Þjóðviljinn - 08.03.1987, Side 13
Danni og Halli á Unglingaheimilinu: Skiljum hvert annað af því við höfum álíka fortíð. Við krakkarnir skynjum það sem aðrir
geta ekki skynjað.
Ljóð vikunnar
eftir Halla á Unglingaheimilinu
Vorið
Atómljóð
Loksins er hið langþráða vor komið - veturinn er farinn.
Brátt kemur sumarið og fuglarnir byrja að tísta.
Og skemmta mannkyninu sem bíður þeirra Sþennt.
Strákarnir fara í fótbolta eða útilegu
eða þá fara í sólbað eða sund, - þá er skemmtilegt.
Það er gott veður þegar sjómennirnir koma í land, þá byrjar
vinnan, frystihúsið verður fullt og næg atvinna.
Þegar vinnudegi er lokið þá fara allir heim.
Sumir þrauka fram að helgi en aðrir fara á fyllerí.
Framtíðin
Halli: Mér finnst stundum að
það vanti skilninginn. Til dæmis
fólkið hérna heldur að það leysi
vandann að tala um þetta, rifja
upp ógeðslegar minningar... Þau
verða að geta sett sig í okkar spor
og það geta þau ekki. Þau muna
ekki hvernig það var þegar þau
voru ung.
Danni: Þegar þau tala um hvað
þau gerðu, þá er það alltaf að þau
hafi ekki drukkið eða gert neitt af
sér.
- Finnst ykkur þá starfsfólkið
hérna ekkert betra en fólkið sem
var í kringum ykkur?
Halli: Það eru ekki mín orð.
Þau eru betri en annað fólk að
vissu leyti. Þau láta mann fá alla
þá umönnun sem maður þarf og
það liggur við að maður sé eins og
sonur þeirra - og það kann ég
auðvitað að meta. En þau mis-
skilja stundum.
-En þið krakkarnir: Skiljið þið
hvert annað?
Halli: Já, við krakkarnir hérna
skiljum hvert annað af því að við
höfum álíka fortíð. Höfum lent í
svipuðu og skiljum hvernig hin-
um líður. Við skynjum það sem
aðrir geta ekki skynjað.
-hj.
Sjómannslífið heillar mig
það er mín framtíð
þéna og græða
Vinna og mennta sig
það eru mínir framtíðardraumar
Ég er rifinn upp úr hugsun minni
það er kallað:
„Skólinn er búinn"
Við göngum frá okkar dóti
og röltum heim á leið
Árni Stefán Jónsson, deildarstjóri fyrir Meðferðarheimilið að Sólheimum 7,
með áttunda vistmanninn köttinn Geirþrúði, í fanginu.
„Vandamálin eru ákaflega ein-
staklingsbundin en einkennin eru
oft þannig, til dæmis hjá strákun-
um, að þeir byrja í innbrotum,
eru mjög ódælir í skóla og fjöl-
skyldulífið gengur ekki. Það er
hægt að rekja þessi vandamál tal-
svert langt aftur í bernsku. Við
viljum líta svo á að unglingurinn
sé einkennisberi fyrir viss vanda-
mál innan fjölskyldunnar. Við
gerum þá kröfu þegar við tökum
unglinga í meðferð hér að við get-
um tekið allt fjölskyldumynstrið
fyrir. Það er misjafnt hvernig það
er lagt upp, hvort um er að ræða
ráðgjöf eða hreina og klára fjöl-
skyldumeðferð!"
- Hvernig gengur að vinna
með fjölskyldunum út frá því að
unglingurinn sé ekki bara vanda-
málið?
„Það gengur mjög misjafnlega.
Sumar eru afar samstarfsfúsar en
aðrar - einkum til að byrja með -
eiga erfitt með að viðurkenna að
unglingurinn sé ekki eina vanda-
málið. Hin síðustu ár hefur okkur
fundist að fleiri fjölskyldur hafi
komið til okkar sem eru svo
veikar að fátt hefur verið til
ráða.“
Jákvœð
og neikvœð
sjálfsímynd
- Frá hvernig fjölskyldum
koma þessir krakkar?
„Það hefur sýnt sig í gegnum
árin að aðeins 25% þeirra ung-
linga sem til okkar koma búa hjá
kynforeldrum sínum. Oftast er
um að ræða að móðir hafi tekið
saman við annan mann, - ótrú-
lega hátt hlutfall sem á stjúpa.“
- Hvaða aðferðum beitið þið
við unglingana?
„Stikkorðið sem við göngum
útfrá er að koma af stað jákvæðri
þróun hjá unglingnum. Oft er
unglingurinn mjög fastur í nei-
kvæðri sjálfsímynd: Hann getur
ekki neitt og er taparinn í lífinu.
Okkar hlutverk er að koma hon-
um upp úr þessu - þroska og þróa
jákvæða sjálfsímynd. Við viljum
að unglingurinn geti tekið ábyrgð
á sjálfum sér og framtíð sinni.“
- Þegar unglingarnir fara héð-
an, hvað tekur þá við?
„Ef þau eiga fjölskyldu að
hverfa til þá fara þau þangað. Ef
það hefur sýnt sig að fjölskyldan
sé það sterk þá tekur hún við hon-
um aftur. Við reynum að prófa
okkur áfram með heimfarar-
leyfum. Ef viðkomandi getur
ekki farið heim eða þarf á meiri
aðstoð að halda þá höfum við
sambýli hér uppi í Sólheimum 17.
Og þar geta krakkarnir verið til
18 ára aldurs. Sambýlið er ansi
merkilegt að því leyti að þar býr
fjölskylda, hjón með tvo krakka.
Þau búa með unglingunum ásamt
einum starfsmanni. Stigsmunur-
inn á sambýlinu og heimilinu hér
felst í því að krakkarnir eiga að
geta tekið miklu meiri ábyrgð á
sjálfum sér. Þetta er meira hugs-
að sem staður sem þau geta búið
á og fengið þessa aðstoð. Þarna
búa núna fimm krakkar og eru
ýmist að vinna eða í skóla. Tveir
af þessum krökkum eru til dæmis
í menntaskóla núna.
- Finnst þér að starfsemi Ung-
Sunnudagur 8. mars 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13
lingaheimilisins njóti skilnings
hjá almenningi?
„Ég er búinn að starfa hérna
síðan 1981 og hef fundið fyrir
miklum breytingum. Það er alveg
öruggt að fordómar út í Ung-
lingaheimilið voru miklir á tíma-
bili, en með meiri umræðu í
þjóðfélaginu á síðari árum hefur
þetta breyst. Fordómarnir hafa
ekkert síður minnkað hjá ung-
lingunum sjálfum." - hj.
Áhersla
„Það eru nú 13 einstaklingar í
skólanum. Þau koma náttúrlega
hingað af því þau eru illa sett í
námi og félagslega," sagði Jó-
hanna Gestsdóttir, kennari við
skóla Unglingaheimilisins í stuttu
spjalli.
„Munurinn á þessum skóla og
öðrum felst fyrst og fremst í því
að við getum unnið miklu meira
með hverjum einstaklingi en til
dæmis grunnskólarnir hafa tök á.
Að öðru leyti er skólakerfið um
margt svipað, við byrjuðum í
haust og krakkarnir taka próf í
vor.Það eru til dæmis þrjú sem
taka samræmdu prófin hjá okk-
ur.
Húsnæðið hentar ágætlega
bráðabirgða, en við höfum enga
aðstöðu fyrir handmennta-
kennslu. Eins erum við það langt
frá öðrum skólum að það er erfitt
um vik fyrir krakkana að fara í
leikfimi.“
Stundafjöldinn á viku er 34 og
það eru þrjár og hálf staða við
skólann. -hj.