-expressíonisma á
margan hátt, en áherslan er þó
engu að síður önnur, þar sem
heildarsýnin skiptir meira máli.
Hugmyndin þarf að gera sig í efn-
inu gagnvart þeim tilfinningum,
sem hún er sprottin frá. Þetta ger-
ist þannig að þú gengur með á-
kveðna kennd, sem á rætur sínar í
þeim aðstæðum sem þú býrð við.
Þú spáir í kenndina til þess að
geta svarað í efninu. Þannig verð-
ur hugmyndin til, og þetta getur
tekið ár. Þú lifir með þessari
kennd, ert í krísu með henni,
elskar með henni, ferð á fyllirí
með henni, veltist með henni á
alla kanta og veltir henni til og
frá, þangað til að allt í einu kemur