Þjóðviljinn - 08.03.1987, Síða 10

Þjóðviljinn - 08.03.1987, Síða 10
FALKAELDI TIL BJARGAR STOFNINUM Fuglafræðingurinn Renó-Jean Monneret matar fálkaunga í eldisstöðinni. Fálkinn er stórkostlegur veiðifugl. Hann steypir sér niður með 300 km hraða og rotar bráðina í einu höggi. Hér sést hann með bráð sína. Fálkastofninn í Evrópu og í Bandaríkjunum er í mikilli hœttu, en tilraunir með tœknifrjóvgun og útungunarstöðvar fyrir fálka hafa skilað góðum árangri Fálkinn á bara einn óvin í dýr- aríkinu en þrátt fyrir þaö er tilveru hans ógnað.Þessi eini óvinur hefur á þessari öld nær útrýmt þessum konungi háloftanna. Hér er auðvitað átt við manninn, sem hefur rænt fálkahreiður enda eru ungarnir mjög eftirsóttir, einkum í Arabalöndunum, þar sem þeir eru þjálfaðir upp til veiða og þykja hinir mestu dýrgripir. Mengunin sem fylgir mannin- um hefur einnig höggvið stór skörð í fálkastofninn. DDT og önnur eiturefni ógna mjög tilveru fálkans, þar sem áhrif eitursins tífaldast í hverjum lið fæðukeðj- unnar. Fálkinn lifir á dýrum, sem nærast á smærri dýrum eða gróðri og er eiturverkunin því mjög mikil. Áhrif eitrunarinnar geta verið ýmisleg. Sé bráðin mjög eitruð deyr fálkinn. Áhrifin lýsa sér einnig þannig að eggin eru eitruð og fúl, eða þá að skurn þeirra er svo þunn að eggið moln- ar þegar kvenfuglinn verpir. Varðmenn og eldisstöðvar Á undanförnum áratugum hef- ur því fálkastofninn minnkað mjög mikið. Um aldamótin voru um þúsund fálkapör í Svíþjóð. Árið 1945 voru þau aðeins um þrjú til fjögurhundruð. Nú eru í Svíþjóð um 10 fálkapör. í Finn- landi og Noregi eru um 40 pör. í Júrafjöllum í Frakklandi voru um 120 pör árið 1950. Nú eru þau aðeins 30 og er hreiðurránum kennt um fækkunina. Til ýmissa aðgerða hefur verið gripið til að bjarga fálkanum. Á Islandi, í Noregi og Finnlandi hefur verið gripið til þess ráðs að vakta hreiður fálkanna yfir varptímann. Oft á tíðum annast sjálfboðaliðar varðstöðuna. í>á er varpstöðvum fálkanna haldið eins leyndum og nokkur kostur er á. Hefur þessi aðferð reynst nokkuð vel þó hún sé ekki pott- þétt. í Bandaríkjunum, Svíþjóð og Frakklandi hefur verið gengið enn lengra til að stækka fálka- stofninn. í þessum löndum eru í gangi verkefni sem byggjast á því að egg eru frjóguð og þeim ungað út í útungunarvélum. Ungarnir eru síðan aldir upp í útungunar- stöðvunum áður en þeim er sleppt lausum í náttúrunni. Fálkar voru svo til algjörlega horfnir af Austurströnd Banda- ríkjanna þegar gripið var til þessa ráðs. Nú hefur fimm hundruð ungum verið sleppt lausum þar. í’eim er sleppt með sérstakri að- ferð þegar þeir eru orðnir fleygir. Fálki á flugi skimar eftir bráð. Svíar sleppa einnig fálk- aungunum um svipað leyti og þeir verða fleygir. Þá eru þeir um fimm vikna gamlir. Þeim er sleppt á stöðum sem áður fyrr voru varpstöðvar fálka. Ungarnir eru settir í búr og eru mataðir í gegnum rör fyrstu dagana. Eng- inn maður kemur nálægt þeim á þessum tíma en vandiega er fylgst með þeim með sjónvarpstökuvél- um. 10-15 dögum seinna er ung- inn orðinn fleygur og þá er búrið opnað. Unginn er frelsinu feginn og flýgur út en snýr aftur heim í búrið fyrstu dagana. Eftir nokkr- ar vikur yfirgefur hann svo búrið alfarið og bjargar sér sjálfur í náttúrunni. Tœknifrjógun Fuglafræðingurinn René Jean Monneret hefur í samvinnu við ýmsis náttúruverndarsamtök í Frakklandi, hafið skipulega rækt- un fálkaunga í Júrafjöllum. Árið 1975 voru 14 fálkaegg tekin úr hreiðrum og þeim ungað út í útungunarvélum. Út úr þeim fékk hann fimm fálka, þrjá karl- fugla og tvo kvenfugla. En fálk- arnir neita að para sig í búrum og því varð hin mannlega hönd að hjálpa til við frjóvgunina. Karlfuglinn er bundinn og hon- um síðan fróað. Þetta er gert fjór- um sinnum svo öruggt sé að líf sé í sáðfrumunum. Lifandi sáðfrum- ur eru flokkaðar frá dauðum og þeim komið fyrir í sprautu og er kvenfuglinn sprautaður í eggja- stokkana. Sólarhring seinna verpir hún einu eggi. Þá er kven- fuglinn sæddur aftur og aftur og aftur þar til 10 -12 eggjum hefur verið verpt. Út í náttúrunni hefði kvenfuglinn verpt í mesta lagi þremur til fjórum eggjum. Eggin eru tekin frá fuglinum og þeim komið í útungunarvél og 33 dögum seinna skríða ungarnir úr eggjunum. Ungum komið í fóstur Frakkarnir hafa aðra aðferð við að koma ungunum út í náttúr- una en Bandaríkjamenn og Sví- ar. Þegar ungarnir eru vikugamlir setja þeir þá í fálkahreiður sem eru í hamrabeltum Júrafjalla. Það er sigið með ungann niður í hreiðrið þar sem viltir ungar eru fyrir og síðan er að sjá hvort kvenfuglinn er tilbúinn að taka að sér uppeldi þessa aðskota- unga. Fyrstu viðbrögð kvenfuglsins þegar hann snýr til baka eru þau að flýja af hólmi og leita að maka sínum, sem er á veiðum í ná- grenninu. Hún fær matarbita hjá honum og flýgur með hann til hreiðursins og uppeldisunginn fær sinn hluta bráðarinnar einsog þeir sem fyrir voru. Á þennan hátt hefur tekist að fjölga fálkum í Júrafjöllum úr 30 pörum 1968 í rúm 100 pör 1985. Auk þess er fjöldi fálka í eldis- stöðinni. íslendingar hafa töluvert velt því fyrir sér hvort ekki sé hægt að rækta upp fálka til útflutnings, enda er íslenski fálkinn einna eftirsóttastur af öllum fálkum og selst fyrir stórar fjárhæðir. Allar slíkar hugmyndir hafa strandað á því að vitað var að fálkarnir pör- uðu sig ekki nema þeir væru frjálsir. Aðferð Frakkanna gæti hinsvegar opnað möguleika á slíku eldi. Nú er bara að sjá hvort fálkaeldi verður viðurkennt sem ný búgrein og fálkaeldisstöðvar spretti upp sem gorkúlur vi,ð hlið- ina á laxeldisstöðvunum. Lögregla loftsins Fuglager á flugvöllum er víða mikið vandamál og hefur oft or- sakað alvarleg flugslys. í Frakk- landi er talið að um 65% allra flugslysa sem verða við lendingu og flugtak, sé vegna þess að fugl- ar hafa lent í hreyflum flugvél- anna eða öðrum viðkvæmum vél- arhlutum flugvélanna, t.d. á loftnetum. Til að fæla burt fuglana hafa ýmis ráð verið reynd en flest gef- ist illa. Hafa rakettur verið not- aðar, byssur og hávaði en allt komið fyrir ekki. Fuglarnir snúa ætíð aftur. Nú hefur hinsvegar fundist ráð við þessari plágu, en það er að nota ránfugla til að flæma burt smáfuglana. Hafa fálkarnir reynst einkar vel, en auk þess hafa haukar verið notaðir. Þegar þeir birtast á flugi tvístrast fugla- gerið og hverfur burt. Tilraunir hafa verið gerðar með fálka á herflugvellinum við Istres í Frakklandi. Eftir að fálk- arnir voru teknir í notkun hefur ekkert slys átt sér stað vegna fugla á flugvellinum, en áður voru þau um 20 talsins árlega. -Sáf/Illustreret videnskab Nokkur sœti kms áþessum % namskeiðum SNIÐ OG SNIÐTEIKNINGAR 20 st. Kolbrún Júlínusdóttir Mán. kl. 19-22 (5 vikurfrá 9. mars) FATAHÖNNUN 20 st. Ásdís Loftsdóttir Mán. kl. 19-22 (5 vikur frá 9. mars) VIÐ HVAÐ VILTU STARFA? 20 st. Sölvína Konráðs Þri. kl. 19-22 (5 vikurfrá 10. mars) TEIKNING 20 st. Þóra Sigurðardóttir Mið. kl. 19-22 (5 vikur frá 11. mars) GARÐRÆKT 15 st. Hafsteinn Hafliðason Þri. kl. 20.30-22.45 (5 vikurfrá 17. mars) HÖNNUN OG ÚTLITSTEIKNING BÆKLINGA OG BLAÐA 20 st. Björn Björnsson Þri. ki. 19-22 (5 vikur frá 10. mars) ÁVÖXTUN EIGIN FJÁR 10 st. Davíð Björnsson Kl. 20-22.30 frá 10.-12. mars. WALDORF - BRÚÐUR 20 St. Hildur Guðmundsdóttir Lau. kl.10-13 (5 vikurfrá 14. mars) AÐ VERA FORELDRI UNGLINGS 15 st. Ingibjörg Guðmundsdóttir Fim. kl. 20-23 (4 vikur frá 19. mars) BÓTASAUMUR 20 St. Fríða Kristinsdóttir Mið. kl. 19-22 (5 vikur frá 11. mars) AÐ HANNA OG PRJÓNA EIGIN FÖT 20 st. Kristín Jónsdóttir Þri. kl. 19-22 (5 vikur frá 10. mars) NÝTT: ER HEIMILISBÍLLINN í LAGI? 24 st. Elías Arnlaugsson Þri. og fim. kl. 19-22 (3 vikur frá 17. mars) I SAMVINNU VIÐ FÉLAG ELDRI BORGARA: MÁLUN 20 st. Kristjana F. Arndal Mið. kl. 18-21 (5 vikur frá 11. mars) SÖGURÖLT 8 st. Guðjón Friðriksson Fim. kl. 16-18 (3 vikur frá 12. mars) TÓMSTUNDA SKOLINN Skólavörðustig 28 Sími 621488 ÆTTFRÆÐI 20 st Þorsteinn Jónsson Þri. kl. 19-22 (5 vikur frá 10. mars) UPPLÝSINGAR í SÍMA 621488 Verslunarmannafélag Reykjavíkurog Iðja, félag verksmiðjufólks, veita félagsmönnum sínum styrki til náms í Tómstundaskólanum. Félagsmenn eftirtalinna félaga fá 10% afslátt af námskeiðsgjöldum: Verslunarmannafélag Reykjavíkur Iðja, félag verksmiðjufólks Verkakvennafélagið Framsókn Starfsmannafélagið Sókn Trésmíðafélag Reykjavíkur Félag matreiðslumanna Félag starfsfólks i húsgagnaiðnaði Félag bókagerðarmanna Félag blikksmiða. • Kopal innimalningin fæst nu i fjorum gljastigum. Nu velur þu þann gíjaa sem hentar þer best og malningin er tilbuin beint ur dosinni. m l\lu heyrir þaö fortiöinni til aö þurfa aö blanda malninguna meö heröi og oörum gljaefnum. VELDU KOPAL I FJORUM GLJASTIGUM:

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.