Þjóðviljinn - 08.03.1987, Page 7

Þjóðviljinn - 08.03.1987, Page 7
Sigurður Guðmundsson á vinnustofu sinni í Amsterdam. Ljósm. ólg. sætur verkur í brjóstið, - og þá er gaman - þá fæðist hugmyndin og ég finn að hún krefst ákveðinna hluta. Hún getur til dæmis krafist þess að verða málverk, þótt ég sé enginn málari, eða teiknari, eða grafíker eða skúlptúristi ef því er að skipta. Hugmyndir sem eiga rætur sínar einhvers staðar djúpt í vit- undinni, einhvers konar innsta viska, kalla á ákveðna meðhöndl- un, og þá er ég ekki spurður um það, á hvaða sviði ég er hæfastur. Því myndlist hefur ekkert með hæfni að gera, heldur þörf. Marg- ir hæfustu nemendur mínir hafa til dæmis lagt fyrir sig annað en myndlist, einfaldlega vegna þess að þeir höfðu þegar á reyndi ekki þessa þörf. Ég skapa ekki mynd- list vegna þess að mér þyki gaman að leika mér að efninu, heldur vegna þessarar þarfar, þessarar sköpunaráráttu sem ég er hald- inn. Ég lendi líka oft í því að gera listaverk, sem eru alls ekki í mín- um smekk - einfaldlega vegna þess að ég nota ekki fyrirbærið smekk til þess að búa til myndlist. Það er ekki spennandi að búa til hluti, sem höfða til ákveðins fyrirframgefins smekks. En jafnvel þótt verkið sé „smekk- leysa“, þá finn ég engu að síður víbrasjon í því - ef það er kúnst á annað borð. Pú talar um að konseptlista- mennirnir leggi áherslu á hug- myndina á kostnað efnisirts. Hvernig má það þá vera að þú ert farinn að gera skúlptúra sem vega 100 tonn? Það hefur orðið þróun í verk- um mínum, en hún er fullkom- lega eðlileg. Ég hef alltaf haft á- kveðna þörf fyrir það að afvopna sjálfan mig. Það er kannski þess vegna sem mér líður vel hér í Hol- landi, - sem útlendingur. En þró- unin hefur meðal annars falist í stöðugri afvopnun. Fyrst afvopn- aði ég sjálfan mig af hinum beinu sjónrænu áhrifum - og var jafn- framt fullur af hugmyndafræði og fílósófíu. Ég var alltaf að prófa afstöðu mína til umhverfisins og lífsins. Seinna vildi ég líka taka hugsunina í burtu - verða daufdumbur - til þess að ná enn- þá lengra inn að kjarnanum. Ég hreinsaði burt allan smekk, allt antipati og sympati, og síðan einnig skilninginn og „vit“ mitt á myndlist. Tilgangurinn var sá að ná ennþá dýpra inn á á vitundar- svæði, þar sem straumarnir koma óbundnir af mér sem listþekkjara en mjög sterkt hlaðnir af innri tilfinningu. Við þessar aðstæður geri ég verk sem eru mjög þýð- ingarmikil fyrir mig, en ég veit hins vegar ekki hvað þau þýða. Þess vegna veit ég ekki fullkom- lega hvers vegna ég geri verk sem vega 100 tonn. Að búa til nýja orku Það er í tísku nú í myndlistar- heiminum að tala um postmod- ernisma, sem kannski er það sama og það sem kallað er nýlist á íslensku. Telur þú sjálfan þig vera í hópi postmodernistanna? Nei, ég myndi segja að ég væri algjöríega hið gagnstæða. Þú mátt ekki taka það þannig að ég leggi algildan mælikvarða á það hvernig ég hugsa, en það sem ég sækist mest eftir í listinni er pót- ens, - að búa til nýja orku. Heimspekilega séð er ég pósitíf- isti. Þegar ég verð fyrir vonbrigð- um með umhverfið í kringum mig set ég mig ekki upp á móti því með neikvæðum hætti. Heldur vil ég magna upp það sem mér finnst rétt og jákvætt. Það sem mér finnst rétt felur ekki í sér að bregðast við þvi sem er rangt hjá öðrum. Verk mín eru frekar eins og ástarbréf til allífsins. Það að standa andspænis lífinu ýtir þér út í að magna upp það sem þér er kært, og gagnrýni mín á hinu neikvæða felst í orkuflæðinu frá því sem magnað er upp. Vinir mínir, sem lesnir eru í fflósófíu segja að ég sé 19. aldar maður, pósitífisti sem trúi á framþróun. Postmódernistarnir segja hins vegar að listin hafi enga dýpri merkingu eða félagslega þýð- ingu, að hún sé einangrað fyrir- bæri og brotakennt, sem taki ekki mið af heildarsýn. Þú mátt hins vegar ekki skilja þetta þannig, að ég hafi þá hug- mynd að ég sé að bæta heiminn með listinni. En ég get ferðast með henni í andanum í gegnum tíma og rúm. Og ef aðrir geta gert Ólg. spjallar við Sigurð Guðmundsson myndlistarmann á vinnustofu hans í Amsterdam í tilefniþess að Sigurður opnar um þessa helgi sýningu í Galierí Svartá hvftu ogsíðarí mánuðinum opnar Norrœna húsið sýningu á verkum hans og tveggja Norðmanna það líka í verkum mínum, þá virka þau sem eins konar götuljós á dimmum stígum mannsandans fyrir suma, sem eru á þeirri leið. Að eyða andagiftinni Ég sækist í raun eftir andlegri fátækt, og hef þörf fyrir að losa mig við tilfinningarnar. Ég lít svo á að manni beri að eyða andagift- inni og tæma sig. því sælir eru fátækir í anda... Ég stefni að því að setja alla mína andagift í verk- ið, þannig að ég eigi ekkert eftir. Þá, og þá fyrst er ég aftur mót- tækilegur fyrir nýrri andlegri reynslu. Mér líður best þegar vinnustofan mín er tóm, og það er mikilvægt fyrir mig að upplifa tómið. Þá hugsa ég sem svo, að nú sé þetta búið, að ég geti eins vel farið að sortera bréf á póstin- um. Þessi tómleikatilfinning vek- ur svo aftur upp í mér hungur eftir nýrri andlegri reynslu, og hjólin fara að snúast á nýjan leik. Ég hef aldrei fengið inspírasjón af eigin verkum. Þau eru heimild um lifaða reynslu sem er búin. Tæknileg kunnátta í efnislegri út- færslu kemur mér heldur ekki að gagni, og ef ég verð of klár í ein- hverju tæknilegu atriði - eins og t.d. ljósmyndatækninni - þá get- ur það beinlínis háð mér, því ég hef þörf fyrir það að hafa vindinn á móti mér. Þessi hugsunarháttur er eftir þvi sem ég best veit eitur í beinum postmódernistanna. Það eina sem ég á sammerkt með þeim er að ég á mér engan stíl - en það er einfaldlega afleiðing af þeirri vinnuaðferð sem ég beiti. Fyrir postmódernistunum er þetta hins vegar stefnuatriði og fyrirfram gefin niðurstaða. Skapandi einsemd Postmódernistunum líður best í miðri hringiðunni, á meðan körlum eins og mér líður best fyrir utan samfélagið. Fyrir því liggja persónulegar ástæður. Ég er nánast líkamlega háður sköp- unarstarfinu, og einsemdin er grundvallaratriði fyrir mig. Þetta er ekki tragísk einsemd, en alveg eins og maðurinn verður að vera einn til að geta elskað, þá verður hann að vera einn til að geta skapað. Sterkustu og þýðingar- mestu augnablikin í lífinu lifir maðurinn einn: fæðinguna, kyn- ferðislegu fullnægjuna og dauðann. Kynferðisleg fullnægja gerist á sekúndubroti, sem báðir aðilar hafa magnað upp, en á þessu sekúndubroti ert þú eins einn og þú getur verið. Þetta er vísindalega sannað. Listamaður- inn lifir í intímsambandi við al- lífið, sem er svipaðs eðlis. Mín reynsla hér er sú, að hægri- sinnarnir skilji þetta betur en sósíalistarnir, sem eru alltaf hræddir við elítusjónarmið. En þeir ættu þá að vera sjálfum sér samkvæmir, og boðagrúppusex- sem er ekkert sex. Það liggur í augum uppi, að fótboltalið getur ekki elskað. Hreinn Friðfinns- son, sem er magnaður listamað- ur, er ennþá fanatískari en ég í þessum efnum. Hann vill ekki tala um listina til þess að orðin verði ekki til að óhreinka hana. Peningar og frelsi En hvað um peningana, verða þeir ekki til þess að óhreinka þetta intíma samband við allífið? Peningar eru kærkomnir til þess að kaupa sér frelsi. En þeir hafa ekki breytt lífi mínu í grund- vallaratriðum. í fimmtán ár var ég blánkur, en ég finn lítinn mun að því leyti að ég hef alltaf haft það á tilfinningunni, að ég gæti gert það sem ég vildi. Á Súm- árunum gerðum við það sem okk- ur datt í hug, og athuguðum eftirá hvað það kostaði. Það er þýðing- armikið að geta unnið án tillits til peningasjónarmiða, en ég hef alltaf haft þessa tilfinningu. Ég myndi fara til Ástralíu á morgun, ef ég fyndi hjá mér þörf til þess... Annars hafa peningar aukist í listinni á síðustu árum. Fyrir um það bil 15 árum síðan notaði mik- ill meirihluti almennings hér í Hollandi frítíma sinn til þess að sækja íþróttaviðburði, en ekki menningarviðburði. Fyrir um það bil 4 árum síðan jafnaðist þetta, og þróunin hefur orðið sú, að nú orðið eru það fleiri hér í Hollandi sem sækja menningar- viðburði en íþróttamót. Siðað fólk fer ekki lengur í kirkju og listirnar hafa tekið við því hlut- verki að mæta andlegri þörf fólksins. Þess vegna er nú aukin eftirspurn - og aukinn peningur - í listinni. Pólitíkin getur ekki svalað þessari andlegu þörf fólks- ins, því að hún nær aldrei að fjalla um þau grundvallaratriði sem skipta máli. Pólitíkin fjallar alltaf um toppinn á ísjakanum og það sem er seljanlegt. Þess vegna vekur hún ekki áhuga, og ég er löngu hættur að nota minn at- kvæðisrétt... Það er tekið að skyggja og rakt kvöldhúmið breiðir sig yfir Am- sterdam og inn um stóra gluggana á vinnustofu Sigurðar. Þetta er gamalt spunaverkstæði og það er hátt til lofts og vítt til veggja. Engin listaverk eru sjáanleg, en verkfæri, krukkur, pokar, tor- kennilegt dót og rusl á víð og dreif. Upp við vegginn stendur tómur rammi. Sigurður stendur upp og gengur að glugganum og horfir út yfir síkið og stræt i n fyrir utan. Þessu samtali okk var greinilega lokið. ólg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.